Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 11
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sótt hefur verið um fjárframlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til Grundarfjarðarbæjar til þess að gera nýtt bílastæði, aðstöðu og lag- færa og útbúa göngustíga við Kirkju- fellsfoss í Grundarfirði. Fossinn er rétt vestan við byggðarlagið og hefur á síðustu árum orðið mjög fjölsóttur og vinsæll staður meðal ferðamanna. Ræður þar að frá fossinum er í beinni sjónlínu að hinu formfagra Kirkju- felli og vinsælt að taka ljósmyndir af þessu tvennu saman. Hættuástand skapast Á góðum degi koma hundruð ferðamanna að fossinum og leggja þeir þá bílum sínum stórum og smáum annaðhvort á stæði sem eru orðin alltof lítil eða þá í kanti þjóð- vegarins sem mikil umferð er um. Í umferðarteppum skapast hættu- ástand á þjóðveginum, segir Þor- steinn Steinsson, bæjarstjóri í Grundafirði, í samtali við Morgun- blaðið. Svo háttar til að ef komið er úr vestri, það er frá Ólafsvík, er fossinn nokkurn spöl sunnan við háa brekku sem ekið er niður. Þar á jafnsléttunni er bílastæðið við vegbrún og oft er fólk á stjákli þar í kring. Hættan sem þá er blasir við. Útbúin hefur verið tillaga að deiliskipulagi við fossinn, þar sem gert er ráð fyrir nýju bíla- stæði sem verður nokkru ofar og vestar en nú er. Frá stæðinu myndi svo liggja stígur um lága brekku nið- ur að fossinum. Tillagan fer í auglýs- ingu næstu daga eftir umfjöllun hjá skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar. Tillaga þessi er unnin af ráðgjafar- fyrirtækinu Alta ehf. og í samráði við eigendur jarðarinnar Kirkjufells svo og Vegagerðina. Á konfektkössum og samfélagsmiðlum Þorsteinn Steinsson vonast til að samstaða náist um málið, svo og að styrkur fáist úr fyrrnefndum ferða- mannasjóði, þannig að hægt verði að koma framkvæmdinni vel af stað. Myndir af fossinum og fjallinu í einni sjónlínu hafa ratað víða um ver- öldina. „Þessar myndir sjást í erlendum fjölmiðlum, í Leifsstöð, á konfekt- kössum, á samfélagsmiðlum og víðar. Þetta er fallegt sjónarhorn sem fang- ar auga ferðamanna sem koma alls staðar að úr heiminum. Í raun var þetta alveg óvænt en hefur líka kom- ið Snæfellsnesinu vel á kortið sem viðkomustað ferðamanna, enda byggist atvinnulíf hér um slóðir eins og víðar mikið á ferðaþjónustunni,“ segir bæjarstjórinn. Ætla að útbúa ný bílastæði og stíga við Kirkjufellsfoss  Slysagildra við Grundarfjörð  Fossinn í fjölmiðlum víða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þröng Bílastæði er ekki stórt og því er bílum oft lagt nánast úti á fjölförnum vegi. Slíkt skapar slysahættu og því eru framkvæmdir nauðsynlegar. Kirkjufellsfoss Lítill en leynir á sér. Sjónlínan að hinu formfagra Kirkju- felli er einstök, hefur heillað ljósmyndara og myndir þeirra skapa frægðina. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND DÖMUSKÓR SKECHERS EMPIRE DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 VERÐ: 12.995 HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í endaðan apríl. Guðbrandur Einarsson, for- maður félagsins til tuttugu ára, frá 1998, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að mótframboð, bæði gegn for- manni og stjórn, hefði borist. „Það er rétt. Það er komið fram mótframboð gegn sitjandi stjórn. Það gæti því farið svo að kos- ið yrði á milli tveggja lista, lista sitj- andi stjórnar og lista nýja framboðs- ins,“ sagði Guðbrandur í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hverjir skipuðu lista mótframbjóðendanna sagði Guð- brandur að á þessu stigi væri ekki hægt að upplýsa um það, þar sem listi þeirra væri enn í meðförum kjörstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, mun kjörstjórnin hafa haft ákveðnar athugasemdir við lista mótframbjóðendanna, og því tekið hann til gagngerrar skoðunar. Þetta sagðist Guðbrandur hvorki geta né vilja ræða, þegar hann var spurður út í þetta atriði. Rafræn atkvæðagreiðsla Guðbrandur segir að aldrei hafi annað staðið til en hann byði sig á nýjan leik fram til formennsku í fé- laginu, og þau áform muni ekki breytast, þrátt fyrir mótframboð. „Enda hef ég ekki fundið fyrir neinni gagnrýni á mín störf hér,“ sagði Guðbrandur. Aðspurður hvort hann teldi að mótframboðið væri eitthvað skylt því sem kallað hefði verið „Vor í verkó“ sagði Guðbrandur: „Ég hef séð Facebókarfærslu þar sem talað er um „Vor í Versló“.“ Guðbrandur segir að verði um kosningu að ræða verði hún með raf- rænum hætti. Henni eigi að vera lok- ið fyrir aðalfund og hann eigi því von á því að atkvæðagreiðslan fari fram um miðjan apríl. Mótframboð í VS á Suðurnesjum  Gárungarnir á Facebook gantast og kalla mótframboðið í VS „Vor í Versló“ Guðbrandur Einarsson Oddviti og varaoddviti gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitar- stjórn Rangárþings ytra þar sem Hella er fjölmennasti þéttbýlisstað- urinn. Ellefu gefa kost á sér í próf- kjöri flokksins sem áætlað er að verði haldið um miðjan apríl. Tveir sveitarstjórnarmenn, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Haraldur Eiríksson, gefa kost á sér áfram. Hins vegar hætta Þorgils Torfi Jónsson oddviti og Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Björk Grét- arsdóttir, Heimir Hafsteinsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Hjalti Tómasson, Hrafnhildur Val- garðsdóttir, Hug- rún Pétursdóttir, Ína Karen Markúsdóttir, Sindri Snær Bjarnason og Sævar Jónsson. helgi@mbl.is Hætta í sveitarstjórn Rangárþings ytra Þorgils Torfi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.