Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Qupperneq 31
inga og menn ættu ekki að þurfa að óttast að vera
flokkaðir sem andstæðingar fegurra jarðlífs og settir
í svörtu tunnuna.
En þessi hjarðhegðun hefur leitt til þess að t.d. ís-
lenskur almenningur hefur aldrei verið settur inn í
það um hvaða kosti sé að tefla. Honum hefur aldrei
verið sagt hvað það myndi kosta hann að lagfæra
þennan fjórðung sem „þjóðin“ hefur svikist um. Eða
þá hvað það muni kosta að bæta 40 prósenta viðbót-
arniðurskurði við, samkvæmt ráðstefnunni í París.
Kommissarinn í útvarpinu virtist segja að þetta
væri ekki eins óframkvæmanlegt og virtist. Þjóðin
yrði bara að koma sér í strætó og þeir sem væru treg-
astir í því efni yfir í rafmagnsbíl. En það má aldrei
ræða upphátt um það hvað það kostar í mengun að
gera rafhlöður í einn rafmagnsbíl og hvað það tekur
þann bíl mörg ár að „borga fyrir þá losun alla“, fyrir
utan heilsuspillandi þætti sem bitna á því fólki um
veröldina sem lakast stendur.
Trúum en spyrjum
En eins og fyrr segir þá er enginn annar kostur til en
sá að treysta því sem sagt er að sé niðurstaða þeirra
vísindamanna sem taka megi mark á.
En allt frá Kyoto og aðdraganda samþykkta þar
hafa stjórnmálamenn átt næsta leik. Og reglurnar
þeirra hafa svo sannarlega ekkert haft með vísindi að
gera og það virðist hafa hentað vísindamönnunum að
gera engar athugasemdir við það. Og því miður hafa
íslenskir stjórnmálamenn, margir hverjir og jafnvel
langflestir, látið meðhöndla sig eins og ómálga börn
þegar þeir áttu að halda á hagsmunum Íslands af
sömu festu og aðrir gerðu fyrir sitt fólk. Því það voru
einkahagsmunir einstakra þjóða sem voru í fyrirrúmi
þegar reglurnar voru settar, en ekki loftslagið, þótt
það væri lofsungið og blessað. Það var ákveðið „að
miða við árið 1990“. Það var gert vegna þess að
kommúnisminn hafði hrunið. Um alla Austur-Evrópu
og um öll hin víðfeðmu Sovétríki voru úreltar og ónýt-
ar verksmiðjur sem áttu enga von í samkeppni við
vestræn ríki eftir að allir múrar hrundu. Það lá fyrir
að þær myndu stöðvast á örfáum árum. Það hafði
ekkert með Kyoto-samkomulagið að gera. En þá tóku
hagsmunir og sýndarskapur yfir og vísindasam-
félagið sagði ekki orð.
Þessu hruni skröltandi úrsérgenginna garma í
verksmiðjulíki, sem lognuðust út af án þess að nokkur
ákvörðun væri um það tekin, var færð mönnum sem
góðverkagerningur í loftslagsmálum.
Fjöldi þjóða þurfti því ekkert að aðhafast í raun
vegna þess að þessi mengunartröll lokuðust sjálf-
krafa þegar kommúnisminn varð bráðkvaddur. Og
efnuð ríki gátu keypt sér verksmiðjur, sem var búið
að loka og voru horfnar af yfirborði jarðar, með því að
borga loftslagskvóta eins og rætt var um að við þyrft-
um að gera fyrir níu milljarða, bara vegna gömlu
skuldarinnar okkar frá Kyoto!
Óviðkomandi úrlausnarefninu
Ekert af þessu gerði loftslagsmálum neitt til góða, en
var hægt að færa til bókar. Allir vita að flugvélar eru
loftlagsvísindunum þungar í skauti. En ákveðið var
að eingöngu vélar í millilandaflugi teldust menga.
Næsti leikur var svo sá að ákveða að þar sem Evrópu-
sambandið væri næstum því orðið eitt ríki, þá væri
millilandaflug á milli t.d. Madrid og Berlínar í raun
innanlandsflug og mengaði því ekki neitt. Enginn vís-
indamaður sagði neitt.
Fullyrðingar um að Íslendingar hafi fengið 10% af-
slátt vegna fornrar frægðar eru sérkennilegar. Hefði
heimurinn allur verið staddur þar í mengunarmálum
sem þeir voru árið 1990 þá hefði ekki verið boðað til
ráðstefnu í Kyoto eða flogið með 40.000 manns í viku-
langt kokteilboð í París.
