Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 16.03.2018, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Lengi hefur verið deilt um staðsetningu Sundabrautar. Vega- gerðin horfir fyrst og fremst í krónur og aura í stað gæða og nýtingar brautar- innar. Það þarf ekki að deila um hve mik- ilvæg Sundabraut er fyrir landsmenn alla til að greiða fyrir samgöngum til og frá Reykjavík. Brautin er nauðsynleg þegar kem- ur að þungaflutningum frá Sunda- höfn en þar er mikið magn vöruhót- ela sem þurfa að koma vörum sínum beint út á land. Mikilvægt er að sam- göngur frá þessu svæði séu greiðar og þurfi sem minnst að fara um götur borgarinnar vegna álags á gatna- kerfið og tafa á umferð. Að auki er ferðamannastraumurinn mikill til og frá Hörpu og er þá Sundabraut mik- ilvægur þáttur í að koma þeirri um- ferð beint til og frá borginni. Sunda- braut gegnir veigamiklu hlutverki til framtíðar þegar litið er til þróunar byggðar í borginni og með uppbygg- ingu Geldinganess í nánustu framtíð og umferðar frá nærliggjandi sveit- arfélögum þegar litið er til Vestur- lands. Fyrir 20 árum sameinuðust Reykjavík og Kjalarnes og var þá Kjalnesingum lofað að hafin yrði lagning Sundabrautar tveimur árum síðar. Ekkert bólar á þeim áformum og er mikil óánægja með þessi svik á Kjalarnesi og ekki nema von. Miðflokkurinn vill koma Sunda- braut strax í framkvæmd og að skipuleggja íbúðabyggð og atvinnu- starfsemi í Geldinganesi ásamt fram- lengingu á svæði fyrir vöruhótel og hafnartengda starfsemi á þann hátt að Sundabrautin tengi þetta stóra og mikilvæga atvinnusvæði. Byggð í Geldinganesi er ekki ný hugmynd en þarf óneitanlega að tengjast fram- kvæmd Sundabrautar enda má hæg- lega nýta efni úr einni framkvæmd í aðra og spara þannig framkvæmd- arkostnað sem og umferð á fram- kvæmdartíma um Grafarvoginn. Miðflokkurinn í Reykjavík vill ekki að farin verði svokölluð innri leið með Sundabraut enda myndi hún beina allir umferð inn á umferðar- hnútinn sem þegar er á Sæbraut við Voga og ekki síst beina umferðinni inn í Vogahverfið sjálft til óþæginda fyrir íbúa þar. Sú hugmynd að beina umferðinni í gegnum Grafarvoginn íbúum þar til mikils ama kemur held- ur ekki til greina af okkar hálfu. Við viljum tengja Sundabraut annað- hvort við svæðið við Klepp frá Geld- inganesi og áfram þaðan með nauð- synlegum breytingum á Sæbraut eða eins og margir telja bestu lausnina að koma upp í tvískiptum göngum annars vegar við Laugarnes og hins vegar við hafnarsvæðið. Báða þessa möguleika þarf að ígrunda hratt og vel og velja þá leið sem best er fyrir umferðarflæði og notkun brautar- innar. Koma þarf í veg fyrir að skipu- lag á þessum svæðum nú eyðileggi lagningu Sundabrautar með öllu. Ákvörðun sem þessi á ekki að þurfa að taka svona langan tíma og Vega- gerðin á að hafa fleiri þætti að leiðar- ljósi en kostnað þegar kemur að lagningu slíkra stoðbrauta í höfuð- borginni. Sundabrautin ásamt Skerjabraut út á Álftanes og því að byggja upp nýjan spítala við Keldur/Keldnaholt er lykillinn að því að létta á og bæta umferðarflæði í höfuðborginni. Sundabrautin gegnir einnig veiga- miklu öryggishlutverki ef hamfarir verða á eða við höfuðborgarsvæðið. Eins og málum er háttað nú er að- eins hægt að komast upp Ártúns- brekku