Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 35
Birna sat í stjórn Lands- sambands heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana 2002-2010 og var formaður síðustu árin. Hún var varabæjarfulltrúi í Kópavogi 1990-93, bæjarfulltrúi 1993-2000 og sat í félagsmálaráði Kópavogs fyrir Alþýðubandalagið og síðan Fram- sóknarflokkinn til 2004. Birna var kjörin formaður dans- nefndar ÍSÍ 1994 og síðan fyrsti formaður Dansíþróttasambands Ís- lands til 2006, er heiðursfélagi DSÍ og handhafi gullmerkis ÍSÍ. Birna sat í stjórn Fræðagarðs, stéttarfélags innan BHM 2011- 2016, sat í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík 2012-2016, er alþjóðafulltrúi Landssambands eldri borgara frá 2014, er fulltrúi samstarfsnefndar norrænu eldri borgara samtakanna frá 2014 í nefndum Age-Platform, um heil- brigða öldrun og öldrun með virð- ingu, og er félagi í U3a í Reykja- vík. Birna var formaður deildar Nor- ræna félagsins í Kópavogi, situr í stjórn Norræna félagsins á Íslandi sem gjaldkeri frá 2011. Hún var kjörin í varastjórn og síðan stjórn Sambands íslenskra samvinnu- félaga 1988, situr í stjórn deildar Kaupfélags Suðurnesja og á sæti í fulltrúaráði Háskólans á Bifröst. Hún er Rótarýfélagi frá 2000, er í Rótarýklúbbnum Borgir í Kópa- vogi og var formaður Rótarýsjóðs- ins á Íslandi 2012-2016. Hún er nú starfandi formaður starfsnefndar velferðarráðuneytisins um breytt greiðslufyrirkomulag íbúa dvalar og hjúkrunarheimila frá 2016. Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Haukur Ingibergsson, f. 9.2. 1947, eldri borgari. Foreldrar hans voru Þor- gerður Hauksdóttir, f. 3.10. 1920, d. 22.10. 1997, handavinnukennari á Akureyri, og Ingiberg Jóhannes- son, f. 10.11. 1919, d. 16.4. 1991, iðnverkamaður á Akureyri. Sonur Birnu og Hauks var Guð- mundur Óli Hauksson, f. 16.2. 1983, d. 30.9. 1992. Sonur Birnu og Jóns Þórs Ein- arssonar er Bjarni Tómas, f. 24.9. 1970, viðskiptafræðingur og lög- giltur fasteignasali, búsettur í Garðabæ, í sambúð með Lilju Arn- ardóttur flugfreyju og eru dætur Bjarna Tómasar af fyrra hjóna- bandi Selma Rún, og Hildur Eva, en eldri börn Lilju eru Sóley og Pétur. Börn Hauks af fyrra hjónabandi eru Bergþór, f. 1970, eðlisfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Ás- laugu Bjarnadóttur en sonur þeirra er Bjarni og börn Bergþórs frá fyrri sambúð eru Breki og Ant- onía, en dóttir Áslaugar er Iðunn; Þorgerður, f. 1971, hjúkrunarfræð- ingur í Eyjafjarðarsveit, gift Gísla B. Úlfarssyni og eru börn þeirra Berglind Björk, Haukur Gylfi og Hildur Marín, en dóttir Gísla er Embla Rán; Guðjón, f. 1976, fé- lagsfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Hugrúnu Hjaltadóttur og eru börn þeirra Hulda og Egill, og Helga, f. 1978, lögfræðingur í Kópavogi, í sambúð með Geir Gestssyni en synir þeirra eru Guð- mundur Hrafn og Árni. Kjörsystir Birnu er Hildur Hall- dóra, f. 17.2. 1966, kennari í Mos- fellsbæ, gift Þórði Elefsen og eru börn þeirra Snorri Magnús, Ingi- björg Marie og Eberg Óttarr. Foreldrar Birnu voru Bjarni Tómasson, f. 10.1. 1918, d. 4.3. 1994, framkvæmdastjóri og banka- útibústjóri, og Ida Ingibjörg Tóm- asdóttir, f. 12.2. 1920, d. 1.3. 