Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
✝ Guðlaug Sæ-mundsdóttir
fæddist á Fljótsdal í
Fljótshlíð 24. októ-
ber 1939 en fluttist
að Heylæk í sömu
sveit ásamt fjöl-
skyldunni ung að
aldri. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Fossvogi
5. mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guðlaug Einars-
dóttir frá Reykjavík, f. 9.5. 1915,
d. 24.6. 2007, og Sæmundur Úlf-
arsson frá Fljótsdal, f. 27.8.
1905, d. 16.2. 1982. Systur Guð-
laugar eru Anna Sigurveig, f.
19.4. 1938, Ingibjörg, f. 2.7.
1941, Aðalheiður, f. 15.12. 1942,
Ásdís, f. 9.1. 1946, Elín Kristín,
f. 15.8. 1952, og Eyrún Ósk, f.
4.4. 1957.
Á Þorláksmessu árið 1960
giftist Guðlaug Yngva
Þorsteinssyni húsasmíðameist-
ara, f. 18.5. 1935, d. 2.4. 2010 frá
Drangshlíðardal, hann var son-
Guðrúnu S. Helgadóttur, f. 26.7.
1973, þær eiga Gunnlaug
Yngva, f. 12.11. 2008, og Guð-
nýju Björgu, f. 12.10. 2010.
Guðlaug ólst upp á Fljótsdal í
Fljótshlíð og síðar á Heylæk,
þar sem hún tók virkan þátt í
bústörfum á býli foreldra sinna
alveg fram til 1975 þegar þau
seldu jörðina og fluttu á Hvols-
völl.
Á yngri árum vann Guðlaug
við ýmis störf svo sem við skóg-
rækt, fiskvinnslu og hótelstörf.
Hún hóf búskap með Yngva í
Vestmannaeyjum í kringum
1960 en síðar byggðu þau sér
hús á Hellu sem þau bjuggu í
uns þau fluttu til Reykjavíkur
árið 2003 og bjuggu þar til ævi-
loka.
Eftir að Guðlaug eignaðist
dæturnar var hún heimavinn-
andi. Þegar eldri dæturnar tvær
voru komnar á skólaaldur hóf
hún störf á leikskólanum á Hellu
sem varð hennar helsta ævi-
starf, þar starfaði hún í yfir tutt-
ugu ár en einnig sá hún um
ræstingar í útibúi Búnaðar-
banka Íslands á Hellu í um tutt-
ugu og fimm ár.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 16.
mars 2018, og hefst athöfnin kl.
13.
ur hjónanna Þor-
bjargar Guðjóns-
dóttur frá Raufar-
felli, f. 10.10. 1905,
d. 8.8. 1969, og Þor-
steins Jónssonar
frá Drangshlíðar-
dal, f. 13.1. 1912, d.
18.6. 2000.
Dætur Guðlaug-
ar og Yngva eru
þær 1) Guðlaug
Yngvadóttir, f.
31.10. 1967, í sambúð með Stein-
ari Gíslasyni, f. 9.6. 1966, hún á
einn son, Magnús Yngva, f. 1.7.
1992, með Einari Inga Magnús-
syni, sambýliskona Magnúsar
Yngva er Kristín Dögg Ey-
steinsdóttir, þau eiga tvær dæt-
ur Rebekku Sif og Fanndísi
Mist. 2) Þorbjörg Yngvadóttir, f.
22.2. 1973, í sambúð með Davíð
Sigurðssyni, f. 19.11. 1964. Dav-
íð á einn son, Sigurð Má, f. 24.9.
