Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 22
MATUR Settu í blandara 2⁄3 bolla gríska jógúrt, 1 banana, 2⁄3 bolla frosinbláber, 2 frosin jarðarber, bolla af spínati, ½ bolla af mjólk, 2 tsk.prótínduft og 1 msk. hunang. Frábær heilsudrykkur á morgunverðarborðið. Skammturinn dugar fyrir tvo. Bröns-heilsudrykkur 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018 Getty Images/iStockphoto Sunnudagsbröns Best í heimi er að vakna endurnærður á sunnudagsmorgni og henda í bröns. Það er dýrmætt að eiga slíkar eðalstundir með fjölskyldunni yfir unaðslegum mat og rjúkandi kaffi. Hér má líta nokkrar uppskriftir sem munu slá í gegn og fá bragðlaukana til að dansa. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það er auðvelt að búa til heilsu- samlegan morgunverð með avó- kadó. Þetta silkimjúka grænmeti fer ákaflega vel saman með eggjum og laxi til að mynda. Ekki er verra að setja með smá fetaost, kapers og kryddjurtir að eigin vali. Hér er ein afar einföld uppskrift sem hægt er að leika sér með. Fyrir 4 4 vænar súrdeigsbrauðsneiðar, ristaðar 4 egg, helst hleypt, en soðin eða spæld gengur 2 góð avókadó fjórar sneiðar reyktur lax (líka hægt að nota afganga af elduðum laxi), má sleppa smá fetaostur, mulinn salt og pipar kryddjurtir, eins og steinselja eða kórí- ander, eftir smekk Byrjið á að hafa avókadó tilbúið og laxinn skorinn. Til að hleypa egg er best að setja ekki fleiri en tvö egg í einu í pott. Hafðu eggin við stofu- hita. Fyrst skal sjóða ca. einn lítra af vatni með einni matskeið af ediki og smá salti. Náðu suðunni upp, slökktu svo og hrærðu í vatninu (í hring) með skeið. Brjóttu eggin var- lega út í og láttu þau vera í pottinum í þrjár mínútur. Taktu þau varlega upp úr með gataspaða. Á meðan eggin eru að sjóða, ristið brauðið. Setjið hálft avókadó á hverja brauðsneið og merjið það ofan á. Ofan á það geturðu sett laxasneið (má sleppa) og mulinn fetaost. Þeg- ar eggin eru tilbúin, taktu þau var- lega upp úr og leggðu ofan á. Settu ofan á þetta þær kryddjurtir sem þér finnst góðar og smá ferskan pip- ar. Þetta er bæði hollt og ákaflega gott! Avókadóbrauð með eggi Fyrir 3 1 bolli mjólk 2⁄3 bolli hafrar 2⁄3 bolli hveiti 2 msk púðursykur 1½tsk lyftiduft ½ tsk salt ¼ tsk kanill 2 egg 2 tsk bráðið smjör ½ tsk vanilludropar ¼ bolli mjólk 2 tsk smjör Setjið einn bolla mjólk í skál og hitið í örbylgjuofni í u.þ.b. 2 mínútur, þar til fer að sjóða. Takið út og hrærið höfrum saman við. Blandið hveiti, púðursykri, lyftidufti, salti og kanil sam- an í skál. Í annarri skál, hrærið sam- an tveimur eggjum, tveimur teskeiðum af bræddu smjöri og vanilludropum. Bætið ¼ bolla mjólk út í. Blandið saman innihaldinu úr þess- um skálum. Hitið tvær teskeiðar af smjöri á pönnu yfir miðl- ungshita. Hellið um 1⁄3 bolla af mixt- úrunni á pönnuna til að fá góða stærð af pönnuköku. Eldið í nokkrar mínútur, eða þar til loftbólur fara að myndast. Snúið þá við og eldið á hinni hliðinni þar til pönnukakan er gullinbrún. Berið fram með hverju sem hugurinn girnist; t.d. berjum, sultu, sírópi, smjöri, hunangi eða bræddu súkku- laði. Haframjölspönnsur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.