Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 1
Kosningalöggjöf Starfsmaður Alþingis gengur framhjá sjónvarpsskjá sem sýnir frá ágreiningi í þingsal um lækkun kosningaaldurs. Þriðju umræðu um
frumvarpið var frestað fram yfir páska. Hluti þingmanna var sakaður um málþóf til að tefja fyrir málinu. Um tveir mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, telur mikilvægt að
þingið hlusti á viðvörunarorð sér-
fróðra aðila áður en lög um lækkun
kosningaaldurs til sveitarstjórnar-
kosninga verði samþykkt.
Vísar hann bæði til viðvörunarorða
dómsmálaráðuneytisins sem birtust í
umsögn með frumvarpinu og bókunar
stjórnar Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Dómsmálaráðuneytið sagði
grundvallarbreytingar sem þessar
auka hættuna á að mistök yrðu við
framkvæmd kosninganna.
Þriðju umræðu um frumvarpið var
frestað í gærkvöldi og er þingið komið
í páskafrí. Nokkrir þingmenn sem
hafa lýst sig andvíga frumvarpinu
voru í gærkvöldi gagnrýndir fyrir
málþóf og sakaðir um að hindra að
vilji þingsins næði fram að ganga.
Kosningalög óbreytt um sinn
Fylgismenn 16 ára kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum segja málþófi
hafa verið beitt Brýnt að hlusta á viðvörunarorð, segir Óli Björn Kárason
MÓvíst um lækkun … »6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breyttur kosningaaldur
» Frumvarpið er statt í þriðju
og síðustu umræðu.
» Dómsmálaráðuneytið og
sveitarfélögin hafa áhyggjur af
breytingum svo skömmu fyrir
kosningar sem verða 26. maí.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar, sagði málþófið vonbrigði
þar sem skýrt hefði komið fram í ann-
arri umræðu að frumvarpið nyti yf-
irburðastuðnings.
Óli Björn segir að mál sem þetta
verði að afgreiða með góðum fyrir-
vara, minnst ári fyrir kosningar, og í
góðri sátt innan þingsins og þjóð-
félagsins.
Allt of margirb
Bach erbestur fyrirrokkara
25. MARS 2018SUNNUDAGUR
Ólíkar
mæðgur
Þorvaldur Bjarnistendur aðflutningi áMatteusarpunni eftir Bbæði norðaheiða og fyrsunnan umpáskana 2
Goðsögnin ogynbomban JayneMansfield varmóðir leikkonunnarMarisku Hargitay,em hefur ávallt áttrfitt með að ræðam móður sína 20
k
u
assí-
ac
n
i
s
e
Leikið áslóðum orrustuAnnar leikur íslenska liðsins á HM ferfram í hinni sögufrægu borg Volgograd 28
L A U G A R D A G U R 2 4. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 71. tölublað 106. árgangur
TVÆR NÝJAR
SÝNINGAR
Í HAFNARBORG HJÁLPAR BÖRNUNUM
ÍSLENSKA BARNAHJÁLPIN 12-13JÓHANNA OG JÓN AXEL 46
AFP
Foringi Terras ávarpar eistneska herinn.
Aukin hernaðarumsvif Rússa
nærri landamærum ríkja sem liggja
að Rússlandi í vestri þýða að Eistar
efla nú varnir sínar. Styrkurinn
liggur í gegnum aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, sem veitir örygg-
iskennd, segir Ritos Terras, yfir-
maður eistneska hersins, í viðtali
við Morgunblaðið.
Sá herafli Rússa sem nú er við
landamærin að Eistlandi og Lett-
landi telur 76 þúsund hermenn en
þeir voru 41 þúsund fyrir sex árum.
