Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 MADEIRA 5. apríl í 14 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Allt að 25.000kr. afsláttur á mann Frá kr. 99.995 Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Berlín. Jóhann fæddist 19. september 1969. Hann var sonur hjónanna Jó- hanns Gunnarssonar og Eddu Þorkels- dóttur. Jóhann var ókvæntur en lætur eftir sig uppkomna dóttur. Jóhann ólst upp á Seltjarnarnesi en fjöl- skyldan var líka búsett um tíma í París. Hann lauk prófi frá MR og lagði eftir það stund á nám í ensku og bókmenntafræði við HÍ. Hann lærði á básúnu og lék með lúðra- sveitum á yngri árum en færði sig síðar yfir á píanó. Jóhann spilaði í rokkhljómsveitum, sú fyrsta hét Daisy Hill Puppy Farm en síðar átti hann eftir að spila með Ham og Org- elkvartettinum Apparat. Fyrsta sólóplata Jó- hanns kom út árið 2002, Englabörn, en hún var byggð á tónlist úr samnefndu leikriti. Alls urðu sólóplötur hans níu talsins en Jó- hann samdi fyrir leik- hús, íslenskar kvik- myndir og tók þátt í ýmsum tilrauna- kenndum listverk- efnum fyrr á ferlinum. Hin síðustu ár gat hann sér afar gott orð sem kvikmynda- tónskáld og þótti með- al fremstu manna á því sviði. Jóhann átti farsælt samstarf við leikstjórann Denis Villeneuve. Hann samdi tónlistina við kvikmyndirnar Prisoners, Sicario og Arrival og hlaut mikið lof fyrir. Til stóð að sam- starf þeirra næði líka til stórmynd- arinnar Blade Runner 2049 en upp úr samstarfinu slitnaði. Jóhann hlaut Golden Globe- verðlaunin árið 2014 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, BAFTA- og Grammy-verðlauna fyrir sömu mynd. Árið 2015 var Jóhann til- nefndur til Óskars- og BAFTA- verðlauna fyrir Sicario og árið 2016 var hann tilnefndur til Golden Globe- og BAFTA-verðlauna fyrir Arrival. Hann hlaut einnig tilnefn- ingu til Grammy-verðlauna fyrir Arrival. Jóhann stýrði útfærslu á hljóð- mynd kvikmyndarinnar Mother! eft- ir Darren Aronofsky. Síðustu verk Jóhanns voru tónlist við Mandy eftir Panos Cosmatos, en með aðal- hlutverk hennar fer Nicolas Cage, og The Mercy, sem skartar Colin Firth í aðalhlutverki. Þá vann hann að tónlist við kvikmynd um Maríu Magdalenu sem Rooney Mara, Chiwetel Ejiofor og Joaquin Phoen- ix leika aðalhlutverkin í. Andlát Jóhann Jóhannsson tónskáld Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Slæmt vetrarveður gekk yfir mest- allt landið í gær með hvassviðri, kaf- aldsbyl, ófærð og jafnvel snjóflóða- hættu um norðan- og vestanvert landið. Nokkur óhöpp urðu vegna veðursins og sátu margir fastir í bíl- um sínum vegna færðarinnar eða lokana út af slysum. Innanlandsflugi var aflýst og millilandaflugi seinkaði eða var aflýst eftir hádegi og fram á kvöld. Víða voru vegir lokaðir og varað við snjóflóðahættu á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálpar- stöðvar fyrir strandaglópa í Klé- bergsskóla á Kjalarnesi og einnig á Selfossi. Tveir átta bíla árekstrar Stormurinn náði hámarki á höfuð- borgarsvæðinu upp úr kl. 14. Úr- koma og rok gerðu skyggni slæmt fyrir vegfarendur. Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Sunnu- hlíð í Kópavogi í suðurátt rétt eftir hádegið í gær. Loka þurfti Kringlu- mýrarbraut til suðurs vegna árekst- ursins. Flytja þurfti einn á sjúkra- hús og voru aðstæður á vettvangi erfiðar. Skyggni var mjög slæmt þegar slysið varð en útkallið barst rétt upp úr kl. 13. Þá var mikill erill hjá björgunarsveitarmönnum úti um allan bæ. Átta bíla árekstur varð einnig á Reykjanesbraut um þrjúleytið og var veginum á milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar lokað í báðar áttir. Áreksturinn átti sér stað við afleggj- arann að Vogum á Vatnsleysu- strönd. Lítil slys urðu á fólki. Aftakaveður var á Reykjanes- brautinni; fljúgandi hálka, ekkert skyggni og rok þegar slysið varð. Á Suðurlandi náði veðrið hámarki um fimmleytið í gærdag. Við Þjórsárbrú var þá bifreið ekið aftan á aðra bifreið sem sat föst í snjó. Engin slys urðu á fólkinu, tíu manns, en umferðarteppa mynd- aðist í kjölfarið. Ók út í Eyjafjarðará Slys varð á Akureyri kl. 11 í gær- morgun er ökumaður sem ók suður Eyjafjarðarbraut á móts við Teig sofnaði undir stýri. Hann ók yfir á öfugan vegarhelming, lenti á vegriði og keyrði út í Eyjafjarðará. Maður- inn komst út úr bílnum af sjálfs- dáðum og virðist hafa sloppið án meiðsla. Náðist bíllinn upp úr ánni en er