1984, sambýliskona hans er Ing-
unn Einarsdóttir og eiga þau
eina dóttur, Emmu Ólavíu. 3) El-
ín Yngvadóttir, f. 3.1. 1975, gift
Elsku amma, mamma og
tengdamamma, við söknum þín
svo mikið. Við trúum því að nú
sértu komin til himna, laus við
þrautir og njótir þess að vera
með afa Yngva og öðrum góðum
englum. Við trúum því líka að þið
vakið yfir okkur og verndið. En
allar góðu minningarnar um þig
eigum við eftir og geymum þær í
hjörtum okkar. Við erum dugleg
að tala um þig og rifja upp allar
frábæru stundirnar sem við átt-
um saman. Við höfum fengið að
njóta lífsins með þér, þú hefur
kennt okkur svo margt og kynni
við þig hafa gert okkur að betri
manneskjum. Gunnlaugur Yngvi
og Guðný Björg voru svo heppin
að fá að eiga þig að og þegar
Guðný Björg var lítil lést þú ekki
þitt eftir liggja og bjargaðir okk-
ur með pössun. Þetta átti nú að
vera millibilsástand en svo fór að
þú varst dagmamma hennar í
hálft ár. Þá léstu það ekki á þig fá
að búa hjá okkur og skreppa bara
stundum heim um helgar. Þú
varst alltaf svo dugleg að ferðast
með okkur, fara í ferðalög og
ekki var hægt að skreppa í bú-
stað nema þú kæmir með, það gaf
okkur svo mikið. Spilin voru aldr-
ei langt undan og einhvern veg-
inn fór það svo að börnin unnu
oftast þegar spilað var við ömmu.
Ófáar eru sauma- og prjónavör-
urnar sem hafa klætt okkur og
yljað og munu gera það áfram.
Þú varst alltaf með á prjónunum
og fengum við öll að njóta góðs af
því auk þess sem þú varst ólöt við
að reyna að kenna okkur hand-
bragðið þó að við munum senni-
lega aldrei komast í hálfkvisti við
þig.
Öllum leið okkur vel með þér
og aldrei var nokkur maður
svangur í kringum þig. Myndar-
legt heimili þitt stóð okkur alltaf
opið og við höldum að þér hafi
líka liðið vel hjá okkur, þannig
var samgangurinn. Þú varst
hjartahlý með eindæmum, úr-
ræðagóð, drífandi, ósérhlífin,
gefandi og skemmtileg kona.
Það er erfitt að kveðja en þú
verður áfram með okkur í anda.
Hvíldu í friði, elsku amma,
mamma og tengdamamma.
Guðný Björg, Gunnlaugur
Yngvi, Elín og Guðrún.
Ég hef átt gott líf, sagði
mamma stundum þessa síðustu
mánuði, ég held til þess að sann-
færa sig um að hún væri tilbúin
að fara yfir móðuna miklu frá
okkur og til að hitta pabba. Hún
hafði alltaf mikla trú á getu
lækna og taldi víst að þeir gætu
hjálpað sér en svo var ekki í þetta
sinn. Það var því mikið áfall þeg-
ar í ljós kom að meinvörp frá vél-
indakrabbameininu, sem hún
glímdi við fyrir þremur árum,
hefðu nú tekið sig upp í kviðar-
holinu og þeir hefðu engin ráð til
þess að hjálpa henni.
Hún var ótrúleg kona hún
mamma, algjör nagli eins og við
sögðum oft í vetur, alveg sama
hvað bjátaði á þá var alltaf stutt í
jákvæðni og léttleika. Hún fékk
fyrir þessa ljúfu lund og sterka
lífsvilja endalaust hrós frá
umönnunaraðilum sem hjálpuðu
okkur að annast hana þessa síð-
ustu mánuði.
Í gegnum tíðina tók hún oft
undir sinn væng þá sem minna
máttu sín og voru yfirleitt allir
velkomnir á hennar heimili. Það
var alla tíð best að koma til henn-
ar svangur því það var ómögulegt
annað en að þiggja eitthvað að
borða. Hún hristi veislur fram úr
erminni með brauð- og rjóma-
tertum svo ekki sé minnst á
pönnukökustaflana.
Hannyrðir léku í höndum
hennar og óteljandi eru peysur,
heimferðasettin og allt hitt sem
hún framleiddi gegnum árin.
Hún nýtti hverja stund sem gafst
síðustu vikurnar til að klára sjal
sem hún ætlaði tengdadótturinni
og garnið í sokka á öll barna- og
barnabarnabörnin var búið að
sækja fyrir hana því það var næst
á verkefnalistanum, enda bjart-
sýn kona með eindæmum.
Við mamma vorum alltaf góð-
ar vinkonur, henni mátti treysta
og hún sagði það sem henni
fannst um val á fatnaði og annað
slíkt. Hún var alltaf tilbúin að
hlusta og gefa ráð en tengda-
sonunum mátti ekki hallmæla og
helst var hún hrædd um að við
hugsuðum ekki nógu vel um þá
dæturnar, þó var algjör tilviljun
að síðasta matarboðið í Hvassa-
leitinu var fyrir þá, þó að við
fengjum að koma með því þeir
þáðu glaðir að borða með henni
sviðakjamma.
