Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Guðmundur Ingi
Kristinsson þingmað-
ur skrifaði pistil í
Morgunblaðið 29. jan-
úar sl. þar sem hann
virðist leggja að jöfnu
laun fyrir vinnu ann-
ars vegar og ölmusu
hins vegar sem skatt-
greiðendur fjármagna
til að tryggja þeim
sem ekki geta aflað
sér tekna til framfærslu.
Ekki verður annað skilið á pistli
Guðmundar en að hon-
um þyki fullkomlega
eðlilegt að þeir sem
fallið hafi í það örygg-
isnet sem skattgreið-
endur fjármagna skuli
hafa til ráðstöfunar frá
skattgreiðendum fjár-
muni sem jafngilda eða
eru jafnvel hærri en
lægstu laun í landinu.
Það virðist vera orðinn
útbreiddur misskiln-
ingur að bætur séu
jafngildi launa sem
greidd eru fyrir vinnuframlag.
Laun eru greidd hinum vinnandi
fyrir verðmætasköpun hins vinn-
andi en bætur eru greiddar af hin-
um vinnandi til þeirra sem njóta
bótanna. Reyndar er búið að búa til
fjölda óþarfa starfa hjá hinu op-
inbera sem í raun eru nokkurs kon-
ar atvinnubótavinna og eru því í
raun dulið atvinnuleysi en samt er
þó verið að greiða þar fyrir vinnu-
framlag, reyndar á kostnað skatt-
greiðenda.
Talandi um atvinnuleysi þá er al-
veg kostulegt að til skuli vera fólk á
atvinnuleysisbótum nú þegar næga
vinnu er að hafa fyrir þá sem nenna
að vinna. Réttur til atvinnuleys-
isbóta ætti í raun ekki að vera til
staðar í því árferði sem nú ríkir en
fjöldi erlends vinnuafls nú telur um
24.000 manns. Að það skuli vera
tæplega 20.000 manns á örorkubót-
um í samfélagi þar sem tæplega
200.000 manns eru á vinnumarkaði
er eitthvað verulega athugunarvert.
En ef grannt er skoðað þá er
fjárhagslegur hvati til að komast á
einhvers konar bætur verulegur
þar sem lægstu laun eru jafnvel
lægri en þær bætur sem greiddar
eru. Hafa verður í huga að það
kostar að sækja vinnu ólíkt því að
ekkert kostar að fá bæturnar sjálf-
virkt inn á reikninginn hjá sér. En
fjárhagslegur hvati er ekki sama og
siðferðislegur hvati. Meginfjöldi
þess fólks sem þiggur bætur er
vinnufært að öllu eða einhverju
leyti amk. og sá hluti er því í raun
miklu frekar „rányrkjar“ frekar en
öryrkjar. Viðhorf þingmannsins
virðist litað þeirri fallegu sósíalísku
hugsun sem hefur reyndar aldrei
gengið upp að allir leggi til sam-
félagsins það sem þeir eru færir um
og allir njóti frá samfélaginu þess
sem þeir þurfa. Enda hefur hún
breyst í það að aðeins þeir sem
nenna skuli leggja til samfélagsins
nánast allt sem þeir afla svo að þeir
sem ekki nenna geti hrifsað til sín
allt sem þeim hugnast. Bætur verða
alltaf að vera talsvert lægri en
lægstu laun.
Þingmaðurinn sem vísað er í að
ofan hefur nú sannað að annað
hvort er það ekki vinna að vera
þingmaður eða að hann er í raun
ekki öryrki eins og hann var áður
en hann settist á þing. En vonandi
spræktist hann bara svona við
kosningaúrslitin að hann varð
vinnufær á ný.
Vinnulaun eða bætur?
Eftir Örn
Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson
»En ef grannt er skoðað
þá er fjárhagslegur
hvati til að komast á ein-
hvers konar bætur veru-
legur þar sem lægstu laun
eru jafnvel lægri en þær
bætur sem greiddar eru.