2014, læknafulltrúi. Þau voru búsett í Reykjavík til 1971, síðan í Garða- bæ til 1998 en Ida bjó síðustu ævi- árin í Kópavogi. Birna G. Bjarnadóttir Katrín Jónsdóttir húsfr. á Torfastöðum í Grafningi Sveinn Arnfinnsson b. í Grafningi í Árneshreppi Ingibjörg Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Tómas Guðmundsson sjóm. í Rvík Ida Ingibjörg Tómasdóttir læknafulltrúi í Garðabæ Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona í Rvík Guðmundur Jónsson póstur og b. í Borgarnesi Jón Tómasson framkv.stj. Efnalaugar Rvíkur Katrín Hulda Tómasdóttir hjúkrunarkona í Rvík Tómas Jónsson bókhaldari í Rvík Ingibjörn Tómas Hafsteinsson verslunarm. í Rvík Bergur Tómasson endurskoðandi Rvíkurborgar Hafsteinn Sverrir Tómasson húsamiður í Rvík Hallfríður Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Stefán Bergsson endurskoðandi í Rvík Bjarni Ólafsson kennari við Laugarnesskóla, námsstjóri og lektor við KÍ Ásthildur Tómasdóttir einkaritari forstj. SÍS Hilmar Harrý Tómasson netagerðarm. í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir vinnuk. á Svarfhóli í Stafholtstungum og á Þursstöðum á Mýrum Júlíana Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Bjarni Björnsson húsb. í Rvík Bjarnína Guðrún Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Tómas Jónsson forstj. í Rvík Hólmfríður Árnadóttir húsfr. í Rvík Jón Tómasson sjóm. í Rvík Úr frændgarði Birnu G. Bjarnadóttur Bjarni Tómasson útibússtj. í Garðabæ Guðmundur Óli Ólafsson sóknarpr. og prófastur í Skálholti Svanlaug Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Jón Ísleifsson bankam. í Reykjanesbæ ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 Skapaðu þinn eigin stíl með Edge skápaeiningunum frá Hammel. Ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum. Þú velur hvort þú hengir skápana upp á vegg eða setur fætur undir. Dönsk hönnun og framleiðsla. Sigurður Jóhannsson fæddist áHofsstöðum í Miklaholts-hreppi 16.3. 1918, sonur Jó- hanns Bjarna Hjörleifssonar, bónda þar, síðar verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, og k.h., Sigríðar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhann Bjarni var sonur Hjörleifs Björnssonar, bónda á Hofsstöðum, og k.h., Kristjönu Elísabetar Sigurð- ardóttur húsfreyju, en Sigríður Jó- hanna var dóttir Sigurðar Guð- mundssonar, bónda á Ystu-Görðum í Fremri-Hundadal í Dalasýslu, og k.h., Kristínar Jóhönnu Þórðar- dóttur húsfreyju. Sigurður kvæntist 1951 Stefaníu Guðnadóttur bankaritaa sem lést 1997. Sonur þeirra er dr. Skúli Sig- urðsson vísindasagnfræðingur. Sigurður vann við vegagerð á ung- lingsárum. Hann lauk stúdentsprófi 1937 og lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1942 en komst ekki heim vegna stríðsins fyrr en 1945. Hann var verkfræðingur hjá Arbejds- og Soci- alministeriets Beskæftigelsecentral, Ingeniörkontoret í Kaupmannahöfn 1942-43 og við Indalsälvens Regler- ingsföreningen í Stokkhólmi 1943- 45. Sigurður hóf störf hjá Vegagerð ríkisins við heimkomuna. Hann var verkfræðingur þar 1945-56 og gegndi embætti vegamálastjóra frá 1956 og til æviloka. Þá var hann kennari í stærðfræði við MR 1947- 55, prófdómari þar 1961-65 og við verkfræðideild HÍ 1974-76. Sigurður sat í hafnarstjórn Reykjavíkur 1946-50, var ráðunaut- ur félagsmálaráðuneytis um vatns- veitumál, formaður Verkfræðinga- félags Íslands 1972-74, sat í stjórn Nordisk Vejteknisk Forbund 1956- 76, var formaður Íslandsdeildar nor- ræna vegatæknisambandsins 1956- 76, sat í skipulagsnefnd ríkisins á sama tíma, var formaður svæðis- skipulagsnefndar Reykjavíkur og nágrennis 1964-76, átti sæti í al- mannavarnaráði 1963-76 og var for- seti Ferðafélags Íslands frá 1961-76. Sigurður lést 2.10. 