Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 1
FERMING num Ósk bríela ða Hvað erbest að geravið fermingar-peninginn? ER Hvað segjafermingarbörnin? Keppa íærleikaturnar Elektrauksdóttir og Gaa Ólafsdóttir ræferminguna LLT UM F k Sys Ha Jón um F Ö S T U D A G U R 1 6. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  64. tölublað  106. árgangur  ALLT SEM NÝTUR UMHYGGJU ER FALLEGT FERMINGAR 88 SÍÐUR Kallar á brúarsmíði » Dýrasta leiðin í 1. áfanga borgarlínu mun tengja mið- borg Reykjavíkur og Grafarvog. » Sú leið mun meðal annars fara yfir nýja brú yfir Sæbraut. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað er að 1. áfangi borgarlínu muni kosta 43,9 milljarða. Um er að ræða fjórar akstursleiðir sem verða 35 km. Hver km kostar því 1,25 ma. Þetta kemur fram í tillögum sam- ráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vega- gerðar og samgönguráðuneytisins. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu- lagsstjóri SSH, segir þessar tillögur í samþykktarferli. Þær fari næst til sveitarfélaganna og ríkisins. Horft sé til þess að tillögurnar falli að samgönguáætlun til 2030 og fyrir- hugaðri þéttingu byggðar. Leiðarvalið er byggt á tillögum ráðgjafarfyrirtækisins COWI. Haft var eftir fv. fulltrúa þess í Morgun- blaðinu í fyrrasumar að ætla mætti að 1. áfangi mundi kosta 20-23 millj- arða. Nýju tillögurnar benda til að byggja eigi kerfið hraðar upp. Jónas Snæbjörnsson, staðgengill vegamálastjóra, segir hugmyndir um stokka fela í sér mislæg gatna- mót við fjölfarnar götur. Framhaldið muni skýrast með nýrri samgönguáætlun í haust. 44 milljarðar í borgarlínu  1. áfangi borgarlínu kynntur  Fjórar akstursleiðir  Kílómetri á 1,25 milljarða  Skipulagsstjóri segir stóru myndina liggja fyrir  Vegagerðin skoðar stokka MLeiðir borgarlínunnar … »10 Tölvuteikning/VA arkitektar Virkjun Hugsað verður um útlit stöðvarhúss. Landsvirkjun vill hafa virkjanasvæði Hvammsvirkjunar opið almenningi til útivistar. Göngustígar verða lagðir um svæð- ið, meðal annars göngu- og reiðstígar yfir stíflu Hagalóns. Þetta er liður í mótvægisaðgerðum sem unnið er að vegna þess mikla rasks sem verður á virkjanasvæðinu. „Öll mann- virki sem þarf til að framleiða rafmagn með vatnsafli eru á frekar aðgengilegu og fallegu svæði og okkur langar til að gefa gestum kost á að njóta þess,“ segir Ólöf Rós Káradótt- ir, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun. Umhverfismati vegna virkjunarinnar er lokið en ekki hef- ur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast. Reynt verð- ur að láta öll mannvirki falla sem best að umhverfinu. Það er haft í huga við mótun landsins og uppgræðslu. Þannig verða stíflugarðarnir klæddir með jarðvegi og gróðri að utanverðu. »4 Virkjanasvæðið verði opið  Unnið að mótvægisaðgerðum vegna Hvammsvirkjunar Allir fuglar úr eggi skríða er yfirskrift sýningar sem opnuð var í gær í Gröndalshúsi og er óður til eggja. Er sýningin hluti af dagskrá Hönnunarmars sem stendur yfir 15.-18. mars og er nú haldinn í tíunda sinn. Að sýningunni standa Áslaug Snorradóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Rán Flygen- ring, Omnom, Reykjavik Letterpress, Bjarni Sig- urðsson og Angústúra. Ungviðið sýndi eggjunum einlægan áhuga Morgunblaðið/Eggert  Hljómsveitakeppnin Músík- tilraunir var fyrst haldin í félags- miðstöðinni Tónabæ í nóvember 1982 og fer nú fram í 36. sinn. Keppnin hefst í Hörpu nk. sunnu- dagskvöld og er keppt fjögur kvöld. Úrslitin fara fram laugardaginn 24. mars. Að þessu sinni keppir 31 hljómsveit um sæti í úrslitum, en óvenjumargar stúlkur eru í sveit- unum sem keppa þetta árið; 23 af 90 keppendum. Í Morgunblaðinu í dag eru kynntar nokkrar hljóm- sveitir frá kvöldunum fjórum en sveitirnar verða kynntar á mbl.is og í Morgunblaðinu hvern keppnis- dag fyrir sig. »41 Músíktilraunir haldnar í 36. sinn Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði nú í vikunni að eignarréttur Mentís, félags í eigu Gísla K. Heim- issonar, að 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna (RB), sem félagið keypti af Kviku banka í apríl árið 2016, yrði viðurkenndur. Tekist hefur verið á um þennan hlut frá því kaupin voru gerð, en fljótlega eftir kaupin lýsti Sparisjóð- ur Höfðhverfinga því yfir að hann hygðist neyta forkaupsréttar sam- kvæmt ákvæði í samþykktum RB. Forkaupsréttinn taldi Sparisjóður Höfðhverfinga sig hafa nýtt rúmum hálftíma áður en frestur til að nýta réttinn rann út, en Mentís telur að fresturinn hafi verið liðinn. Mentís vísar til þess að Sparisjóðurinn hafi ekki neytt forkaupsréttar innan 30 daga tímafrests samkvæmt sam- þykktum félagsins, en Mentís telur að fresturinn hafi verið liðinn 11. maí 2016 kl. 17.56. Frestur Sparisjóðsins til að nýta sér forkaupsrétt sinn hafi byrjað að líða 11. apríl 2016. Í dómnum segir að engin haldbær rök séu til þess að miða upphaf 30 daga tímafrests við næsta dag á eft- ir, 12. apríl 2016. »16 Mentís fær viður- kenningu á RB-hlut  Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, telur það ágæta niðurstöðu að leyfa nem- endum í 9. bekk að velja hvort þeir taki samræmd könnunarpróf aftur eða ekki. Hann lítur hins vegar ekki á prófin sem samræmd próf. „Okkar skoðun var ljós fyrir fundinn; að samræmdum grunn- skólaprófum hefði lokið í síðustu viku. Það er í raun niðurstaðan, þetta verða ekki samræmd próf, þetta verða persónuleg könnunar- próf,“ segir Þorsteinn. Hann segir einnig ljóst að ráðuneytið verði að bera kostnaðinn af framkvæmd prófanna. Morgunblaðið bar þetta undir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og seg- ir hún að ráðuneytið muni tryggja að komið verði til móts við sveitar- félögin vegna þess aukakostnaðar sem á þau fellur. »10 Morgunblaðið/Hari Samræmd próf Nemendur hafa nú val um hvort þeir taka samræmd próf að nýju. Ráðuneytið kemur til móts við kostnað sveitarfélaganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.