Morgunblaðið - 16.03.2018, Page 23

Morgunblaðið - 16.03.2018, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Í þeim sakamálum sem höfðuð hafa verið eftir hrun bankakerf- isins er markaðs- misnotkun og um- boðssvik gegnum- gangandi stef allra málaferla. Svo virðist sem markaðs- misnotkun hafi verið stunduð á verð- bréfamarkaði jafn- skjótt og íslensku bankarnir voru gerðir að hlutafélögum árið 1998. Í þeim sakamálum sem gengið hafa hefur ekki verið gætt að hags- munum tjónþola en það eru þeir hluthafar sem greiddu fyrir hluta- bréf sín með aflafé sínu. Markaðsmisnotkun í löggjöf Í lögum um verðbréfaviðskipti er markaðsmisnotkun skilgreind þann- ig: · Markaðsmisnotkun og milli- ganga fjármálafyrirtækis. Markaðsmisnotkun er óheimil. Með markaðsmisnotkun er átt við að: 1. eiga viðskipti eða gera tilboð sem: a. gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjár- málagerninga ranglega eða misvís- andi til kynna, eða b. tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á einum eða fleirum fjár- málagerningum, nema aðilinn sem átti viðskiptin eða gaf fyrirmæli um þau geti sýnt fram á að ástæður að baki þeim séu lögmætar og að við- skiptin eða fyrirmælin hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðs- framkvæmd á viðkomandi skipuleg- um verðbréfamarkaði, 2. eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð eru á tilbúningi eða þar sem notuð eru einhver form blekkingar eða sýndarmennsku, 3. dreifa upplýs- ingum, fréttum eða orð- rómi sem gefa eða eru líkleg til að gefa rangar eða misvísandi upplýs- ingar eða vísbendingar um fjármálagerninga, enda hafi sá sem dreifði upplýsingunum vitað eða mátt vita að upplýs- ingarnar voru rangar eða misvísandi. Þegar fjölmiðlamenn miðla slíkum upplýs- ingum í krafti starfs síns ber að meta upplýsingamiðlunina með hlið- sjón af reglum um starfsgrein þeirra, svo fremi þessir aðilar hljóti hvorki ávinning né hagnist af miðlun viðkomandi upplýsinga með beinum eða óbeinum hætti. Markaðsmisnotkun er samstofna við ákvæði í auðgunarbrotakafla hegningarlaga; · Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitt- hvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum. Tjónaþolar í markaðsmisnotk- unarmálum eru allur almenningur og á hver og einn erfitt með að sanna sinn hlut í tjóninu, enda er markaðsmisnotkun auðgunarbrot. Það var málsvörn lögmanns stjórnarmanna þegar Glitnir keypti hlutabréf af fráfarandi forstjóra, að ella hefðu hlutabréfin farið á mark- að og verð þeirra fallið! Að auki átti Glitnir og hafði að veði meira en 10% af útgefnum hlutabréfum bank- ans, en slíkt er brot á hlutafélaga- lögum! SPRON, sem átti alla sína af- komu undir fjárfestingum í Kaup- þingi, sýndi mjög háa ávöxtun eigin fjár á grundvelli markaðsmis- notkunar með hlutabréf í Kaup- þingi. Forstjóri SPRON fékk að launum aukalega árin 2005 til 2007 kr. 17 milljónir, kr. 30 milljónir og kr. 10 milljónir sem kaupauka- greiðslur þessi ár. Þessi ár var eig- inlegur rekstur SPRON með veru- legu tapi ef markaðsmisnotkun er undanskilin. Tap áranna 2005 til 2007 af eiginlegum rekstri sam- kvæmt reikningum SPRON var 583 milljónir, 928 milljónir og 1.741 milljón hvert þessara ára. Á þessum tíma var græðgi for- stjóra SPRON í stofnfjárbréf SPRON slík að hann lét látna móður sína kaupa stofnfjárbréf. Forstjór- inn og nokkrir stjórnarmenn seldu síðan stofnfjárbréf í aðdraganda hlutafélagavæðingar. Þeir töldu sig ekki búa yfir neinum innherjaupp- lýsingum og var það látið gott heita. Verð Verð fjármálagerninga