en það er mjög lítið hlutfall borgarbúa sem kemst þá leið og hætt við að þar sitji allt fast eins og á álagstímum almennt. Með tilkomu Sundabrautar breytist þetta til batn- aðar þó að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni áfram gegna veigamiklu örygg- ishlutverki. Einungis ef fram- kvæmdir á Sundabraut ganga eftir er hægt að fara að ræða stokkalausn- ir á Miklubraut og borgarlínu- drauma en þær framkvæmdir eru í fjarlægri framtíð enn og mörgum spurningum um þær enn ósvarað. Það er einfaldlega ekki er hægt að nánast stöðva umferð eftir endilangri borginni og allra síst á meðan spít- alinn er við Hringbraut. Það er ein- faldlega ekki boðlegt að bílalestin lið- ist í hægagangi alla leið upp að Hvalfjarðargöngum með tilheyrandi mengun og sóun á tíma fólks. Við viljum greiðar samgöngur sem þýðir styttri ferðatíma og minni mengun. Geldinganes og Sundabraut í framkvæmd – stefna Miðflokksins í Reykjavík Eftir Vilborgu G. Hansen og Baldur Borgþórsson »Miðflokkurinn vill koma Sundabraut í framkvæmd og skipu- leggja íbúðabyggð og atvinnustarfsemi í Geld- inganesi með framleng- ingu á hafnarsvæðinu. Vilborg G. Hansen Höfundar eru íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal og skipa 2. og 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum vilborg@midflokkurinn.is Baldur Borgþórsson Það olli mér og mörgum öðrum mikl- um vonbrigðum þegar biskup íslensku þjóð- kirkjunnar gaf út þá yfirlýsingu að kirkjan væri andvíg lagasetn- ingu, sem bannaði umskurð ólögráða sveinbarna. Ég var sannfærður um að í þessu mann- réttindamáli myndi kirkjan standa með börnunum. Að um- skurði þeirra yrði frestað þar til þau næðu þeim þroska að taka sjálf ákvarðanir um að gera þannig sáttmála við Guð sinn. Undarleg rök Sem rök móti banni við limlestingunni segir í yfirlýs- ingu biskups: „Hættan sem blasir við verði frumvarpið að lögum er, að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúar- brögðum og að einstaklingar, sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.“ Fylgjendur þessa sjónarmiðs biskupsins fullyrða, að með sam- þykkt frumvarpsins væri Alþingi að glæpavæða tiltekin trúarbrögð. Sú glæpavæðing samrýmist ekki trú- frelsi íslenskra laga, segja þeir. „Glæpavæðingunni“ fagnað Upphafsorðin í yfirlýsingu bisk- upsins hljóða þó þannig: „Því er fagnað að Ísland hafi verið ein þeirra þjóða, sem lögðu til ályktun um bann við limlestingum á kyn- færum kvenna.“ (Samþykkt Sam- einuðu þjóðanna). Miðað við yfirlýsingu biskupsins, hér að ofan, þá blasir við að Sam- einuðu þjóðirnar hafa nú þegar kveðið upp dóm yfir glæpsamlegum trúarbrögðum. Um það þarf ekki að deila. Því er spurt, hver otar þá svo illri flugu í munn biskupsins að hún segi að verði frumvarpið, sem bannar limlestingu ólögráða drengja að lögum, þá sé hættan sú: „að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúar- brögðum og að ein- staklingar, sem aðhyll- ast þau trúarbrögð, verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.