Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að hönnun mannvirkja fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar og að öðrum mótvægisaðgerðum með það fyrir augum að mannvirkin falli sem best að landslagi. Lands- virkjun hefur ekki áform um að hefja framkvæmdir við virkjunina í ár. Skipulagsstofnun hefur gefið út álit á seinna umhverfismati Lands- virkjunar fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í því voru eingöngu metin áhrif á landslag og ásýnd lands og á ferðaþjónustu og útivist. Gamla matið frá 2003 er í fullu gildi varð- andi önnur atriði. Veiðifélag Þjórs- ár og fleiri aðilar kærðu það til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að áhrif á vatnalíf og vatnafar voru ekki metin að nýju en úrskurðarnefndin hafnaði kröfum þeirra í síðasta mánuði. Verulega neikvæð áhrif Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að áhrif virkjunarinnar á landslag verði verulega neikvæð þar sem umfangsmiklu svæði verði raskað og margir verði fyrir neikvæðum áhrifum breytinganna. Þá verði áhrifin varanleg og óafturkræf. Auk sjónrænna áhrifa á landslag telur stofnunin að framkvæmdin muni hafa áhrif á upplifun þeirra sem stunda útivist á svæðinu. Nefnt er að árniður í straumþungu fljóti muni víkja fyrir lóni og vatnslitlum farvegi á kafla. Þá er sérstaklega nefnt að breytt landslag muni sjást frá veginum upp í Þjórsárdal sem er aðalleiðin upp á hálendið, og heimilum og sumarhúsum. Áhrifin á útivist og ferðaþjónustu eru metin talsvert neikvæð. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að ráðist verði í boðaðar mótvæg- isaðgerðir. Að því vinnur Lands- virkjun. Ólöf Rós Káradóttir, verk- efnisstjóri á þróunarsviði, segir að reynt verði að láta öll mannvirki virkjunarinnar falla sem best að landslaginu eins og það er. Það er haft í huga við mótun landsins og uppgræðslu. Nefnir hún að stíflu- garðarnir verði klæddir með jarð- vegi og gróðri að utanverðu. Þá verði formið á stíflugörðum sem liggja upp með lóninu að austan- verðu ekki þráðbeint heldur í mýkri línum og reynt að styrkja tanga og annað landslag. Greiða leið gesta um svæðið Þá segir Ólöf Rós að mikið sé lagt í útlit bygginga þannig að þær verði áhugaverðar um leið og þær falli vel að landinu. Hún segir að Landsvirkjun vilji leita leiða til að hafa virkjanasvæðið opið almenn- ingi til útivistar. Þar verði göngu- stígakerfi, til dæmis göngu- og reið- leið yfir stífluna. „Öll mannvirki sem þarf til að framleiða rafmagn með vatnsafli eru á frekar aðgengi- legu og fallegu svæði og okkur langar til að gefa gestum kost á að njóta þess,“ segir Ólöf. Einnig er unnið að rannsóknum á lífríki árinnar, ekki síst á laxastofn- inum. Búið er að hanna laxastiga og seiðafleytu til að hjálpa fiskinum að synda eftir árfarveginum og tryggt að nægt vatn verði í farvegi árinnar á milli stíflu og útfalls. Ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast við Hvamms- virkjun. Landvirkjun er að ljúka miklu framkvæmdaskeiði í ár með byggingu Þeistareykjastöðvar og stækkun Búrfellsvirkjunar. Stíflugarðar verði grænir að utan  Landsvirkjun vinnur að hönnun mannvirkja Hvammsvirkjunar í samræmi við umhverfismat  Umhverfismati lokið  Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í framkvæmdir Tölvuteikning/VA arkitektar Hvammsvirkjun Hagalón afmarkast af Þjórsárdalsvegi að norðan og varnargörðum að sunnan. Gróður verður á utanverðri stíflu. Stöðvarhúsið á að falla inn í landslagið. Svæðið á að verða opið gestum. tækifæri til að koma þessum prófum inn í sitt skipulag. Það verður auð- vitað töluverð vinna fyrir skólasam- félögin við að setja þessi próf á. Þetta er viðbótarvinna. Það verða ekki sveitarfélögin sem borga það – það verður ráðuneytið að gera.