1976 Merkir Íslendingar Sigurður Jóhannsson 90 ára Bjarni Sverrir Kristjánsson 85 ára Guðný S. Aðalbjörnsdóttir Jónína Einarsdóttir 80 ára Berta Guðmundsdóttir Inga Lára Guðmundsdóttir 75 ára Auðbergur Jónsson Daði Guðmundsson Örn Byström Jóhannsson 70 ára Anna Frímannsdóttir Birna G. Bjarnadóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir Gunnar Gunnarsson Margrét J. Björnsdóttir Nikolay Gagunashvili Ólafur Ólafsson Stefanía Harðardóttir Þórhallur Leifsson 60 ára Agnes Eydal Bjarni B. Guðmundsson Guðni Jóhann Maríusson Hildur Sigurðardóttir Hjörtur Ragnar Hjartarson Kolbrún Eggertsdóttir Magnús Geir Helgason Ómar Árnason Sigríður Ragnarsdóttir Steinunn Gunnarsdóttir Torfi Smári Traustason 50 ára Aðalbjörg Guðjónsdóttir Grímlaugur Björnsson Guðmundur S. Jónsson Halldór Guðmann Karlsson Magnús Haraldsson Páll Svavar Pálsson Ragnheiður Valgarðsdóttir Reynir Reynisson Ricardas Juska Sigríður Sif Sævarsdóttir Svava B. Sigurjónsdóttir Sveinn Sveinsson 40 ára Anna R. Jónsdóttir Axel Guðni Úlfarsson Birna Katrín Hallsdóttir Brynjar Gunnarsson Brynjólfur Þór Jónsson Chad Curtis Jason Einar Guðberg Jónsson Guðjón Kristinn Ólafsson Guðrún Ása Kristleifsdóttir Izabela Lewandowska Joanna Mierzejek Karol Robert Stefanowicz Ricardo Jose Dos Santos Rúnar Páll Gígja Tumi Þór Jóhannsson Virginija Navickiené Þórunn Viðarsdóttir 30 ára Agnieszka Rybakiewicz Andri Jónsson Andri Kristjánsson Anna Sveinlaugsdóttir Daniele Basini Elisabeth Patriarca Kruger Gróa Sif Jóelsdóttir Guðmundur G. Birgisson Gunnar Örn Marteinsson Helena Björnsdóttir Ingars Vagalis Kjell Þórir Seljeseth Klára Kalkusova Kolbrún Hanna Árnadóttir Louise Sondrup Jensen Michael Þór Paoli Salóme Tara Guðjónsdóttir Segundo D. Chavez Prevost Steinunn Adolfsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Salóme ólst upp í Reykjavík, býr í Garðabæ, lauk MAcc-prófi í reikn- ingskilum og endur- skoðun frá HÍ og er bók- ari hjá ORF Líftækni hf. Dætur: Þóra Karen Jóns- dóttir, f. 2011, og Harpa Maren Jónsdóttir, f. 2015. Foreldrar: Guðrún Hall- dóra Antonsdóttir, f. 1967, ræstitæknir, og Guðjón Valdimarsson, f. 1960, pípulagninga- maður. Salóme Tara Guðjónsdóttir 30 ára Gunnar Örn ólst upp á Höfn í Hornafirði, býr þar, lauk fiskimanna- prófinu frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og er stýrimaður á Vigur SF- 80. Maki: Viktoría Ósk Jó- hannesdóttir, f. 1994, nemi og sundkennari. Foreldrar: Marteinn Lúth- er Gíslason, f. 1965, og Þorbjörg Gunnarsdóttir, f. 1969, en þau reka eigið fyrirtæki á Höfn. Gunnar Örn Marteinsson 30 ára Gróa Sif býr á Akranesi, lauk prófi í fata- hönnun frá Marbella De- sign Academy, útskrif- aðist sem leiðsögumaður og er það á eigin vegum. Maki: Sigurmon Hartman Sigurðsson, f. 1989, tón- listarmaður. Dóttir: Karitas Björk, f. 2015. Foreldrar: Jóel Friðrik Jónsson, f. 1952, og Þur- íður Steinþórsdóttir, f. 1958. Gróa Sif Jóelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.