ræðst ekki af framboði og eftirspurn. Verð fjármálagerninga ræðst af ávöxt- unarkröfu, framtíðarfjárstreymi og tíma. Með fjárstreymi er reiknað með vexti í fjárstreyminu. Þegar bankastjórar gefa skipanir um að „tjekka“ upp verð eða ákveða dagslokaverð þá er verið að falsa upplýsingar í frjálsum viðskiptum. Bankastjórinn eða starfsmaður hans býr yfir innherjaupplýsingum, en þær eru að viðskiptin voru ein- ungis til að gefa rangar upplýsingar og voru að eðli marklaus. Því til viðbótar voru hinir keyptu fjármálagerningar, hlutabréfin, seld „skúffufélagi“ sem er aðeins eignar- haldsfélag um viðkomandi hluta- bréf, og andvirðið lánað með til- tölulega háum vöxtum, sem ávallt var bætt við höfuðstól lánsins. „Skúffufélagið“ var síðan selt fyrir málamyndafjárhæð til vildarvið- skiptamanna. Aðeins með veði í hlutabréfunum sjálfum. Með því að bæta háum vöxtum við höfuðstól lánsins án greiðslu er verið að falsa afkomu bankans. Jafnframt er verið að gefa ranga mynd af fjárhags- legum styrkleika bankans. Þessa endaleysu staðfesta endurskoð- endur síðan í ársuppgjörum. Þeir sem bera tjónið af slíku ráðs- lagi eru þeir sem kaupa hlutabréf fyrir sjálfsaflafé sitt eða vörslufé annarra, það eru einstaklingar og lífeyrissjóðir. Lán til eignarhaldsfélaga Lán til eignarhaldsfélaga eru ekki tryggð með traustum rekstri heldur eru verðbréf uppistaða í eignum þeirra, oft hlutabréf. Líta má svo á að lán til eignarhaldsfélags, sem á hlutabréf í tilteknu hlutafélagi, sé svipað víkjandi láni til hlutafélags- ins. Þetta er vegna þess að ef um- rætt hlutafélag lendir í erfiðleikum eru það lánardrottnar félags sem fá fyrst greitt en síðan hluthafar og þar með lánardrottnar eignarhalds- félagsins. Tryggingin er því aðeins eftirstæð krafa í félagið sjálft og því algerlega gagnslaus og óverjandi að reikna með hlutafé af þessu tagi sem hluta af eigin fé lánastofnunar- innar. Lán til eignarhaldsfélaga voru um 20% af útlánum bankanna þegar þeir féllu. Að auki voru 45% af út- lánum flokkuð sem „erlend útlán“, en hætt er við að þau útlán hafi ver- ið svipaðs eðlis, eða með veði í hluta- bréfum í tuskubúðum. Trúnaðarmenn hluthafa Það er verulegt áhyggjuefni hví trúnaðarmenn hluthafa, kosnir á að- alfundum bankanna, í hlutverk end- urskoðenda, brugðust umbjóð- endum sínum svona hrapallega. Endurskoðendur hafa viðurkennt bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum en láta sig slíkt engu varða gagnvart hluthöfum. Ekki hefur reynst mögu- legt að nálgast samninga endur- skoðunarfyrirtækja við þrotabú hinna föllnu banka. Verð og tjón Hæstiréttur gerir kröfu til þess að hluthafar sanni tjón sitt í skaða- bótamálum. Einfaldast er að meta tjónið út frá því hvaða greiðslur tjónþoli innti af hendi. Önnur leið til að meta tjón er að meta það svo að það verð, sem ákveðið var í markaðsmisnotkun, sé „rétt“ verð í mati á bótum. Það er verðið sem hinir dæmdu ákváðu og þeir, sem eftir sitja, fara á mis við. Sennilega er einnig hægt að meta tjón á grundvelli „endurskoðaðs“ uppgjörs. Tjón hluthafans er þá sem næst hlutdeild hans í eigin fé bank- ans. En sem fyrr segir: „endur- skoðuð“ uppgjör eru sannanlega ekki rétt. Eftir stendur þá að dómarar verða að meta tjón að álitum og leggja til grundvallar hvað viðkom- andi lagði fram í peningum að við- bættum refsibótum. Það var gert í tilfelli Bernard Madoff. Þegar allt gekk vel var það ekkert mál að drýgja glæp en það var verra að vera staðinn að glæpnum síðar. Víst er að hluthafar eiga ekki að bera tjón sitt og harm í hljóði. