Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Orkuverið Jörð, Reykjanesi Samstarfsaðili óskast HS Orka – Svartsengi – 240 Grindavík – Sími: 520 9300 Í Reykjanesvirkjun HS Orku er starfrækt áhugaverð sýning sem nefnist Orkuverið Jörð. HS Orka auglýsir eftir samstarfsaðila til að taka á leigu og sinna rekstri hennar. Mikil tækifæri eru í rekstri sýningarinnar fyrir réttan aðila. • Um er að ræða 600 fm sýningu í Reykjanesvirkjun • Á sýningunni má sjá fjölbreytta orkunýtingu • Sýningin er að hluta til gagnvirk sem gefur gestum færi á að taka virkan þátt • Áform eru um uppbyggingu á svæðinu • Möguleikar á opnunartíma allt árið • Tækifæri að tengjast annarri ferðaþjónustu á svæðinu Sýningin verður sýnd áhugasömum fimmtudaginn 22. febrúar milli kl. 9–11. Lokaskil umsókna eru fimmtudaginn 1. mars kl. 12. Ráðgert er að ljúka umsóknarferli með vali á samstarfsaðila þann 8. mars n.k. Nánari upplýsingar er að finna á www.hsorka/syning.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tveir fulltrúar réttarfarsnefndar mæltu með umsækjendum um dóm- arastöður við Landsrétt. Þá voru tveir nefndarmenn skipaðir dómarar við réttinn. Nefndin hefur á liðnum árum fært rök gegn því að dómsmálaráðherra fái aukin völd við skipan dómara. Benedikt Bogason, dómari við Hæstarétt Íslands, situr í réttarfars- nefnd. Hann skilaði meðmælum með einum umsækjenda við Landsrétt. Þá sitja Sigurður Tómas Magnússon og Ragnheiður Harðardóttir í nefndinni en dómnefnd setti þau í 2. og 3. sæti hæfnisraðar umsækjenda um Lands- rétt. Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra lagði til að þau yrðu dómarar og samþykkti Alþingi þá til- lögu í fyrrasumar. Stefán Már Stef- ánsson, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands, situr líka í réttarfarsnefnd. Hann mælti með einum umsækjanda við Landsrétt. Ráðuneytinu til ráðgjafar Fimmti nefndarmaðurinn, Ása Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, skilaði hins vegar hvorki meðmælum né sótti um stöðu dómara við Landsrétt. Það svar fékkst frá dómsmálaráðuneytinu að réttarfarsnefnd væri fastanefnd dómsmálaráðuneytisins og ráðuneyt- inu til ráðgjafar um réttarfarsmál- efni. Ása, Ragnheiður og Stefán Már sátu líka í nefndinni 2012 til 2017. Á því tímabili, eða í apríl 2015, skil- aði réttarfarsnefnd umsögn til innan- ríkisráðherra sem varðaði meðal ann- ars drög að frumvörpum til laga um dómstóla: „Réttarfarsnefnd gerir sérstaklega athugasemdir við 6. gr. frvdr. Með greininni er ráðgerð sú breyting að í umsögn dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraemb- ætti skuli aðeins láta í té rökstudda umsögn um hæfi umsækjenda, þó þannig að ráðherra setji nánari regl- ur um störf nefndarinnar. Af þessu má ráða að gert sé ráð fyrir að ráð- herra og Alþingi sé falið mun víðtæk- ara vald en nú gildir við skipun dóm- enda, en samkvæmt gildandi lögum er ráðherra bundinn við álit dóm- nefndar um það hvaða umsækjandi eða umsækjendur séu taldir hæfastir og aðeins unnt að víkja frá því með samþykki Alþingis eftir tillögu ráð- herra.“ Til upprifjunar spruttu dómsmál af þeirri ákvörðun ráðherra að fara ekki að öllu leyti að tilmælum dómnefndar um dómara við Landsrétt. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra. Kom inn sem dómari Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Ástráður Haraldsson voru meðal 37 umsækjenda um embætti 15 dómara við Landsrétt. Dómnefnd mat þá í 12. og 14. sæti hæfnisraðar. Þeir voru hins vegar meðal fjög- urra umsækjenda sem ráðherra mælti ekki með. Ástráður og Jóhann- es Rúnar fóru í mál við ríkið. Ríkið var sýknað af kröfum þeirra fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en Hæsti- réttur dæmdi að ráðherra hefði farið gegn stjórnsýslulögum. Þegar Hæstiréttur dæmdi í málinu viku sjö af átta dómurum réttarins sæti. Þorgeir Örlygsson var sá átt- undi og dæmdi málið ásamt Hólmfríði Grímsdóttur, Ingibjörgu Benedikts- dóttur, Kristni Bjarnasyni og Stefáni Má Stefánssyni, sem er í réttarfars- nefnd. Ingibjörg hafði þá veitt tvenn með- mæli vegna umsókna og Kristinn og Stefán Már hvor sín meðmælin. Meðal dómara í Hæstarétti sem viku sæti voru Markús Sigurbjörns- son, Benedikt Bogason og Viðar Már Matthíasson. Allir hafa setið í réttar- farsnefnd. Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson viku einnig sæti en þau veittu þrenn og fimm meðmæli vegna Landsréttar. Þá vék Karl Ax- elsson sæti en dómnefnd mælti með honum sem dómara í Hæstarétt 2015. Þá sat Gunnlaugur Claessen, for- maður dómnefndar vegna Landsrétt- ar, í réttarfarsnefnd 1994 til 2012. Ragnheiður Harðardóttir vék sæti úr dómnefndinni þegar hún sótti um dómarastöðu við Landsrétt. Fjórir af fimm dómnefndarmönnum lýstu sig vanhæfa við valið. Dúxinn ekki metinn hæfastur Haustið 2015 taldi dómnefnd undir forystu Gunnlaugs Claessen að Karl Axelsson væri hæfastur til að hljóta skipun í embætti dómara við Hæsta- rétt. Davíð Þór Björgvinsson og Ing- veldur Einarsdóttir sóttu líka um embættið. Skírskotaði dómnefndin til reynslu Karls sem lögmanns, meðal annars fyrir óbyggðanefnd. Gunnlaugur var líka formaður dómnefndar vegna Landsréttar. Þar var Davíð Þór metinn hæfastur af 33 umsækjendum sem hæfir þóttu. Fékk Davíð Þór einkunnina 7,35 og var afgerandi hæstur. Ráðherra taldi reynslu af dómara- störfum ekki vega nógu þungt í vali nefndarinnar. Það nýja hæfnismat taldi Hæstiréttur ekki nógsamlega rannsakað og útskýrt. Mæltu gegn því að ráðherra hefði valið  Fulltrúar réttarfarsnefndar færðu rök gegn auknu valdi ráðherra við dómaraval  Einn dæmdi gegn ráðherra  Umsækjandi sem dómnefnd mat hæfastan sem dómara við Landsrétt ekki valinn í Hæstarétt Nefndina skipa:* Sigurður Tómas Magnússon, formaður, prófessor við Háskólann í Reykjavík við skipun, dómari við Lands- rétt frá 2018. Ása Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Benedikt Bogason, dómari við Hæstarétt Íslands. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur við skipun, dómari við Landsrétt frá 2018. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Frá 2012 til 2017 var nefndin skipuð eftirtöldum: Eiríkur Tómasson, þáverandi dómari við Hæstarétt Íslands, formaður. Ása Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Hjördís Björk Hákonar- dóttir, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Ragnheiður Harðar- dóttir, þáverandi dómari við héraðsdóm Reykjavíkur. Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands. Frá 1994 til 2012 var nefndin skipuð eftirtöldum: Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt Íslands, formaður. Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlög- maður við skipun, síðar prófessor við Háskóla Íslands og dómari við Hæstarétt Íslands frá 2011. Gunnlaugur Claessen, dómari við Hæstarétt Íslands. Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands. Viðar Már Matthíasson, hæstarétt- arlögmaður við skipun, síðar prófessor við Háskóla Íslands og dómari við Hæstarétt Íslands frá 2010. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður (lét af störfum árið 2005, nýr nefndarmaður ekki skipaður í hennar stað). Nefndarmenn í réttarfarsnefnd *Síðast var skipað í nefndina 1. mars 2017 Heimild: Dóms- málaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.