Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Sendum frítt um allt land Skoðaðu úrvalið á carat.is Glæsilegt úrval Trúlofunar og giftingarhringir í öllum litum og gerðum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kostnaður við að leggja 35 kílómetra af borgarlínurými er áætlaður 43,9 milljarðar til ársins 2030. Kílómetri er því talinn kosta 1,25 milljarða. Þetta er meðal niðurstaðna sam- ráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vega- gerðarinnar og samgöngu- og sveit- arstjórnarráðu- neytisins. Lagði hópurinn mat á samgöngufram- kvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu til 2030. Niðurstaðan er kynnt í 39 síðna skýrslu. Fram kemur í fundar- gerð stjórnar SSH 5. mars að hún „samþykkti að skýrslan [um til- lögurnar] verði kynnt í borgarráði og bæjarráðum aðildarsveitarfélaganna, og í framhaldi þar af verði boðað til kynningarfundar á efni skýrslunnar með kjörnum sveitarstjórnar- mönnum á höfuðborgarsvæðinu“. Við nýju þéttingarsvæðin Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu- lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, seg- ir tillögurnar m.a. byggjast á grein- ingu danska ráðgjafarfyrirtækisins COWI. Stóra myndin liggi nú fyrir. Hugsanlegar breytingar á legu borg- arlínu verði líklega minniháttar. Hér sé um að ræða 1. áfangann. Það muni koma í ljós við framkvæmdahönnun hvort „litlir bútar“ breytast. Hrafnkell segir um að ræða upp- byggingu innviða. „Vegna þess að kerfið verður fyrir háhraðavagna er gert ráð fyrir að borgarlínan geti keyrt lengra en strikin sýna en þá í blandaðri umferð. Strikin sýna hvar hún verður í sérrýminu. Það er minni þörf á sérrýminu á köflum þar sem ekki eru miklar umferðartafir.“ Hópurinn gerir tillögu um fjórar leiðir borgarlínu sem eru 4,5-12,6 km og kosta 5,6-16,3 milljarða (sjá stað- setningu á korti hér til hliðar). Rætt hefur verið um að samanlagt geti borgarlínukerfið orðið 58 km. Borgarlínuleiðirnar fjórar eru A2 (Fjörður), B2 (Grafarvogur), C2 (Mjódd) og C3 (Lindir). Samkvæmt þessu munu þær m.a. liggja meðfram fyrirhuguðum þétt- ingarsvæðum í Kringlunni, Skeifunni, Vogabyggð og Ártúni. Þessar leiðir munu fara yfir nýja brú yfir Sæbraut norðan við gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar. Meðfram byggð í Vatnsmýri Hrafnkell segir borgarlínu munu liggja um nýjar götur á Ártúnshöfð- anum sem fylgja þéttingu byggðar. Þá muni leið C3 (Lindir) liggja með- fram nýrri byggð við Hlíðarenda og Skerjafjörð og suður yfir fyrirhugaða brú yfir Fossvog. Hún haldi svo áfram austur að nýjum miðbæ sunn- an Smáralindar og nýju íbúðarhverfi í Glaðheimum. Jafnframt mun leið A2 (Fjörður) liggja um Hafnarfjarðarveg. Sá vegur liggur meðfram fyrirhuguðu þétting- arsvæði í Hraununum í Hafnarfirði. Má geta þess að leiðir 1 (Hlemmur – Vellir) og leið 6 (Hlemmur – Spöng) eru mest notuðu strætóleiðirnar. Að sögn Hrafnkels verða leiðir borgar- línu í Hafnarfjörð og Kópavog síðar lengdar að Völlum og Kórahverfinu. Fer framhjá Heklureitnum Loks má nefna að með því að liggja um Suðurlandsbraut myndi borgar- línuleið B2 (Grafarvogur) liggja með- fram fyrirhugaðri þéttingu byggðar á Heklureitnum. Hrafnkell segir svæðisskipulags- nefnd hafa samþykkt tillögu um breytingu svæðisskipulags vegna borgarlínu. Málið sé í ferli hjá sveitar- félögunum og fari svo til ríkis til end- anlegrar staðfestingar. Til framtíðar sé horft til þess að leið C2 (Mjódd) liggi alla leið í Fellahverfið í Breiðholti og ný leið, D2, að Seltjarnarnesi. Þá muni önnur ný leið, B1, fara frá Ár- túnshöfða upp í Mosfellsbæ, meðfram fyrirhuguðu hverfi í Blikastaðalandi. Hópurinn gerir líka tillögur um stofnframkvæmdir í vegakerfinu til ársins 2030. Þær kosta 1-20 milljarða og alls 40 milljarða. Lagning Miklu- brautar í stokk er langdýrasta fram- kvæmdin en hún er talin kosta 20 milljarða króna. Næst kemur lagning Hafnarfjarðarvegar