Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Hugmyndin er að gestirupplifi náttúruna oglandslagið innanhúss,“segir Hanna Péturs- dóttir textílhönnuður um Ullarlag, sýningu sína á Hönnunarmars. Í aðalhlutverkum eru fjölbreytt textílverk; skúlptúrar, púðar, ábreiður og annað til heimilisprýði úr splunkunýrri línu, Hanna felt- ing. Auk þessara áþreifanlegu hönnunarverka verða á sýningunni stórar ljósmyndir, sem hollenski ljósmyndarinn Milette Raats tók af sömu verkum í íslensku lands- lagi. „Ljósmyndirnar eru fimmtán talsins, svolítið færri en sjálf verk- in því stundum flokkaði hún til dæmis nokkra púða saman eftir því hvort þeir líktust steinum, þúf- um, jöklum eða öðrum náttúrufyr- irbærum,“ útskýrir Hanna. Þær stöllur fóru síðsumars í leiðangur til að skoða hvar best færi á að mynda gripina. „Flestar myndirnar eru teknar víðsvegar á Reykjanesi og nokkrar út í Gróttu. Myndatakan tók nokkra daga, enda voru veður og vindar ekki alltaf sammála okkur,“ segir Hanna, sem hafði svolítið hönd í bagga með að koma textílverk- unum fyrir úti í náttúrunni sem og á fyrirsætunum, sem stilltu sér upp með púða á höfði eða voru umvafðar teppi svo dæmi séu tek- in. „Milette hefur starfað sem ljósmyndari í mörg ár og hefur gríðarlegan áhuga á Íslandi og öllu sem íslenskt er. Ég kynntist henni í Utrecht í Hollandi þar sem ég hef mestanpart búið frá því ég stundaði nám fata- og textíl- hönnun í listaháskólum í borginni í lok tíunda áratugarins. Með því að sýna jafnframt ljósmyndir af verkunum úti í íslenskri náttúru verður til samtal þannig að sýn- ingin myndar eina heild,“ segir Hanna og telur ekki útilokað að þær setji upp sýningu með sama sniði í Utrecht eða Amsterdam innan tíðar. Ljósmyndir koma líka með öðrum hætti við sögu á sýning- unni, því á morgun, laugardaginn 17. mars, býðst Raats til að taka andlitsmyndir af gestum og gang- andi í sýningarrými Ullarlags. Hönnun Hönnu er innblásin af íslensku landslagi, sem hún segir kalla fram löngun til að upp- götva hið óaðgengilega og ósnortna. „Mig langar til að færa náttúrulega upplifun inn í líf fólks og heimili,“ segir hún. Í því skyni hannar hún púða í formi steina og jökla, þrívíddarverk sem líkjast klettabergi, veggverk eins og landslag og ábreiður sem draga dám af jöklum og klettum. Og margt fleira. Uppistaðan í verkunum er ull, íslensk sem erlend, þæfð, prjónuð og hekluð í bland við endurnýtt bómullar- og silkiefni. „Undan- farið hef ég snúið mér í æ meira mæli að hönnun textíls fyrir heim- ilið, en kringum aldamótin, í upp- hafi starfsferilsins, lagði ég aðal- áherslu á að hanna fatnað. Þá hóf ég samstarf við ullarvinnslu á Seyðisfirði um að þæfa íslenska ull, en það reyndist nokkurra ára þróunarverkefni að finna réttu samsetninguna og stilla þæfingar- vél til verksins. Ég bjó í Hollandi á þessum árum, hannaði og seldi fatalínur, sem ég lét framleiða á Íslandi og tók þátt í sölusýningum með aðstoð Íslandsstofu í París og Kaupmannahöfn,“ segir Hanna. Holland – Ísland – Holland Árið 2006 ákvað hún og hol- lenskur eiginmaður hennar að flytjast til Íslands og hér bjuggu þau til ársins 2013. „Árið 2007 opnaði ég versl- unina Hönnu í miðborg Reykjavík- ur þar sem ég hafði hönnun mína á boðstólum. Þetta var kannski ekki alveg heppilegasti tíminn, en þar sem ég bjó í Hollandi hafði ég ekki gert mér grein fyrir hve ástandið hér var slæmt. Áherslur breyttust og raunar varð túrista- Hönnun Hönnu innblásin af ís- lensku landslagi Sýningin Ullarlag á Hönnunarmars er samspil textíl- hönnunar Hönnu Pétursdóttur og ljósmynda Milette Raats af verkum þeirrar fyrrnefndu í íslensku landslagi. Zen-teppið Ljóst teppi, sem unnið er út frá jöklahugmynd. Samsett úr endurunninni þæfðri ull á bómull. Steinapúðinn Púðinn er hugsaður sem fjörusteinar, efnið er þæft og prjónað úr ull. Samstarf Ljósmyndarinn Miletta Raats t.v. og Hanna Pétursdóttir. Ljósmyndir/Millette Raats 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakk Kína í gegnum myndavélalinsu nefn- ist fyrirlestur í boði Konfúsíusar- stofnunar Norðurljósa, sem Kristján H. Kristjánsson heimshornaflakkari heldur kl. 12.30-13.30 í dag, föstu- daginn 16. mars í sal 023 í Veröld – Húsi Vigdísar. Kristján hefur komið nokkrum sinnum til Kína og farið þar víða um og tekið myndir. Hann mun sýna myndir og fjalla um Íslendingaslóðir, heimsókn til sjöunda dags aðventista og mosku, sögu Norræns félags við að koma á ritsímasambandi við Kína, hringlaga byggingar í Yongding, garð hins hógværa eða heimska embætt- ismanns, heilög fjöll og „Hollywood Kína“ í Hengdian. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, allir hjartanlega velkomnir. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð árið 2008 með samstarf- samningi Háskóla Íslands, mennta- málaráðuneytis Kína og Ningbo- háskóla og er tilgangur stofnunar- innar að stuðla að aukinni fræðslu á meðal Íslendinga um tungu, menn- ingu og samfélag Kína. Fyrirlestur og myndasýning í boði Konfúsíusarstofnunar Heimshornaflakkari segir sögur og sýnir myndir frá Kína Morgunblaðið/Einar Falur Sjanghaí í Kína Tilgangur Konfúsíusarstofnana sem starfræktar eru víða um heim er að stuðla fræðslu um tungu, menningu og samfélag í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.