Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Á árinu 2010 var
gerð breyting á lög-
um um dómstóla. Með
breytingunni var
kveðið á um að dóm-
nefnd um embætti
hæstaréttardómara
skyldi raða umsækj-
endum eftir hæfni og
yrði dómsmálaráð-
herra skylt að skipa
þann sem nefndin
setti í efsta sæti,
nema ráðherra bæri málið undir
Alþingi og það samþykkti tillögu
hans um annan hæfan umsækj-
anda.
Þessi lagabreyting hefur valdið
allmiklum deilum. Fræðimenn
hafa jafnvel talið að hún stæðist
ekki 14. gr. stjórnarskrárinnar,
þar sem segir að ráðherrar beri
ábyrgð á „stjórnarframkvæmdum
öllum“. Hafa menn þá bent á að
dómnefndin, sem enga ábyrgð ber
gagnvart almenningi og hefur
ekkert aðhald í störfum sínum,
ráði því í reynd hverjir verða skuli
dómarar. Þannig hefur það líka
verið frá því reglan tók gildi. Í
stjórnarskrárreglunni felist hins
vegar krafa um að ráðherra skuli
ákveða hvern skipa skuli, þar sem
hann beri ábyrgð á ákvörðuninni.
Gengið erinda
Tilnefningum í þessa nefnd er
hagað með þeim hætti að dómara-
elítan sem situr í Hæstarétti og
lögfræðingahópurinn kringum
hana hafa haft tögl og hagldir við
skipun í nefndina. Á tímabilinu,
sem liðið er síðan
lagabreytingin tók
gildi, hefur nefndin
sýnt að hún gengur
erinda þessarar elítu
og hefur með aug-
ljósum rangindum
sett í efsta sæti um-
sækjendur sem vitað
er að dómurunum við
Hæstarétt hugnast
helst að fá í hópinn.
Koma þar til persónu-
leg tengsl og vin-
skapur dómaranna við
viðkomandi umsækj-
endur. Aðrir sem sótt hafa um
hafa mátt líða fyrir þessa augljósu
hlutdrægni.
Svonefnd réttarfarsnefnd samdi
frumvarpið að lagabreytingunni
2010. Þá var Markús Sigurbjörns-
son, þáverandi forseti Hæsta-
réttar, formaður nefndarinnar.
Markús er mætur maður og góð-
gjarn. Í nefndinni átti þá einnig
sæti meðal annarra Stefán Már
Stefánsson, þá prófessor við Há-
skóla Íslands, mætur maður og
góðgjarn. Stefán hefur síðan átt
sæti í einhverjum dómnefndanna
sem metið hafa umsækjendur.
Tillögumaður dæmir
Á síðasta ári var fjallað fyrir
dómi um skipun tveggja dómara
að Landsrétti. Sérstakar reglur
giltu um þá skipan, sem tóku með-
al annars mið af því að verið var
að skipa 15 dómara í einu lagi.
Töldu málsóknarmenn að ráð-
herrann hefði brotið á þeim rétt
með því að skipa þá ekki í emb-
ætti. Þó að reglurnar væru í þessu
tilviki sérstakar fyrir þessar
ákvarðanir komu störf dómnefnd-
ar samt mjög við sögu í deilunni
og skylda ráðherra til að fylgja
þeim í einu og öllu.
Flestir dómarar við Hæstarétt
viku sæti í þessum málum, þegar
þau voru dæmd 19. desember sl.
Voru kallaðir inn varadómarar.
Einn þeirra var Stefán Már Stef-
ánsson sem átt hafði aðild að til-
lögunni um hina umdeildu laga-
reglu frá árinu 2010, sem meðal
annars var tekist á um í málinu.
Eiginkonan
Síðan þessir dómar féllu hefur
mikið verið um þá rætt og laga-
legan grundvöll þeirra. Þá vekur
athygli að fréttastofa RÚV, sem
mikið hefur fjallað um málið í
sýnilegum erindagjörðum gegn
dómsmálaráðherra, hefur ávallt
kallað til viðtals prófessorinn í
stjórnskipunarrétti við Háskóla
Íslands, Björgu Thorarensen, sem
er mæt kona og góðgjörn. Það er
þó synd að fréttastofunni skuli þá
jafnan hafa láðst að geta þess að
prófessorinn er eiginkona Mark-
úsar, formanns réttarfarsnefnd-
arinnar sem samdi frumvarpið
umdeilda um árið. Svo undarlega
vill til að prófessorinn er alltaf
sammála eiginmanninum. Sam-
heldin hjón þar á ferð.
Þó að þeir þrír lögfræðingar,
sem hér hafa verið nefndir, séu
alls góðs maklegir, er ljóst að þeir
telja að dómaraelítan eigi að ráða
því hverjir komi nýir inn í dóm-
arahópinn, þótt hún beri enga
ábyrgð að lögum á ákvörðunum
um skipan nýrra dómara.
Kannski er kominn tími til að
þjóðin – og þar með taldir nokkrir
hávaðasamir alþingismenn – átti
sig á því hvað raunverulega geng-
ur á. Hér á sér stað valdabarátta.
Þessi barátta snýst um valdið til
að skipa nýja dómara.
Grímulaus valdbeiting
Dómarnir í desember standast
ekki lögfræðilegar lágmarks-
kröfur. Þeir fela í sér grímulausa
valdbeitingu gegn dómsmálaráð-
herra og þeim er einungis ætlað
að refsa honum fyrir að lúta ekki
fyrirmælum. Með þessum gjörðum
sínum sýna dómarar að þeir hika
ekki við að misbeita dómsvaldi
sínu í þágu baráttu við ráðherra
um valdið til að velja nýja dómara
að dómstólum landsins.
Það er mikið áfall fyrir alla sem
unna hugmyndinni um hlutlausa
dómstóla að þurfa að verða vitni
að þessu.
Svipmynd af baráttu um völd
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson »Kannski er kominn
tími til að þjóðin – og
þar með taldir nokkrir
hávaðasamir alþingis-
menn – átti sig á því
hvað raunverulega
gengur á. Hér á sér stað
valdabarátta. Þessi bar-
átta snýst um valdið til
að skipa nýja dómara.Jón Steinar Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður. Eiginkona
mín las þessa grein yfir í handriti og
lýsti sig samþykka efni hennar.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
MYND ER MINNING
Fermingarmyndir
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
Atvinna