Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.2. 2018 M exíkósku leikmennirnir í knattspyrnuliði Þórs/KA á Akureyri léku stórt hlutverk í fyrrasumar, þegar liðið varð Íslandsmeistari. Þær voru þrjár, framherjinn Sandra Stephany May- or Gutiérrez, miðjumaðurinn Natalia Gómez Junco og varnarmaðurinn Bianca Sierra. Gomez Junco er nú horfin á braut á vit nýrra ævintýra en þær Stephany Mayor og Bianca eru mættar „heim“ til Akureyrar á ný eftir verkefni með landsliði Mexíkó og frí á hlýrri slóðum, fullar til- hlökkunar fyrir komandi átök. „Það er yndislegt að vera komnar aftur. Við söknuðum Akureyrar og vina okkar hér, þótt við værum bara nokkra mánuði í burtu,“ segir Bi- anca þegar blaðamaður hitti þær stöllur að máli í vikunni. Hún er skrafhreifnari en unnustan, Stephany Mayor, sem lætur verkin frekar tala inni á vellinum! Stephany er fædd og uppalin í Mexíkó en Bianca, sem er af mexíkósku foreldri, hins vegar í Bandaríkjunum og hefur búið þar alla tíð. Í fyrrasumar bjuggu þær í Hvíta húsinu, sem þær kölluðu svo; hinum hvítmálaða Lundgarði sem er gamalt býli á félagssvæði Þórs í Glerár- hverfi og félagið hefur til umráða. Þaðan voru þær fljótar á æfingar og í heimaleiki, enda að- eins nokkurra metra leið! Nú dvelja þær stöllur annars staðar en þaðan er heldur ekki langt á völlinn. Þær segja reyndar aldrei langt að fara og ekki taka langan tíma, hvert sem förinni er heitið. Enda önnur aðallega búsett í Kaliforníu og hin í Mexíkóborg, einni fjölmennustu borg heims. „Hér er rólegt og gott og aldrei nein um- ferð. Ekki umferð eins og við eigum að venjast, að minnsta kosti. Stundum þurfum við að vísu að bíða hér úti á horni, en varla nema eina mínútu í mesta lagi!“ Íslenskur fótbolti góður Eftir að Stephany og Bianca fóru frá Akureyri síðastliðið haust sem Íslandsmeistarar hafa þær verið á ferð og flugi. „Við vorum bæði í Kali- forníu, þar sem ég bý, og heima hjá Fany í Mexíkó og á ferðinni með landsliðinu. Það hefur því verið nóg að gera og tíminn flogið.“ Bianca ólst upp í Livermore í Kaliforníu, skammt frá San Francisco. Afi hennar og amma ráku þar veitingastað á sínum tíma og fjöl- skyldan hefur haslað sér enn frekari völl á þeim vettvangi. Bianca stundaði nám við Auburn- háskóla í Alabama þar sem hún útskrifaðist eftir nám í íþrótta- og heilsufræði. Hún lék í fjögur ár með liði Auburn í háskóladeildinni, síðan sem at- vinnumaður með Washington Spirit og Boston Breakers áður en hún fór til Noregs þar sem hún lék í eitt ár áður en hún gekk til liðs við Þór/ KA. Hafði sumarið áður heimsótt Stephany og kynnst bænum. Stephany hefur hins vegar alla tíð búið í Mexíkóborg. Þar býr stórfjölskylda hennar, m.a. þrjár systur en hún er þeirra elst. Fany, eins og hún er jafnan kölluð, var við nám í þekktum háskóla, Universidad de las Amerícas í Pueble og lék með skólaliðinu. Þær álíta marga íslenska leikmenn mjög góða og félagsliðin afar frambærileg. „Fany segist sjá töluverða breytingu til hins betra á þessum tveimur árum sem hún hefur spilað hér. Deildin er mjög sterk og fullt af efnilegum stelpum. Við erum hreinlega á því að einn góðan veðurdag gæti íslenska deildin verið orðin ein sú sterkasta í Evrópu.“ Síðasta sumar var ævintýri nánast frá upphafi til enda og þær hlakka mikið til vertíðarinnar sem hefst senn. „Við erum mjög spenntar. Það er greinilegt að stelpurnar hafa verið duglegar að æfa í vetur; okkur finnst þær enn sterkari en í fyrra og við skynjum að allir eru ákveðnir í að gera vel aftur í sumar. Þetta verður auðvitað öðruvísi; enginn reiknaði með miklu frá okkur þá, við hugsuðum bara um einn leik í einu og stóðum uppi sem sigurvegarar. Nú verður pressan meiri á okkur.