Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Í dag kveðjum við hinstu kveðju Ágústu Katrínu Þór- jónsdóttur. Ágústa (Gústa) er ein af þessum konum sem hefur litað líf mitt frá því ég man eftir mér, hún giftist föðurbróður mín- um Ottó og má segja að ég hafi þekkt hana allt mitt líf. Samgang- ur var nokkuð mikill þrátt fyrir að við byggjum í Stykkishólmi og þau í Reykjavík, yfirleitt gistum við hjá þeim í Reykjavik og þau hjá okkur í Stykkishólmi. Þó var það nú svo að það var í mörg hús að venda því pabbi átti nú tíu systkini og helmingurinn var í Reykjavík og hinn í Stykkishólmi og allir tilbúnir að bjóða gistingu. Ottó og pabbi voru nær hvor öðrum í aldri þannig að þeir voru og eru miklir vinir. Á heimili þeirra Gústu og Ottós var mjög gott að koma og alltaf var maður velkominn, þar var allt svo snyrti- legt og flott og mér fannst Gústa oft með svo flottar lausnir og praktískar í smávægilegum hlut- um eins og t.d. handryksugan og næturljósin (sá þá hluti fyrst hjá henni ), hún var fljót að tileinka sér þær græjur svo eitthvað sé nefnt. Einnig var hún mikið fyrir að breyta og færa til húsgögn og dót en það lífgaði bara upp á heim- ilið. Á sumrin komu þau að minnsta kosti einu sinni ef ekki oftar í Stykkishólm og dvöldu þá hjá okkur, þá voru farnar ein, stund- um fleiri, tjaldútilegur, Gústa og Ottó alltaf með allt til alls. Gústa og mamma náðu alltaf vel saman og þegar Gústa kom í heimsókn til okkar á sumrin fóru þær einnig í að breyta til á okkar heimili sem var nú bara sniðugt. Þegar ég var svo um tvítugt hleypti ég heim- Ágústa Katrín Þórjónsdóttir ✝ Ágústa KatrínÞórjónsdóttir fæddist 20. febrúar 1932. Hún lést 20. febrúar 2018. Útför Ágústu fór fram 2. mars 2018. draganum og flutti í höfuðborgina í iðn- nám, þá voru Gústa og Ottó sko betri en enginn. Gústa sá um að þvo þvottinn fyrir mig og fékk ég hann aldrei til baka nema samanbrotinn, allt slétt og fellt og auð- vitað gáfu þau mér að borða ef því var að skipta og lánuðu mér alls konar heimilisdót og þar fram eftir götunum. Fyrir það er ég afar þakklátur. En allt hefur sinn tíma og hennar tími er kom- in. Hún kvaddi á afmælisdegi sín- um þann 20. febrúar sl. Elsku Ottó frænda, Þórjóni og fjöl- skyldu, Hjördísi, Þóri og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elvar Þór Steinarsson. Hún Gústa hans Ottós frænda var flott kona, einstakur snyrti- pinni og skemmtileg. Þegar ég var yngri kallaði ég hana Ágústu Katrínu í Vouge-sokkabuxum. Hvers vegna man ég nú ekki en sennilegast hefur það verið vegna þess að hún var oft í svoleiðis sokkabuxum og mér fannst það flott og þessi tegund vinsæl á þessum tíma. Barnæska mín er mikið tengd þeim Ottó og Gústu, þar sem ég bjó úti á landi og þau í Reykjavík í Völvufellinu þá var iðulega komið við hjá þeim í bæjarferðum og oft- ast gist. Að koma á heimili þeirra var einstaklega gaman, Gústa hafði gaman af að eiga falleg hús- gögn og hluti og færa til og breyta. Græna plusssettið með kögrinu er eitthvað sem gleymist seint. Það var svo fallega grænt og það var í betri stofunni, ég var viss um að svona sett væri bara til hjá kóngafólki. Það var alltaf allt svo hreint og hvergi rykkorn að sjá. Baðherbergið var eins og lítið ævintýraland með allskonar skrauti, ilmvötnum og brúsum með sápum og sjampói. Gústa vann um tíma hjá Rolf Johansen & co og ég fékk einu sinni að fara með henni í