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Verð fjármálagern- inga ræðst ekki af framboði og eftirspurn. Verð fjármálagerninga ræðst af ávöxtunar- kröfu, framtíðarfjár- streymi og tíma. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Markaðsmisnotkun og verð Í tímamótaboðskap sem Win- ston Churchill flutti í Zürich 1946 hvatti hann Frakka og Þjóðverja til að stofna sem fyrst Bandaríki Evrópu, en án Breta.1) Sagan hefur þráfald- lega sýnt, að þetta voru heilla- ráð því afstaða Breta til sam- starfs sem fellur að hags- munum meginlandsríkja, hefur ætíð verið efablandin eða tví- bent. Varla var við öðru að bú- ast en að Bretar myndu hafna þátttöku í stofnun Evrópusambands fram- tíðarinnar með gerð Rómarsáttmálans árið 1956? Í framhaldinu var það óraunhæft, að umbylta mætti strax hinu nýja tollabanda- lagi sex-veldanna með því tengdu evrópsku fríverslunarsvæði. Þeir samningar haldnir í OEEC forvera OECD, kenndir við breska samningamanninn Maudling, stóðu til 1959, þá er Frakkar réðu slitum þeirra. Höfundi þessara lína er þessi atburðarás einkar minnisstæð. Hann var þá nýráðinn í starfslið OEEC, fyrstur Íslendinga. Það var heppni að vera settur í það verkefni að gera framkvæmdaáætlun um fríverslun með sjáv- arafurðir, undir stjórn Gunnars Gundersen, ráðuneytisstjóra í Oslo. Gert var ráð fyrir afnámi allra tolla, hafta og ríkisstyrkja fyrir sjávarafurðir og greiningar gerðar á áhrif- um á viðskipti, svo sem föng voru á. Þessi skýrslugerð kom okkur einkar vel vegna samninga Íslands á árum sem í hönd fóru. En þegar fríverslunarsvæðið var úr sög- unni taka Bretar til við að stofna EFTA ár- ið 1960 með Norðurlöndunum, Sviss, Aust- urríki og Portúgal. Þá hófust árangurs- lausar tilraunir þeirra að komast í ESB þann rúma áratug, sem de Gaulle var enn við völd. Sömu útreið fékk Ísland gagnvart EFTA vegna andstöðu Breta, þar til að að- ild okkar kom árið 1971. Sagan hefur kennt okkur ýmislegt varðandi alþjóðleg flokks- pólitísk tengsl. Það versta af því tagi voru að sjálfsögðu sovésk áhrif eða stjórn á ís- lenskum kommúnistum. Af hinu góða hafa verið tengsl íslenskra social- demokrata við systurflokkana á Norðurlöndum. Við eigum stuðningi þáverandi leiðtoga norrænna krata það að þakka, að árunum eftir 1960 var þrýst svo á Breta að við gátum geng- ið í EFTA. Þetta var ekki hvað síst vegna framgöngu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og sterkrar for- ystu Bjarna Benediktssonar Í áföngum stækkaði ESB að núverandi 28 aðildarríkjum og stofnaði myntbandalag með upptöku evru, sem nú er lög- eyrir 19 ríkja, sem hafa staðist álag bankakreppunnar. ESB hefur skilað sínu í feikimiklum vexti og velmegun. Það eru hrakspár einar að vegna ólíks þróunar- stigs, tungumála og sögu sé myntbandalagið dauðadæmt. Reynslan sýnir hið gagnstæða og að ríkin finna styrk og sýn betri fram- tíðar í þessari samvinnu. Aðildarsinnar telja einmitt, að athugun á upptöku evru sé tíma- bær vegna sögulegra ófara þeirrar örmynt- ar sem við búum við. En ekki laðar sameiginleg sjávarútvegs- stefna að Evrópusambandinu, svo sem skýrt og skorinort er tíundað í ritstjórnargrein Morgunblaðsins 12. mars. Engu verður við þá grein bætt, að þessi stefnuónefna hefur brugðist í hvívetna: fiskistofnar Norður- sjávar hafa hrunið m.a. af brottkasti, fisk- veiðum og sjómönnum er haldið uppi með óhóflegum styrkjum og fáránlegar kröfur við væntanleg ný aðildarríki hafa spillt fyrir eðlilegu samstarfi tryggra bandamanna. Þessi gjaldþrota tilraun á að hverfa að fullu og