Á síðasta ári stóðu Rússar svo fyrir
100 þúsund manna heræfingu við
landamærin að öllum ríkjum NATO
sem liggja að Rússlandi í vestri. Ber
þetta, að mati Terras, að skoðast í
því ljósi að Pútín Rússlandsforseti
sé tækifærissinni sem sæti lagi að
reka fleyg í samstöðu NATO-
ríkjanna. »18
Eistar efla varnir
vegna Rússanna
Morgunblaðið/Hari
Læknir Steinunn gagnrýnir
aðbúnað alzheimersjúklinga.
„Það slær mann hversu lítinn stuðn-
ing kerfið býður fólki, það er óhóflega
löng bið í öll úrræði og margir að-
standendur eru búnir á sál og líkama
þegar þeir fá loksins aðstoð. Ég hef
séð allt of marga brotna algjörlega
niður og gráta vegna aðstæðnanna
sem þeir eru í,“ segir Steinunn Þórð-
ardóttir, lyf- og öldrunarlæknir, í við-
tali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um ástandið í málefnum fólks með
heilabilun
Milli 2000 og 2015 fjölgaði þeim
sem létust úr hjartasjúkdómum um
11 prósent í Bandaríkjunum. Þeim
sem létust úr Alzheimer fjölgaði um
heil 123 prósent. Steinunn segir að
þessar megi tölur megi yfirfæra á Ís-
land en hún segir það afar gagnrýni-
vert að hérlendis hafi stjórnvöld ekki
mótað neina stefnu í málefnum fólks
með heilabilunarsjúkdóma.
„Það er enginn að kortleggja þetta,
enginn að gera áætlanir fram í tím-
ann. Frá því að ég hóf störf á Íslandi,
2014, hefur breytingin aðeins verið til
hins verra. Þetta er ekki lengur
spurning um einhverjar framtíðar-
spár, hvort þessum sjúklingum fjölg-
ar, þetta er löngu byrjað að gerast.“
Tvöföldun og engin stefna
Einstaklingum með heilabilun fjölgar um 123% á 15 árum
Aðstandendur eru orðnir örmagna vegna úrræðaleysis
Hælisleit-
endum frá
Makedóníu og
Georgíu, lönd-
um sem flestir
voru frá sem
óskuðu hælis á
Íslandi í fyrra
og hittifyrra,
fækkar. Á
tveimur fyrstu
mánuðunum í ár
voru umsóknir um hæli 95. Flestar
voru frá Írökum, samtals 16, og 13
frá Albönum. Eitt fylgdarlaust ung-
menni kom á tímabilinu, drengur
frá Sómalíu. »18
Flestir hælisleit-
endur nú frá Írak
Hælisleitendur
Móðir og barn
Nýir og uppfærðir útreikningar hag-
deildar ASÍ á þróun skattbyrði ein-
staklinga eftir tekjuhópum milli ár-
anna 2016 og 2017 leiðir í ljós að
skattbyrði lægstu launa hélt áfram
að aukast í fyrra en þessu var öfugt
farið hjá tekjuhæsta hópnum.
ASÍ birti sl. sumar skýrslu um
skattbyrði á tímabilinu frá 1998 til
2016. Á minnisblaði sem hagdeildin
hefur nýlega tekið saman um upp-
færða útreikninga á þróuninni fram
á seinasta ár segir að aukin skatt-
byrði lægstu launa haldi áfram að
vinna gegn árangri kjarasamninga.
„Meginniðurstaðan um þróun á
skattbyrði milli áranna 2016 og 2017
er sú að skattbyrði á lægri tekjur
heldur áfram að aukast, einkum
vegna minni stuðnings úr vaxtabóta-
kerfinu og misræmis í þróun per-
sónuafsláttar og launaþróunar.
Þannig heldur aukin skattbyrði
lægri launa áfram að vinna gegn
árangri í kjarasamningum þar sem
kaupmáttur lægstu launa jókst um
ríflega 6% milli ára en að teknu tilliti
til skattbyrði lægstu launa jókst
kaupmáttur ráðstöfunartekna ein-
ungis um 1,5%.“ »15
Skattbyrði lægstu
launa þyngdist