Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  60. tölublað  106. árgangur  HVAÐ VARÐ UM RÚÐÓTTU HANDA- VINNUP0KANA? MENNSKAN Í MÁL- VERKINU SMÆÐIN KREFST ÚTRÁSAR TATE-SAFNIÐ Í LONDON 29 ÍSLENSK TÓNLIST 26SKÓLAHANDAVINNA 12 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meiriháttar ofbeldi meðal samfanga í fangelsum ríkisins jókst milli ár- anna 2016 og 2017, samkvæmt upp- lýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins. Minniháttar ofbeldisbrotum meðal samfanga fækkaði hins vegar úr átta í sjö á tímabilinu. Tvö meiri- háttar ofbeldisbrot gagnvart starfs- fólki komu upp árið 2017. Páll Wink- el fangelsismálastjóri segir að ofbeldi sé alltaf litið alvarlegum aug- um innan fangelsanna og að tekið sé á því af mikilli festu. Fangar sem verða uppvísir að slíkum brotum eru úrskurðaðir í agaviðurlög í formi ein- angrunarvistar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurlandi komu færri fíkniefnamál upp á Litla-Hrauni í fyrra en áður. Lögreglan var sjö sinnum kölluð til vegna fíkniefna- mála í fangelsinu í fyrra, en til sam- anburðar komu 22 fíkniefnamál á borð lögreglunnar 2016. Lögreglan slær samt varnagla við þessum upplýsingum og segir að það sé tilfinning sín að neysla og varsla á lyfjum meðal fanga sé talsverð. Ofbeldi meðal fanga eykst  Lögregla segir talsverða neyslu vera í fangelsum Morgunblaðið/Júlíus Afbrot Fangelsið á Litla-Hrauni er stærsta fangelsi á Íslandi.MMeiriháttar ofbeldi »16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi klukk- an 19 í gær með þrjá alvarlega slasaða eftir umferðarslys austan við Kirkjubæjarklaustur síðdegis. Aðstæður á slysstað voru eins og best verður á kosið, en útlit er fyrir að öðrum bílnum hafi verið ekið á röngum vegarhelmingi. Alls hafa fimm látist í banaslysum það sem af er ári. Hávær krafa er um úrbætur í vegamálum á Suðurlandi. »2 Þrír alvarlega slasaðir eftir árekstur við Klaustur Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslands- hótela, segir miklar launahækkanir óraunhæf- ar í íslenskri ferðaþjónustu. Skeið hægari vaxtar sé runnið upp í grein- inni. Tilefnið er meðal annars yfirlýsingar nýrra verkalýðsforingja um að láglaunafólk hafi set- ið eftir. „Maður heyrir tóninn í nýja forystufólkinu. Það á að beita öllum tiltækum ráðum til að ná fram betri kjörum og hærri launum. Auðvitað hefur maður áhyggjur af því ef langt verður gengið í þessum efnum.“ Ólafur segir laun starfsmanna hafa hækkað verulega hjá Íslandshótelum síðustu misseri. Önnur hótel glími við sama vanda. Dæmi séu um að hótelkeðjur á Íslandi hafi útvistað ræst- ingu til að bregðast við auknum launakostnaði. Íslandshótel hafi ekki gripið til slíkra ráða til að draga úr kostnaði. »4 Ferðalangar Hægt hefur á vextinum. Óraunhæfar launakröfur Mikil hætta er talin á snjóflóðum í fjalllendi á utanverðum Tröllaskaga eftir talsverða snjó- komu undanfarna daga. Veðurstofan uppfærði í gær snjóflóðahættu úr appelsínugulri yfir í rauða og segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri of- anflóða hjá Veðurstofu Íslands, hættuna ekki síst mikla í ljósi þess að um þessar mundir er stunduð mikil útivist á svæðum þar sem mikil hætta er á snjóflóðum. Harpa segir að í vetur hafi verið þónokkuð um snjóflóðahrinur á Tröllaskaga með þeim afleiðingum að óvissustigi hafi verið lýst yfir eða vegum lokað. Þá hafi aftur á móti ekki ver- ið eins mikið um útivist á svæðinu. Flóðin geta verið bæði af náttúru- eða mannavöldum og brýnir hún fyrir fólki að fara varlega. »11 Mikil hætta á útivistarsvæðum  Ekki fæst upp gefið hversu mörg at- kvæði eru á bak við kjör Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar í embætti formanns og varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um helgina. Greint var frá því að Þorgerður hefði hlotið 95,3% atkvæða og Þorsteinn 98,5% atkvæða. Þegar Morgunblaðið óskaði eftir nánari upplýs- ingum um kjörið sagði Ásdís Rafnar, for- maður kjörstjórnar, að ákveðið hefði verið að gefa ekki upp hversu mörg at- kvæði voru greidd á fundinum eða hversu margir sóttu hann. »10 Gefa ekki upp tölur í formannskjöri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.