Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 22
Vladimír PútínRússlands- forseti heyr ekki harða baráttu um forsetaembættið vegna kosninganna á sunnudag. Hann er öruggur um sig- ur. En það er alltaf slegist um eitthvað og nú er það þátttakan. Pútín vill ógjarnan að Rússar sitji heima. Það mundi veikja hann í embætti. Í einstökum héruðum Rúss- lands hefur verið gripið til ým- issa ráða, svo sem að kjósendur geti tekið af sér myndir við kjörstaði og sett á samfélags- miðil. Handhafar vinsælustu myndanna fengju svo snjallsíma eða önnur eftirsóknarverð verð- laun. Þetta minnir suma á Sovét- tímann þegar kosn- ingar snerust líka um þátttöku. Þá var boðið upp á tón- leika við kjörstaði og fleira áhugavert fyrir þá sem mættu fyrir Kommúnistaflokkinn. Svipaðar hugmyndir hafa raunar heyrst hér á landi þar sem lýðræðið þykir þó standa styrkari fótum. En ef til vill eru áhyggjur Pútíns óþarfar. Fréttir af nýj- um efnahagsþvingunum Breta og Bandaríkjamanna, auk ásak- ana fleiri Vesturlanda á hendur rússneskum stjórnvöldum, gætu jafnvel dugað betur en snjallsímaverðlaun til að laða Rússa á kjörstað. Enginn vill verða fyrir efnahags- þvingunum, en tíma- setningarnar eru misslæmar} Nú er það bara þátttakan 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í sínu fallegaættjarðar-kvæði, sem vann ásamt öðrum til verðlauna í tengslum við Lýð- veldishátíðina, sagði skáldkonan Hulda um hið ný- frjálsa land sitt: „Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð.“ Það mátti til sanns vegar færa að fjarlægðin var löngum nokkur vörn fyrir þjóð við ysta haf gegn utanaðkomandi ill- indum. Á því voru þó margar undantekningar á fyrri öldum. Þjóðin sjálf átti svo sem löngum við nægan annan vanda að fást, kólnandi lofts- lag og eldspúandi fjöll. Og þegar ljóðið góða var frumflutt stóð heimsstyrjöld sem hæst og landið var setið af erlendum her, samkvæmt samkomulagi við íslensk yfir- völd, en hafði áður verið her- numið að þjóðinni forspurðri. Síðan þetta var hefur ný tækni gert sífellt minna úr varnargildi fjarlægðar, þótt enn megi hún sín nokkurs, og þá helst ef forsvarsmenn landsins kjósa það. Um það kann að ríkja nokkur vafi. Menn voru minntir á það að stríð eða hernaður af öðrum toga, sem koma okkur auðvit- að óbeint við sem mann- eskjum, geta einnig með óvæntum og dapurlegum hætti gert það beint. Þá bárust fréttir um að ungur Íslend- ingur hefði sennilega fallið í loftárásum Tyrkjahers sem beindust að Kúrdum. Í þessu sambandi er fróð- legt að sjá hvernig atburðir innan landamæra Sýrlands hafa áhrif annars stað- ar. Þá kemur Þýskaland sér- staklega sterkt inn í myndina. Þar er nú stærsta ný- lenda Kúrda utan Kúrdahéraðanna, því að talið er að um ein milljón Kúrda búi í Þýskalandi. Og þegar við þá mynd bætist að nærri fjórar milljónir Tyrkja eða fólks af tyrknesku bergi brotið eru taldar búa í Þýskalandi þarf ekki að koma á óvart þótt til- finningahita vegna hernaðar- ins gæti meira þar en í flestum löndum öðrum. Þetta mátti t.d. sjá af fréttum Die Welt í vik- unni. Þar sagði að þúsundir Kúrda hefðu tekið þátt í mót- mælum í Þýskalandi gegn inn- rás Tyrkja í Afrin. Um 900 mótmælendur náðu að trufla jarnbrautaferðir frá Hamborg um hríð. Og á flugvellinum í Düsseldorf urðu átök á milli tyrkneskra þjóðernissinna og lögreglu. Og í Berlín var kveikt í Koca Sinan-mosku, guðshúsi í eigu tyrkneskra múslíma. Og í öðrum borgum var molotov- sprengjum kastað í bænahús Tyrkja og inn í samkomustaði þýsk-tyrkneskra vináttu- félaga. Die Welt segir að mótmæli gegn hernaðaraðgerðum í Af- rin fari nú dagvaxandi í Þýskalandi eftir því sem her- sveitir Erdogans herða sinn róður þar. Hefur forsetinn sagt að aðgerðum hersins verði ekki hætt þar