Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 2

Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir umferð- arslys skammt austan við Kirkju- bæjarklaustur síðdegis í gær. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlög- regluþjóns á Suðurlandi, voru að- stæður á slysstað góðar, þurr vegur og bjart. „Það bendir allt til þess að öðrum bílnum hafi verið ekið á röng- um vegarhelmingi,“ sagði Oddur í samtali við Morgunblaðið. Svo heppilega vildi til að næsti bíll við slysið var lögreglubíll. „Já, hann veitti þessu fyrstur athygli. Það flýtti fyrir öllu viðbragði að hafa fag- mann á vettvangi sem gat metið hver þörfin var,“ segir Oddur. Tilkynnt var um slysið klukkan 16.10. Í fyrstu var ákveðið að senda tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar á slysstað. Önnur þyrlan var aftur- kölluð skömmu síðar þegar í ljós kom að hægt væri að flytja þá slös- uðu með einni þyrlu til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi klukkan 19 í gær. Suðurlandsvegur var lokaður í rúma fjóra klukkutíma við Iðjuvelli í kjölfar slyssins meðan unnið var að rannsókn þess og bílarnir tveir fjar- lægðir. Ekki var unnt að aka um neina hjáleið og því mynduðust nokkurra kílómetra langar biðraðir. Lögregla stýrði umferð fyrst um sinn eftir að vegurinn var opnaður, til að greiða úr flækjunum. Úrbóta á vegum þörf Fimm hafa látist í umferðarslys- um það sem af er ári og reglulega er greint frá alvarlegum slysum. Alls létust 16 í 13 banaslysum í umferð- inni í fyrra en alvarleg umferðarslys voru 156 það árið, samkvæmt tölum Umferðarstofu. 189 slösuðust alvar- lega í umferðinni. Fyrir skemmstu var stofnað fé- lagið „Vinir vegfarandans“ um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Mikil umferð er þar um slóðir og slys tíð, eins og sést á slysinu í gær og rútu- slysinu í lok síðasta árs. Bryndís Harðardóttir, sem situr í stjórn fé- lagsins, segir að litlar úrbætur hafi verið gerðar á vegum á svæðinu. „Þessir vegir voru allir byggðir á milli 1970 og 1980. Þá var gert ráð fyrir 50-100 bílum á sólarhring. Nú fara 1.500 bílar yfir sandinn á dag og 2.200-2.600 yfir Reynisfjall. Þar fyrir utan eru þessir vegir ekki með löglega breidd, þetta eru þriggja metra vegir en eiga að vera 3,5 metrar. Það vantar metra í það heila, hvíta línan er bara í mölinni. Þetta stenst auðvitað enga staðla,“ segir hún. Bryndís telur ástandið mikið áhyggjuefni. „Já, umferðin í dag er eins og rússnesk rúlletta. Maður er alltaf feginn þegar maður er kominn heim.“ Sá sem olli slysinu ók á röngum vegarhelmingi  Lögreglubíll næsti bíll við alvarlegt umferðarslys austan Kirkjubæjarklausturs Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ljót aðkoma Þrír slösuðust alvarlega þegar tveir bílar rákust saman við Kirkjubæjarklaustur í gær. Suðurlandsvegur var lokaður í rúma fjóra tíma á eftir. Guðni Th. Jó- hannesson, for- seti Íslands, hef- ur boðið Mar- gréti Þórhildi Danadrottningu að vera við ald- arafmæli full- veldis Íslands hinn 1. desember nk. Þetta staðfesti Örnólfur Thorsson forsetaritari í samtali við Morgunblaðið. Hinn 1. desember næstkomandi verða 100 ár liðin frá því að Ísland fékk fullveldi, árið 1918. Afi Mar- grétar Þórhildar, Kristján 10., var konungur á þeim tíma. Þá verður hátíðarþingfundur á Þingvöllum 18. júlí næstkomandi þegar 100 ár verða liðin frá und- irritun sáttmála um fullveldi og verða þar einnig viðstaddir erlend- ir gestir. Drottningu boðið í ald- arafmæli Margrét Þórhildur Hörð barátta