vinnuna. Þar sá hún um að halda öllu hreinu og gefa starfsfólkinu kaffi. En þar fékk hún líka allar pruf- urnar og fallegu litlu ilmvatns- glösin og vínflöskurnar sem hún hafði svo upp á punt. Það var sko ekkert smá fyrir litla landsbyggð- ardömu á fá að fara á svona flottan vinnustað. Gústa átti líka alltaf eitthvað gott með kaffinu heima í Völvufellinu og oft gott kex. Stundum fórum við saman í ferðalög og þá voru Ottó og Gústa í gula hústjaldinu sínu sem þótti þá frekar mikið móðins. En Gústa var alltaf móðins með nýlagt hár, smart klædd og snyrtileg. En hún ferðaðist ekki létt hún Gústa, það fylgdi henni mikill farangur, margar töskur sem Ottó bar inn og alltaf spennandi að sjá hvað kom upp úr þeim, flott föt og alls konar krem og sápur. Hún átti sko krem og fatnað fyrir hverja klukkustund. Það skipti ekki máli hvort um útilegu eða annars kon- ar ferðir var að ræða, hún var allt- af með allt til alls í farangrinum. Gústa passaði líka vel upp á hlutina sína, allt sem sett var í geymsluna var haganlega pakkað inn og vel geymt, hver hlutur átti sinn stað. Hún var skemmtilegur per- sónuleiki hún Gústa mín og vildi allt fyrir litla skottu gera. Það var stutt í húmorinn og fíflaganginn þegar allir voru upp á sitt besta og oft mikið hlegið. Gústa var eins og fram hefur komið annálaður snyrtipinni, oftar en ekki með tuskuna á lofti. Sama hvort það var á hennar eigin heim- ili eða annars staðar. Ég mun minnast hennar hlæjandi í Hag- kaupsslopp með skuplu yfir hárinu að þurrka af eða færa til græna plusssettið í betri stofunni. Elsku Ottó frænda, Hjördísi og fjölskyldu, Þórjóni og fjölskyldu sendi ég og stelpurnar mínar inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um Ágústu Katrínu í Vouge-sokkabuxum lifir. Jenný Steinarsdóttir. Nú kveð ég góða frænku mína, hana Gústu. Það geri ég með söknuði, eins og við öll sem hana þekktum. Gústu hef ég þekkt allt mitt líf. Hún og Ottó hafa fylgt okkur í fjölskyldunni alla tíð með einum eða öðrum hætti og hafa verið órjúfanlegur hluti af henni. Gott fólk, alveg í gegn. Hluta af minni æsku eyddi ég hjá Gústu og Ottó í Völvufellinu. Ekki bara í jólaboðum fjölskyld- unnar, afmælum og slíku, heldur miklu oftar. Gústa var íhald í þeim skilningi að hjá henni var allt í föstum skorðum, að minnsta kosti í heim- ilishaldinu. Það breyttist aldrei. Hjá henni var alltaf morgunmat- ur, heitur hádegisverður, upp á gamla móðinn, hvern einasta dag, kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Allt á réttum tíma. Alveg eins og það var hjá móður hennar, ömmu minni í Ólafsvík, að minnsta kosti í minningunni. Gústa var kattþrifin og fór betur í hornin, eins og sagt var, en flestir. Mestum tíma eyddum við Gústa saman þegar ég var á öðru ári í lagadeildinni í háskólanum. Gústa leyfði mér að lesa undir prófin í kyrrðinni heima hjá sér og Ottó. Á þeim tíma var ég hjá þeim hjónum öllum stundum. Nærver- an við þau hafði bæði góð áhrif á mig og námsárangurinn. Verri þó á vaxtarlagið því Gústa bar í mig kaffi og randalínur á meðan á próflestrinum stóð. Fyrir aðstoð þeirra og þá aðstöðu sem þau veittu mér verð ég henni og Ottó ævinlega þakklátur. Ég er ekki viss um að lífsskoð- anir okkar Gústu í stjórnmálum hafi alltaf farið saman. En mér fannst hún alltaf styðja mig alveg frá því að ég fór fyrst að skipta mér af stjórnmálum. Ottó gerði það líka, þó að nokkur gjá hafi verið