Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Page 15
hann megi semja handrit byggt á týpunni minni, Bjarna gröfumanni, en hann hafði séð hann á snappinu. Ég sagði bara, já endilega, en ég fæ fullt af svona fyrirspurnum en svo verð- ur aldrei neitt úr neinu. En svo hringir hann í mig og segir að allt sé komið á fullt, og spyr hvort ég sé til í að lesa yfir handritið. Ég sagði við konuna, það er bara komið handrit og allt saman!“ segir Hjálmar. „En handritið er ekk- ert beint byggt á Bjarna gröfumanni, heldur bara notað smá úr týpunni. Þetta er mynd um bankarán og í henni eru Nökkvi Fjalar, Egill Ploder og Aron Mola, sem er stór snappari, ásamt Ladda, Hilmi Snæ og Ólafíu Hrönn. Þá sá ég að þetta yrði alveg geggjað,“ segir Hjálmar. „Það var strax ákveðið að ég ætti að leika í myndinni, en kannski ekkert endilega aðal- hlutverkið. En Anton hafði trú á mér og setti mig í aðalhlutverkið, sem er rosaleg áhætta. En þessi karakter stendur mér svo nálægt að það var auðvelt fyrir mig að leika hann.“ Gæti verið stór hrekkur Myndin var tekin upp á sautján dögum í sept- ember í fyrra. „Ég er búinn að sjá hana, mér finnst hún frábær. Ég er mjög ánægður með hana, hún er kannski dálítið öðruvísi en aðrar íslenskar myndir. Þetta er svona Sódóma, Löggulíf og Dalalíf, hasar og grín.“ Hvernig var svo að leika í henni? „Það var magnað. Ég var rosalega stress- aður fyrsta daginn af því ég átti erfitt með að muna línur. En Anton greip það strax og leyfði mér bara að spinna. Það þurftu bara ákveðnir hlutir að koma fram og svo fékk ég að spinna.“ Ég heyrði því fleygt að þú hefðir jafnvel haldið í byrjun að þetta væri eitthvert grín hjá Áttunni, að það væri í raun engin kvikmynd. Er það satt? „Algjörlega, þetta er góður punktur. Ég var búinn að vera þarna í tvo daga og var að horfa í kringum mig á strákana í Áttunni og hugsaði innst inni, þetta gæti allt verið einn stór Áttu- hrekkur. Þetta væri það magnaðasta sem þeir hefðu gert, fá einhvern gaur til að halda að hann væri að leika í bíómynd, allt í gríni. Láta hann hafa handrit, fara á fundi og leika í tvo daga eins og herforingi. En svo sá ég að það var ekki grín,“ segir hann og hlær. „En innst inni var alltaf smá efi, er kannski bara verið að gera grín að mér? Því það er ekk- ert rökrétt að ég ólærður 45 ára fari bara að leika í bíómynd eftir að hafa verið á snappi.“ Gerðist eitthvað óvænt í tökunum? „Já, í einu atriðinu kasta ég peningatösku til Nökkva og hún fer beint í andlitið á honum, sprengir vörina og hann steinliggur. Hann vankaðist. Það fór allt í stress, búið að rota Nökkva og vörin bólgnaði upp. Þetta riðlaði aðeins skipulaginu af því hann þurfti að jafna sig út af vörinni, vegna senanna,“ segir hann. „Annars var þetta mikill fíflaskapur og mikið hlegið.“ Fékk gott karma tilbaka Hjálmar segir tökurnar hafa verið stífar en mjög skemmtilegar. „Mér leiddist aldrei, þetta var bara æði. Það er ótrúlegt hvað getur gerst í lífinu.“ Já, þú hefur ekki búist við þessu! „Nei, en veistu, það er stutt síðan ég tók þá ákvörðun að vera jákvæður á samskipta- miðlum og í lífinu almennt og mér finnst stund- um eins og ég hafi hent út risastóru karma og fengið rosalega gott karma til baka. Það er enginn sem ég þekki sem hefur gengið illa að vera aðeins of jákvæður. Það mun aldrei koma sér illa að hrósa einhverjum,“ segir hann. „Ég er jákvæður að eðlisfari. Ég er sann- færður um það að ef þú ert almennilegur í líf- inu, þá gerast góðir hlutir.“ Sérðu fyrir þér áframhaldandi vinnu við kvikmyndaleik? „Já, maður vonar það. Þetta er auðvitað ekki stór markaður hér heima. Maður veit aldrei, þetta líf er óútreiknanlegt. Ég er opinn fyrir öllum tilboðum!“ „Hann er magnaður, og að leika á móti honum var þvílíkur heiður. Að vera kominn á þennan stað, 45 ára, með enga leiklistar- menntun, og vera þarna. Að leika á móti Ladda gerir mann betri leikara,“ segir Hjálmar. Ljósmynd/Anna Bender 25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Með nýju Opn heyrnartækjunum verður auðveldara að taka þátt í samræðum í fjölmenni og hljóðupplifun verður eðlilegri en nokkurn tímann fyrr. Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig getur þú staðsett, fylgt eftir og einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra. Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin Tímapantanir í síma 568 6880 www.heyrnartaekni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.