Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 McArthur hélt hann hefði séð við öllum, sagði glæpa- sérfræðingurinn Enzo Yaksic í samtali við Toronto Star. Aðeins 4% raðmorðingja hluta lík í sundur og losa sig þannig við þau. Aðrir glæpa- sérfræðingar sögðu í samtali við blaðið að hann hefði væntanlega fengið mikið út úr því að fela líkamshlutana fyrir allra augum, ef svo má segja en blómapottarnir með líkamshlutunum voru á áber- andi stöðum. Að þeirra sögn er óvenjulegt að raðmorð- ingjar séu eins gamlir og McArthur. Tölfræðilega séð er óvenjulegt að rað- morðingi fremji fyrsta morð sitt á miðjum aldri. Lögregla í Kanada segir aðlandslagsarkitekt í Torontohafi myrt að minnsta kosti fimm manns og falið líkamsleifar þeirra í blómapottum í görðum við- skiptavina sinna. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé fordæma- laus. „Toronto-borg hefur aldrei fyrr séð neitt þessu líkt,“ sagði Hank Idsinga hjá lögreglunni í Toronto á blaðamannafundi í vikunni. Bruce McArthur, sem er 66 ára, var handtekinn fyrr í mánuðinum og ákærður í tengslum við dauða tveggja manna. Á mánudaginn bætti lögregla við þremur ákærum um morð af ásettu ráði, þannig að nú er McArthur ákærður fyrir fimm morð. Lögreglan segir að hún hafi fund- ið líkamsleifar að minnsta kosti þriggja fórnarlamba á lóðum sem tengjast McArthur. Verið er að rannsaka líkamsleifarnar og vonast er til þess að DNA greining stað- festi hverja um ræðir. Leitað í þrjátíu görðum Lögreglulið Toronto skoðar nú í kringum 30 garða þar sem Mc- Arthur hefur unnið, en hann er sjálfstætt starfandi landslags- arkitekt. Hún óttast að þar leynist fleiri fórnarlömb. „Við höldum að fórnarlömbin séu fleiri en ég hef ekki hugmynd um hversu mörg þau gætu verið,“ sagði Idsinga. Hann hvatti alla sem hafa haft samband við McArthur og notfært sér arkitektúrþjónustu hans til að hafa samband við lögreglu. „Við höfum aldrei þurft að skoða svona marga glæpavettvanga áður. Við höfum tekið til rannsókna marga blómapotta víðs vegar að úr borg- inni og eigum eftir að fá fleiri. Það eru að minnsta kosti tveir staðir þar sem við ætlum að grafa til að leita líkamsleifa,“ sagði Idsinga við fjölmiðla. Fyrir nokkrum mánuðum hafði LGBT-samfélagið í Toronto lýst yf- ir ótta sínum um að raðmorðingi sem réðist á samkynhneigða karl- menn gengi laus, eftir að tveir menn hurfu, þeir Selim Esen og Andrew Kinsman. Lögreglan sagði í desember að það væri ekkert til í þessum ásökunum. Nú er Mc- Arthur lýst sem raðmorðingja en lögregla segir hann hafa myrt víðar en aðeins í ákveðnu hverfi borg- arinnar þar sem samkynhneigðir haldi hvað mest til. Þetta varði alla borgina. Auk Esen og Kinsman er Mc- Arthur ákærður fyrir að hafa myrt Majeed Kayhan og Soroush Mar- mudi. Mennirnir voru allir á fimm- tugs- og sextugsaldri og hafði þeirra verið saknað í nokkur ár. Fimmta fórnarlambið er síðan Dean Lisowick en talið er að McArthur hafi myrt hann árið 2016 eða 2017. Lék jólasvein Nokkur undanfarin jól var Mc- Arthur í hlutverki jólasveins í versl- unarmiðstöð í Toronto. Hann var ráðinn í gegnum viðburðafyrirtæki og virðast ekki hafa komið fram neinar kvartanir vegna starfa hans þar. McArthur lenti í vandræðum með peninga og var lýstur gjald- þrota árið 1999. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu en hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi árið 2003 eftir að hafa ráðist á mann með stálröri árið 2001. McArthur var virkur á stefnu- mótasíðum fyrir samkynhneigða karlmenn og óskaði hann sér- staklega að komast í samband við undirgefna menn. Eftir að málið kom upp hafði Pet- er Sgromo samband við lögregluna vegna McArthurs. Hann fór á stefnumót með McArthur og segir að hann hafi snúið svo harkalega upp á hálsinn á sér að hann hélt að hann myndi brotna. Þeir höfðu þekkst í meira en áratug. Lögregla var með McArthur und- ir eftirliti og þurfti að ákveða í skyndi að fara inn á heimili hans og handtaka hann eftir að þeir sáu ungan mann fara inn í íbúðina. Þeg- ar lögregla kom inn var maðurinn bundinn niður en var heill á húfi. Eftir handtökuna var Facebook- síða hans tekin niður en hún virkaði ósköp venjuleg. McArthur gagn- rýndi Trump, birti myndir af sér sem jólasveinn, deildi uppskriftum og birti kattamyndir. Raðmorð- ingi hand- samaður Lögreglan í Toronto í Kanada hefur handsamað raðmorðingja sem myrti a.m.k. fimm manns. Landslagsarkitektinn Bruce McArthur myrti samkynhneigða menn og faldi líkamsleifar þeirra m.a. í blómapottum víða um borgina. Bruce McArthur Hélt hann hefði séð við öllum McArthur leitaði fórnarlamba í hverfi samkynhneigðra í Toronto. ’ Hann var hluti af hverfinu. Steven Gleason starfaði sem barþjónn á Church og Wellesley-svæðinu sem samkynhneigðir sækja gjarnan. ERLENT INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is FRAKKLAND CALAIS Að minnsta kosti fi mm innfl ytjendur voru skotnir í miklum átökum milli Afgana og Erítrea í hafnarborginni Calais. Hinir særðu eru á aldrinum 16-18 ára. Þrettán til viðbótar voru slasaðir eftir að hafa verið slegnir með stálröri. Ekki er vitað af hverju átökin hófust en þau byrjuðu þar sem fólkið hafði verið að bíða í röð eftir matargjöfum. Innanríkisráð- herra Frakklands, Gérard Collomb, segir að átökin hafi verið alvarleg og ástandið í borginni sé ólíðandi. SUÐUR-AFRÍKA JÓHANNESARBORG Búið er að bjarga öllum 955 námaverkamönnun- um sem höfðu verið fastir í gullnámu frá því að rafmagnið fór af námunni á miðvikudag. Margir þjáð- ust af ofþornun og sumir af of háum blóðþrýstingi en enginn var í lífshættu. Loftlítið var í námunum en það tókst að senda niður einhvern mat og vatn. 80 námuverkamenn létu lífi ð við störf sín í landinu árið 2017. NOREGUR Skíðalandslið Noregs hefur verið gagnrýnt fyrir val sitt á opinberri peysu liðsins fyrir Vetrarólympíuleikana í ár. Peysurnar eru svartar og gráar skreyttar rúnum, sem gagnrýnendur segja tengjast nýnas- istum. Önnur rúnin er Týr og hin Yggdrasill en nýnasistar hafa gert þessar rúnir að sínum. Margt af skíðafólkinu hefur ákveðið að nota ekki peysuna á leikunum vegna þessa og er hún víða komin úr sölu. ÍRAN TEHRAN Lögregla í Tehran hefur handtekið 29 konur fyrir að hafa verið á almannafæri án höfuðklúts. Mót- mæli gegn reglum um klæðaburð sem voru settar eftir byltinguna 1979 hafa farið stigvaxandi að undanförnu. Ein kvennanna var handtekin eftir að hafa staðið á stalli á fjölfarinni götu án höfuðklúts Á samfélagsmiðlum hafa verið birtar myndir af að minnsta kosti ell- efu konum að gera slíkt hið sama.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.