Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 29
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 PLOVDIV, BÚLGARÍU Rómantísk og gömul borg Borgin Plovdiv á sér langa sögu en þar blandast saman líflegt næturlíf og gamlar og aðlaðandi byggingar. Þetta er næststærsta borgin í Búlg- aríu, á eftir höfuðborginni Sofiu. Plovdiv er jafnframt einhver elsta borgin í Evrópu með óslitinni bú- setusögu. Maturinn þykir góður og er borg- in kjörin fyrir rómantískt para- ferðalag. Miðbærinn er heillandi með þröngum götum en líkt og Róm er Plovdiv byggð á sjö hæð- um. Þarna er hægt að skoða marg- ar rómverskar fornminjar, m.a. hringleikahús og vatnsveitu. Búist er við því að ferða- mannastraumur þangað eigi eftir að aukast því borgin verður ein af menningarborgum Evrópu á næsta ári. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 GMC Denali Litur: Frost White, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalara­ kerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Z71 pakki, kúla í palli (5th wheel pakki)og fleira. VERÐ 10.490.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Litur: Dark slate, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Litur: Hvítur, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.490.000 m.vsk 2017 RAM Limited Litur: Dökk rauður / svartur að innan. Einnig til hvítur og svartur. 6,7L Cummins,loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAM­box, toppljós, heithúðaður pallur. 35“ dekk, LED­bar, húddhlíf og glug­ gahlífar komið á, allt innifalið. VERÐ 9.990.000 m.vsk Valencia er þriðja stærsta borgin á Spáni og vekur ekki eins mikla at- hygli og höfuðborgin Madrid eða Barcelona. Þrátt fyrir það þykir Valencia vera lífleg borg með skemmtilegu menningar- og næt- urlífi. Í ár eru tuttugu ár liðin frá því að framúrstefnuleg miðstöð lista og vísinda eftir Santiago Valatrava var fullgerð. Svæðið hefur gert mikið fyrir borgina en þar er með- al annars að finna stærsta sæ- dýrasafn Evrópu og óperuhús. Ennfremur verður í ár haldið upp á að 125 ár séu liðin frá fæð- ingu listamannsins Joa Miró með sýningu á nútímalistasafni borg- arinnar. Sýningin stendur yfir frá 15. febrúar til 17. júní. VALENCIA, SPÁNI GettyImages/iStockphoto Framúrstefnuleg miðstöð lista og menningar Malta er ein af menningarborgum Evrópu árið 2018 sem hefur komið henni rækilegar á kortið um þessar mundir eftir stigvaxandi umtal síð- ustu ár. Í tengslum við það verða haldnir um 140 viðburðir svo það verður óvenju margt um að vera í borginni í ár. Á síðastliðnum áratug hefur veitingastöðum og börum fjölgað og borgin er lífleg eftir sólsetur. Náttúruleg höfn er við borg- ina. Einnig lokkar það ferðamennina að borginni að þarna eru fleiri en 300 sólardagar á ári, nóg af ströndum og heitum sjó þannig að gestir eiga auðvelt með að smitast af afslöppuðum lífs- stílnum. Valletta er ennfremur á lista UNESCO en borgin byggðist upp á sextándu öld og hafa margar af þessum gömlu byggingum verið varð- veittar. Þegar borgin var sett á minjaskrá var henni lýst sem „einum af þeim stöðum í heim- inum sem þar sem söguleg svæði eru hvað þétt- ust“. Nýtt nýlistasafn, Muza, hefur vakið athygli og ennfremur hafa gömul hlið að borginni verið gerð upp af hinum þekkta arkitekt Renzo Piano. VALLETTA, MÖLTU Sól og sögulegar minjar Bratislava er áhugaverður áfangastaður en þessi höfuðborg Slóvakíu liggur við árnar Dóná og Morava. Þetta er ein af minnstu höfuðborgum í Evrópu en þarna búa um 450.000 manns en engu að síður er þetta stærsta borg landsins. Þetta er jafnframt eina höfuðborgin sem liggur að tveimur sjálfstæðum ríkjum, Austurríki og Ungverja- landi. Á þessu ári halda Slóvakar upp á að aldarfjórðungur er liðinn frá því að Tékkóslóvakía var leyst upp í kjölfar flauelsbyltingarinnar. Allt árið 2018 verða haldnir ýms- ir viðburðir og sýningar af þessu tilefni sem endurspegla sögu landsins. Vinsælasti ferðamannastað- urinn í borginni er kastalinn á hæðinni fyrir ofan gamla bæinn við Dóná. Frá apríl til september á þessu ári stendur yfir sýning á því hvernig Tékkóslóvakía varð til. Fleiri sýningar eru haldnar í ár þessu tengdar en hönn- unarsafnið Slovak Design Centre er til að mynda með sýningu á arkitektúrnum sem einkenndi landið á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar. BRATISLAVA, SLÓVAKÍU GettyImages/iStockphoto Aldarfjórð- ungur frá byltingu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.