Mamma helgaði sig okkur
systrunum og heimilinu alla tíð,
var alltaf til staðar fyrir okkur og
vildi helst hafa alla í kringum sig
sem oftast. Hún elskaði það þeg-
ar við fórum öll saman í bústað og
vorum saman, án þess að vera að
flækja dagskrána neitt frekar
nema auðvitað með mat og tert-
um. Hún útdeildi til okkar systra
hlutverkum og verkefnum á sinn
hátt af ótrúlegri lagni og minnti
mig stundum á að „lífið væri ekki
bara saltfiskur“. Við áttum margt
sameiginlegt og deildum oft
sömu skoðunum á mönnum og
málefnum, það verður mér mikill
missir að geta ekki leitað ráða hjá
henni mömmu með hitt og þetta
eða bara rausa aðeins með henni,
það skarð fyllir enginn.
Við áttum líka eftir að fara í ut-
anlandsferðina margumtöluðu og
svo var bara svo gaman að fara
aðeins á kaffihús og kíkja saman í
búðir en þetta gerðum við alltof
sjaldan.
Ég bið algóðan guð að geyma
þig, elsku mamma, og styrkja
okkur í sorginni og tómleikanum
sem eftir situr, en hjá guði þarftu
ekki á neinum læknum að halda
og ég sé fyrir mér að pabbi hefur
tekið á móti þér opnum örmum
tilbúinn í að draga þig með sér í
ferðalag.
Þorbjörg.
Elsku mamma, þú varst besta
vinkona mín, ég gat sagt þér allt.
Þú ólst okkur systurnar vel upp,
allt sem þú kenndir okkur held
ég að hafi skilað sér. Það var allt-
af hægt að hringja í þig þegar
vantaði upplýsingar um matar-
gerð, prjónaskap, saumaskap,
barnauppeldi, garðrækt og bara
allt. Að koma fram við aðra, eins
og þú vilt að það sér komið fram
við þig. Það er erfitt að skrifa um
allt sem þú kenndir okkur.
Allt sem við ætluðum að gera
og ekki vannst tími til. Þú sagðir
að þú hefðir átt góða ævi og værir
sátt og sagðist vita að þú ættir
góðar dætur, en ekki svona góð-
ar.
Hella, besti uppvaxtarstaður
sem hægt er að hugsa sér og
mann skorti aldrei neitt. Þið
pabbi fóruð með okkur í útilegur
og kennduð okkur að ganga vel
um landið. Þú lifðir fyrir dætur
þínar, þú saumaðir á okkur föt,
gerðir allt með okkur, hvattir og
stóðst með okkur í öllu. Þú gerðir
líka mikið fyrir aðra og margir
eiga hannyrðir eftir þig.
Prinsinn „okkar“ hann Magn-
ús Yngvi fæddist, það var ekki
bara ég sem eignaðist barn, held-
ur líka þú, pabbi og systur mínar.
Magnús Yngvi bjó hjá ykkur þeg-
ar hann var í skóla í Reykjavík og
það var sko stjanað við hann.
Alltaf var amma (þú) önnur
mamma hans, þú gerðir allt fyrir
hann og svo hann fyrir þig þegar
þar að kom.
Það var nú ekkert leiðinlega
þegar Rebekka Sif fór að tala og
kallaði þig löngu og þið áttuð
margar góðar stundir saman
þegar Magnús Yngvi kom til þín
og eldaði fyrir ykkur. Fanndís
Mist gladdi þig líka.
„Amma Gulla“ kölluðu allir á
Hellu þig, það áttu allir ömmu á
leikskólanum en Magnúsi Yngva
fannst þetta nú eitthvað skrítið
og sagði: amma, ert þú virkilega
amma allra þessara barna?
Síðustu árin voru ekki alltaf
auðveld fyrir þig, þú lést það ekki
aftra þér og dröslaðist með okkur
systrum í ýmislegt. Þú varst líka
alltaf að prjóna, hekla og taka á
móti gestum. Ef þú komst ekki
með varðst þú samt að fá að fylgj-
ast með og elskaðir að fá snapp
eða myndir á Facebook frá okk-
ur.
