Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 14
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Rangárþings ytra hef- ur hafnað því að Biokraft fái heimild til að reisa tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ, í stað tveggja eldri og minni vindmyllna. Lögmaður Bio- kraft telur að ýmislegt í meðferð skipulags- og umferðarnefndar sveit- arfélagsins sé ólögmætt og er eigandi Biokraft að íhuga framhald málsins. Til greina kemur að vísa málinu til úrskurðarnefndar eða höfða mál fyr- ir dómstólum. Eftir að önnur vindrafstöð Bio- kraft eyðilagðist í bruna á síðasta ári óskaði eigandi fyrirtækisins eftir því að fá að endurnýja báðar myllurnar vegna þess að þær gömlu væru úrelt- ar og ekki lengur hægt að fá slíka myllu keypta. Uppfærð útgáfa er heldur hærri, í samræmi við þró- unina í nýtingu vindorkunnar. Eig- andi Biokraft telur að sveitarfélagið hafi tekið vel í óskir hans um að end- urnýja vindrafstöðvarnar. Hámarks- hæð vindmyllnanna í Þykkvabæ er bundin í deiliskipulagi og þurfti því að breyta skipulagi samkvæmt ábendingu skipulagsfulltrúa. Bio- kraft lét vinna nýtt deiliskipulag og sveitarstjórn samþykkti að auglýsa það. Viðhorf íbúa breyst Við meðferð málsins barst ein at- hugasemd frá landeiganda í Þykkva- bæ. Einnig var lögð fram athuga- semd í formi undirskriftalista sem 61 skrifaði undir. Lögmaður Biokraft taldi ekki mark takandi á þessum at- hugasemdum vegna rangfærslna sem fram kæmu í þeim. Skipulags- og umferðarnefnd lagð- ist hins vegar gegn þessari deili- skipulagsbreytingu þegar málið kom til kasta hennar eftir auglýsingu. Hún fjallaði tvisvar um málið og lagði jafnoft til að skipulaginu yrði hafnað. Sveitarstjórn staðfesti þá niðurstöðu á fundi í fyrradag. Þorgils Torfi Jónsson, formaður skipulagsnefndar og oddviti sveitar- stjórnar, segir að vilji íbúanna ráði mestu um niðurstöðu sveitarstjórn- ar. Þeir vilji ekki stærri vindmyllur. Þorgils Torfi segir að í upphafi, þegar vindmyllurnar komu fyrst, hafi fólk verið spennt fyrir þeim og áhugasamt um að prófa þessa nýju orkuöflunarleið. Viðhorf fólks hafi breyst með tímanum. Það vilji gæta sín enda ekki aftur tekið í hvelli það sem gert er. Þá hafi vaxandi ferða- þjónusta einhver áhrif á viðhorf fólks. Margir telji að þetta tvennt fari ekki vel saman. Þær nýju yrðu öruggari Í bókun fundar sveitarstjórnar er áréttað að heimilt sé að endurnýja vindmyllurnar innan ramma núver- andi deiliskipulags. Nýju vindraf- stöðvarnar sem Biokraft hefur keypt, eða tryggt sér, úti í Danmörku passa hins vegar ekki inn í skipulagið. Hjalti Steinþórsson, lögmaður Biokraft, leggur áherslu á að heimilt sé að vera með vindmyllur á um- ræddri lóð. Fyrirtækið fái ekki tjón sitt bætt úr tryggingum nema byggja nýja vindmyllu í stað þeirrar sem eyðilagðist. Munurinn á nýju myllun- um og þeim gömlu sé hverfandi. Þær hafi þá kosti að vera öruggari í rekstri og gagnvart umhverfinu, þær hafi minni hljóðvist og snúist hægar og því séu minni líkur séu á því að fuglar lendi í spöðunum. Vissulega séu þær 9% hærri en sá munur sé ekki áberandi, hvorki úr nálægð né fjarska. Hjalti tekur fram að eigandi Bio- kraft hafi ekki ákveðið framhaldið. Hann segir að til greina komi að kæra niðurstöðu sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eða höfða