Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Page 21
Eldhúsinnréttingin er mjög falleg. Ég myndi segja að stíllinn minn sé nokkuð skandin-avískur. Ég vil að hlutirnir séu fallegir, einfaldirog nýtist vel. Ég er mjög skipulögð að eðlisfari og mér líður best þegar allt er í röð og reglu heima hjá mér. Hver hlutur á sinn stað svo auðvelt er að ganga frá í lok dags,“ útskýrir Harpa og bætir við að við innréttingu heimilisins kjósi hún að hafa ekki of mikið af húsgögnum eða skrauti í hverju rými. „Ég vil frekar hafa fáa hluti í kringum mig og vanda frekar valið. Ég eyði smá tíma í að velja hluti inn á heimilið, þeir þurfa að passa vel inn í rýmið og uppfylla þarfir okkar allra. Mér finnst kostur að það sé auðvelt að þrífa hlutina, sérstaklega með einn fimm ára gaur og núna hvolp svo það getur ýmislegt gengið á.“ Spurð hvaðan parið sæki innblástur inn á heimilið seg- ir Harpa að sér finnist gaman að fara í húsgagnabúðir og skoða uppstillingar. „Ég horfi á heildarmyndina, lita- samsetninguna og öll litlu smáatriðin. Ég skoða líka tíma- rit og netið ef ég er að leita að einhverju sérstöku.“ Þá segist Harpa versla víða inn á heimilið. „Ég á ekki eina uppáhaldsbúð heldur er ég yfirleitt búin að sjá fyrir mér hvað ég vil og svo fer ég á stúfana. Ég er þannig að ég verð að fara á nokkra staði og vega og meta þangað til ég er alveg viss um að þetta sé það sem ég vil. Ég er ekki mjög spontant kaupandi.“ Parið er sammála um að borðstofan sé í miklu eftirlæti á heimilinu. „Ég elska að horfa út á Urriðavatn og náttúr- una þar í kring. Sérstaklega núna þegar það er snjór yfir öllu,“ útskýrir Harpa og segir stofuna einnig eins konar griðastað á heimilinu, sérstaklega á föstudagskvöldum. „Þá hrúgumst við upp í sófa eftir föstudagspitsuna og horfum saman á bíómynd.“ Hvolpurinn Bella nýtur sín í fallega innréttaðri stofunni. Morgunblaðið/Hari Gardínurnar koma vel út í stofunni við ljósið frá Verner Panton. 4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Enn meiri afsláttur af völdum vörum GHOST Hægindastóll í mörgum litum í áklæði og svörtu leðri. Ghost í áklæði 95.992 kr. 119.990 kr. Ghost í leðri 127.992 kr. 159.900 kr. AFSLÁTTUR 30% MAX U-sófi í gráu og beigelitu áklæði. Stærð: 286x200x87 cm 109.990 kr. 159.990 kr. ÓTRÚLEGT VERÐ!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.