Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld. Þetta er í 36. sinn sem keppnin er haldin. Að þessu sinni tekur 31 hljóm- sveit þátt í keppninni, en keppt er á fjórum kvöldum, á sunnudags- kvöld, mánudagskvöld, þriðjudags- kvöld og miðvikudagskvöld. Keppn- in hefst kl. 19.30 hvert kvöld. Úrslitin verða síðan haldin laugar- daginn 24. mars. Óvenjumargar stúlkur eru í hljómsveitunum sem keppa þetta árið, 23 af 90 keppendum, en tón- listin er líka óvenjufjölbreytt: rapp, lagrænt popp, klassískt pönk, há- skólarokk, lo-fi folk, spunatónlist, rokk, ljóðræna, fönk, rokkað popp, tilraunatónlist og hugvíkkandi hljóðheimur. Músíktilraunir voru fyrst haldnar í félagsmiðstöðinni Tónabæ í nóv- ember 1982 og eru nú haldnar í 36. sinn. Helstu verðlaun í tilraununum eru hljóðverstímar að vanda, en einnig eru veitt ýmis verðlaun fyrir hljóðfæraslátt og yrkingar. Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en dómnefnd aðra. Dómnefndin er skipuð yfirrituðum, Árna Matthíassyni, og þeim Arnari Eggerti Thoroddsen, Ásu Dýra- dóttur, Gunnari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríks- dóttur. Hér til hliðar eru kynntar nokkr- ar hljómsveitir frá kvöldunum fjór- um en sveitirnar verða kynntar á mbl.is og í Morgunblaðinu hvern keppnisdag. Keppt í tónlist  Músíktilraunir haldnar í 36. sinn  31 hljómsveit með 90 keppend- um keppir um sæti í úrslitum Ateria Ása og Eir Ólafsdætur og Fönn Fannardóttir skipa hljómsveitina Ateria. Ása, sem er 17 ára, spilar á gítar og syngur, Eir, sem er 16 árar, spilar á bassa og selló og syngur, og Fönn, sem er 13 ára, spilar á trommur. Hljóm- sveitin var stofnuð haustið 2017 og æfir í bílskúr í Vesturbæ Reykjavíkur. Madre Mia Vinkonurnar í Madre Mia eru fjórtán og fimmtán ára, búa á Akra- nesi og spila indískotið popp. Þær heita Katrín Lea Daðadóttir, sem syngur og leikur á bassa og kassatrommu, Hekla María Arnardóttir, sem syngur og leik- ur á gítar, og Sigríður Sól Þórarinsdóttir, sem syngur og leikur á hljómborð. Þær hafa allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskól- anum á Akranesi og tvær þeirra hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskól- anna á Akranesi og komist inn á Söngvakeppni Samvest. Umbra Hljómsveitin Umbra hefur nafn sitt af skugga, sem nefnist svo á latínu. Sveitina skipa þrír fimmtán ára Hagskælingar, þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen. Eir spilar á selló og syngur, Nína á hljómborð, fiðlu, bassa og annars óskýrt þrumutæki og Eyrún á flautu, bassa og klukkuspil. Þær eru allar úr Reykjavík. Morii er framhleypin reykvísk rokkhljómsveit með áhrifum úr poppi og þungarokki. Sveitina skipa Ásþór Bjarni Guðmundsson bassaleikari, Fann- ar Pálsson, gítar- og hljómborðsleikari, Kristján Jónsson trommuleikari og Bjarni Þorgeir Bjarnason söngvari. Þeir eru á aldrinum 21 til 22 ára. Bjartr Dagbjartur Daði Jónsson, sem notar listamannnafnið Bjartr, tók einnig þátt í síðustu Músíktil- raunum og komst þá í úrslit. Hann er tvítugur og hefur búið lungann úr ævinni í Skerjafirði. Hann segist hafa byrjað að leika sér í tónlist árið 2014 þegar hann fór að gera takta á tölvuna og fór síðan að rappa og syngja. Melophobia Hljómsveitin Melo- phobia var stofnuð árið 2012 í bíl- skúr í Stykkishólmi. Hún kemur nú fram á Músíktilraunim í fjórða sinn, keppti fyrst sem OAS árið 2013, en 2014 og 2016 keppti hún undir nafn- inu BadNews. Sveitina skipa Hlöð- ver Smári Oddsson, söngvari og gít- arleikari, Friðrik Örn Sigþórsson, bassaleikari og söngvari, Jón Glúm- ur gítarleikari, og Hinrik Þór Þóris- son trommuleikari. Þeir eru allir um tvítugt og spila háskólarokk. Mókrókar Reykvíkingarnir Þorkell Ragnar Grétarsson, Benjamín Gísli Einarsson og Þórir Hólm Jónsson skipa hljómsveitina Mókróka. Í lýs- ingu á hljómsveitinni segja þeir að hljómsveitin hafi orðið til í kjölfar þess að þeir spiluðu gömlu dansana á skemmtifundi Félags íslenskra harmonikkuunnenda. Í framhaldinu hafi þeir svo snúið sér að spunarokki. Þorkell, sem er 21 árs, leikur á raf- magnsgítar, Benjamín, sem er líka 21árs, leikur á hljómborð og Þórir, sem er 24 ára, leikur á trommur. Dúettinn Trapísa Hákon Hjaltalín og Karl Hjaltason reka saman tvíeyki sem þeir nefna Dúettinn Trapísu. Þeir skipta svo með sér verkum að Hákon, sem er 18 ára, leikur á rafgítar, en Karl, sem er 24 ára, syngur og leikur á gítar. Þeir kynntust í samspili í tilraunaáfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hafa áhuga á fjölbreyttri tónlist. ICQC 2018-20 NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.