fyrr en verki hans sé lokið. Það lofar ekki góðu. Blóðvöllur Tyrkja og Kúrda er í landa- mærahéruðum Sýrlands, Íraks og Tyrklands. Annar völlur átaka er í Þýskalandi} Átaka Tyrkja og Kúrda gætir í Þýskalandi M iklir umbrotatímar hafa átt sér stað hjá stærstu verkalýðs- hreyfingum landsins. Fyrir réttu ári var Ragnar Þór Ing- ólfsson kjörinn formaður VR. Hann hlaut yfirburðakosningu eða tæp 63% at- kvæða. Nú réttu ári síðar var í fyrsta skipti í tuttugu ára sögu verkalýðsfélagsins Eflingar kosið um formann í félaginu. Hingað til hefur verið sjálf- kjörið í stjórn félagsins þar sem aldrei áður hef- ur komið fram mótframboð. Þann 29. janúar sl. tilkynnti ung baráttukona, Sólveig Anna Jónsdóttir, framboð sitt til for- manns stéttarfélagsins Eflingar gegn frambjóð- anda uppstillingarnefndar, Ingvari Vigri Hall- dórssyni. Fráfarandi formaður, Sigurður Bessason, bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir að hafa gegnt þar formennsku í um tvo áratugi. Fyrir rúmri viku vann Sólveig Anna Jónsdóttir og fram- boð hennar B-listinn síðan stórsigur á frambjóðanda upp- stillingarnefndarinnar og A-lista hans. Framboð Sólveigar hlaut 80% greiddra atkvæða. Það er ljóst að mikið er að gerast í stærstu verkalýðs- hreyfingum landsins. Það virðist sem ákveðin kynslóða- skipti séu að fara fram innan þeirra Yngra fólkið er að stíga sterkt inn og ætlar ekki að taka því þegjandi hvernig traðk- að hefur verið á réttindum þess. Láglaunastefnan sem hefur verið rekin í skjóli ASÍ fram að þessu er að öllum líkindum að syngja sitt síðasta. Hér er þó ekki einungis um að ræða óánægju vegna lágra launa, heldur má leiða að því líkur að or- saka óánægjunnar sé ekki síst að leita í ótrúlegri framgöngu Kjararáðs. Ráðið sem hefur gengið á undan með fordæmalausum launahækkunum til æðstu embættismanna og alþingismanna. For- dæmi, þar sem örfáir taka til sín meira en aðrir geta látið sig dreyma um. Þeir hinir sömu og eru nógu góðir til að borga brúsann. Sama gamla sagan sem níðist á alþýðunni og þeim sem lökust hafa kjörin. Verkafólkinu sem ber efsta lagið á herðum sér og skapar þeim allan auðinn. Það liggur á borðinu að ríkisstjórnin verður að bregðast strax við. Hún verður að leita allra leiða til að bæta bága stöðu almennings. Allt annað er ávísun á harðari verkalýðsbaráttu og hugsanlega upplausn á vinnumarkaðnum með verkföllum og öllu tilheyrandi. Þá verður ekkert í boði annað en harkan sex. Fólkið í landinu sem þrælar myrkranna á milli biður um réttlæti. Það biður um fæði, klæði og húsnæði fyrir sig og börnin sín. Þær litlu kjarabætur sem fást, hverfa strax í gin verð- tryggingar og hækkandi húsaleigu. Skuldir heimilanna í landinu hækka um tugi milljarða á ári vegna húsnæðisliðar sem haldið er inni í neysluverðsvísitölu. Það er kominn tími til að stjórnvöld hugsi um alla þegna samfélagsins en ekki einungis suma. Fólkið okkar kallar eftir réttlæti. Boltinn er hjá ykkur, ágæta ríkisstjórn. Inga Sæland Pistill Ákveðin tímamót Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Yngri aldurshópar hér álandi eru verr settir enþeir eldri hvað snertirflesta mælikvarða sem tengjast andlegri líðan. Unga fólkið upplifir meiri streitu, finnur oftar fyrir einmanaleika, metur andlega heilsu sína verr og hamingju sína minni en þeir sem eldri eru. Ungir karlar telja sig mun síður hamingju- sama en aðrir hópar, en minna en helmingur karla undir 35 ára telur sig hamingjusaman og 8% telja sig óhamingjusöm. Konur eru aftur á móti fleiri í hópi þeirra sem finna oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi og kemur sá kynjamun- ur fram í öllum aldurshópum fram að 55 ára aldri. Þetta eru meðal niðurstaðna könnunar sem Embætti landlæknis lét gera í fyrra