Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 12
Æviráðinn í Barein eða aftur heim? „Þeir vilja æviráða mig,“ sagði Guð- mundur Þórður Guðmundsson, lands- liðsþjálfari Bareins í handknattleik karla, glaður í bragði við Morgun- blaðið í vikunni, spurður hvort hann stefndi á að þjálfa landslið Bareins áfram. Á sama tíma hefur þeirri hug- mynd verið velt upp hér hvort HSÍ muni falast eftir kröftum Guðmundar til að þjálfa íslenska landsliðið að nýju. Hani, krummi, hundur, svín … í strætó Strætó bs. hefur fengið heimild frá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu fyrir tilraunaverkefni um að leyfa gæludýr í strætisvögnum. Til að ráðast í verkefnið þarf Strætó undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undanþágan gildir í eitt ár. Úr fréttatilkynningu frá Strætó bs. Fráleitt að fara eftir ráðleggingum Dómsmálaráðherra sat fyrir svör- um á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni um skip- an dómara við Landsrétt. Þar var hún meðal annars krafin skýringa á því hvernig hefði staðið á því að hún hefði ekki farið að ráðum sér- fræðinga við breytingar á tillögum hæfisnefndar um skipan dómara. „Þó einhverjir starfsmenn í ráðu- neytinu hafi viðrað sín sjónarmið, þá er fráleitt að ráðherra beri að fara eftir ráðleggingum sérfræð- inga í þessu.“ Sigríður Á . Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar VIKAN SEM LEIÐ VETTVANGUR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 Enn einu sinni er komin fram skýrsla umástand fjölmiðla á Íslandi. Þær eru orðnarnokkrar. Og enn er niðurstaðan sú sama. Hér er allt í veseni og þetta gengur ekki svona lengur. Núna er sumsé talað um, einu sinni enn, að Ríkisútvarpið eigi ekki heima á auglýsingamark- aði. Við eigum eftir að tala um það í svona þrjá mánuði í viðbót og svo gleymist það bara. Eins og venjulega. Enda má varla segja að nokkrar alvöru takmarkanir séu á auglýsingasölu RÚV, fyrir ut- an óljóst bann við kostun. Ekki misskilja mig. Mér þykir vænt um RÚV og ég vil hafa RÚV. Ég vann þar í fjórtán ár og skemmti mér vel. Þar eru margir frábærir starfs- menn og oft mikill metnaður. En ég vil ekki bara RÚV, enda væri það eitt- hvað skrýtið. Fyrirferð ríkisins á þessum markaði er eins og ef einhver myndi planta stóru tré í miðju blómabeði. Horfa svo á tréð vaxa og draga í sig alla næringuna, muldra eitthvað um að kannski væri rétt að vökva blómin. En þess þyrfti ekki. Það hlyti að rigna bráðlega. Kunningi minn talar alltaf um auglýsingastjóra RÚV sem starfandi útvarpsstjóra. Ákvarðanir séu of oft teknar með tilliti til þess hvernig gangi að selja auglýsingar en ekki út frá því hvað RÚV ætti að vera að gera. Það er ekki alveg útí bláinn. Þættir eru lengdir svo hægt sé að koma fyrir tveimur auglýsingahléum og ég get ómögulega séð að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að gefa endalaust dót í einhverjum leikjum í illa földum óbeinum auglýsingum. En það er ekki beint við RÚV að sakast. Haf- andi unnið þarna veit ég að þetta er endalaus baraátta um aura. Nú, þegar útsýni starfsmanna er innum eldhúsglugga á heilu hverfi sem spratt upp í túnfætinum hjá þeim, er ljóst að það er varla hægt að finna fleiri töfralausnir. Þetta vita reyndar starfsmenn RÚV og þegar enn ein skýrslan kemur fram þá rumskar risinn í Efstaleiti. Þar er helst talað við fulltrúa minni- hluta nefndarinnar um að þetta sé nú ömurleg hugmynd og að vondu risarnir í Google og Face- book taki bara alla auglýsingapeningana. Eins og það sé ekki nóg: Hvað með vesalings auglýsinga- stofurnar? Eiga þær bara að framleiða skjáaug- lýsingar fyrir N4? Svo má alltaf finna eitthvert land í Evrópu þar sem ríkisstöð selur auglýsingar, benda á hana og segja: Sjáið! Það eru miklu fleiri en við að gera svona. Það er merkilegt að sjá gamla félaga, af einka- fjölmiðlum, byrja á RÚV og verða bara sann- færðir um að þetta sé allt eins og best verði á kosið. Eftir að hafa verið manna heitastir gegn því að RÚV sé á þessum markaði. Ég er eiginlega alveg viss um að Ríkisútvarp án auglýsinga yrði miklu betra og sterkara. Óbundið af kröfunni um að allt þurfi að höfða til allra svo hægt sé að selja nóg af auglýsingum í öll slott og ryksuga til sín allt sem fæst. Ég held nefnilega að það væri stórkostlegt að sjá RÚV gera bara það sem það vill. Vera meiri Rás 1 og minni Stöð 2. Það gefur líka öðrum fjölmiðlum betra tækifæri til að veita því samkeppni og gera ýmislegt sem RÚV hefur gert alltof lengi í þeim eina tilgangi að ná sér í auglýsingar. Risinn rumskar Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’ Kunningi minn talar alltaf um auglýsingastjóra RÚV sem starf-andi útvarpsstjóra. Ákvarðanir séu of oft teknar með tilliti tilþess hvernig gangi að selja auglýsingar en ekki út frá því hvað RÚVætti að vera að gera. Það er ekki alveg útí bláinn. UMMÆLI VIKUNNAR ’Karlkjáni með dollaraseðlanaupp úr rassskorunni á reið-buxunum þínum. Auður Jónsdóttir skrifaði svo um Þórarin Jónsson í Laxnesi í grein 2016 en var í vikunni sýknuð í meið- yrðamáli sem hann höfðaði gegn henni vegna þess- ara ummæla og fleiri. Ummælin standa því óbreytt. Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. //////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.