Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 13
Skúlptúr Púða-skúlptúr úr þæfðri íslenskri ull. Innblásið af stuðlabergi. sprengjan mér til happs því er- lendu ferðamennirnir keyptu mik- ið af ullarvörum.“ Engu að síður sneri þau hjón- in aftur til Utrecht, þar sem Hanna hefur í nokkur ár rekið gallerí í miðborginni ásamt öðrum listamönnum og hönnuðum. Hún unir hag sínum vel og er með ýmsar hugmyndir á prjónunum að nýjum vörum í Hönnu felting- línuna sína. Í haust stendur svo fyrir dyr- um að kynna heimilisvörur úr þeirri línu á textílsölusýningu í París. Sýningin Ullarlag verður opnuð kl. 17, í dag, föstudaginn 16. mars, og stendur til kl. 20 í Kex Hostel/ Gamla Nýló, Skúlagötu 28, 1. hæð. Laugardaginn 17. mars er opið frá 11-17, og sunnudaginn 18. mars frá 13-17. Rauður himinn Veggteppi unnið úr þæfðri merinóull og bómullar-jersey. Morgunblaðið/Hari DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Í tilefni af Hönnunarmars verður opn- uð sýningin Í leikjaheimi – Íslenskir tölvuleikir og hönnun þeirra kl. 13 í dag, föstudaginn 16. mars, í Borgar- bókasafninu Gerðuberg. Sýningin, sem stendur til 15. apríl, er helguð hönnun íslenskra tölvuleikja og sett upp í tengslum við námstefnuna Leikum okkur með menningararfinn sem haldin er sama dag á sama stað Þar munu leikjaiðnaðurinn, söfn og stofnanir koma saman og eiga sam- tal um leikjavæðingu náttúru- og minjasafna. Hægt verður að prófa þá leiki sem verið er að vinna að hér á landi með sérstaka áherslu á leiki sem leggja mikið upp úr hönnun. Síðdegis í dag, kl. 16, verður einnig opnuð sýning í Borgarbókasafninu Grófinni í tilefni af Hönnunarmars. Ex Libris -Mitt eigið bókasafn, nefnist hún og stendur til 29. maí. Sýningin er sett upp í samstarfi við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Landsbókasafn Íslands. Bókmerki ekki algeng sjón, en áður fyrr voru slík skrautmerki hönnuð af listafólki og sett innan á bókakápur til að tilgreina eiganda þeirra. Þetta eru menningarverðmæti sem gaman er að kynna betur fyrir yngri kynslóð- inni og því þótti kjörið að fá nem- endur við Myndlistaskólann í Reykja- vík til að spreyta sig á hönnun bókmerkja með skírskotun í hefðina en um leið með skýra tengingu inn í nútímann. Sýningar í Borgarbókasöfnunum Gerðubergi og Grófinni Leikjaprófun Hægt verður að prófa leiki sem verið er að vinna að hér á landi. Tölvuleikir og eigið bókamerki Skáldverk enska rithöfundarins Graham Greene (1904-1991) eru uppfull af glæpum og glæpa- mönnum, en Greene er af mörgum talinn einn besti rithöfundur 20. aldar. Kl. 12-13 í dag, föstu- daginn 16. mars, ætlar Gregory Alan Phipps, lektor í ensku, að fjalla um hinar marglaga lýsingar á glæpum í verkum Greene í stofu 007 í Veröld – Húsi Vigdísar. Fyrsta bók Greene, The Man Within, þykir hafa mörg einkenni sem urðu gegnumgangandi í bókum hans; eltingaleikir, svik, sektarkennd og mistök. Fyrirlesturinn, sem er á ensku, er hluti af fyrir- lestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum um bókmenntir og menningu. Veröld – Hús Vigdísar Graham Greene Glæpir Graham Greene Nóvember 2010. Göngutúrum Rauðavatn með vin-konu minni og hundinumhennar. Heiðskírt, kalt og snjór yfir öllu. Já, það getur stund- um leynst fegurð á höfuðborgarsvæð- inu yfir vetrartímann. En hugur minn var annars staðar, langafi minn hafði nefnilega andast fyrr í vikunni. Spurður fregna í miðjum göngu- túrnum ákvað ég að létta á mér. „Langafi minn var að deyja,“ sagði ég. „Ég samhryggist,“ sagði hún. Svo, eftir stutta þögn; „En þú virðist nokkuð ánægður með það.“ Svarið kom flatt upp á mig, en um leið áttaði ég mig á því hvað hún meinti, ég hafði fundið það sjálfur. Varirnar á mér höfðu nefnilega herpst saman í eitt- hvert virkilega asnalegt bros – ég veit ekki hversu vel heppnað, en sannfær- andi var það greinilega. Ekki man ég eftir að hafa rætt þetta neitt frekar. Ég hlýt að hafa náð að afmá brosið, og hún hlýtur að hafa velt því fyr- ir sér hvers konar siðblindu ég glímdi eiginlega við. Ég vissi hins vegar það sem rétt var, og hún ef til vill líka; að ég kunni ekki annað. Ég náði að láta þessi orð falla og hvað átti ég svo að gera; fella tár? Vera leiður? Ekki að ræða það. Eins mikið og ég kann að hafa viljað það þá var eitthvað miklu sterkara til staðar inni í mér, sem tók það ekki í mál. Þessi minning er ein þeirra sem leitað hafa á hugann eftir að hafa fylgst með hugrökkum körlum á sam- félagsmiðlum ræða opinskátt um reynslu sína af skaðlegum viðmiðum samfélagsins um karlmennsku. Karlmenn sem misst hafa börn en ekki getað grátið nema í einrúmi. Karlmenn sem farið hafa á mis við draumastörf sín þar sem þau þóttu of kvenleg. Karlmenn sem hafa hreinlega ekki hugmynd um hvernig þeim líður, svo djúpt er þeim innrætt að ekkert megi vera að. Og hvað gera konurnar, á sama tíma og átakið #karl- mennskan fer eins og eldur í sinu um netheima? Þær styðja okkur auðvitað. Þær vita nefnilega betur, og af eigin raun, að þegar við brjótum á bak aftur úreld og eitruð viðhorf samfélagsins til kynjanna, þá vinna allir. »Karlmenn sem hafahreinlega ekki hug- mynd um hvernig þeim líður, svo djúpt er þeim innrætt að ekkert megi vera að. Heimur Skúla Skúli Halldórsson sh@mbl.is Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.