Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 6
Skilaboð mín eru skýr: JesúsKristur kom, dó á krossinum,reis upp frá dauðum og bað
okkur um að iðrast synda okkar og
taka á móti honum í trú sem Drottni
okkar og frelsara. Og gerum við það
fyrirgefast okkur allar okkar syndir.“
Þannig dró Billy Graham saman
boðskap sinn í síðustu krossferðinni,
eins og prédikunarferðir hans voru
kallaðar, árið 2005 í New York. Hann
hafði þá ákveðið að rifa seglin, kom-
inn fast að níræðu, eftir meira en 400
krossferðir sem borið höfðu hann til
185 landa. Um 215 milljónir manna
munu hafa hlýtt á prédikanir Gra-
hams á krossferðunum, auk þess sem
hann náði til margra milljóna til við-
bótar gegnum sjónvarp, myndbönd,
netið og 34 bækur sem eftir hann
liggja. Þegar hann flutti sína síðustu
kveðju, í vikunni sem hann varð 95
ára haustið 2013, komu hvorki fleiri
né færri en 480 sjónvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum og Kanada að út-
sendingunni. Þegar Billy Graham tal-
aði þá var hlustað.
Það var ekki bara alþýða manna,
allir forsetar Bandaríkjanna frá
Harry S. Truman að Barack Obama
leituðu í smiðju til Grahams og báðu
með honum. Eflaust hefði prédik-
arinn getað gefið núverandi forseta
holl ráð líka en hann dró sig í hlé fyrir
tæpum fimm árum af heilsufars-
ástæðum. Graham glímdi við marg-
vísleg veikindi seinustu árin, svo sem
krabbamein í blöðruhálsi, vökvasöfn-
un í heila og einkenni Parkinson-
sjúkdómsins.
Það var einmitt einn forsetanna,
George Bush eldri, sem lýsti Graham
sem „sálnahirði Bandaríkjanna“. Oft
var eins og Graham væri æðsti trúar-
leiðtogi þjóðarinnar. Það kom ekki
síst í ljós þegar myrkrið var hvað
mest eftir hryðjuverkaárásirnar 11.
september 2001. Þá var leitað til hans
eftir sálgæslu. Líka má nefna að Gra-
ham var sæmdur æðsta heiðursmerki
bandaríska þingsins.
Ólst upp á kúabúi
William Franklin Graham fæddist ár-
ið 1918, rétt áður en fyrri heimsstyrj-
öldinni lauk, og ólst upp á kúabúi í
Charlotte. Hann hafði ekkert yndi af
því að fara í kirkju sem barn, vildi
miklu frekar vera úti að spila hafna-
bolta, en það breyttist þegar hann var
fimmtán ára og kynntist farand-
prédikaranum Mordecai Fowler
Ham. Þaðan í frá helgaði hann líf sitt
þjónustu við Krist.
„Mér var ekkert um evangelisma
gefið,“ rifjaði hann upp síðar. „Vinur
minn dró mig hins vegar með sér á
samkomu og andi Guðs almáttugs
byrjaði að tala til mín þegar ég fór
aftur, kvöld eftir kvöld. Kvöld eitt,
þegar mér var boðið að gera Jesú að
leiðtoga lífs míns sagði ég einfaldlega:
Já, Guð, það vil ég gera og vissi að líf
mitt hafði tekið nýja stefnu.“
Graham kynntist eiginkonu sinni,
Ruth McCue Bell, í Chicago og gengu
þau í heilagt hjónaband árið 1943 og
eignuðust fimm börn. Hjónaband
þeirra varði í 64 ár, eða þangað til
Ruth lést árið 2007.
Graham fór í sína fyrstu evang-
elísku krossferð árið 1947 en það var
krossferðin í Los Angeles tveimur ár-
um síðar sem fangaði athygli þjóð-
arinnar; hundruð þúsunda flykktust
að sjá hinn unga prédikara. Eftir það
varð ekki aftur snúið.
Það sem einkenndi prédikanir Gra-
hams alla tíð var afgerandi trúfesta
og miklir persónutöfrar. Hann átti
auðvelt með að hrífa fólk með sér.
Árið 1950 setti Graham trúboðs-
samtök sín á laggirnar en þau eru
með um fimm hundruð manns í vinnu
vítt og breitt um heiminn. Sonur Gra-
hams, Franklin, veitir samtökunum
nú forstöðu.
