Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 LISTHÚSINU Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 20% afsláttur afvinylmottumút mars Mottu- mars Reykjavíkurborg er stórskuld-ug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. Og Reykjavíkurborg hefur ekki burði til að veita skammlausa grunn- þjónustu. Eitt sem til dæmis hefur vakið athygli er að borgin þrífur ekki göturnar og afleið- ingarnar eru að mengun í Reykja- vík er langt yfir öllum viðmið- unarmörkum.    Á sama tíma gerist það aðReykjavík, eitt sveitarfélaga, tekur þátt í sýningunni Verk og vit og býður þar upp á bás sem kostaði 12.834.000 krónur, ef marka má kostnaðaráætlun.    Þetta mátti lesa í svari borgar-stjórnarmeirihlutans í borg- arráði í gær við fyrirspurn sjálf- stæðismanna sem var svo- hljóðandi: „Hver var kostnaður við bás Reykjavíkurborgar á sýn- ingunni Verk og vit annars vegar og hver var kostnaðurinn við bjórinn sem boðið var upp á og var sérmerktur Borgarlínunni?“    Í svarinu segir einnig að til-gangurinn með þátttöku borg- arinnar hafi verið „að miðla þeim upplýsingum sem borgin hefur yf- ir alla þá uppbyggingu sem nú á sér stað innan borgarinnar. Þá var tækifærið notað til að kynna sameiginlegt samgönguverkefni allra sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, Borgarlínuna“.    Og auðvitað þurfti Borgar-línubjór til þess.    En er réttlætanlegt að Sam-fylkingin láti borgina borga kosningaáróður sinn með þessum hætti? Dagur B. Eggertsson Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.3., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 3 alskýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 5 alskýjað Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -4 snjóél Helsinki -6 léttskýjað Lúxemborg 6 rigning Brussel 8 rigning Dublin 10 léttskýjað Glasgow 6 rigning London 11 skúrir París 12 skýjað Amsterdam 9 skúrir Hamborg 3 alskýjað Berlín 5 skýjað Vín 7 léttskýjað Moskva -3 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 13 skýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -9 léttskýjað Montreal 0 skýjað New York 4 heiðskírt Chicago 3 heiðskírt Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:43 19:31 ÍSAFJÖRÐUR 7:48 19:36 SIGLUFJÖRÐUR 7:31 19:18 DJÚPIVOGUR 7:12 19:01 Það rigndi í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins og hafði þá ekki rignt í tæpan hálfan mánuð, eða frá því 1. mars. Sólskinsstundafjöldi fyrri hluta marsmánaðar er sá þriðji mesti frá upphafi mælinga í höfuðborg- inni, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Sólskinsstundirnar mældust 100,2 nú en höfðu eftir 13 daga árið 1962 mælst 118,2 og 102,0 árið 1947. Þar fyrir neðan koma svo sömu dagar 1937 þegar stundirnar höfðu mælst 89,5 eftir 13 daga marsmánaðar. „Þetta er auðvitað frekar óvenjulegt, bæði úrkomuleysi og sólskin,“ segir Trausti. Hitinn í mánuðinum er neðan meðallags, en ekki nein sérstök tíðindi þar samt, segir Trausti. sisi@mbl.is Marsmán- uður sólrík- ur og þurr Mars Slakað á í sólinni í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blindrafélagið fékk afhentan í vikunni styrk upp á 1.000.000 kr. frá fyrirtækinu Heyrnartækni. Styrkurinn er veittur til kaupa á leiðsöguhundi. Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum en hundarnir eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veita notendum mikið frelsi og aukið öryggi, segir í fréttatilkynningu frá Heyrnar- tækni. Mikill kostnaður er í því fólginn að þjálfa leiðsöguhund og koma honum til landsins og því vildi Heyrnartækni leggja málefninu lið. Leiðsöguhundur getur starfað í um átta til tíu ár með hverjum notanda og veitt honum ómetanlega aðstoð á tímabilinu. Í dag eru fimm starfandi leiðsöguhundar hér á landi og þörfin fyrir fleiri hunda mikil. Það er von Heyrnartækni að styrk- urinn verði öðrum hvatning til að veita þessu málefni athygli og aðstoð. Blindrafélagið styrkt til kaupa á leiðsöguhundi Styrkur Anna Linda Guðmundsóttir, stjórnarmaður Heyrn- artækni, Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, Björn Víðisson. framkvæmdastjóri Heyrnartækni og Lilja Sveinsdóttir ásamt leiðsöguhundinum Olive.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.