Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.02.2018, Side 40
ÞRÍFARAR VIKUNNAR Frances McDormand leikkona Ingibjörg Sólrún Gísladóttir framkvæmdastjóri ODIHR Felicity Huffman leikkona SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2018 Þorramatur, Gullfoss, Geysir, Björk, Sigur Rós og Bláa lónið hafa fyrir löngu öðlast heims- frægð. Nú er komið að öðru íslensku fyrirbæri; ísbíltúr, til að breiða út hróður Íslands. Eitt þekktasta ferðatímarit heims, Travel + Leisure fjallar um ísbíltúrinn okkar sívinsæla út frá þeirri forsendu að hann sé íslensk uppfinn- ing, að því leyti að það sé huggulegt að fara í bíl- túr og kaupa ís með fjölskyldunni um hávetur. „Leggið þykka teppið frá ykkur á sófann og látið eldiviðinn eiga sig í nokkrar klukkustundir, það er kominn tími á ísbíltúr,“ segir í greininni og er íslenska orðið notað. Rætt er við Sif Gust- avsson og hún beðin að gefa ráð hvernig á að fara í ísbíltúr eins og alvöru Íslend- ingar og upplýsir hún að slíkur bíltúr endi yfirleitt á að kaupa ísinn, sem eins konar verðlaun og hvert sé keyrt eða rúntað áð- ur sé aukaatriði. Ísbíltúr sé fyrir fjöl- skyldur, vini eða stefnumót. Blaðamaður tímaritsins segir að þetta sé enn ein góð við- bótin í norræna „hygge“-þemað sem tröllreið öllu á síðasta ári vestanhafs. Þar sem Banda- ríkin horfðu einkum til Skandínavíu til að sjá hvernig ætti að njóta lífsins og hafa það nota- legt. Ísbíltúr hefur verið samofinn lífi Íslendinga í áratugi og er einkum vinsæll á sunnudögum. Eitt þekktasta ferðatímarit heims hvetur Bandaríkjamenn til að fara að fordæmi Íslendinga til að gera sér glaðan dag Í febrúarmánuði fyrir 20 árum birtist frétt þess efnis í Morgun- blaðinu að íbúi nokkur við Miklubraut væri búinn að fá sig fullsaddan af umferðarhávað- anum og vildi láta skerða heyrn sína. Hafði hann sent landlækni bréf og farið fram á að land- læknir samþykkti að gerð yrði aðgerð þar sem heyrn hans yrði skert. Taldi hann sig ekki geta búið lengur við þann ærandi há- vaða sem bærist frá umferðinni. Í fréttinni kom fram að land- læknir teldi sig ekki geta mælt með slíkri aðgerð. Svefnherbergi mannsins var í 10 metra fjarlægð frá Miklu- braut en á þeim tíma fóru um 50.000 bílar um Miklubraut á hverjum sólarhring. Hafði hann þegar þarna var komið leitað til allra opinberra stofnana sem málið varðaði og var viðurkennt af hálfu landlæknis og stofnan- anna að hann og eiginkona hans byggju við heilsuspillandi að- stæður. Íbúinn hafði reynt að draga úr hávaðamengun í íbúð sinni með því að setja steinull í glugga og hurðir en það dugði ekki. Í við- talinu við Morgunblaðið sagði hann næsta skref vera málsókn. GAMLA FRÉTTIN Vildi láta skerða heyrn sína Á þeim tíma sem fréttin birtist kom út skýrsla þar fram kom að 261 íbúi við Miklubraut byggi við óviðunandi skilyrði vegna loftmengunar. Morgunblaðið/Árni Torfason RELEVE Model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla DADO Model 2822 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 239.000,- L 214 cm Leður ct. 10 Verð 299.000,- JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 399.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 539.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- SAVOY Model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 223 cm Leður ct. 15 Verð 399.000,- Ísbíltúrinn í útrás

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.