“ Af hverju fagnar biskupinn aðild Íslands að banni sameinuðu þjóðanna á misþyrm- ingu á kynfærum kvenna og leggst svo í sömu yfirlýsingu gegn samþykkt frumvarps, sem bannar limlest- ingu á ólögráða svein- barni? Væri ég bænheitur maður, þá bæði ég Guð að gefa bisk- upnum visku hjartans og gæta hans fyrir ráðgjöfum sínum. Móse og Lögmálið Af hverju má sá sáttmáli, sem gyðingur gerir við Guð sinn með umskurði sínum, af hverju má hann ekki bíða til þess aldurs að hann megi sjálfur samþykkja hann? Svörin sem ég fæ oftast eru að Lögmálið, sem Abram fékk milli- liðalaust frá Guði, mæli fyrir um umskurð á áttunda degi. En er Lögmálið óumbreytanlegt? Í V. Mósebók 21. kafla 19.-21. versi seg- ir hvernig foreldrum ber að fara með drykkfelldan son. Þau skulu fara með hann til öldunganna og segja: „Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll, og vill ekki hlýða okkur; hann er svallari og drykkjurútur. Skulu þá allir borg- armenn lemja hann grjóti til bana; og þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér, og allur Ísrael skal heyra það og skelfast.“ Þannig er Lögmálið, – lóðbeint frá Guði. Ætli Þórarinn Tyrfingsson og Vogur séu þá einhvers konar ögrun við gyðingdóm og íslam? Þessi spurning mín er ekki sett fram af hótfyndni, heldur til að benda á, að það er urmull af atrið- um í Lögmálinu, sem eru dauðir bókstafir í dag, því Lögmálið tekur mið af túlkun kynslóðanna á hverj- um tíma. Es.: Að gefnu tilefni upplýsir greinarhöfundur að hann er and- vígur aðskilnaði ríkis og kirkju. „Blessaður biskupinn“ Eftir Birgi Dýrfjörð Birgir Dýrfjörð »Ætli Þórar- inn Tyrfings- son og Vogur séu þá einhvers konar ögrun við gyðingdóm og íslam? Höfundur er rafvirkjameistari. Maðurinn ver um þriðjungi ævi sinnar í að sofa. Tilgangur með svefni er ekki fullþekktur, en í stuttu máli er hægt að segja að svefn endurnæri heilann og geri honum kleift að styrkja mikilvægar taugabrautir og teng- ingar sem myndast að degi til og snyrta og klippa á tengingar sem ekki teljast mikilvægar. Það er ljóst að á þeim árþúsundum sem maður- inn hefur verið að þróast hefur hann verið auðveld bráð á meðan hann sefur. En svefn er engu síður það mikilvægur og lífsnauðsynlegur að náttúruval hefur ekki valdið því að svefnþörf mannsins hafi horfið. Heyrnin er það skynfæri okkar sem aldrei sefur og má segja að heyrnin sé viðvörunarkerfi okkar bæði í vöku og svefni. Umhverfis- hávaði frá t.d. frá bifreiðum og flug- vélum veldur umtalsverðum trufl- unum á svefni. Hávaði getur táknað aðsteðjandi hættu og veldur því að heilinn sendir streituhormón út í blóðrásina; bæði adrenalín og nor- adrenalín; býr líkamann undir átök. Faraldsfræðirannsóknir (hóprann- sóknir) hafa sýnt að umhverfis- hávaði tengist aukinni tíðni háþrýst- ings, kransæðastíflu og heila- blóðfalls. Þá benda rannsóknir einnig til að ónæði af völdum há- vaða sem fólk telur sig ekki hafa stjórn á getur til langframa aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Samfélag okkar hefur tekið mikl- um breytingum á síðustu árhundr- uðum en heyrn sem viðvörunarkerfi líkamans þróaðist á mörg þúsund árum. Það mun taka langan tíma fyrir kerfið að aðlagast nútíma- samfélagi. Það sem áður var lífs- nauðsynlegt viðbragð er í dag meira í ætt við platútkall vegna „aðsteðj- andi hættu“ sem ekki er lengur til staðar en veldur aukinni streitu í líkamanum og í sumum tilfellum þrálátu streituástandi. Margir íbúar í borgum búa ná- lægt umferðaræðum þar sem um- ferð er langt fram á kvöld og jafn- vel að nóttu til. Dæmi eru um að fólk sem býr við umferðaræðar og hefur átt í vandræðum með að sofa hafi ráðist í að kaupa nýtt rúm til þess að bæta svefn. Nýja rúmið leysti ekki svefnvandann. Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að næt- urhávaði frá nærliggjandi stofn- braut umferðar var sökudólgurinn. Fólk vill gjarnan sofa við opinn glugga til þess að tryggja ferskt loft á meðan sofið er. Í slíkum tilvikum er hins vegar nauðsynlegt að finna aðrar lausnir sem tryggja aðkomu fersks lofts án þess að hleypa há- vaðanum inn í svefnherbergið þar sem sofið er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur um langa hríð verið að benda á hættuna sem fylgir of miklum há- vaða fyrir svefn, heilsu og lífsgæði. Börn og eldra fólk eru í sérstakri hættu vegna hávaðamengunar. Árið 2009 gaf stofunun út viðamikið rit, Night Noise Guidlines for Europe. Ritið má finna með leitarvél á net- inu undir slóðinni: www.euro.who.int/__data/assets/ pdf_file/0017/43316/E92845.pdf Það er vonandi að sem flestir les- endur þessa greinarkorns hafi tök á því að kynna sér ritið og þar með alvöru málsins fyrir lýðheilsu hér á landi. Við erum víða hátt yfir æski- legum hávaðamörkum í íbúðabyggð hér á landi, sérstaklega við stofnæð- ar umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif langvarandi svefnleysis má sjá í töflunni hér að neðan úr of- anskráðri heimild. Árið 2002 gaf Evrópusambandið út tilskipum um kortlagningu há- vaða og aðgerðaáætlanir í aðildar- ríkjum til þess að sporna við stig- vaxandi hávaða í umhverfinu; sem víða er kominn langt yfir bærileg mörk. Ákvæði voru um upplýs- ingaskyldu gagnvart almenningi. Gildandi hávaðakort við helstu stofnbrautir hér á landi eru birt á vef Umhverfisstofnunar undir slóð- inni: http://ust.is/einstaklingar/ umhverfi-og-heilsa/havadi Hér með hvetja greinarhöfundar lesendur sem búa í háværu um- hverfi til þess að kanna hljóðstig við íbúðir sínar á nefndum hávaðakort- um og bera saman við æskileg mörk í fyrrgreindu upplýsingariti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Sjálfsagt og eðlilegt er að leita að- stoðar og réttar síns eftir því sem við á hjá viðkomandi sveitarfélagi ef hávaði er yfir æskilegum mörkum. Reynslan hefur margsýnt að fram- farir hér á landi verða ekki án virkrar þátttöku almennings. Þetta snýst um heilsu okkar allra. Það er veruleg skerðing á lífsgæðum að njóta ekki nægs nætursvefns eins og þeir þekkja sem reynt hafa. Heilsan er í húfi. Sefur þú nógu vel; ef ekki hvað veldur? Eftir Ólaf Hjálmarsson og Lárus Guðmundsson » Það er veruleg skerðing á lífs- gæðum að njóta ekki nægs nætursvefns eins og þeir þekkja sem reynt hafa. Heilsan er í húfi. Ólafur Hjálmarsson Ólafur er verkfræðingur og Lárus er faraldsfræðingur. Afleiðingar þráláts svefnleysis vegna umhverfishávaða Tegund áhrifa Afleiðingar Hegðun Skert afköst í vinnu. Þreyta, einbeitingar- og minnisörðugleikar. Um- ferðarslys. Líf- fræðileg áhrif Kvíði, þunglyndi, offita, fíkn, áhrif á öndunarfæri, ónæmiskerfi og meltingu. Aukin vöðvaspenna, hjarta- og æðajúkdómar. Auknar dánarlíkur fyrir aldur fram. Heimild: World Health Organization 2009, Night Noise Guidelines For Europe Lárus Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.