Fljúgandi álver og bók um jökla
Sagt var frá því nýlega að ferðamannabyltingin hér
hefði leitt til þess að einungis íslensku flugfélögin
„losuðu“ nú jafnmikið og þrjú íslensk álver! Allir
muna eftir látunum út af einu álveri. En hefur ein-
hver umræða farið fram um þessi þrjú fljúgandi ál-
ver?
Árið 2009 sendi Helgi Björnsson jöklafræðingur frá
sér stórbrotna bók um jökla á Íslandi. Hann ræðir
þar nokkuð um loftslagsmálin í víðu samhengi. Ekki
eru hér tök á að vitna í nema brot af öllum þeim mikla
fróðleik og reyndar ætíð varasamt að næla sér í brot
úr miklu verki. Það skal engu að síður gert með þeim
fyrirvara. Bókin nefnir marga fræðimenn til sög-
unnar, þar á meðal serbneska fræðimanninn Mil-
ankovitch sem taldi kalda vetur valda ísöldum, en
aðrir hölluðust að því að hitastig að sumri réði mestu.
Og svo er rakin aðkoma jarðfræðinga að þessum
álitaefnum, en aldursgreiningar þeirra virtust falla
vel að sjónarmiðum þeirra sem efuðust um kenningar
Serbans. Svo segir: „En þá kom í ljós að aldursgrein-
ingar jarðfræðinganna reyndust marklitlar (t.d. fann
Tékki ryðgað reiðhjól í jarðlagi sem sagt var frá ís-
öld).“ Bréfritari vogar sér ekki að setja fram þá kenn-
ingu að þetta sanni að fyrir þúsundum ára hafi verið
til framsýnir menn sem hafi ætlað að hafa áhrif á þró-
un loftslagsmála með reiðhjólavæðingu.
Helgi segir einnig: „Samkvæmt kenningum Mil-
ankovitch er framundan röð 50 jökulskeiða sem
standa munu um 100 þúsund ár áður en lát verður á.
Kólna muni vegna vegna brautarlögunar og pólveltu,
þótt möndulriða verki enn til hlýnunar. Saman muni
þessir þættir valda því að hægt kólni og stefni í kulda-
skeið eftir 10-15.000 ár og eftir 20-25 þúsund ár verði
komið jökulskeið sem nái hámarki eftir 60 þúsund ár.
Ekki verði umflúið að mannkyn þurfi að kljást við
jökulskeið. Þá verða borgir á norðurhveli jarðar huld-
ar ís, jafnaðar við jörðu og ýtt fram af jökli. Því fylgir
fólksflótti til suðlægari slóða og hætt er við harðari
lífsbaráttu og styrjöldum, að mannlíf verði aðeins
sem skuggi af nútímamenningu. Því vaknar sú spurn-
ing hvort mengun andrúmslofts geti til lengdar tafið
fyrir kólnun jarðar og fagna beri hlýnun vegna auk-
inna gróðurhúsaáhrifa. Reynslan af því hvernig
skyndileg hlýnun á yngra Dryas-skeiði virðist hafa
slökkt á færibandi varma til norðurslóða vekur hins
vegar áhyggjur um að aukin gróðurhúsaáhrif geti
flýtt fyrir kólnun. Stórfelld bráðnun jökla breyti seltu
sjávar og legu strauma í Norður-Atlantshafi svo að
kólni um allt norðurhvel; harðbýlla yrði við Norður-
Atlantshaf, á Grænlandi, Íslandi, Bretlandseyjum og
í Skandinavíu. Nú getum við ekki treyst á aukinn
styrk sólgeislunar eins og var við upphaf nútíma. En
um þetta er erfitt að spá, því vísindamenn skilja enn
illa orsakir snöggra loftslagsbreytinga.“
Þarna er að vísu ekki tekið inn í dæmið fjölgun reið-
hjóla, fleiri grænar tunnur og færri plastpokar. En
það virðist samt sem eitt og annað lítilræði geti hugs-
anlega skipt máli annað en það.
Getur það verið?
Hvers vegna höfum við ekkert heyrt um það?
Hvers vegna?
Morgunblaðið/RAX
’Fullyrðingar um að Íslendingar hafi feng-ið 10% afslátt vegna fornrar frægðar erusérkennilegar. Hefði heimurinn allur veriðstaddur þar í mengunarmálum sem þeir voru
árið 1990 þá hefði ekki verið boðað til ráð-
stefnu í Kyoto eða flogið með 40.000 manns í
vikulangt kokteilboð í París.
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31