Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Blaðsíða 29
4.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Kostaríka er lítið land á milli Ník- aragva og Panama í Mið-Ameríku. Þar sem landið er mjótt er strand- lengjan löng og liggur landið bæði að Kyrrahafinu og Karíbahafinu. Kyrrahafsmegin er hægt að stunda brimbretti allt árið en Kar- íbamegin er hægt að fara á bretti frá desember til mars og júlí og ágúst. Þarna eru engar risaöldur þannig að þeir allra bestu fara annað en svæðið hentar vel byrj- endum. Það er hægt að keyra á milli strandlengjanna tveggja á fimm klukkustundum. Það var ekki fyrr en seint á ní- unda áratug síðustu aldar sem landið var uppgötvað af brim- brettaáhugafólki sem hafði áður haldið sig norðar eftir strandlengj- unni í Mexíkó. Þangað er heldur langt að fara frá Íslandi en á móti kemur er að þarna er gott veður allt árið, lang- ar sandstrendur og nóg sólskin. Santa Teresa þykir einna skemmtilegasti brimbrettabærinn og er líka vinsæll hjá jógaiðk- endum. Dominical þykir líka vera falinn demantur en í kringum þennan bæ á Kyrrahafsströndinni eru margir litlir strandbæir þar sem stemningin er afslöppuð. Meðalhiti sjávar er í kringum 28°C allt árið þannig að blautgalli er ekki staðalbúnaður. KOSTARÍKA Tvær strandlengjur Frakkland er líka góður kostur fyrir brimbrettafólk, en hægt er að fara á bretti allt frá Normandí suður til Biarritz, þar sem strandlínan mæt- ir Atlantshafinu. Frakkland er fyrsta landið í Evr- ópu þar sem brimbrettaiðkun varð vinsæl íþrótt og byrjaði þetta allt í Biskajaflóa. Sagan segir að leikstjóri frá Kaliforníu hafi verið að taka upp kvikmynd í Biarritz á miðjum sjötta áratug síðustu aldar og tekið eftir því að þarna brotnuðu fullkomnar öldur alveg ónotaðar. Hann sýndi heimamönnum hvernig ætti að gera þetta, nokkrir vinir byrjuðu að smíða bretti og skömmu seinna varð fyrsti brimbrettaklúbbur Frakklands til, Waiikiki Surf Club. Fljótlega spurðust öldurnar út og brimbrettafólk frá Bandaríkj- unum og Ástralíu fór að heimsækja landið og er það nú miðstöð brim- bretta í Evrópu. Bærinn Hossegor, norður af Biarritz, er helsti brim- brettabærinn og þykir hann og ná- grannabæirnir Capbreton og Sig- nosse huggulegir til að dvelja í. Þarna eru fjölmörg kaffihús, veit- ingastaðir, barir og brimbretta- búðir. Sjórinn er einhver sá hlýjasti fyrir brimbrettafólk í Evrópu í Biskaja- flóa, um 22°C á sumrin, því að fló- inn nær að halda hitanum inni. Á Bretaníuskaga, þar sem víða er hægt að fara á brimbretti, er sjórinn öllu kaldari eða um 15°C. Líkt og í Portúgal eru bestu öld- urnar í september til apríl en kjör- aðstæður fyrir byrjendur í maí til október. FRAKKLAND Fyrsti brimbretta- staðurinn í Evrópu GettyImages/iStockphoto PORTÚGAL GettyImages/iStockphoto Borgarferð og brim Vel er hægt að mæla með því að fara í brimbrettafrí til Portúgal og er hægt að njóta þess í kringum páska, fyrir þá sem vilja skella sér sem fyrst. Góður tími til að heimsækja Lagos er í mars eða apríl. Stað- setningin í suðurhluta landsins gerir það að verkum að þarna er hlýjasti sjórinn við landið. Algarve-ströndin er hvað hlýj- asta svæðið í landinu og er sjórinn 21°C á sumrin og fer aðeins niður í 15°C á veturna. Lega landsins við Atlants- hafið gerir það að annars að verkum að víða er hægt að fara á brimbretti. Best er að ná góðum öldum í september til apríl en almennt er þó best fyr- ir byrjendur að mæta í maí til október. Hægt er að sameina borg- arfrí og brimbretti með því að heimsækja Lissabon sem hefur upp á margt að bjóða. Bæirnir Sintra og Cascais í nágrenni við höfuðborgina eru líka vin- sælir hjá brimbrettafólki. Þarna eru fallegar strendur og svæðið hentar því vel byrj- endum. Portúgal er skemmtilegt fyr- ir brimbrettafrí því þar eru margir litlir bæir sem eru frek- ar óspilltir af ferðamönnum, ef svo má segja, góður matur og kaffi og verð er hagstætt. NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.