Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 23
félags demókrata við skólann, en að hans sögn var þörf á þeim sam- tökum þar sem repúblikanar voru með félag fyrir. Jónas lauk MA-prófi frá Univers- ity of San Diego í alþjóðasam- skiptum sumarið 1987. Skömmu eftir heimkomu var Jón- as ráðinn framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og fékk það hlutskipti að leiða endurskipulagningu samtak- anna eftir að Skipulagsstofa höfuð- borgarsvæðisins var lögð niður. Hann gegndi því starfi í rúm 13 ár áður en hann og fjölskyldan tóku sig upp og fluttu á Flúðir í Hruna- mannahreppi. Fjölskyldan flutti svo aftur til Reykjavíkur eftir um áratugar dvöl austur í Hreppum. Synirnir höfðu notið þess frjálsræðis sem dreifbýl- ið bauð upp á en þá hafði Jónas haf- ið störf sem framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Jónas hefur sl. ár verið skrifstofu- stjóri hjá Langanesbyggð á Þórs- höfn þar sem hann er búsettur. Auk þess hefur hann sinnt ýmsum ráð- gjafarstörfum á sviði íþrótta-, um- hverfis- og landbúnaðarmála á sín- um ferli. Jónas var formaður Frjálsíþrótta- sambandsins í tvígang, samtals í áratug, sat þar í stjórn og var fram- kvæmdastjóri þess. Hann átti sæti í stjórn Frjálsíþróttasambands Evr- ópu í tvö kjörtímabil, var formaður Frjálsíþróttasambands evrópskra smáþjóða í hartnær áratug, auk þess að gegna fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir íþróttahreyf- inguna, bæði hérlendis og í Evrópu. Jónas hefur skrifað nokkrar greinar í blöð og tímarit, m.a. eina fyrstu grein um þörf á innanhússaðstöðu fyrir frjálsíþróttir á Íslandi, í ritið Arkitektúr og skipulag árið 1990. Jónas fékk viðurkenningu frá Al- þjóðafrjálsíþróttasambandinu (IA- AF Veterans Pin) fyrir störf sín fyr- ir íþróttina á alþjóðavísu. Hann var gerður að heiðursformanni FRÍ árið 2006, fékk gullmerki Frjálsíþrótta- sambands Evrópu árið 2003, ÍR 1997 og ÍSÍ árið 2006. Jónas er áhugamaður um þjóð- mál, útivist og skotíþróttir. Fjölskylda Fyrrv. kona Jónasar er Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir, f. 27.3. 1967, leiðbeinandi í leikskóla. Synir Jón- asar og Steinunnar eru: 1) Bjarni Steinarsson (fóstursonur Jónasar), f. 21.9. 1988, verkstjóri hjá norsku vertakafyrirtæki, búsettur á Laugarvatni en kona hans er Krist- björg Guðmundsdóttir, BS í sál- fræði, og er sonur þeirra Ingi Leó, f. 2016; 2) Aron Örn, f. 2.10. 1992, verkamaður; 3) Ísak, f. 30.9. 1994, íþróttafræðingur og verslunarmað- ur, búsettur í Mosfellsbæ, en kona hans er Ólöf Jónsdóttir, nemi við HÍ; 4) Egill Pétur, f. 21.5. 2001, nemi við Flensborg í Hafnarfirði. Systkini Jónasar: Inga Fanney, f. 10.8. 1956, stýrimaður; Kristrún Þórdís Stardal, f. 31.7. 1930, hjúkr- unarfræðingur í San Diego í Kali- forníu, og Egill Örn, f. 27.4. 1967, d. 5.2. 1971. Foreldrar Jónasar: Egill J. Star- dal, f. 14.9. 1926, d. 23.7. 2011, cand. mag. og kennari við Verslunarskóla Íslands og víðar, og Erna (Edda) Ingólfsdóttir, f. 29.1. 1928, d. 8.5. 