Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 mánudaginn 19. mars, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 Richard Serra Listmunauppboð nr. 109 Forsýning á verkunum föstudag til mánudags Be rn d Ko be rli ngg Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Nærri aldargamalt morðmál komst aftur í sviðsljósið í Frakklandi nýlega eftir að beinaleifar fundust í húsi þar sem maður, sem dæmdur var fyrir morðið, bjó. Vonir um að beinin myndu varpa nýju ljósi á málið urðu hins vegar að engu þegar í ljós kom að beinin voru úr dýrum. Málið minnir að sumu leyti á Guð- mundar- og Geirfinnsmálið hér á landi. Guillaume Seznec var árið 1924 dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða Pierre Quemeneur, viðskipta- félaga sinn, þótt lík Quemeneurs hafi aldrei fundist og heldur ekki morð- vopnuð. Seznec hélt ávallt fram sak- leysi sínu og reyndi meðan hann lifði ítrekað að fá málið tekið upp að nýju. Beinin fundust í febrúar þegar grafið var í kjallara húss þar sem Seznec bjó áður, að undirlagi Denis Langlois, fyrrverandi lögfræðings Seznecs, og rithöfundarins Bertrands Vilains, sem hefur skrifað bók um málið. Þeir hafa komið fram með þá kenningu að eiginkona Seznecs kunni að hafa orðið Quemeneur að bana fyr- ir slysni þegar hún var að verjast ágengni hans og að líkið hafi verið grafið í kjallara hússins. Engin sönnunargögn Málið hófst í maí árið 1923 þegar Seznec, sem var timburkaupmaður, ferðaðist ásamt Quemeneur til Par- ísar til að kaupa bíla, sem bandaríski herinn skildi eftir þegar fyrri heims- styrjöldinni lauk. Seznec kom einn til baka nokkrum dögum síðar og sagði að Quemeneur hefði ætlað að taka lest heim til sín. Quemeneur var sagður hafa sent símskeyti frá Le Havre þar sem hann sagðist ætla að koma heim eftir nokkra daga. Til hans sást aldrei framar og lögregla hélt því fram að Seznec hefði í raun sent símskeytið. Seznec var ákærður fyrir morð og þótt hann héldi fram sakleysi sínu og engin sönnunargögn lægju fyrir dæmdi kviðdómur hann til ævilangr- ar þrælkunarvinnu í fangabúðum Frakka í Frönsku-Gíneu, væntanlega þeim sömu og Henri Charrière, sem nefndur var Papillon, tókst að flýja frá eins og hann lýsti í frægri bók. Síðar var gerð kvikmynd eftir bók- inni með Steve McQueen í aðal- hlutverki. Náðaður Seznec var látinn laus árið 1946 vegna góðrar hegðunar; Charles de Gaulle, nýr forseti Frakklands, náð- aði hann. Seznec hafði áður hafnað því að sækja um náðun og sagði að einungis þeir seku sæktu um slíkt. Hann snéri aftur til Frakklands, nið- urbrotinn á sál og líkama en eigin- kona hans og elsti sonur höfðu látist á meðan hann var í fangelsi. Seznec lést árið 1953 eftir að hann varð fyrir vörubíl á götu í París og ökumaðurinn flúði af vettvangi. Seznec var þá 69 ára. Seznec barðist fyrir því meðan hann lifði, að fá mál sitt tekið upp að nýju. Eftir dauða hans hélt fjölskylda hans þeirri baráttu áfram með stuðn- ingi þingmanna, dómara og blaða- manna. Lögreglumaðurinn sem handtók hann, Pierre Bonny, er sagð- ur hafa lýst því yfir, skömmu áður en hann var tekinn af lífi fyrir samstarf við þýsku öryggislögregluna Gestapo í síðari heimsstyrjöldinni, að hann iðraðist þess að hafa sent saklausan mann í fangelsi. En saksóknarar hafa ávallt hafnað þessum óskum, alls 14 sinnum og síðast árið 2006. Mál Seznecs er vel þekkt í Frakk- landi. Gerðar hafa verið sjónvarps- kvikmyndir um málið og einnig leik- rit, sem sett var á svið í París árið 2010 byggt á réttarhöldunum yfir Seznec. Í lok leiksýninganna voru áhorfendur beðnir að kveða upp sinn dóm og að jafnaði töldu 90% leik- húsgesta að Seznec væri saklaus. Langlois og Vilain telja að eigin- kona Seznecs kunni að vera morðing- inn vegna vitnisburðar Guillaume, eins sona Seznec-hjónanna. Langlois fullyrðir í bók, sem kom út árið 2015, að