“ Lið Þórs/KA fór í æfingaferð til Hollands í fyrrasumar á meðan EM stóð yfir og meist- araefnin fylgdust með leikjum íslenska liðsins. Mexíkóarnir eru vanir því að liði Þórs/KA sé sýndur mikill áhugi á Akureyri en þótti merki- legt að verða vitni að þeim gífurlega stuðningi sem landsliðið fékk á EM. Íslendingar flykktust þangað sem kunnugt er. „Það var stórkostlegt að sjá hve margir gerðu sér ferð til að horfa á liðið spila og styðja við bakið á leikmönnunum. Maður sér ekki oft svona mikinn stuðning við kvennalandslið. Svo var gaman að vera með stelpunum í Hollandi, æfa af krafti á hverjum degi og skoða sig um.“ Þær voru á töluverðu flakki í vetur sem fyrr segir. „Við fórum fyrst hvor til síns heima, landsliðið hélt svo til Kína, þar sem við vorum í þrjár vikur, því næst dvöldum við heima hjá Fany í Mexíkó áður en landsliðið fór í hálfan mánuð til Kosta Ríka,“ segir Bianca. Hún var heima í Kaliforníu um jólin en Stephany í Mexíkó. „Hún kom svo til mín og við fórum sam- an til Íslands.“ Eitt af því sem þær segja standa upp úr dvöl- inni ytra í vetur er för þeirra á jarðskjálftasvæð- ið í Mexíkó, sem greint er frá hér til hliðar. „Allir voru svo þakklátir. Hvar sem við komum vildi fólk gefa okkur eitthvað fyrir að hjálpa því. Kona sem seldi mexíkóskar kökur á einum stað, önnur sem seldi melónur annars staðar; hún sagði okkur að taka eins mikið með okkur og við vildum. Við tókum það að sjálfsögðu ekki mál og sögðumst vilja borga. Þetta var ótrúlegt; þarna var fólk sem átti nánast ekki neitt en vildi gefa okkur eitt og annað. Það var mjög gefandi að geta aðstoðað fólk í vanda,“ segir Bianca. Töluverður tími fór í landsliðsverkefni en ut- an þess tíma hafa þær ekki æft fótbolta, frekar en í fyrravetur. Hafa hins vegar verið þeim mun duglegri í ræktinni. „Við erum í crossfit og erum í fínu formi,“ seg- ir Bianca. Þær greindu blaðamanni einmitt frá því í fyrrasumar að helstu átrúnargóð þeirra í crossfit væru íslensku hetjurnar þrjár; Annie Mist, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðs- dóttir. „Við komumst að því hvar þær æfa í Reykjavík, borðum einmitt oft þar rétt hjá áður en við keppum fyrir sunnan og gáðum stundum hvort við sæjum þær nokkuð fara á eða af æf- ingu! Það væri gaman að hitta þær. Íslands- mótið í crossfit fer fram bráðum og okkur dreymir um að komast til þess að horfa á þær keppa innbyrðis!“ Alsælar á Akureyri Stephany og Bianca kynntust þegar þær voru valdar í landslið 20 ára og yngri fyrir heims- meistaramótið árið 2010. Þær felldu fljótlega hugi saman en ekki er langt síðan þær komu út úr skápnum, eins og það er kallað. Samkynhneigð á ekki sérstaklega upp á pall- borðið heima í Mexíkó, þótt þær segi ástandið fara batnandi hægt og sígandi. Töluverða at- hygli vakti þegar þær greindu frá sambandi sínu í viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í fyrrasumar, m.a. það að fyrrverandi þjálfari landsliðsins hefði ekki verið sérlega ánægður með vinskapinn. „Við gætum í sjálfu sér alveg búið saman í Mexíkó en þar eru samt enn margir mjög á móti sambandi fólks af sama kyni. Heima í Kaliforníu er þetta hins vegar ekkert vandamál, hvað þá hér á Íslandi,“ segir Bianca. Hún kannast þó vel við andstöðu við samkyn- hneigð í Bandaríkjunum. „Ég var við nám í Ala- bama, í Biblíubeltinu,“ segir hún og þarf varla að útskýra það nánar. Ekki þarf að ræða lengi við þær tvær til að skynja hve vel þeim líður á Akureyri. „Okkur finnst við mjög heppnar að hafa kynnst þessum sælureit,“ segja þær nánast í kór. „Við sökn- uðum Akureyrar í vetur; rútínunnar í lífi okkar, að vakna hér, borða saman morgunmat, fara í ræktina í Bjargi eða á fótboltavöllinn í Boganum fyrir hádegi, fara á kaffihús niðri í bæ, slappa af hér heima og æfa svo með stelpunum undir kvöld. Það er þægilegt að búa á Akureyri og fólk er afslappað. Maður áttar sig best á því þegar farið er í burt og dvalið annar staðar. Líka því hve maturinn er góður og vatnið. Þegar ég kom heim áttaði ég mig á því hve vatnið er ofboðslega bragðgott hér!