öllu. Margaret Thatcher studdi hinn sameigin- lega innri markað ESB en í ræðu sinni í Brugge 1988 réðst hún jafnframt gegn stofnun evrópsks ofurríkis, „superstate“. Fyrir okkur þá sendiherra í Brussel var slíkt fjarri raunveruleikanum enda yfirlýs- ingar af þessu tagi ætlaðar til að sýna ætt- jarðarást og efla fylgið hjá heimamönnum. Svo stóð á, að þá ákvörðun vildi forsætisráð- herrann kynna undirrituðum í eftir- minnilegu samtali í 10 Downing Street í október 1989. Vel mátti skilja að þarmeð höfðu Bretar líka sagt hingað og ekki lengra. Bretar höfnuðu þátttöku í Myntbandalagi Evrópu og evrunni vegna mikilvægis banka- starfsemi og fjármálaþjónustu í London og tengdum aflandseyjum. Fyrir David Came- ron og breska Íhaldsflokkinn varð það síðan hinn versti ósigur 2012 að standa einir gegn Bankalöggjöf ESB. Cameron streittist gegn því fyrirheiti Rómarsamningsins að koma á „ an ever closer union“. Það ákvæði skyldi fellt niður og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það varð 2016 og breska ríkisstjórnin taldi gefið mál að útkoman yrði ákveðinn stuðn- ingur við aðild. Að svo varð ekki má líkja við pólitískan jarðskjálfta, sem ekki linnir í hinu flókna Brexit-skeiði ESB. Samkvæmt ákvæðum 50. gr Lissabon samningnsins skal ljúka samningnum í mars 2019 en svo virð- ist að fallist verði á ósk Breta um tveggja ára aðlögunartímabil að auki. Í mars 2018 verður ekkert sagt með vissu um úrsagnarskilmála Breta. Versta niður- staðan yrði enginn samningur, sem myndi leiða til alvarlegs efnahagslegs áfalls af þeirri stærðargráðu að það hlýtur að úti- lokast með vísan til mannlegrar skynsemi. En hvað þá? Þau leiðtogarnir Macron og Merkel hafa gefið í skyn að samfara Brexit skuli ráðist í breytingar á starfsemi ESB, sem gætu þýtt aðgreiningu aðila. Það þýðir væntanlega að sum þeirra gætu gengið lengra en önnur í samrunaferlinu. Norski sendiherrann, Cecilie Landswerk, skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið 10. mars um þá stöðu, sem EES-samningurinn skapar okkur EFTA/EES- löndum um að- gang að innri markaði ESB. Af sjálfu leiðir að framundan er náið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu á þeim óvissu- tímum á alþjóðavettvangi, sem Björn Bjarnason bendir á. Pólitískan stuðning ætti að finna i hinum stóru samtökum hægri- og miðflokka, European Peoplés Party – EPP sem Sjálfstæðisflokkurin tengdist áður. Í þeim samtökum eru þeir evrópskir stjórn- málaflokkar sem stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa litið til sem bræðraflokka, þ.e. Moderaterna í Svíþjóð, Höyre í Noregi, konservatífir í Danmörku, CDU í Þýska- landi og miðju-hægri flokkar Frakklands og Ítalíu. Með áfrýjunarorðum Churchills frá 1946, skyldi stefnt að þátttöku Rússa í Sameinuðu þjóðum Evrópu og mætti íhuga það! 1) Orðrétt : „ In all this urgent work, France and Germany must take the lead together. Great Brita- in, the British Commonwealth of Nations, mighty America, and I trust Soviet Russia – for then in- deed all would be well – must be the friends and sponsors of the new Europe and must champion its right to live and shine.“ Eftir Einar Benediktsson » Sagan hefur þráfaldlega sýnt, að þetta voru heilla- ráð því afstaða Breta til sam- starfs sem fellur að hags- munum meginlandsríkja, hefur ætíð verið efablandin eða tví- bent. Einar Benediktsson Þrautaganga Breta og við Churchill í Zürich Winston Churchill talaði fyrir sameinaðri Evrópu í Zürich 1946, en þó án þátttöku Breta. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.