á andlegri heilsu, svefni, streitu, einmanaleika og hamingju Íslendinga. Gallup ann- aðist könnunina sem framkvæmd var frá því í ársbyrjun 2017 og út desembermánuð. Könnunin tók til rúmlega 8.000 Íslendinga og var svarhlutfallið 54,5%. Sigrún Daníels- dóttir segir í greinargerð um könn- unina í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýs- ingar, að mikilvægur liður í stefnu- mótun og lýðheilsuaðgerðum á sviði geðheilsu og vellíðanar sé að fylgjast með stöðu og þróun lykilmæli- kvarða. Í því skyni hafi ofangreindir þættir verið kannaðir á undan- förnum árum. „Litlar breytingar hafa átt sér stað hvað snertir streitu, svefn og hamingju á þessu tímabili en lítilsháttar lækkun hefur orðið á hlutfalli þeirra sem meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða frá árinu 2014. Mælingar á þessum þátt- um hafa þó varpað ljósi á mikil- vægan mun eftir aldri og kyni,“ seg- ir Sigrún. Þegar nánar er rýnt í upplýsing- arnar í fréttabréfinu kemur eftirfar- andi á daginn: Tæplega þrír af hverjum fjórum Íslendingum (72%) meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2017 og hefur hlut- fallið lækkað jafnt og þétt frá því vöktun hófst árið 2014, en þá var það 79%. Lítil breyting er þó frá því fyrir ári. Rúmlega tveir af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum (67%) fá nægan svefn (7-8 klst á nóttu). Um fjórðungur (24%) fullorðinna finnur oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi árið 2017 sem er svipað hlutfall og áður. Rúmur þriðjungur (37%) finnur sjaldan eða aldrei fyrir mikilli streitu. 60% telja sig hamingjusöm Líkt og í fyrri könnunum greina fleiri konur en karlar frá mikilli streitu og yngri aldurshópar frekar en þeir eldri. Tæpur þriðjungur karla (30%) og rúmur þriðjungur kvenna (37%) undir 35 ára aldri seg- ist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi en aðeins 13% karla og 11% kvenna meðal 55 ára og eldri, sem er svipað hlutfall og áð- ur. Um 60% fullorðinna Íslendinga telja sig hamingjusöm og hefur þetta hlutfall verið nokkuð stöðugt frá því vöktun hófst árið 2014. Ekki er munur eftir kyni meðal eldri ald- urshópa en meðal þeirra yngri eru færri karlmenn hamingjusamir en konur. Í yngsta aldurshópnum telja aðeins 42% ungra karla sig ham- ingjusöm á móti 59% ungra kvenna. Í heildina telja 4% Íslendinga sig óhamingjusöm, þar af 5% karla og 3% kvenna. Heilt yfir er lítill munur á óhamingju eftir aldri og kyni, að því undanskildu að óhamingja er mest meðal ungra karla, en 8% karla undir 35 ára meta sig óhamingju- söm. Andleg líðan ungs fólks verri en eldra 63% 57% Konur Karlar Heimild: Talnabrunnur, frétta- bréf landlæknis, mars 2018 Metur hamingju sína a.m.k. 8 á skalanum 1-10 Sefur 7-8 klst. á nóttu Finnur oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi 26% 22% Konur Karlar 69% 64% Konur Karlar 10% 8% Konur Karlar Finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika Líðan Íslendinga árið 2017 Andleg heilsa góð eða mjög góð 73% 72% Konur Karlar Samkvæmt könnuninni telja 9% fullorðinna sig finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en 69% sjaldan eða aldrei. Fólk í yngsta aldurshópnum finnur hins vegar mun oftar fyrir ein- manaleika en eldri. Einn af hverjum fimm (21%) í aldurs- hópnum 18 til 24 ára finnur oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en 4% þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Litlar breytingar má greina milli ára. Þó finna tvöfalt fleiri konur á aldrinum 25-34 ára oft eða mjög oft fyrir ein- manaleika árið 2017 (13%) en árið 2016 (6%). Fleiri yngri eru einmana LÍÐAN ÍSLENDINGA Einmana Ungt fólk er oftar einmana en þeir sem eldri eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.