Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu viss um að þær miklu vænt- ingar sem þú gerir til ástarinnar, séu góðar fyrir þá sem þú elskar, en ekki bara þig. Breytt hugarfar kemur sér vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér finnist einhver hafa þig að fífli með því að segja bara hálfan sannleik- ann er ekki víst að það sé viljandi gert. Fólk er tilbúið að hlusta á það sem þú hefur að segja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur einstæðan hæfileika til að umgangast fólk og hjálpa því til að koma auga á hæfileika sína. Leggðu þig fram um að kynnast nýju fólki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér gætu boðist nýir möguleikar sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur notfært þér. Vilji er allt sem þarf og hálfnað er verk, þá hafið er. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lánið leikur við þig og þér er ekkert of gott að njóta þess á meðan þú getur. Ef þú missir af einhverju þá er bara að finna eitt- hvað annað í staðinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað gæti orðið til þess að ýta undir velgengni í starfi í dag. Búðu þig því undir óvænt ævintýri og ýttu frá þér ótta og efasemdum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar þú ferð að uppskera árangur erf- iðis þíns þarftu að muna eftir öllum þeim, sem réttu þér hjálparhönd. Ekki reyna að gera allt í einu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt ef til vill erfitt með að fá vini þína til að fallast á fyrirætlanir þínar. Gefðu þér tíma til þess að íhuga málin og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að takast á við ábyrgð og skyldur þessa dagana. Nýttu þér krafta annarra til þess að leggja lokahönd á það sem óklárað er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ástæðulaust að þú látir skoðanir þínar liggja í láginni. Reiddu þig ekki á aðra heldur búðu að eigin hyggjuviti og krafti. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur reynst afdrifaríkt þeg- ar kringumstæðurnar halla á skjótar ákvarð- anir. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að fara vandlega ofan í saumana á hverju máli, því minnstu mistök geta reynst þér heldur betur dýrkeypt. Sýndu ákveðni en vertu varkár um leið. Eins og fram kom í umfjöllun íMorgunblaðinu í gær er hátt- virtur þingmaður, Björn Leví Gunn- arsson, gersamlega búinn að stinga keppinauta sína af í kapphlaupinu um flestar fyrirspurnir í þinginu. x x x Yfirburðir Björns eru miklir. Hannhefur á yfirstandandi þingi lagt fram sjötíu og tvær fyrirspurnir til ráðherra og forseta Alþingis og mun það vera fjórðungur allra fyrir- spurna á þessu þingi. Þorsteinn Sæ- mundsson hefur af veikum mætti reynt að halda spennu í keppninni en sautján fyrirspurnir hans hrökkva skammt því Björn er í feiknaformi. x x x Frammistaða Björns er aðdáunar-verð fyrir margra hluta sakir eins og væntanlega allir sjá. Ekki síst vegna þess að hinar árlegu al- þingiskosningar okkar Íslendinga fóru nú síðast fram með litlum fyrir- vara í lok október. Björn fékk því ekki hefðbundið undirbúnings- tímabil til að hlaupa og lyfta lóðum með það fyrir augum að auka úthald og styrk fyrir allan þennan hama- gang. Hefði hann náð eðlilegu undir- búningstímabili þá væri fróðlegt að vita hversu margar fyrirspurnirnar væru orðnar. x x x Háttvirtum þingmanni er ekkertmannlegt óviðkomandi að því er virðist. Fjölbreytnin og skemmtileg- heitin í fyrirspurnum hans eru mergjuð. Ekki telur Víkverji þó að á önnur hugðarefni Björns sé hallað þótt sérstaklega sé vakin athygli á skemmtanagildi fyrirspurnar á þing- skjali 372-270. Þar er fyrsta spurn- ingin eftirfarandi: „1) Hvert er opin- bert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett?“ x x x Fulltrúar framkvæmdavaldsinshafa ekki séð sóma sinn í því að varpa ljósi á þetta óljósa atriði og leiða þingmanninn og okkur aðdá- endur hans út úr myrkrinu og inn í birtu þekkingarinnar. Varla getur dregist út vikuna þessari aðkallandi spurningu verði svarað. vikverji@mbl.is Víkverji En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. (Rómverjabréfið 5.8) Hallmundur Guðmundsson yrkir„Hor-titt“ á Boðnarmiði: Eftir þrot og þrálátt kvef mér þykir vera ljóst að næsta víst að nú ég hef nægjanlega hóstað. Þessi staka Magnúsar Halldórs- sonar átti eftir að draga dilk á eftir sér: Víkur undan veturinn við mér teiknin blasa og í lofti aukast finn, angan dauðra grasa Magnús Geir Guðmundsson svar- aði: Víkur eigi veturinn víst á norðurhjara. Efalítið enn um sinn, ískaldur mun vara. Bjarni Þorkelsson hafði eftir „angan dauðra grasa“. Öllu má nú nafn gefa: Skrifast hér í skaflinn strik skugginn víkur svali. Engan verri finn ég fnyk en fýluna af kali. Og Jón Atli Játvarðarson: Á næg sprek í aflinum. Engum þrautum kvíði. þótt skríði nú úr skaflinum skökkust birna úr hýði. „Tóm gleði,“ – vel get ég tekið undir með Árnmanni Þorgrímssyni þegar hann yrkir: Aldur hækkar, orkan dvín eitthvað þyngist straumur ennþá samt er ævi mín eins og ljúfur draumur. Stundum ratast kjöftugum satt á munn og stundum ekki. Magnús Geir Guðmundsson skrifar:„Það eru nú ekki ný sannindi að alls kyns pennar og mis vel upplagðir ríða húsum víða á FB. Þetta litla vísu- tetur mótaðist eftir að hafa skoðað einn ágætlega „kenndan“ þráð og heldur dapran: Stöðvum árans „stútadraf“! Stíflum! Á Fésbókinni fullnóg af, fíflum!“ Baldur á Ófeigsstöðum orti um sveitunga sinn: Náttfara ei nóttin brást, næturdísir fagna, dreymdi fyrstu æskuást Íslendingasagna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hortittur, dauð grös og tóm gleði Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GÆTUM VIÐ FENGIÐ SKEIFUNA OKKAR TIL BAKA?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að koma snemma á flugvöllinn til þess að segja bless. ÞAÐ ERU ENGIR FISKAR HÉR, KÖTTUR! Ó NEI? NEIBBS, MUUU! HVAR VARSTU EIGINLEGA? AÐ FÁ MÉR HAMBORGARA GRÍMUR GRIMMI, ERT ÞÚ ALVEG EINS OG TVÍBURA- BRÓÐIR ÞINN? NEI HJÁLPIÐ MÉR HANN ER SÁ MEÐ KÍMNIGÁFUNA! ÖLL BESTU SÆTIN VORU FRÁTEKIN HA HA HA HA!GEFÐU MÉR AFTUR! Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.