Höfundur er fv. atvinnurekandi en nú
iðjuleysingi, ekki á bótum.
orng05@simnet.is
Grein Elínar S.
Kristinsdóttur, sem
fjallar að miklu leyti
um embættisfærslur
þjóðskjalavarðar fyrir
nokkrum misserum, er
einhliða frásögn þar
sem ýmislegt er undan
skilið, réttu máli er
hallað. Sagt er að þjóð-
skjalavörður og fleiri
stjórnendur hafi beitt
starfsmenn ofbeldi.
Því er haldið fram að vinnustaða-
menning hafi lítið lagast frá því sem
var. Þetta er ekki rétt. Ýmislegt er
auk þess gefið í skyn. Í greininni er
þannig alvarlega vegið að þjóð-
skjalaverði og öðrum stjórnendum,
núverandi og fyrrverandi, og að
vissu leyti er vegið að stofnuninni
allri.
Bætt starfsemi og samskipti
Forstöðumenn opinberra stofn-
ana bera ábyrgð á allri starfsemi og
rekstri. Þeim ber að tryggja fram-
gang lögbundinna verkefna en þeim
ber einnig að tryggja starfsmönnum
sínum gott og öruggt vinnu-
umhverfi. Undanfarin ár hefur
markvisst verið unnið að endur-
skipulagningu starfsemi Þjóð-
skjalasafns á grundvelli sjónarmiða
um mannauðsmál og stjórnun sem
efst eru á baugi. Lögð hefur verið
áhersla á ný vinnubrögð, bætt sam-
skipti og bætta þjónustu. Í mann-
auðsmálum var gert sérstakt átak,
t.d. með því að koma á viðbragðs-
áætlunum við einelti og áreiti (2013)
og samskiptasáttmála (2015).
Einstök mál
Lögð skal áhersla á að þau mál
sem vikið er að í grein Elínar fóru í
þann farveg sem reglur, stefnur og
lög gera ráð fyrir, með aðkomu
mannauðsráðgjafa, lögfræðinga og
stéttarfélaga. Í tveimur málum naut
Þjóðskjalasafn ráð-
gjafar kjara- og mann-
auðssýslu ríkisins. Mál
þessi fengu formlega
meðferð og lauk með
niðurstöðu. Undirrit-
aður telur ekki rétt að
tjá sig um einstök mál.
Þess skal þó getið að
kvartanir greinar-
höfundar um einelti
stjórnanda í sinn garð
voru rannsakaðar af
utanaðkomandi aðila.
Sú skoðun leiddi í ljós
að ekki hafi verið um einelti að ræða.
Kvartanir um að þjóðskjalavörður
hafi beitt starfsmann kynferðislegri
áreitni voru ennfremur rannsakaðar
af utanaðkomandi aðila, að frum-
kvæði mennta- og menningar-
málaráðuneytis. Sú skoðun leiddi í
ljós að ekki hafi verið um kynferð-
islega áreitni að ræða.
Bættur árangur
Að lokum vill undirritaður geta
þess að árið 2014 kom út fyrsta
heildstæða stefnumótun Þjóð-
skjalasafns og þannig var blásið til
nýrrar sóknar í starfsemi safnsins.
Safnið hefur á þessum grundvelli
stigið stór skref fram á við, eflt og
bætt marga þætti í starfseminni, svo
sem eftirlit, miðlun og rannsóknir.
Þessi árangur er fyrst og fremst að
þakka samstilltum og öflugum hópi
starfsfólks sem hefur mikla þekk-
ingu á viðfangsefnum safnsins og
leggur sig fram af metnaði.
Hallað réttu máli
Eftir Eirík G.
Guðmundsson
Eiríkur G.
Guðmundsson
» Athugasemd vegna
greinar Elínar S.
Kristinsdóttur, Hingað
og ekki lengra, sem birt-
ist í Morgunblaðinu 18.
janúar 2018.
Höfundur er þjóðskjalavörður.
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
SÉRBLAÐ
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 16. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 12. mars.