er á meðal efstu manna á Reykjavíkurskákmótinu, en sex skákmenn eru jafnir að vinn- ingum með fimm vinninga hver eft- ir sex umferðir. Alls verða tefldar níu umferðir og lýkur mótinu á miðvikudag. Fyrir sjöttu umferðina, sem tefld var í gær, voru þrír skákmenn með forystu, hver með fjóra og hálfan vinning. Þeir Aleksandr Lender- man og Yilmaz Mustafa, sem báðir voru með fjóra og hálfan vinning fyrir umferðina, gerðu jafntefli á fyrsta borði og indverska undra- barnið Nihal Sarin, sem sömuleiðis hafði fjóra og hálfan vinning fyrir umferðina, gerði jafntefli við Gata Kamsky. Á sama tíma tókst stigahæsta manni mótsins að sigra í sinni skák sem og Baskaran Adhiban, sem vann sigur á Alejandro Ramirez. Sömu sögu er að segja af hinum unga Maxime Lagarde frá Frakk- landi sem er í hópi þeirra efstu. Hannes Hlífar Stefánsson er efst- ur Íslendinga með fjóra og hálfan vinning. Jóhann Hjartarson og Þröstur Þórhallsson eru með fjóra vinninga hvor. ash@mbl.is Sex jafnir eftir sex umferðir  Hannes Hlífar efstur Íslendinga Ljósmynd/Reykjavíkurskákmótið Skák Richard Rapport er stiga- hæstur keppenda með 2.715 stig. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Íslenski matvælaframleiðandinn ORA á bestu smásöluvöru ársins, en verðlaunin voru veitt í gær á sjávar- útvegssýningunni í Boston í Banda- ríkjunum. Verðlaunin voru veitt fyr- ir „Creamy masago bites“, rétt sem samanstendur af þremur vörum; masago, sem unnið er úr íslenskum loðnuhrognum, laxamús úr íslensk- um eldislaxi, og sesam-brauðkexi. Rétturinn er einn af fjórum for- réttum sem ORA markaðssetur fyr- ir Ameríkumarkað og hluta af Evr- ópu undir vörumerkinu Iceland’s finest. „Réttirnir eru nánast tilbúnir í pakkningunum og krefjast sáraein- faldrar eldamennsku og fárra mín- útna,“ segir Jóhannes Egilsson, út- flutningsstjóri ORA, en fyrirkomu- lagið er ekkert ósvipað réttum frá t.d. Eldum rétt og Einn, tveir og elda. Verðið verður í kringum 20 Bandaríkjadollara á hverja pakkn- ingu sem dugir fyrir fjóra. „Svona verðlaun hjálpa mikið í kynningarstarfi og veita okkur aukna athygli,“ segir Jóhannes en verið er að frumsýna réttina í Bandaríkjunum á sjávarútvegssýn- ingunni, en áður höfðu þeir verið í takmarkaðri sölu á Keflavíkur- flugvelli. „Þetta leggst mjög vel í mannskapinn og við erum að fá mjög góð viðbrögð, það er mikill erill á básnum hjá okkur og margir sem sýna þessu áhuga.“ Yfir 100 vörur komu til greina Á annað hundrað vörur fóru fyrir dómnefnd sem valdi úr þeim tólf vörur sem voru tilnefndar. „Þetta er mikil viðurkenning, til að setja þetta í eitthvert samhengi þá vann Thai Union í hinum flokknum, flokki veit- ingaþjónustu, en Thai Union er ein- hver stærsti framleiðandi á fiski í heiminum,“ segir Jóhannes. Sjávarútvegssýningin í Boston er stærsta sjávarútvegssýning í Norð- ur-Ameríku en þangað koma mörg þúsund kaupendur og framleiðendur alls staðar að úr heiminum til að kynna vörur sínar eða kynnast því nýjasta í sjávarafurðum. Jóhannes segir að stefnan sé einnig sett á sjáv- arútvegssýninguna í Brussel í Belg- íu í lok næsta mánaðar til að kynna vöruna á Evrópumarkaði. ORA-rétturinn skaraði fram úr  ORA vinnur til verðlauna fyrir forrétt sem er í nýrri vörulínu fyrir erlenda markaði  Verðlaunin veitt á stærstu sjávarútvegssýningu í Norður-Ameríku Útrás Jóhannes Egilsson, útflutningsstjóri ORA, er ákaflega ánægður með verðlaunin. Segir hann þau hjálpa til við kynningarstarfið framundan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.