Já, heimili þitt var líka opið
fyrir öllum, systrum þínum,
systrabörnum og bara öllum. Það
var ýmislegt brallað í eldhúsinu á
Laufskálum, saumaskapur,
klippingar, litun, lagningar,
permó svo má ekki gleyma allri
matargerðinni, bakstur, slátur,
bjúgu, kæfugerð, sultur, saft og
fleira.
Þið pabbi leigðuð einn vetur í
Kópavogi og keyptuð svo í
Hvassaleitinu. Það sumarið vor-
uð þið hjá okkur Steinari í Mosó
og líkaði vel. Hvassó var svo
griðastaður fjölskyldunnar.
Öll matarboðin og kaffisam-
sætin, elsku mamma, þú vildir
hafa alla saman. Þú áttir líka góð-
ar vinkonur sem komu og
hringdu í þig, sumar daglega.
Við dætur þínar eyddum
löngum stundum með þér síðustu
mánuðina, spiluðum rommí og
lögðum á þér hárið svo að þú litir
vel út, svo ekki sé minnst á vara-
litinn.
Ég gæti skrifað endalausar
minningar um þig, elsku mamma,
þú kletturinn minn, fyrirmyndin
mín.
Besta mamma, tengda-
mamma, amma og langamma í
heimi og eins og ég sagði alltaf
við þig, mamma þú ert mér allt.
Nú ertu komin á betri stað þar
sem allir þínir taka á móti þér
opnum örmum.
Elska þig, elsku besta mamma
í heimi. Þín
Guðlaug (Gulla).
Þegar ég kveð þig, amma mín,
reyni ég að horfa í gegnum tárin
og sorgina en um leið rifja ég upp
allar þær frábæru stundir sem
við áttum saman. Þessar stundir
voru gríðarlega margar og
skemmtilegar. Ég hef alla tíð litið
mikið upp til þín, t.d. á uppvaxt-
arárum mínum þegar við vorum
að fara eitthvað fínt út varð ég að
setja upp varalit alveg eins og þú.
Í gegnum tíðina hefur þú verið
mér mikill kennari enda full af
fróðleik. Þú kenndir mér allt frá
því að spila á spil upp í það að
taka eins og tíu slátur. Við höfum
gert ansi margt saman í gegnum
tíðina og er ég gríðarlega þakk-
látur fyrir allar þær stundir.
Ég mun alltaf muna eftir þér,
amma mín, og þú munt alltaf eiga
góðan stað í hjarta mínu. Ég ætla
að biðja guð að taka þér opnum
örmum og leyfa þér að hvíla í
friði með afa gamla þér við hlið.
Þinn ömmustrákur,
Magnús Yngvi.
Þegar náfrænka mín og vin-
kona er öll langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum eins
hlýlegum og mér er mögulegt.
Við höfum þekkst frá því við
munum fyrst eftir okkur og erum
systkinadætur. Hún er ein af sjö
dætrum Sæmundar Úlfarssonar
frá Fljótsdal í Fljótshlíð og konu
hans Guðlaugar Einarsdóttur.
Ég er dóttir Ingunnar Úlfars-
dóttur frá Fljótsdal, systur Sæ-
mundar á Heylæk, og Sigurðar
Sigurðssonar skipasmiðs.
Ég hefi ekki verið nema fimm
eða sex ára þegar ég fékk fyrst
að fara með foreldrum mínum í
sumarferðalag upp á „fastaland-
ið“. Þá var farið með bæjum í
Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum
og systkini móður minnar heim-
sótt. Það var alltaf jafngaman að
koma, fyrst að Fljótsdal og síðan
að Heylæk, hitta systurnar og
leika sér með þeim. Þessar
ógleymanlegu sumarferðir voru
farnar þar til móðir mín lést tæp-
lega sextug 1957. Um það leyti
höfðum við vinkonurnar eignast
menn og vorum að byrja búskap.
Gulla frænka og Yngvi Þorsteins-
son trésmiður frá Drangshlíðar-
dal byggðu sér hús á Hellu en ég
og minn maður byggðum okkur
hús á Selfossi. Árið 2004 fluttu
þau Gulla og Yngvi til Reykjavík-
ur, en heilsu Yngva var þá svo
komið að hann varð að fara í
nýrnavél þrisvar í viku á Land-
spítalanum.