í stokk sem er talin munu kosta sjö milljarða. Bæti flæði umferðar Þá eru tillögur um minni fram- kvæmdir til að bæta flæði umferðar. Þær eru fyrirhugaðar á Bústaðavegi, á Miklubraut, austan Kringlumýrar- brautar, á Kringlumýrarbraut, norð- an Miklubrautar, á Kringlumýrar- braut við Nýbýlaveg og á Hafnar- fjarðarvegi. Samanlagt kosta þær þrjá milljarða og stofnframkvæmdir samtals 43 milljarða króna. Ef ferðavenjur breytast ekki er ferðatími á annatíma talinn munu aukast um 40.800 klst. á dag, eða um 49%. Þennan aukna ferðatíma megi meta á um 115 milljarða til 2040 sam- kvæmt greiningu Mannvits. Leiðir borgarlínunnar að skýrast  Samráðshópur SSH, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytis gerir tillögur að uppbyggingu til 2030  Gerir ráð fyrir meira fé í borgarlínu en stærri vegaframkvæmdir  Tafir í umferðinni kosta mikið fé 3 5 1 2 3 4 B2 C2 C3 A2 4 1 2 8 5 7 6 Samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til 2030 Tillögur stýrihóps Stofnvegaframkvæmdir hámarks kostn. Stærri framkvæmdir milljónir kr. 1 Arnarnesvegur 1.000 2 Suðurlandsvegur 1.500 3 Reykjanesbr., Krýsuv.-Álftanesv. 6.500 4 Hafnarfjarðarvegur 7.000 5 Vesturlandsvegur 1.000 6 Reykjanesbraut/Bústaðavegur 1.000 7 Sæbraut/Vogabraut 2.000 8 Miklabraut 20.000 Stærri framkvæmdir samtals 40.000 Minni framkvæmdir milljónir kr. 1 Bústaðavegur 2 Miklabraut, austan Kringlumýrarbrautar 3 Kringlumýrarbraut, norðan Miklubrautar 4 Kringlumýrarbraut við Nýbýlaveg 5 Hafnarfjarðarvegur Minni framkvæmdir samtals 3.000 Stofnvegaframkvæmdir samtals 43.000 Borgarlína kostnaður Leiðir milljónir kr. B2 Leið B2, 12,6 km 16.300 C3 Leið C3, 7,4 km 9.400 A2 Leið A2, 10,4 km 12.600 C2 Leið C2, 4,5 km 5.600 Samtals (35 km) 43.900 R EY K JAV Í K S E L- TJA R N A R - N ES H A F N A R FJ Ö R Ð U R GA R Ð A BÆ R K Ó PAVO GU R M OS F E L LS BÆ R Heimild: Samráðshópur SSH, Vegagerðar og samgönguráðuneytis Hrafnkell Á. Proppé Jónas Snæbjörnsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Vegagerðar- innar, segir framhaldið í vegafram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu munu skýrast þegar samgöngu- áætlun verður kynnt í haust. „Þetta er undirbúningur að því hvernig staðið verður að borgarlínu. Það er verið að bera saman kosti svo menn hafi heild- arsýn á hvernig vegagerð verður næstu 20-30 ár, með eða án borgar- línu. Hún er komin inn á svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins en er enn til umræðu vegna vinnu við aðalskipulag sveitarfélaganna. Samstarfshópur SSH og samgöngu- ráðuneytið vinna að því. Vegagerð- in fylgir þar með ráðuneytinu. Það er ekki komið að því að ákveða fjár- veitingar.“ Samkvæmt tillögum samráðs- hópsins, sem fjallað er um í grein hér fyrir ofan, er gert ráð fyrir átta framkvæmdum við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til 2030. Við það bætast minni framkvæmdir við stofnvegi og gerð samgöngustíga og forgangsakreina. Jónas segir aðspurður gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og á Sæbraut við nýja Vogabyggð. Á við nokkur mislæg gatnamót Þá segir Jónas að með því að leggja Miklubraut í stokk séu gerð mislæg gatnamót við Miklubraut/ Kringlumýrarbraut og Miklubraut/ Lönguhlíð. Þá muni stokkur á Hafnarfjarðarvegi fela í sér mislæg gatnamót við Hafnarfjarðar- veg/Vífilsstaðaveg og Hafnar- fjarðarveg/Lyngás. Samkvæmt tillögunum er áætlað að framkvæmdir við Reykjanes- braut í gegnum Hafnarfjörð kosti frá 6,5 milljörðum. Þær fela líka í sér gerð mislægra gatnamóta. Til upprifjunar gerðu sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin með sér samkomulag árið 2012 um að draga úr uppbygg- ingu samgöngumannvirkja en efla í staðinn almenningssamgöngur. Með nýrri samgönguáætlun tekur við nýtt framkvæmdaskeið. Stokkar ígildi mis- lægra gatnamóta  Vegagerðin undirbýr framkvæmdir Jónas Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.