“ segir Bianca. Þær hafa mjög gaman af því að elda og nefna hve íslenskt hráefni er afbragðgsott. „Við erum mjög hrifnar af íslenskum mat og borðum til dæmis oft þorsk. Það eru ekki ýkjur að maður finnur hreinlega mun á líkamanum eftir að hafa verið hér í dálítinn tíma og bara borðað íslensk- an mat.“ Svo nefna þær Brynjuísinn fræga. „Ég held það sé uppáhaldsísinn minn í öllum heiminum,“ segir Bianca og hlær. „Stelpurnar í liðinu kenndu okkar að borða Brynjuís. Við hrifumst strax af honum og í fyrrasumar ákváðum við snemma að gera vel við okkur eftir hvern sigur- leik og fara í Brynju. Þær ferðir urðu dálítið margar því við unnum flesta leikina.“ Þeim finnst fallegt á Íslandi, hafa skoðað sig töluvert um og hyggjast gera það enn frekar á næstu mánuðum. „Við keyrðum dálítið um í fyrra. Fórum auðvitað að Mývatni, skoðuðum Dettifoss og ýmislegt fleira.“ Fyrsta tilraun til að sjá Dettifoss fór ekki al- veg eins og til stóð enda snjóþungt. „Það var agalegt,“ segja þær og hlæja. „Við keyrðum framhjá Húsavík en festum bílinn svo rækilega í snjóskafli að það tók okkur tvo klukkutíma að losa hann. Þetta var tilfinningaþrungin stund. Það var grátið!“ Þær voru fjórar saman, Bianca, Stephany, Natalia sem áður var nefnd, og Zanetha Wyne sem lék með Þór/KA lungann úr sumrinu. „Við skömmuðumst okkar svo mikið að ekki kom til greina að hringja eftir hjálp. En okkur var orðið rosalega kalt á höndunum þegar við náðum að losa bílinn. Við höfum aldrei þorað að segja nokkrum manni frá þessu áður …“ Þær sáu Dettifoss ekki fyrr en síðar, í sumar- blíðu. Gerðu reyndar aðra tilraun strax eftir að þær náðu að losa bílinn. Óku sem leið lá í gegn- um Mývatnssveitina og austur en vegurinn nið- ur að fossinum var þá lokaður. „Nú þekkjum við orðið heimasíðu Vegagerðarinnar og getum fylgst með færðinni!“ Spurðar um framtíðina segjast þær gjarnan myndu vilja setja á stofn líkamsræktarstöð og reka. „Við erum ekki ákveðnar hvar við munum búa eftir að við hættum að spila fótbolta en okk- ur líður dásamlega á Akureyri. Við gætum al- veg hugsað okkur að setjast hér að og höfum íhugað það.“ Heppnar að kynnast þessum sælureit Stephany Mayor Gutiérrez og Bianca Sierra eru alsælar norður undir heimskautsbaug þótt ræturnar liggi sunnar á hnettinum – í Mexíkó og Kaliforníu. Þær eru leikmenn Íslandsmeistara- liðs Þórs/KA í fótbolta, hlakka til sumarsins og segjast jafnvel vera að hugsa um að setjast að í höfuðstað Norðurlands. Kunna vel við sig í rólegu umhverfi og finnst snjórinn frábær! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Stephany Mayor sló í gegn þegar hún kom til Þórs/KA 2016 en þessi frábæri framherji sprakk út eins og falleg rós í fyrra og var besti leikmaður Íslands- mótsins, markadrottning og lagði að auki upp flest mörk. Heimili þeirra mexíkósku er prýtt ýmsum verðlauna- gripum, m.a. gullskónum, Flugleiða- horninu sem Stephany fékk sem besti leikmaður Íslandsmótsins og nýjasta gripinn fékk Fany á dögunum þegar hún var kjörin íþróttakona ársins á Akureyri. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta kjör. Við vorum beðnar að mæta á athöfnina og svo var nafnið mitt nefnt! Ég var ótrúlega ánægð. Þetta er mikill heiður,“ segir Stephany. Gulli hlaðin Stephany, til vinstri, og Bianca með verð- launin sem Stephany hefur sankað að sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.