2001, verslunarkona og sjúkraliði í Reykjavík. Úr frændgarði Jónasar Egilssonar Jónas Egilsson Guðný Guðmundsdóttir Hagalín húsfr., frá Garði í Dýrafirði Gísli Guðmundur Kristjánsson skipstj. og b. á Lokinhömrum í Arnarfirði Fanney Gísladóttir kaupmaður í Rykjavík Erna (Edda) Ingólfsdóttir verslunark. og sjúkraliði í Rvík Helgi Ingólfur Gíslason kaupmaður í Reykjavík Valgerður Freysteinsdóttir Helgason húsfr. frá Hjalla í Ölfusi Sigríður Magnúsdóttir húsfr. í Rvík Guðlaug R. Guðbrandsdóttir húsfr. í Eyjum og Rvík Ólafur Laufdal athafna- og veitingamaður Guðmundur G. Hagalín rithöfundurSigríður Hagalín leikkona Hjalti Þorvarðarson rafveitustj. á Selfossi Þorvarður Hjaltason fyrrv. framkv. stj. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga Þorvarður Helgason b. á Skriðu í Breiðdal og verkam. í Rvík Valur Gíslason leikariValur Valsson fyrrv. bankastj. Íslandsbanka Garðar Gíslason stórkaupm. í Hafnarfirði Guðmundur H: Garðarsson fyrrverandi alþingismaður Hörður Ingólfsson íþróttakennari í Kópavogi Inga Rún Harðardóttir Krebbs myndlistarkona í Danmörku Katrín Sigurðardóttir húsfr. í Úthlíð og á Bóli, frá Kópsvatni í Hrunamannahr., bróðurdóttir Andrésar, langafa Magnúsar, framkvstj. NATO, föður Kjartans borgarfulltr. og Andrésar blaðamanns Eyvindur Hjartarson b. í Úthlíð og Bóli í Biskupstungum, bróðursonur Fjalla-Eyvindar Kristrún Eyvindsdóttir húsfr. í Stardal Jónas Magnússon oddviti og verkstj. í Stardal í Kjalarneshr. Þorkelína Þorkelsdóttir húsfr. í Stardal Magnús Sigurðsson b. í Úthlíð í Biskupstungum, síðar í Stardal, frá Breiðavaði Egill Jónasson Stardal cand.mag. og kennari í Rvík Gísli Helgason búfr. og kaupm. í Reykjavík, f. í Berufjarðarsókn ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Guðrún Ásgeirsdóttir Johnsonvar fædd í Lundum í Staf-holtstungum 17. febrúar 1868. Hún var yngsta barn foreldra sinna, Ásgeirs Finnbogasonar, f. 1814, d. 1881, bónda og bókbindara og dannebrogsmanns á Lamba- stöðum á Seltjarnarnesi og síðar á Lundum, og k.h. Ragnhildar Ólafs- dóttur, f. 1833, d. 1908. Höfðu þau hjón bæði verið gift áður. Guðrún fór vestur um haf árið 1893. Ári síðar, 4.11. 1894, giftist hún Finni Jónssyni frá Melum í Hrúta- firði, f. 6.3. 1868, d. 21.1. 1955. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, hreppstjóri á Melum, og k.h. Sig- urlaug Jónsdóttir. Guðrún og Finn- ur bjuggu alla tíð í Winnipeg, í 54 ár. Fyrstu árin vann Finnur við versl- un, en síðar var hann um tíma með- ritstjóri við Lögberg, rak íslenska bókaverslun og var virkur í íslensku félagslífi í Winnipeg. Guðrún vann að saumum og fleira og á þann hátt aflaði hún heimilinu mikilla tekna. Guðrún tók mikinn þátt í félags- málum Íslendinga. Fyrst við hlið frú Láru Bjarnason í kirkjufélagi kvenna, fyrsta lútherska söfnuðinum í Winnipeg. Æ síðar vann hún fyrir þetta safnaðarfélag meðan kraftar entust. Hún veitti einnig í mörg ár forstöðu Heimilisiðnaðarfélagi ís- lenskra kvenna í Winnipeg. Hún átti mikinn þátt í að koma á fót heimilis- iðnaðarsýningum í Winnipeg, og stundum sat hún þar og sýndi ullar- vinnu íslenska. Bæði kembdi hún og spann.Allt var þetta gert til að efla menntun og þekkingu Vestur- Íslendinga á ullarvinnu feðra sinna. Guðrún átti fyrstu upptök að því, að kvenfélögin innan lúthersku kirkjufélaganna stofnuðu með sér allsherjarsamband. Guðrún var kos- in fyrsti forseti þess og var endur- kosin forseti þess í ellefu ár. Börn Guðrúnar og Finns voru Anna sem bjó stórbúi nálægt Sin- clair í Manitoba; Ásgeir, sem féll í fyrri heimsstyrjöldinni og Jón Ragn- ar sem var lögfræðingur í Toronto. Guðrún lést 23.6. 