Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 16. MARS 75. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Dýrasta húsið í Árbænum? 2. „Það var bara allt í blóði“ 3. Fundu lík eiginkonu nóbels … 4. HM-búningur frumsýndur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þriðja bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði hefst í dag. Hún er í ár helguð Guðrúnu Helgadóttur og verð- ur kvikmynd byggð á bók hennar um Jón Odd og Jón Bjarna sýnd í Bæjar- bíói á morgun kl. 14. Klukkustund fyrr skora leikarar myndarinnar Víti í Vestmannaeyjum, sem byggist á bók Gunnars Helgasonar, á krakka í víta- spyrnukeppni. Markmið hátíðarinnar er að minna á mikilvægi lestrar og bóka og tengsl þeirra við kvikmyndir. Nánari upplýsingar á hafnarfjordur.is. Bóka- og bíóhátíð barnanna hefst í dag  Gulur lottó- standur gengur í endurnýjun líf- daga og þjónar sem bæklinga- standur fyrir 20 nýja bæklinga eft- ir jafnmarga lista- menn á sýning- unni Bæklingar sem opnuð verður í Open á Granda- garði 27 í kvöld kl. 20. Um er að ræða fyrstu opnun Open sem er vinnustofa og sýningarrými Arnars Ásgeirs- sonar, Hildigunnar Birgisdóttur, Unu Margrétar Árnadóttur og Arnar Alex- anders Ámundasonar. Fyrsta opnun í Open Á laugardag Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Suðlæg átt og rigning með köflum um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-15, hvassast og rigning SA- lands. Úrkomulítið V-lands, léttir til á Norðurlandi. Hiti 3 til 9 stig. VEÐUR „Liðið er tækifæri fyrir leik- menn til að stíga milliskrefið frá yngri landsliðunum og upp í A-landsliðið en er einnig vettvangur fyrir þá sem detta út úr myndinni í A-liðinu til þess að vinna sér sæti þar á nýjan leik. Þetta er frábært tækifæri fyrir strákana í lið- inu að fá tækifæri til þess að mæta góðum landsliðum,“ segir Einar Guðmundsson, þjálfari B-landsliðs karla í handknattleik. »4 Tækifæri til að stíga milliskrefið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að vinna sig upp um að minnsta kosti 2-3 högg í dag til að komast í gegn- um niðurskurðinn á Founders Cup LPGA-mótinu í golfi í Phoenix. Ólafía lék á +2 höggum í gær en hún var á pari þegar kom að lokaholunni þar sem hún fékk skramba. Áður hafði Ólafía fengið þrjá fugla og þrjá skolla á þessum fyrsta hring mótsins. » 1 Skrambi á lokaholunni kom Ólafíu í koll ÍR og KR komust í gær yfir í einvígum sínum í 8-liða úrslitum Dominos- deildar karla í körfubolta þegar úr- slitakeppnin hófst. ÍR-ingar hófu „hefndarför“ sína gegn Stjörnunni með því að vinna sex stiga sigur á heimavelli, 79:73, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. KR-ingar stungu Njarðvík af í seinni hálfleik og unnu 89:74. »2 og 3 Reykjavíkurliðin komin með frumkvæðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég fékk súpernýra frá góðum vini og gæti ekki verið heppnari. Ef ekki verða nein eftirköst segja læknar að þetta gefi mér fimmtán til tuttugu ára viðbót á lífið, sem er stórkost- legt,“ segir Hilmar Hólmgeirsson, bílasali í Reykjavík. Í síðustu viku var á Landspítalanum grætt í hann nýra en í eitt og hálft ár hefur legið fyrir að hann þyrfti slíkt til að eiga líf og framtíð. Það var þó hreint ekki sjálfgefið að nýra sem hentaði Hilm- ari fyndist. Vinátta frá í barnaskóla Hilmar Hólmgeirsson og Gunnar Árnason, hljóðmaður og upptöku- stjóri, eru frá Selfossi og kynntust strax í barnaskóla. Voru einnig sam- an í hljómsveitum og slíku svo þeirra í millum mynduðust sterk