Graham lagði sig alltaf fram um að
ferðast víða enda sannfærður um að
Guð skeytti hvorki um landamæri né
þjóðerni. Fjölmennasta samkoma
hans var haldin í Seúl í Suður-Kóreu
1973, þegar meira en ein milljón
manna kom til að hlýða á boðskap
Grahams. Sama ár lét hann eftirfar-
andi orð falla í Jóhannesarborg í Suð-
ur-Afríku: „Kristur er allra, hvar í
heiminum sem þeir búa, og ég hafna
allri trú sem byggist á hatri. Krist-
indómurinn er ekki aðeins trú hvíta
mannsins og látið engan segja ykkur
annað.“
Þannig bauð hann kynþáttahatri
birginn en Graham neitaði að prédika
í landinu þangað til samkomur hans
voru opnar bæði hvítum og svörtum.
Graham komst einnig inn fyrir
járntjaldið seint á áttunda áratugnum
og prédikaði í kommúnistaríkjunum,
þrátt fyrir þá staðreynd að lítið um-
burðarlyndi væri gagnvart kristin-
dómnum þar um slóðir.
Hugvekjur Graham birtust líka
víða, m.a. hér í Morgunblaðinu.
Hafnaði trú
sem byggðist
á hatri
Billy Graham, nafntogaðasti prédikari 20. ald-
arinnar, lést í vikunni, 99 ára að aldri. Hann náði
eyrum ótrúlegs fjölda fólks vítt og breitt um heim-
inn og hvatti kristið fólk til að vera stolt af sínum
gildum og hleypa Jesú Kristi inn í hjartað.
AFP
Billy Graham í prédikunar-
stólnum. Þar leið honum alla tíð
vel og heillaði milljónir með trú-
festu sinni og persónutöfrum.
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
’
Þegar hann biður með manni á forsetaskrif-
stofunni eða á efri hæðum Hvíta hússins, líður
manni eins og hann sé að biðja fyrir manni sjálfum
en ekki forsetanum.
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
BANDARÍKIN
NASHVILLE Mynd-
band sem tvær nekt-
ardansmeyjar sendu frá
sér í vikunni vakti mikla
athygli en þar sýndu þær
fram á að það er mun
erfi ðara að fá leyfi til að
dansa nakin(n) í ríkinu
en að festa kaup á skotvopni. Allskonar athuganir eru gerðar, bakgrunnur
skoðaður vandlega, fi ngraför tekin og þar fram eftir götunum, áður en
leyfi ð er veitt. Þá eru menn löngu búnir að kaupa sér byssu, jafnvel margar.
EGYPTALAND
ASYUT Lögreglumaður nokkur vann frækið björg-
unarafrek í vikunni þegar hann greip barn sem féll
niður af þriðju hæð byggingar. Barnið sakaði ekki og
lögreglumaðurinn meiddist aðeins lítillega. Lögreglu-
maðurinn stóð vaktina fyrir utan banka í borginni
og brást skjótt við þegar fólk kom auga á barn sem
hékk fram af svölum á þriðju hæð.
ARMENÍA
JEREVAN Þrátt
fyrir að kynval hafi
verið bannað með
lögum árið 2016
kveður enn rammt
að eyðingu kvenkyns
fóstra í landinu;
aðeins Kína er ofar
á þeim lista. Fyrir hverja 120 drengi fæðast aðeins 100 stúlkur
og yfi rvöld í landinu hafa vaxandi áhyggjur af því að skökk sam-
setning þjóðarinnar komi til með að hafa slæmar afl eiðingar til
lengri tíma: Hverjum eiga drengirnir okkar að giftast?
SVARTFJALLALAND
PODGORICA Óþekktur maður varpaði hand-
sprengju að sendiráði Bandaríkjanna í borginni í
vikunni og sprengdi sjálfan sig að því búnu í loft upp.
Engan annan sakaði í árásinni og skemmdir munu
hafa verið óverulegar. Eigi að síður hefur sendiráðið
ráðlagt fólki, einkum bandarískum ríkisborgurum, að
halda sig frá sendiráðsbyggingunni fyrst um sinn.
Franklin Gra-
ham, sonur
Billy Graham,
sem einnig er
prédikari, kom
til Íslands
haustið 2013.
Hann sagði
þetta um föður sinn í samtali
við Morgunblaðið:
„Faðir minn verður 95 ára í
næsta mánuði og hefur það
gott miðað við sinn aldur.
Hann styðst við göngugrind
og er ekki þrekmikill en hug-
urinn er skýr. Ég lít reglulega
til föður míns og reyni að ná
honum út úr húsinu. Hann er
ekkert alltof spenntur fyrir
því og þegar ég segi honum
að láta ekki svona skáskýtur
hann augunum á mig og seg-
ir: „Bíddu þangað til þú verð-
ur 95 ára!“
Hugurinn
er skýr
Franklin
Graham