árið 1978 hafi Guillaume sagt frá því, að hann hafi heyrt móður sína reyna að verjast Quemeneur og síðan séð hann liggja á gólfinu. „Ég held að hún hafi orðið að verja sig og slegið hann í höfuðið,“ hefur Langlois eftir Guillaume, sem var 11 ára þegar þessir atburðir gerðust. Foreldrar hans hafi látið sig sverja að hann myndi ekki segja frá þessu. Langlois og Vilain segjast ætla að halda áfram að rannsaka hús fjöl- skyldunnar. Ekki er búið í húsinu en eigandi þess hefur veitt leyfi fyrir þessari rannsókn sem lögregla hefur nú tekið við. En Denis Seznec, sonarsonur Sez- necs, sem einnig hefur reynt árum saman að sanna sakleysi afa síns, seg- ist ekki hafa trú á þessari kenningu. Hann segist hafa sínar eigin kenn- ingar um hver morðinginn hafi verið en vill ekki upplýsa að svo stöddu hverjar þær eru. Grafið eftir lausn á morðgátu  Franskt morðmál minnir á Guðmundar- og Geirfinnsmál  Maður dæmdur fyrir morð árið 1924 hélt fram sakleysi sínu og reyndi að fá málið tekið upp að nýju  Endurupptöku hafnað 14 sinnum Franskt morðmál aftur til umræðu eftir að beinaleifar fundust Rennes Brest Finistere BRETAGNE Ermarsund 50 km 25. maí 1923 Guillaume Seznec og Pierre Quemeneur halda frá Rennes í viðskiptaferð til Parísar 28. maí 1923 Seznec kemur einn heim til Morlaix 4. nóvember 1924 1946 1. júlí 1947 7. apríl 1927 Seznec dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir að myrða Quemeneur þótt hvorki hafi fundist lík né morðvopn Þrælkunarvinna í fangabúðum í Frönsku-Gíneu Charles de Gaulle náðar Seznec Seznec snýr aftur til Frakklands. Hélt alltaf fram sakleysi sínu Nóvember 1953 1924-200624.-25. febrúar 2018 Vörubíll ekur á Seznec á götu í París. Lést þremur mánuðum síðar 14 umsóknum um endurupp- töku málsins hafnað Leifar af beinum fundust í kjallara húss Seznec-fjölskyldunnar. Reyndust vera dýrabein Morlaix MORLAIX Lestarstöð Ráðhús Flugvöllur Guillaume Seznec 500 m AFP Uppgröftur Denis Langlois, lögmaður Seznec-fjölskyldunnar, við húsið í Morlaix í Frakklandi þar sem leitað hefur verið að líki Pierres Quemeneurs. Stjórn Donalds Trumps Bandaríkja- forseta hefur gripið til refsiaðgerða gegn nítján Rússum og fimm stofn- unum vegna meintra afskipta þeirra af kosningunum í Bandaríkjunum í nóvember 2016 og tölvuárása. Á meðal mannanna eru þrettán Rússar sem sérstakur saksóknari dóms- málaráðuneytisins, Robert Mueller, ákærði í síðasta mánuði fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á úrslit kosning- anna. Steven Mnuchin, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sakaði einnig Rússa um „skaðlegar tölvuárásir“ og fleiri aðgerðir sem hefðu beinst gegn „þýðingarmiklum innviðum“. Refsiaðgerðirnar beinast gegn fimm stofnunum, þeirra á meðal rússnesku öryggislögreglunni FSB, leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, og netrannsóknastofnun sem er með höfuðstöðvar í Pétursborg og er sökuð um að hafa skipulagt dreif- ingu falsfrétta á netinu í því skyni að hafa áhrif á kosningarnar í Banda- ríkjunum. Refsiaðgerðirnar beinast meðal annars gegn þrettán starfs- mönnum stofnunarinnar, þeirra á meðal Jevgení Prígozhín, olígarka sem er sagður hafa stjórnað stofn- uninni og hefur verið í nánum tengslum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Undirbúa gagnráðstafanir Refsiaðgerðirnar fela í sér að bandarísk yfirvöld geta fryst eignir þeirra manna og stofnana sem þær beinast gegn. Mnuchin sagði að Bandaríkjastjórn hygðist grípa til fleiri refsiaðgerða vegna málsins síð- ar. Aðstoðarutanríkisráðherra Rúss- lands, Sergej Rjabkov, sagði að stjórn landsins væri að undirbúa ráðstafanir til að svara refsiaðgerð- unum. AFP Með forsetanum Steven Mnuchin fjármálaráðherra með Trump. Stjórn Trumps refsar Rússum  Reyndu að hafa áhrif á kosningarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.