1948. Merkir Íslendingar Guðrún Ás- geirsdóttir 90 ára Aðalheiður E. Þorleifsdóttir Birgir H. Erlendsson 85 ára Bogi G. Thorarensen Kristín A. Samsonardóttir Sigurður Ragnar Antonsson 80 ára Guðrún Friðriksdóttir Guðrún Margrét Leifsdóttir 75 ára Ágústa Traustadóttir Friðfinnur Sigurðsson Hafdís Bára Eiðsdóttir Kristján A. Kristjánsson Reynir Þórisson Snjólaug Sigurðardóttir Stefán Friðriksson Þorbjörn Ragnar Guðjónsson Þóra Gunnarsdóttir 70 ára Áslaug Hallgrímsdóttir Fanney Valgarðsdóttir Ingibjörg Kristín Reykdal Jóhanna Stefánsdóttir Lína Gunnarsdóttir 60 ára Ástríður Harðardóttir Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Þórðarson Gunnar Guðmundsson Hilmar Baldvinsson Hilmar Ævar Hilmarsson Jónas Egilsson Jónas Sigurðsson Kristín Danuta Witecka Lazaro Luis Nunez Altuna Margrét Grétarsdóttir Pétur Brynjarsson Steinar Harðarson Þórir Kristján Flosason Þórunn Oddný Þórhallsdóttir 50 ára Ásgeir G. Sigurðsson Fanný Bjarnadóttir Gylfi Þórðarson Halldór Guðmundsson Kristján A. Kristjánsson Marek Adam Grygo Ragnar Þorláksson 40 ára Adeniran Micheal Adesina Artur Fiszer Álfheiður Viðarsdóttir Garðar Hólm Kjartansson Heiða Björg Gústafsdóttir Helga Guðmundsdóttir Hildigunnur Árnadóttir Hrund Scheving Sigurðardóttir Kristján Víðir Kristjánsson Marcin Sikora 30 ára Arnþór Gíslason Berglind Torfadóttir Birgitta Hrund Kristinsdóttir Elnora De La Cruz Avecilla Emil Örn Jónsson Gréta María Kristinsdóttir Helga Rún Gunnarsdóttir Helgi Steinar Ólafsson Katrín Einarsdóttir Katrín Kristín Friðjónsdóttir Lina Kyzikiené Lukas Guzik Tómas Björn Guðmundsson Wojciech Dzienkowski Til hamingju með daginn 40 ára Artur er frá Bialy- stok í Póllandi, flutti til Ís- lands 2006 og býr á Akra- nesi. Hann er bifvélavirki og vinnur hjá Norðuráli. Maki: Anna Maria Fiszer, f. 1981, vinnur hjá Norður- áli. Börn: Adam, f. 1999, Przemyslaw, f. 2004, og tvíburarnir Natalia og Wiktoria, f. 2008. Foreldrar: Zdzislaw Fis- zer og Maria Fiszer. Þau eru bús. í Póllandi. Artur Fiszer 40 ára Hrund er frá Vest- mannaeyjum en býr í Kópavogi. Hún er deild- arstjóri tómstunda- miðstöðvar Lækjarskóla. Maki: Haraldur Pétursson, f. 1979, tölvunarfræðingur hjá Pronestor í Danmörku. Börn: Selma Rún, f. 2004, og Magnús Heiðar, f. 2007. Foreldrar: Ingi Svein- björnsson, f. 1954, og Heiða B. Scheving, f. 1960. Hrund Scheving 30 ára Berglind er frá Akranesi en býr í Reykja- vík. Hún er leikskólakenn- ari á Álftaborg í Safamýri. Systkini: Ingibjörg, f. 1985. Foreldrar: Torfi Guð- mundsson, f. 1959, vinnur hjá Norðuráli á Grund- artanga, og Lilja Birkis- dóttir, f. 1962, sér um fé- lagsstarf fyrir eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Þau eru búsett á Akranesi. Berglind Torfadóttir Sælkerabollur Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Nýsteiktar fiskibollur Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Glæný línuýsa Fiskhakk fiskfars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.