Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.02.2018, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 » Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður, leikariog rithöfundur, kom fram með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg í Hörpu um helgina, líkt og hann gerði fyrir tveimur árum. Ævar var með ný ævintýri í farteskinu og kom víða við með sinfóníuhljómsveitinni, kynnti m.a. fyrir gestum ævintýralegustu tónverkin sem hann þekkir en meðal þeirra voru lög úr kvikmynd- unum um Harry Potter, Hringadróttinssögu og Draugabönum. Þá flutti hljómsveitin líka nýtt tón- verk unnið upp úr verðlaunabók Ævars, Þín eigin þjóðsaga. Ævintýratónleikar Ævars og SÍ Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. ég tveimur stelpum, Laufeyju [Soffíu] og Maggý [Margréti Rósu], og tókum við þátt í Ljóðaslamminu 2013 þar sem við fluttum ljóðapönk. Er skemmst frá því að segja að við unn- um ljóðaslammið og héldum samstarf- inu áfram sem hljómsveitin Kælan mikla.“ Sólveig og vinkonur hennar létu ekki þar við sitja, heldur boðuðu að efna áfram til ljóðakvölda og settu á endanum á laggirnar viðburða- og út- gáfufyrirtækið Hið myrka man. Stóð Hið myrka man m.a. fyrir tónlistar- hátíðinni Myrkramakt árin 2014 og 2015 og hefur gefið út fjórar plötur til þessa. Skrifa um blómlega neðanjarðarsenu Eftir flutninginn til Berlínar bætt- ist útgáfa Myrkfælni (www.myrk- faelni.com) við afrekalistann. Blaðið fjallar um jaðartónlistarsenuna á Ís- landi en sér til halds og trausts við út- gáfuna hefur Sólveig meðleigjanda sinn og vinkonu, Kinnat Sóleyju, auk Maggýjar, bassaleikara Kælunnar miklu. Annað tölublað Myrkfælni var að koma út og greinilegt að Sólveigu og félaga vantar ekki efni til að skrifa um: „Blaðið er 92 blaðsíður, hefur m.a. að geyma útgáfudóma, viðtöl við tón- listarmenn, grein um nýja útgáfufyr- irtækið Why Not Records og umfjöll- un um lítið tónleikarými sem var nýlega opnað í kjallara heimahúss í Þingholtunum,“ segir Sólveig en með nýjasta tölublaðinu dreifir Myrkfælni kassettu þar sem búið er að safna saman lögum sem skrifað er um í blaðinu. Nú getur verið að sumir lesendur hvái og þyki undarlegt að Myrkfælni dreifi tónlist á kassettum á öld You- Tube og Spotify. En kassettan er miðill sem er samofinn darkwave- menningunni og best að biðja Sól- veigu að útskýra: Hún segir gæta ákveðinnar fortíðarþrár í darkwave- tónlist og áhrifa frá hljómsveitum eins og The Cure og Depeche Mode sem voru á hátindi frægðar sinnar á 9. áratugnum, þegar kassettan var allsráðandi. „Sumt darkwave- tónlistarfólk leggur sig fram um að forðast tölvuna og tekur jafnvel beint upp á kassettur með gamla laginu til að hafa tónlistina meira „analog“. Skemmir heldur ekki fyrir að kass- ettur eru ódýrar og bæði hagstætt og auðvelt fyrir hljómsveitir að gefa lög- in sín sjálf út á snældu, eða hjá litlu útgáfufyrirtæki, og selja á tón- leikum.“ Rómantísk og dapurleg Darkwave hefur verið skilgreind sem ein af greinum new-wave- stefnunnar, ekki fjarskyld synth- poppi. „Það má líta á darkwave sem n.k. undirstefnu póst-pönk og hefur darkwave-heimurinn líka skarast við goth-menninguna eins og sést á klæðnaði fólks á darkwave- viðburðum sem og á efnistökum tón- listarfólksins sem oft eru í senn róm- antísk og dapurleg,“ útskýrir Sólveig og líkir darkwave-unnendum við eina stóra fjölskyldu. „Meðal þess sem Rómantísk, dapurleg og ómótstæðileg neðanjarðarstefna  Sólveig Matthildur er reiðubúin að leggja mikið á sig til að fá að lifa og hrærast í darkwave-menningunni  Hana langar mun frekar að ferðast og spila en að neyðast til að vinna á kaffihúsi  Fram undan er tónleikaferð til Japans Sérstaða „Darkwave er svo- lítið eins og Pepsi Max: það eru ekki allir sem fíla það, en alls staðar er samt alltaf ein- hver sem fílar það,“ segir Sólveig. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það eru engar ýkjur að segja að Sól- veig Matthildur Kristjánsdóttir sé með mörg járn í eldinum. Hún vill fyrst og fremst vera titluð tónlistar- kona en Sólveig er líka ritstjóri tíma- ritsins Myrkfælni og rekur hljóm- plötuutgáfuna Hið myrka man. Undanfarin ár hefur hún verið með- limur í darkwave- hljómsveitinni Kælunni miklu og fyrir skemmstu sendi hún frá sér sína fyrstu sóló- plötu og hlaut fyr- ir það Kraums- verðlaunin og tónlistarverðlaun Reykjavik Grapevine. Hún flutti til Berlínar árið 2016 og lærði þar hljóð- blöndun í eitt ár en hefur í dag komið sér vel fyrir í þessari miðstöð þýskrar nútímatónlistar og flakkar þaðan um alla Evrópu. Hálfgerð tilviljun réð því að Sól- veig fór á bólakaf í evrópsku dark- wave-senuna. „Þetta byrjaði allt með því að ég tók upp á því að skrifa ljóð og vorið 2011 stofnaði ég ljóðahópinn Fríyrkjuna með vinum mínum. Við héldum mánaðarleg ljóðakvöld á Gauknum og Bar 11 og gáfum út þrjár Fríyrkju-ljóðabækur þar sem við söfnuðum saman verkum ís- lenskra ungskálda,“ segir Sólveig söguna. „Í framhaldi af því kynntist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.