milli skoðana okkar tveggja. En þau studdu alltaf við bakið á mér. Fyrir það verð ég þeim alltaf þakklátur. En nú kveðjum við Gústu, mikla sómakonu á alla lund. Hennar verður alltaf minnst með hlýju og þakklæti. Ottó votta ég mína dýpstu sam- úð við fráfall Gústu. Þórjóni, Hjör- dísi og Þóri ekki síður og fjöl- skyldunni allri, systkinum og barnabörnum. Guð blessi hana Gústu frænku mína. Sigurður Kári Kristjánsson. ✝ Sólveig HelgaBjörgúlfsdóttir fæddist í Neskaup- stað 26. ágúst 1925. Hún lést á hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahúss Austurlands í Nes- kaupstað 10. mars 2018. Foreldrar Sól- veigar Helgu voru Ólöf M. Guðmunds- dóttir, f. 1897, d. 1986, og Björg- úlfur Gunnlaugsson, f. 1895, d. 1963. Systkini hinnar látnu voru Soffía, f. 1921, d. 2016. Anna, f. 1922, d. 2017. Guðmundur, f. 1924. d. 1986. Maki Sólveigar Helgu var Halldór S. Haralds- son, f. 1921, d. 2004. Börn þeirra hjóna eru Haraldur Þór, f. 1948, ókvæntur. Sig- rún, f. 1952. Maki Ágúst Ármann Þor- láksson, d. 2011. Björgúlfur, f. 1956. Maki Halla Hösk- uldsdóttir, f. 1960. Sólveig Helga vann ýmis störf, s.s afgreiðslustörf við Kaupfélagið Fram, Félagsheimilið Egilsbúð og að síðustu við eldhús Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaup- stað. Útför Sólveigar Helgu fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 16. mars 2018, klukkan 14. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar Sólveigar Helgu Björgúlfsdóttur, en hún andaðist í hárri elli 11. mars sl. á hjúkrunarheimili Sjúkrahúss Neskaupstaðar. Ég man eftir Helgu móðursyst- ur minni frá því ég man eftir mér, kannski svona fjögurra til fimm ára. Hún Helga var svo mikill partur af lífinu ásamt Halldóri manninum sínum og hinni móður- systurinni Soffíu og manninum hennar, Jóhannesi. Þessir voru hinir þrír öruggu punktar í tilver- unni hjá litlum dreng, afi og amma ásamt fjölskyldum Helgu og Soffíu. Á uppvaxtarárunum bjó ég alltaf í Miðstrætinu og eins var með Helgu og Halldór, hún bara hinum megin við götuna og Soffía í næstu götu, á Þiljuvöllum. Ýmsir fastir puntar í tilveru þessara fjölskyldna voru sláturtíð- in, rabarbaraupptakan og berja- ferðirnar og ekki síst jól og ára- mót. Matarboðannan dag jóla og á gamlárskvöld. Mikið spilað og allt- af „rúbertuvist“ hjá Helgu og Halldóri á gamlárskvöld og „þá var oft slegið í borð“. Eftir að ég eltist og var að hluta til fluttur suður kom ég af og til austur í vinnu og bjó þá oftast hjá Helgu. Aldrei heyrði ég að henni fyndist erfitt að hafa aukamann á heim- ilinu sem auk þess vann illa lykt- andi vaktavinnu í bræðslunni, hún tók mér sem einu af börnunum. Eftir að ég var kominn með fasta punta í tilveruna fyrir sunn- an, konu og börn, Helga flutt úr Miðstrætinu í Starmýrina kom ég oft austur með mína fjölskyldu og bjó þá oftar en ekki hjá Helgu, stundum hjá Soffíu en oftar hjá Helgu. Allar áttu þær systur, Soffía, Anna (móðir mín) og Helga það sameiginlegt að verða mjög aldr- aðar. Soffía og Anna 95 ára og hefði Helga orðið 93 í ágúst nk. Einn bróður áttu þær, Guðmund, en hann lést fyrir allmörgum ár- um. Samskipti okkar við þessa fjöl- skyldu hafa í gegnum árin verið mikil og eigum við þeim miklar þakkir. Biðjum við góðan Guð að vernda og blessa börn og barna- börn Helgu. Úlfar Hermannsson, Sigrún Rut Eyjólfsdóttir. Sólveig Helga Björgúlfsdóttir Þá er hún elsku amma mín loksins