Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 14
Hjálmar leikur aðalhlutverk í myndinni Fullir vasar sem nú er í kvikmyndahúsum. með svona marga, en ég er samt mjög þakk- látur að það séu svona margir að horfa.“ Það þekkja margir Hjálmar Örn og persón- ur hans, eins og Hvítvínskonuna, Bjarna gröfumann, Illa Settan og Halla Hipster. „Það sprakk allt þegar ég kom með Hvít- vínskonuna, hún er gríðarlega vinsæl. Hún er byggð á fólki í kringum mig, eins og margir af mínum persónum eru. Ég er með þessa týpu á snappinu, og hún sendi mér einu sinni skilaboð og spurði: „Hjálmar, er þetta ég sem þú ert að leika?“ Og ég roðnaði heima hjá mér, og svitn- aði, því það var rétt,“ segir hann og hlær en bætir við að Hvítvínskonan sé blanda af mörg- um konum sem hann fylgist með. „Þetta eru svona flippaðar týpur, eru með hatta í partíum, fara í utanlandsferðir og eru alltaf að fá sér. Það er alltaf rosalega gaman hjá þeim. Hvítvínskonan lifir alltaf í núinu, og er alltaf að finna sér ástæðu til að fá sér að drekka,“ segir hann og bætir við að hann fái mikla útrás að leika þessa karaktera. Hjálmar segir alla karakterana byggða á einhverjum í kringum hann. „Ég er með einn sem heitir Halli Hipster sem er mjög vinsæll. Hann er úr Vesturbænum og fer ekkert út fyr- ir hann, og hjólar allt. Svona týpa eins og Gísli Marteinn, fer á Kaffi Vest og elskar vegan og RÚV, en er samt ekki með sjónvarp heldur hittir alla vinina til að horfa saman á þætti. Hann er í Baritónum, mikill umhverfissinni og dóttir hans heitir mjög væmnu nafni,“ segir Hjálmar. „Uppáhaldskarakterinn minn er ekkert endilega sá vinsælasti, hann heitir Illa Nettur. Hann er byggður á Áttunni, og Jack Ass- myndunum. Það er eitthvað við hann sem ég tengi við. Það er svo gaman þegar ég er búinn að vera í einhverjum karakter kannski tvo, þrjá tíma, þá þykir manni vænt um þá. Laddi sagði mér einmitt að hann hefði upplifað það, að þeir verða eins og félagar manns.“ Heiður að leika með Ladda Hjálmar lítur mjög upp til Ladda og segir hann gull af manni en hann kynntist honum við tökur myndarinnar þar sem Laddi leikur eitt hlutverkið. „Ég hitti Ladda þegar ég var að leika í myndinni og hann sagði mér að hann hefði skapað yfir 70 karaktera um ævina, en margir hefðu horfið strax en aðrir lifað. Það er eins hjá mér, þó ég sé ekki með svona marga, þá eru það bara nokkrir sem lifa. Ég er að gera sama grínið og Laddi var með fyrir 20-30 árum,“ segir Hjálmar og viðurkennir fúslega að Laddi sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Mér fannst hann geggjaður þegar ég var yngri, horfði á allt sem hann gerði og hlustaði á allar plöturnar. Hann er magnaður, og að leika á móti honum var þvílíkur heiður. Að vera kominn á þennan stað, 45 ára, með enga leik- listarmenntun, og vera þarna. Að leika á móti Ladda gerir mann betri leikara. Eins með Hilmi Snæ, það er eitthvað magnað við þá báða. Og Ólafía Hrönn er líka snillingur, ég tengdi mest við hana á settinu. Hún er svo skemmtileg.“ Blaðamaður tekur hlé og biður um vatnsglas og Hjálmar hendist á fætur. „Viltu ekki kaffi? Ég gleymi að bjóða upp á kaffi! Ég sem ætlaði að vera búinn að kveikja á vélinni áður en þú kæmir, en gleymdi því,“ segir hann og skrifar það á athyglisbrestinn. Hann hitar kaffibolla í flýti og við höldum áfram spjallinu, enda af nógu af taka, við eig- um alveg eftir að tala um kvikmyndaferilinn, sem nú er nýhafinn. „Það er komið handrit“ Hjálmar leikur aðalhlutverkið í Fullum vösum, nýjustu kvikmynd leikstjórans og handritshöf- undarins Antons Sigurðssonar. Hún fjallar um fjóra menn sem ákveða að ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum og í kjölfar þess fer í gang atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir. Sannköllað hasar-grínmynd. „Nú ertu á barmi heimsfrægðar,“ segir blaðamaður og Hjálmar skellihlær og tekur undir það, en útskýrir svo hógvær hvernig þetta kom til, að hann var beðinn um að leika aðalhlutverk í kvikmyndinni. „Þetta gerðist þannig að Anton leikstjóri sendi mér skilaboð þar sem hann spyr hvort Hvítvínskonan er ein vinsælasta persóna Hjálmars. Hún lifir í núinu og finnur sér ætíð tækifæri til að fá sér hvítvín og lyfta sér upp. Persónan er byggð á konum sem Hjálmar þekkir. ’ Ég var búinn að vera þarna í tvo daga og var að horfa í kringum migá strákana í Áttunni og hugsaði innst inni, þetta gæti allt verið einnstór Áttu-hrekkur. Þetta væri það magnaðasta sem þeir hefðu gert, fá ein-hvern gaur til að halda að hann væri að leika í bíómynd, allt í gríni. Ljósmynd/Brynja Kristinsdóttir VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.