“ Hvernig er hljóðið í þínum fé- lagsmönnum? „Það eru auðvitað skiptar skoð- anir. Skólastjórar hafa þá mynd af sér, sem er mikill kostur, að menn eru vanir að gera það sem þeim er sagt að gera og gera það eins vel og hægt er. Við munum því vanda okk- ur við að gera þetta í sem bestri samvinnu við nemendur og foreldra þeirra.“ ensku að nýju. Skólastjórnendur geta valið um hvort prófað verður í vor eða næsta haust. „Okkar skoðun var ljós fyrir fund- inn, að samræmdum grunnskóla- prófum hefði lokið í síðustu viku. Það er í raun niðurstaðan, þetta verða ekki samræmd próf. Þetta verða persónuleg könnunarpróf sem nemendur skrá sig inn í ef þeir vilja til að prófa hæfni í íslensku og ensku. Þetta eru ekki samræmd próf og verða það ekki. Það verður ekkert samanburðarmat tekið út úr þessum prófum,“ segir Þorsteinn. Hann segir að mikilvægt sé að skólar geti valið um hvort prófað verði í vor eða haust. „Þá hafa þeir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og komið var þá er þetta ágætis lending. En það sem mér finnst mikilvægast í þessu öllu sam- an er að ráðherra er með þessu að opna glugga fyrir því að menn setj- ist niður og ræði skipulag sam- ræmdra prófa á Íslandi. Það er löngu kominn tími til og því fagna ég,“ segir Þorsteinn Sæberg, for- maður Skólastjórafélags Íslands. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti á miðvikudag að nemendur í 9. bekk fái val um hvort þeir þreyti sam- ræmd könnunarpróf í íslensku og Ráðuneytið beri kostnað af endurteknum prófum  Þetta verða ekki samræmd próf, segir Þorsteinn Sæberg Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra fundaði með bæjarstjórn Vest- mannaeyja í gær um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vest- mannaeyjaferju. Ráðherra hefur áður sagt að hagkvæmasti mögu- leikinn í stöðunni sé að bjóða út rekstur nýrrar ferju til skemmri tíma, mögulega til tveggja ára. Vestmannaeyjabær hefur lýst sig tilbúinn til að taka við rekstri ferjunnar. Elliði Vignisson bæjar- stjóri segir að móta þurfi þjónustu nýrrar ferju til að mæta þörfum íbúa, sem hafi verið ósáttir við þjónustuna eins og hún hefur verið veitt. „Ráðherra tók hugmyndum okk- ar vel, við erum sammála um markmiðin. Við lýstum þessari leið sem við teljum rétt að fara. En við erum líka tilbúin til þess að nálg- ast aðrar leiðir með ráðherra, eins og t.d. það að þetta verði opinbert hlutafélag og ríki og sveitarfélag geri þetta saman,“ segir Elliði. Hann segir að ráðherra hafi lýst yfir vilja til að halda viðræðum við sveitarfélagið áfram og að bæj- arstjórn sé vongóð um að ráðherra sé tilbúinn að mæta hugmyndum bæjarbúa. athi@mbl.is Opinbert hlutafélag um nýjan Herjólf?  Ráðherra ræðir við bæjarstjórn Morgunblaðið/Árni Sæberg Herjólfur Eyjamenn vilja koma að því að móta rekstur nýrrar ferju. Um leið og daginn lengir og hitastigið hrekkur nokkr- ar gráður yfir frostmarkið hefjast vorverkin á mörgum stöðum. Þess sér stað víðast hvar um landið og ekki líður á löngu uns aukið líf færist í húsagarða. Innan fárra vikna munu svo páskaliljurnar fallegu láta á sér kræla. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vorverkin hafin um borg og bý

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.