búin að fá hvíldina sína, amma mín með hlýlega bros- ið sitt og góða skapið. Hún náði ótrúlega háum aldri, heilu 101 ári, en hún var orðin lúin undir það síðasta. Amma mín, eða amma Stigó eins og við kölluðum hana, bjó í Stigahlíðinni í húsi sem afi minn byggði og voru nýflutt þar inn þegar ég byrjaði að muna eftir mér. Þar bjuggu þau og var mikið um gestagang og sérstaklega vor- um við stórfjölskyldan mikið hjá þeim. Amma mín var heimavinn- andi kona og tók t.d. aldrei bílpróf. Það fannst henni algjör óþarfi, al- veg nóg að afi væri með próf. Mín skólaganga byrjaði í Ísaks- skóla þar sem ég og Rikki frændi tókum strætó í skólann á morgn- ana. Eftir skóla gekk ég áleiðis heim til ömmu og hún mætti mér áður en ég fór yfir Miklubrautina og passaði að ég færi nú örugglega ekki einn yfir hana. Ég minnist hennar best þar sem hún er heima í Stigahlíðinni að elda heitan mat í hádeginu fyrir afa sem kom heim þá, borðaði og Katrín Jóhanna Gísladóttir ✝ Katrín Jó-hanna Gísla- dóttir fæddist 19. janúar 1917. Hún lést 10. febrúar 2018. Útför Katrínar fór fram 23. febr- úar 2018. lagði sig með Þjóð- viljann yfir höfðinu og af henni að búa til eitthvert góðgæti eins og uppáhaldið mitt, lagköku. Hún amma mín naut þess að spila á spil, við spiluðum mikið spilið þjóf sem snýst um það að maður á að reyna að stela spilum af mót- spilaranum. Þetta spiluðum við á næstum því hverjum einasta degi eftir að ég kom heim úr skóla og líka eftir að ég varð eldri. Ég man hvað ég var ótrúlega sigursæll í þessum spilum en eftir smá um- hugsun, þegar ég varð eldri, þá áttaði ég mig á því hver hafði stjórnað sigrunum í þessum spil- um okkar ömmu, en þetta var svo innilega hún amma mín sem brosti sínu hlýlega brosi og vildi allt fyrir aðra gera. Hún amma mín var trúrækin kona og dugleg að kenna barna- börnunum bænir og passaði upp á að við færum örugglega með bæn- irnar áður en við færum að sofa. Síðustu árin voru ömmu nokk- uð erfið þar sem hún var orðin há- öldruð en nokkuð ern framan af og ekkert vantaði upp á góða skapið en líkaminn var farinn að gefa sig. Elsku amma mín, takk fyrir samveruna og fyrir að vera svona góð við mig. Ég mun sakna þín. Jóhann Þorsteinn Hilmarsson. Nú kveð ég Dísu systur mína, en hún var yngst af okkur sex systkinum. Það má segja að hún hafi verið sam- nefnari okkar, því hvar sem við komum saman var hún duglegust við að rifja upp hinar ýmsu minn- ingar úr lífshlaupinu og segja skemmtilega frá. Og alltaf var hún duglegust við að halda utan um fjölskylduna. Dísa var fædd 1954 í Meðal- heimi á Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu. Árið 1958 flutti fjöl- skyldan suður í Garðabæ og bjó þar til ársins 1964 en þá var aftur flutt norður, en þá að Þórorm- stungu í Vatnsdal og foreldrar okkar bjuggu þar í tólf ár. Mamma vildi að Dísa færi í Kvennaskólann á Blönduósi þar sem hún hafði verið á sínum yngri árum. En Dísa vildi fara í Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og fór þangað. Eftir það kom hún bara sem gestur að Þór- ormstungu, því samhliða náminu á Laugalandi hljóp hún uppi bónda- son á Landrover-jeppa, já þannig Vigdís Eiríka Helgadóttir ✝ Vigdís EiríkaHelgadóttir fæddist 21. ágúst 1954. Hún lést 16. febrúar 2018. Útför Vigdísar fór fram 23. febr- úar 2018. náði hún í hann Bróa sinn. Þau bjuggu fyrstu árin á Akur- eyri en byggðu sér síðan íbúðarhús á Þórustöðum 7 í