Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Side 8
SOFIA HELIN Sænska leikkonan sló rækilega í gegn sem lögreglukonan Saga Norén í Brúnni, sænsk/dönsku glæpaþáttunum sem nýlega runnu sitt skeið þegar fjórða og síðasta þáttaröðin var sýnd. Helin er 45 ára, fædd í bænum Hovsta í Örebro-fylki 25. apríl 1972. Hún heitir fullu nafni Sofia Margareta Götschenhjelm Helin, lengsta nafnið tók leikkonan upp eftir að hún giftist Daniel Götschenhjelm. Áður en Sofia Helin hóf nám við leiklistarskólann í Stokkhólmi stundaði hún heimspekinám við háskólann í Lundi. „Mér fannst hins vegar hinn akademíski heimur ekki fullnægja sköpunarþörf minni. Um tvítugt vissi ég ekki hvað mig langaði að verða; datt í hug að verða sálfræðingur eða mannfræðingur. Jafnvel ljósmyndari.“ Hún hafði tekið þátt í leiklist í framhaldsskóla og háskóla, sótti á endanum um í leiklistarskólanum og fékk inni 24 ára. Æska leikkonunnar var sannarlega enginn dans á rósum. Hún var aðeins 10 daga gömul þegar amma hennar og sex ára bróðir lentu í bílslysi með þeim af- leiðingum að drengurinn lést. Móðir Sofiu var hjúkrunarkona en faðirinn sölu- maður. Slysið hafði mikil áhrif á fjölskylduna, eins og nærri má geta, og þegar Sofia var fjögurra ára skildu foreldrarnir. „Faðir minn var alkóhólisti. Þegar foreldri glímir við vandamál af því tagi er myrkrið skammt undan, maður flakkar inn og út úr því, en myrkr- ið er alltaf fyrir hendi. Mér leið illa vegna þess að pabbi var einmana og leið ekki vel. Líka vegna þess að þetta var aldrei rætt; við lifðum bara með því og með tímanum lok- aði ég tilfinningar mínar sífellt meira inni,“ sagði Helin í viðtali við norskan fjölmiðil fyrir nokkrum misserum. Móðir hennar giftist aftur. Hún segir foreldra sína ynd- islegt fólk, „en aðstæður voru þannig að lífið var oft erfitt. Ég tel að það hafi hjálpað mér að verða góður leikari“. Helin er mikil fjölskyldumanneskja. Segir fjölskylduna mikilvægari en allt annað. Vegna áfalla í lífinu sé auðvelt að átta sig á hvað mestu máli skiptir. Hún fer ekki mikið út á lífið og kann vel við sig í róleg- heitum. „Áreitið er oft svo mikið þegar ég er að vinna að ég þarf tíma fyrir sjálfa mig. Stundum skrifa ég í dagbókina mína að ég ætli að hafa það náðugt einhvern ákveðinn dag; muna að fara í nudd og ekki segja já við öllu sem ég er beð- in um.“ Þetta geti reynst erfitt í fyrstu en sé engu að síður mikilvægt. Eftir að Helin sló í gegn sem Saga Norén í Brúnni er hún þekkt víða um heim, en segist ánægð með að í Svíþjóð kippi fólk sér ekki upp við að sjá hana á götu. „Ég gæti ekki hugsað mér lífið öðruvísi.“ skapti@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018 FJÖLSKYLDAN Sofia Helin er gift Daniel Götsch- enhjelm og eiga þau tvö börn, drenginn Ossian sem er 14 ára og átta ára dóttur, Nike. Sofia og Daniel kynntust í leiklistarskóla, hann lauk einnig námi, lék um tíma en venti sínu kvæði í kross síðar og nam guðfræði. Starfar nú sem prestur í Sænsku kirkjunni, stærstu kristnu kirkju landsins en árið 2000 varð aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð. Sofia segist trúuð og kunna því vel að sækja guðs- þjónustu „en ég er þó ekki endilega í mestum tengslum við guð þar,“ sagði hún í viðtali við norskt blað. „Það gerist til dæmis úti í náttúrunni,“ svarar Sofia Helin spurð nánar. „Ég er ekki viss um að mannskepnan sé nægilega greind til að skilja í raun hvað guð eða guðdómurinn er. Ég held að enginn geti lýst því vegna þess að við erum ekki nógu þróuð.“ Helin segist þó treysta sér til að fullyrða að til sé einhver æðri máttur hinum mannlega. „Ég veit það vegna eigin upplifunar. En sú reynsla er of persónuleg til að ég vilji tala um hana.“ Fjölskyldan. Sofia Helin með börnum sínum, Ossian og Nike, og eiginmanninum Daniel Götschenhjelm. Eiginmaðurinn starfar sem prestur SANNFÆRANDI Sofia Helin fer svo vel með hlutverk lögreglukon- unnar Sögu Norén, að sumir telja leikkonuna sjálfa einhverfa. Svo er alls ekki. Hún hefur hitt að máli fólk frá samtökum einhverfra og fengið bréf frá einhverfu fólki í Bandaríkj- unum, Kanada og víðar. „Fólk seg- ist sjá sjálft sig í Sögu. Á frumsýn- ingu í Kaupmannahöfn sagði mér einhverfur maður að hann hefði sætt sig við einhverfuna eftir að hafa séð Brúna. Fram að því hafði hann í raun hunsað hana. Það er frábært að heyra að þetta hjálpaði honum,“ sagði Helin í samtali við vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Helin ekki einhverf! Sofia Helin og danski leikarinn Kim Bodnia í Brúnni. Myndin er tekin 2011 en Bodin lék hitt aðalhlutverkið í tveimur fyrstu röðum Brúarinnar. AFP EINKENNI Sofia Helin lenti í slæmu hjólreiðaslysi þegar hún var 24 ára og ber þess ævarandi merki. „Dínamórinn losnaði og festist í dekkinu. Ég steyptist fram fyrir mig og lenti með andlitið á mal- bikinu,“ sagði hún í viðtali fyrir nokkrum árum, þegar hún rifjaði atvikið upp. „Ég kjálkabrotnaði og nokkrar tennur brotnuðu auk þess sem varirnar sködduðust.“ Brotin greru og tannskaðann var hægt að bæta en þrátt fyrir það leist Helin ekki meira en svo á eigið útlit. Örið í andlitinu var svo áberandi. „Á endanum komst ég hins vegar á þá skoðun að örið passaði mér ágætlega. Að það sýndi einfaldlega fram á hver ég væri í raun og veru.“ Sofia Helin á unglingsárunum. Af facebook-síðu Helin. Áberandi ör eftir slys Saga af Sofiu Sofia Helin á kvik- myndahátíðinni í Cannes 2016. AFP Sofia Helin sem var frábær í Brúnni. Af Facebook-síðu Helin ’Um tvítugt vissi ég ekki hvað mig langaðiað verða; datt í hug að verða sálfræðingureða mannfræðingur. Jafnvel ljósmyndari. Af Facebook-síðu Helin Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is 32.500kr HILLA MEÐ SNÖGUM 24.900kr GLERBOX 3.600kr BEKKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.