Morgunblaðið - 12.02.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Álfheiður Viðarsdóttir, bóndi á Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,á 40 ára afmæli í dag. Hún ólst upp á Ásum en bjó nokkur ár íReykjavík, lærði þroskaþjálfun og vann á leikskóla eitt ár.
„Það var alltaf draumurinn að flytja aftur í sveitina, ég ætlaði aldrei
að setjast að í Reykjavík.“ Eiginmaður Álfheiðar, Jón Hákonarson raf-
virkjameistari, er einnig úr sveit og er frá Vaðli á Barðaströnd þar sem
foreldrar hans eru með fjárbú. Kom aldrei til greina að flytja vestur?
„Ég spurði Jón aldrei að því. Það lá svo beint við að vera hérna, það er
svo stutt í allt hér en maður er einangraðri fyrir vestan. Hann var alveg
tilbúinn að flytja með mér hingað. Okkur fannst vera svo mikil forrétt-
indi að vera alin upp í sveit og við vildum að börnin okkar fengju að
upplifa það líka.“
Foreldrar Álfheiðar og bróðir hennar ásamt fjölskyldu hans búa
einnig á Ásum og er aðallega kúabúskapur á bænum. „En við erum
einnig með kindur, hross og hænur, og hund og kött auðvitað.
Ætli ég hafi ekki bara bollukaffi fyrir gesti og gangandi í tilefni dags-
ins. Það er svo ótrúlega oft sem ég hef þurft að aflýsa afmælinu mínu
vegna veðurs, ég tek bara engan séns núna. Svo förum við fjölskyldan
til Tenerife í vor. Okkur finnst gaman að ferðast og kynnast öðrum
löndum og þjóðum, vorum síðast í Dublin núna í nóvember. Við förum
líka mikið í reiðtúra á sumrin og svo er ég í Vörðukórnum sem er bland-
aður kór, með fólki alls staðar að úr uppsveitum Árnessýslu. Við verð-
um með tvenna tónleika í apríl og förum svo í vorferð í Vík í Mýrdal.“
Börn Álfheiðar og Jóns eru Iðunn Ósk 15 ára, Baldur Már níu ára og
Óðinn Þór sex ára. Stjúpdóttir Álfheiðar er Karen Sif sem er tvítug.
Ljósmynd/Gunnar Jónatansson
Fjölskyldan Eftir heimsókn á Bessastaði þar sem Iðunn Ósk tók við
verðlaunum fyrir góðan árangur í könnun vegna forvarnardagsins.
Ætlaði alltaf aftur
heim í sveitina
Álfheiður Viðarsdóttir er fertug í dag
J
ónas Egilsson fæddist í
Reykjavík 12.2. 1958.
Fyrstu árin bjó hann í
Álfheimum í Reykjavík en
sjö ára flutti hann með
foreldrum sínum í Hafnarfjörð þar
sem fjölskyldan bjó næstu sex árin.
Árið 1971 flutti svo fjölskyldan í
Fossvogshverfið í Reykjavík.
Jónas var lengi fram eftir ung-
lingsárum í vinnumennsku á sumrin
hjá Magnúsi, föðurbróður sínum í
Stardal í Kjalarneshreppi (nú í
Reykjavík), við hefðbundin sveita-
störf: „Auk þess dvaldi ég þar iðu-
lega um skemmri tíma á veturna.
Ég varð mjög hændur að þessum
föðurbróður mínum, enda návígið
mikið við daglegt amstur í sveit-
inni.“
Eftir stúdentspróf og vinnu hér
heima hélt Jónas til náms og æfinga
við ríkisháskólann í San José í Kali-
forníu þar sem hann lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði árið 1985.
Auk þess að stunda nám og
íþróttir tók Jónas þátt í fé-
lagsstörfum við skólann, var ritari
og formaður Pi Sigma Alpha-
deildarinnar við skólann, sem eru
samtök stjórnmálafræðinema. Einn-
ig hafði hann frumkvæði að stofnun
Jónas Egilsson skrifstofustjóri – 60 ára
Útskriftarboð hjá Ísak Jónas fagnar námsáfanga með sonum sínum fjórum, tveimur tengdadætrum og Inga Leó.
Málsvari frjálsíþrótta
innanlands og utan
Útskrift hjá Jónasi Afmælisbarnið með prófessor og skólafélaga við MA-
útskrift í alþjóðlegum samskiptum frá University of San Diego árið 1987.
Seltjarnarnes Harpa
Margrét fæddist 14.
febrúar 2017 kl. 8.47.
Hún vó 3.105 g og var
49,5 cm löng. For-
eldrar hennar eru
Heiðrún Björk Gísla-
dóttir og Grétar Dór
Sigurðsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is