mál fyrir dómstólum. Í báðum tilvikum yrði gerð krafa um ógildingu ákvörðunar. Dómstólaleiðin hafi þann kost að taka skemmri tíma og telur Hjalti að í því máli væri jafnframt unnt að fara fram á viðurkenningu á skaðabóta- skyldu vegna tjóns sem fyrirtækið hafi orðið og verði fyrir vegna þess dráttar sem orðið hefur á að það fái leyfi til að reisa nýjar vindmyllur. Sveitarstjórn hafnar nýjum vindmyllum  Eigandi Biokraft í Þykkvabæ skoðar möguleika á málsókn Morgunblaðið/RAX Hestöfl Önnur vindrafstöðin í Þykkvabæ snýst og framleiðir orku fyrir kartöfluverksmiðjuna í sveitaþorpinu sem þekktast er fyrir kartöflurækt. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Milljarður rís,“ dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi, verður í dag milli kl. 12 og 13 í Hörpu í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykja- vík, en viðburður- inn verður sam- tímis í Hofi á Akureyri, Félags- heimilinu Herðu- breið á Seyðis- firði, Hljómahöll- inni á Suður- nesjum, Íþrótta- húsinu í Nes- kaupstað, Þrykkjunni Vöruhúsi, Íþróttahúsinu á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hvammstanga og Óðali í Borgar- nesi. Í ár tileinkar UN Women á Ís- landi dansinn konum af erlendum uppruna sem munu flytja nafnlausar frásagnir kvenna. Tatjana Latinovic var ein af stofn- endum Samtaka kvenna af erlend- um uppruna árið 2003, hún er for- maður innflytjendaráðs og vara- formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún er ein talsmanna #metoo hóps erlendra kvenna á Ís- landi. „Markmiðið með stofnun Sam- taka kvenna af erlendum uppruna var að gefa erlendum konum á Ís- landi rödd og standa vörð um hags- muni þeirra. Þá voru fleiri konur innflytjendur en karlar, það voru fordómar og staðalímyndir aðallega um konurnar. Sú staða breyttist eft- ir 2007 með komu fleiri erlendra karla.“ Tatjana áætlar að um 1800 konur séu skráðar á síðu samtak- anna. Hún var lengi formaður og í stjórn en er nú almennur félags- maður. „Við skrifuðum umsagnir um frumvörp, töluðum fyrir breyt- ingum á löggjöf, atvinnuréttindum og það var mikið hagsmunamál að gera íslenskukennslu aðgengilegri.“ Nafnleysi í #metoo Tatjana og fleiri tóku eftir að mjög fáar konur af erlendum upp- runa voru í #metoo hópunum. „Þess vegna stofnuðum við lok- aðan #metoo hóp kvenna af erlend- um uppruna. Yfir 650 konur eru í hópnum, en það sem einkenndi hann og gerði hann öðruvísi en hina #metoo hópana var nafnleysi. Flest- ar konurnar vildu ekki að koma fram undir nafni og vildu frekar senda sögur í skilaboðum til stjórn- enda hópsins eða hringdu. Aðeins 80 voru tilbúnar að skrifa undir yfirlýs- inguna. Þetta segir okkur að enn er langt í land með að samfélagið nái að vinna traust þessara kvenna, en það sem greinir sögur þeirra helst frá sögum íslenskra kvenna er kerfisbundin mismunun. Sögurnar þeirra lýsa ofbeldi á heimilum og vinnustöðum og hvernig þær mæta síðan skilningsleysi lögreglu, heil- brigðiskerfisins og barnaverndar- nefndar í framhaldinu.“ Milljarður rís í hádeg- inu úti um allt land  Dansbyltingin tileinkuð konum af erlendum uppruna í ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dansbylting Milljarður reis í Hörpu í fyrra undir tónlist DJ Margeirs. Tatjana Latinovic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.