mikið skemmdur, að sögn lög- reglu á Akureyri. Talsverður erill var vegna bíla sem ökumenn höfðu fest víða um bæinn. Tilkynnt var um slasaðan vél- sleðamann á Reyðarárhnjúki í um- dæmi lögreglunnar á Húsavík kl. 13.50 í gær, að sögn lögreglunnar á Akureyri sem gat ekki veitt nánari upplýsingar, nema að björgunar- sveitir og lögregla hefðu farið á vett- vang til að hlúa að og flytja manninn af slysstað, en ekki var vitað um að- draganda slyssins eða líðan hans. Áfram snjóflóðahætta Samkvæmt snjóflóðavakt Veður- stofu Íslands er varað við snjóflóða- hættu, jafnvel þegar veðrið gengur niður, áfram geti orðið snjóflóð vegna mikillar ofankomu í gær. Á þetta sérstaklega við um Vestfirði, Snæfellsnes og Norðurland vestra. Veðrið gekk niður í gærkvöldi en bú- ist er við vondu veðri áfram í dag. Á þriðjudag stefnir í að hvessi aftur með úrkomu og þurfi því áfram að sýna aðgæslu vegna snjóflóðahættu. Enn var ekki um mikla hættu á snjó- flóðum að ræða í byggð. Veðurstofan hafði upplýsingar um tvö snjóflóð fjarri byggð á Vestfjörðum en sagði erfitt að segja til um það þar sem mikil ófærð var á svæðinu og því ekki enn vitað hvort fleiri snjóflóð hefðu fallið. Veðurstofan hvetur fólk til að fylgjast vel með veðri og færð á vegum. Akstursbann gilti víða Akstursbann var í gildi á milli Vík- ur og Markarfljóts, um Hellisheiði, Þrengsli, Biskupstungnabraut, Mos- fellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdals- heiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku og Öxnadalsheiði en einnig var Súða- víkurhlíð lokuð vegna snjóflóða- hættu, samkvæmt vef Vegagerðar- innar. Auk þessara lokana var víða ófært eða ekki ferðaveður. Stórhríð var á Snæfellsnesi og hætt var við frekari mokstur þar í gær. Vegagerðin ann- aði ekki að moka til að halda öllum vegum opnum en hluti moksturs- tækja hennar var til taks fyrir sjúkrabíla. Er ítrekað við fólk að virða akstursbann þegar það er í gildi. Erill hjá björgunarsveitum Mest voru 330 björgunarsveitar- menn að störfum víðsvegar um land- ið í gær, þar af 138 á höfuðborgar- svæðinu, og sinntu þar útköllum vegna árekstra, fastra bíla og um- ferðarteppu. Þá voru þakplötur byrjaðar að fjúka og vandræði sköp- uðust á nokkrum byggingarsvæðum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarsveitir aðstoðuðu lög- reglu við að láta vegfarendur virða lokanir. Flestir tóku því vel og að minnsta kosti tíu manns urðu að skilja bifreiðir sínar eftir og sáu björgunarsveitir um að ferja fólkið, m.a. á fjöldahjálparstöð á Selfossi, en sumir gætu þurft að gista þar. Una menn sér við spil. Davíð sagði að björgunarsveitir gætu einungis leiðbeint fólki en hefðu ekki heimild til að stöðva för þeirra sem virtu ekki akstursbann. Hann minnir á að það geti verið erf- itt fyrir lögreglu, vegagerð og björg- unarsveitarfólk að athafna sig þegar ökumenn virða ekki lokanir, oft sé verið að reyna að opna vegi með mokstri og/eða að fylgd með mokst- urstækjum sé í gangi og þá geti ver- ið erfitt að mæta akandi og föstum bílum á leiðinni. Kafaldsbylur og slæmt skyggni  Tveir átta bíla árekstrar urðu á Suðvesturlandi í gær en lítið var um slys á fólki  Akstursbann var víða í gildi  Flugi aflýst í millilanda- og innanlandsflugi  Áfram er varað við snjóflóðahættu Ljósmynd/Atli Sturluson Árekstrar Annar átta bíla árekstra sem urðu á suðvesturhorni landsins í óveðrinu í gær. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Snjóþungi Gríðarlega mikil snjókoma hefur verið á Ísafirði. Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær og millilandaflugi seinkaði eða var aflýst. Að sögn vakt- stjóra Air Iceland Connect var ástæðan slæmt skyggni og vindhraði, en millilandaflugi var einnig seinkað og aflýst eftir hádegi og langt fram á kvöld af sömu ástæðum, bæði til og frá Evrópu og Norður-Ameríku. Flugvél WOW air, sem kom frá Tel Aviv, lenti á Egilsstaða- flugvelli og farþegum komið fyr- ir í gistingu þar, samkvæmt upplýsingum WOW air. Seink- anir og aflýsingar hafa áhrif á að minnsta kosti sex þúsund farþega WOW air og fimm þús- und farþega Icelandair. Aflýsa þurfti nokkrum ferðum til við- bótar þar sem nokkrar vélar voru fastar erlendis vegna veð- ursins. Búast má við breyt- ingum á flugáætlunum og er fólk hvatt til að fylgjast vel með. Flugi aflýst að mestu ERFIÐLEIKAR Í FLUGSAMGÖNGUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.