bönd. Að Gunnar skuli gefi Hilmari vini sínum nýra segir allt sem segja þarf um sterka vináttu þeirra. „Fyrir um tveimur árum greindist ég með nýrnabilun sem má meðal annars rekja til sykursýki sem ég hef haft síðan í barnæsku. Haustið 2016 var nýrnastarfsemin orðin mjög lé- leg og í fyrrahaust þurfti ég að byrja í blóðskilun á spítala þrisvar í viku. Þá varð líka ljóst að ég þyrfti ígrætt nýra og af stað fór ferli sem nú sér loks fyrir endann á,“ segir Hilmar. Fyrst var þess vænst að bróðir Hilm- ars, Stefán Þór, gæti gefið nýra en viku fyrir áformaða ígræðslu síðast- liðið vor reyndist sá möguleiki ekki fyrir hendi. Þá var málið aftur komið á núllpunkt en svo fór að fram steig traustur vinur og gerði kraftaverk. Vinmargur maður Gunnar Árnason var harðákveðinn strax frá fyrstu stundu og tilbúinn að gefa Hilmari nýra sitt þegar hann frétti hver staðan væri. „Hilmar varð fimmtugur 18. júní í fyrra og nýrað nýja var afmælisgjöf mín til hans. Við stimpluðum okkur inn og svo fór ég í rannsóknir sem tóku nokkrar vikur. Fyrst var blóðflokkurinn tékkaður og við báðir í A+ og þar með gat ég haldið áfram og náð alla leið. Það er ævintýri að hafa getað lagt vini sínum lið með þessu móti. Það var aldrei neinn efi í mínum huga – og þó gerðu félagsráðgjafar, sálfræðingar og aðrir mér ljóst hvaða vegferð þetta væri. Ég lít ekki á mig sem hetju. Þetta voru ekki ein- hver snögg viðbrögð mín sem björg- uðu lífi Hilmars heldur var nægur tími til stefnu. Hann er vinmargur maður þannig að ef ég hefði ekki gef- ið mig í þetta eða við hefðum ekki passað saman þá hefði örugglega einhver annar góður vinur gefið sig fram,“ segir Gunnar. Loks kom svo að aðgerðinni sem var gerð á Landspítalanum á þriðju- dag í síðustu viku, 6. mars. Fyrst var Gunnari rúllað inn á skurðstofuna og nýra hans tekið. Síðan fór Hilmar inn einum og hálfum tíma síðar og fékk hið mikilvæga líffæri grætt í sig. Að- gerðina gerði Jóhann Jónsson, yfir- læknir við sjúkrahúsið í Inova í Virg- iníu í Bandaríkjunum, sem reglulega sinnir aðgerðum sem þessum hér heima. Þumall er sigurtákn „Þetta gekk ljómandi vel og þegar ég kom svo úr aðgerðinni og svæf- ingu var Gunnar fyrsti maður sem ég sá. Hann sendi mér þumalinn – sig- urtáknið – og þá vissi ég að þetta væri allt í þessu fína,“ segir Hilmar, sem útskrifaðist af sjúkrahúsi nú í byrjun vikunnar en er undir eftirliti lækna. Þeir félagar eyða dögunum nú gjarnan saman en tvo til þrjá mánuði þarf til þess að ná aftur fyrri styrk. „Svo er sumarið og lífið sjálft fram undan með öllum sínum ævintýrum þó svo ég verði að fara mér heldur hægar en áður og lifa í samræmi við nýjar aðstæður.“ Lífið sjálft er fram undan  Hilmar Hólmgeirsson fékk nýtt nýra sem vinargjöf í tilefni af fimmtugsafmæl- inu  Gengust undir aðgerðir á Landspítala  Viðbót við lífið en nýjar aðstæður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bros Hilmar Hólmgeirsson t.v. og Gunnar Árnason. „Aldrei efi í mínum huga,“ segir Gunnar um líffæragjöfina. Ljósmynd/Úr einkasafni Æskuvinir Hilmar og Gunnar sam- an á góðri stundu 12 ára gamlir.  Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir verður með tvær myndasögusmiðjur um helgina. Á morgun milli kl. 12 og 16 verður hún í Bókasafni Reykjanes- bæjar í tengslum við sýninguna Gaman- drama. Í Hafnarborg á sunnudag kl. 14 kennir hún krökk- um á aldrinum 9- 12 ára að búa til sögur í orðum og myndum. Lóa Hlín með tvær myndasögusmiðjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.