Á þessum tíma voru börnin
okkar beggja löngu flogin úr
hreiðrinu. Þá tókum við upp nýj-
an þátt í vinskapnum, en það var
að fara í helgarferðir bæði um
Suður- og Vesturland. Þá fengum
við okkur gistingu, eina eða tvær
nætur eftir aðstæðum. Þessar
ferðir eru dýrmæt minning eins
og öll samvera með Gullu og
Yngva. Eftir að Yngvi lést 2010
bjó Gulla ein í íbúð þeirra við
Hvassaleiti, með dyggri aðstoð
dætra sinna. Í hverri Reykjavík-
urferð var komið við hjá Gullu í
Hvassaleitinu og að auki var það
föst venja okkar að tala saman í
síma tvisvar á dag. Síðasta heim-
sókn til hennar var á líknardeild-
ina í Kópavogi og nú er komið að
leikslokum. Gulla trúði fastlega
að hún myndi hitta aftur Yngva
sinn og aðra þá nánustu sem
farnir voru.
Veri hún kært kvödd með
þakklæti fyrir órofa vináttu alla
ævi.
Guðlaug Sigurðardóttir.
Guðlaug
Sæmundsdóttir
Magnús Oddsson
var alla tíð stór
partur af lífi okkar
systra. Hann var
traustur og góður fjölskylduvin-
ur og við vorum líka vinnufélagar
í Poulsen í áratugi. Magnús var
afskaplega ljúfur og léttur í lund.
Hann var víðlesinn og fróður um
margt og maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá honum. Eft-
ir að fyrirtækið var selt árið 2001,
ræktaði Magnús vináttuna vel og
var duglegur að heimsækja okk-
ur allar til skiptis. Hann kom líka
í áraraðir til okkar á gamlárs-
kvöld og fagnaði áramótum með
okkur.
Magnús hafði áhuga á mörgu
og það var gaman að spjalla við
hann um daginn og veginn. Hann
var alltaf í góðu skapi. Hann var
laglegur maður og í gamla daga
voru margar dömur sem gerðu
Magnús S.
Oddsson
✝ Magnús S.Oddsson fædd-
ist 30. nóvember
1925. Hann lést 15.
febrúar 2018.
Magnús var jarð-
sunginn 28. febrúar
2018.
sér ferð inn í verzl-
un Vald. Poulsen
sem þá var á Klapp-
arstíg, til þess eins
að ná tali af Magn-
úsi. Eins voru marg-
ir fastakúnnar sem
sóttust eftir að tala
við hann og voru til í
að bíða eftir að
Maggi væri laus til
að afgreiða þá, enda
var hann allt í öllu í
búðinni.
Magnús hafði gaman af því að
ferðast, bæði innanlands og utan.
Hann var mikill bridsáhugamað-
ur og var heimilið hans í Vals-
hólum fullt af verðlaunagripum
sem hann hafði unnið til um æv-
ina. Hann var við góða heilsu, al-
veg fram undir það síðasta og gat
spilað brids með félögunum í
hverri viku. Hann ók bíl fram yfir
nírætt og ræktaði gott samband
við sína nánustu. Magnús var
hvers manns hugljúfi, tryggur og
trúr, og forréttindi að eiga slíkan
samferðamann.
Við systurnar sendum hans
nánustu samúðarkveðjur.
Sigríður, Margrét og
Matthildur Ingvarsdætur.
Ástkær föðurbróðir minn og mágur,
JÓHANN SIGURLÍNI SIGURÐSSON
frá Hvammi í Dýrafirði,
andaðis á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði,
þriðjudaginn 17. febrúar. Útförin fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna laugardaginn 3.
mars frá Þingeyrarkirkju.
Gunnar Albert Gunnarsson
Jóhanna Jónsdóttir
Ástkær faðir okkar og afi,
SIGURÐUR ÞORLEIFSSON
tæknifræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 11. mars.
Verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju,
miðvikudaginn 21. mars klukkan 13.
Sigríður Anna Sigurðardóttir Timo Salsola
Hergill Sigurðsson Arna Rut Hjartardóttir
Hrannar Sigurðsson Gerður Guðjónsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför áskærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar-
og dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka alúð og umönnun.
Sigríður H. Magnúsdóttir Jón Magni Ólafsson
Skúli Magnússon Sigríður O. Jónsdóttir
afa og langafabörn