Eyjafjarðarsveit á æskuheimili Bróa og fóru í félagsbúskap í kartöflurækt með foreldrum Bróa og störfuðu við það alla tíð samhliða annarri vinnu. Við Dísa höfðum stundum rætt um að gaman væri að fara í jeppaferð yfir hálendið, sumarið 2011 létum við verða af því, kom- um saman og gistum í sumarbú- stað í Borgarfirði ásamt fjölskyld- um okkar. Daginn eftir fórum við í blíðskaparveðri upp hjá Kal- mannstungu og inn á Arnarvatns- heiði, Víðidalstunguheiði, Gríms- tunguheiði og niður í Vatnsdal. Við fengum fallega fjalla- og jökla- sýn í þessari ferð. Ég hafði farið þessa leið frá Grímstungu í Vatns- dal og suður í Húsafell nokkrum árum áður ásamt Eggerti móður- bróður okkar og var því nokkuð kunnugur á þessum slóðum. Á leiðinni yfir Stórasand, þar sem við vorum að laga veginn með skóflu, já vegurinn var mjög stór- grýttur, sá ég að Dísa horfði á veg- leysuna og nýju „sjöuna“ sína (Land Cruiser-inn); já henni þótti vegurinn ekki hæfa nýja bílnum, hún sá malbikið í hillingum. En þegar við ókum niður með Álku- skálarárgili og horfðum yfir Vatnsdalinn, æskuslóðir okkar og forfeðranna, voru allir komnir með ferðabrosið á ný. Við fórum síðan í sumarbústaðinn Áslund, þar sem við grilluðum okkur kvöldverð og ekki leiddist Dísu að skála fyrir Bróa sínum meðan hann grillaði fyrir hana læris- sneiðarnar. Dísa rifjaði upp margar sögur frá því hún var í Þórormstungu, og einnig frá gamla skólanum sín- um á móhellunni, sem nú er búið að breyta í sumarhús en þessir staðir sjást mjög vel frá Áslundi. Á meðan við vorum að borða „skála“ lýstist himinninn allt í einu upp og það myndaðist tvöfaldur regnbogi með Vatnsdalsfjall í bak- sýn, já veðurguðinn tók á móti okkur með þessari fallegu sýn að lita himininn með þessum litríku ljósbogum. Dísa skildi sjöuna sína eftir hjá Bróa en ég held að hún svífi nú um himingeiminn á rauðri Teslu. En nú geymi ég Dísu í skemmtilegum minningum frá liðnum tíma. Bróa, Maggý, Ögga, Jóni Helga og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Lárus Helgason. Blómaræktandinn, garðáhuga- konan, kartöfluræktandinn, stríðnispúkinn. Konan sem var svo stór í hugsun, Dísa á Þóru- stöðum, hefur sofnað inn í ljósið. Mér er þungt um hjartarætur núna, þegar skrifa þarf um bestu og einu vinkonu mína, hana Dísu. Okkar samfylgd varaði í 40 ár, við áttum börnin okkar á svipuðum tíma og var hún alltaf rauði þráð- urinn í lífi mínu og minna barna. Alltaf svo fín og mikil reisn yfir henni. Lífsgleðin í fyrirrúmi. Allt blómstraði í höndunum á henni og garðurinn hennar er eins og danskur herragarður og er mik- inn kærleik þar að finna. Hún var aldrei aðgerðalaus og stóð að bú- rekstrinum ásamt manni sínum með miklum myndarbrag. Stutt er síðan hún lauk við að prjóna af- ar fallegan skírnarkjól á nýjasta afkomandann. Fjölskyldan hennar var henni ævinlega efst í huga og ber heimili hennar þess skýrt merki. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Bestasta mín, það er með mikl- um trega sem ég kveð þig en ég þakka af öllu hjarta samfylgdina öll þessi ár og ég veit, að við mun- um drekka saman sérríið sem við ætluðum að njóta saman á elli- heimilinu, orðnar gamlar konur. Elsku Helgi, Margrét, Örlygur, Jón Helgi og fjölskyldur, minning- in um dásamlegu Vigdísi mun lifa um ókomin ár í hjörtum okkar allra. Vinkona að eilífu. Valgerður S. Skjaldardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.