Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð með tillögu Þórunnar Egilsdóttur og þriggja annarra þingkvenna Framsóknarflokksins til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru. Sam- kvæmt greinargerðinni er átt við mötuneyti á vegum stofnana ríkis og sveitarfélaga því upp eru taldir nemendur, starfsfólk hjá hinu opinbera, vistmenn á dvalar- og öldrunarheimilum og fleiri. Tillit til umhverfissjónarmiða Annars gengur tillagan út á það að fela fjármála- og efnahagsráð- herra að vinna frumvarp um að ávallt skuli tekið tillit til umhverf- issjónarmiða og dýravelferðar við opinber innkaup á matvöru. Eitt af hliðarmarkmiðum tillög- unnar, að því er fram kom í fram- söguræðu flutningsmanns, er að styrkja innlenda matvælafram- leiðslu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti hráefnis matar í mötu- neytum ráðuneyta er innlendur, að því er fram kemur í skriflegum svörum tveggja ráðuneyta við fyr- irspurn Þórarins Inga Pétursson- ar, varaþingmanns Framsóknar- flokksins. Utanríkisráðuneytið segir þó í sínu svari að ávallt sé leitast við að nota það íslenska hráefni sem í boði er hverju sinni. Þannig sé allur fiskur íslenskur, megnið af kjöti og stærstur hluti af grænmetinu. helgi@mbl.is 100 þúsund manns borða í opinberum mötuneytum Morgunblaðið/Eggert Matur Margir borða í mötuneytum sem ríki og sveitarfélög reka.  Vilja auka hlut innlends hráefnis Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri, var jarðsunginn frá Dómirkjunni í gær. Líkmenn voru tengdabörn og barnabörn og eru í fremri röð talið frá vinstri: Tryggvi Páll Kristjánsson, Guðni A. Jóhannesson, Sverr- ir Karl Matthíasson og Hanna Katrín Frið- riksson og í aftari röð Ragnar Pétur Krist- jánsson, Matthías Sveinsson, Sverrir Páll Guðnason og Kristján Sævald Pétursson. Prest- arnir Magnús Erlingsson og Grétar Halldór Gunnarsson, báðir frændur hins látna, önnuðust athöfnina. Organisti var Gunnar Gunnarsson, Hjörleifur Valsson lék á fiðlu, Voces Masculor- um söng og einsöngvari var Gissur Páll Giss- urarson. Morgunblaðið/Hari Útför Sverris Hermannssonar, fyrrverandi ráðherra Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Kemur þetta fram í tilkynningu stofnunar- innar sem grundvallast á eftirliti í starfsstöðvum fyrirtækisins í lok febrúar. Tjón varð á tveimur sjókvíum Arnarlax í óveðri 11. febrúar. Mat- vælastofnun telur að Arnarlax hafi brugðist rétt við tjóninu með því að setja af stað verkferla til að koma í veg fyrir slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og fram- leiðanda búnaðarins. Mikil afföll urðu á laxi þegar hann var fluttur úr laskaðri sjókví í Arnar- firði. Krufning á dauðum fiski leiddi í ljós einkenni sem benda til blóðeitr- unar af völdum sárasýkinga. Mat- vælastofnun segir að við flutninginn hafi fiskurinn skaddast á roði, sporði og uggum og orðið berskjaldaður fyrir sýklum. Við lágan sjávarhita versni slíkar sýkingar. Afföll í um- ræddri kví voru í upphafi liðlega 53 þúsund laxar af rúmlega 194 þúsund fiskum sem í kvínni voru en enn eru fiskar að drepast í stórum stíl og um- fang tjónsins verður ekki ljóst fyrr en eftir nokkra mánuði. helgi@mbl.is Arnarlax brást rétt við tjóni  Enn drepast laxar í stórum stíl „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garða- bæ. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í byrjun árs hefur verið sett á fót verkefnið Karlar í skúrum. Það er að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita eldri mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyr- ir félagslega einangrun. Aðstand- endur hafa verið í samstarfi við írsku samtökin Men’s Sheds en þau hafa opnað 450 skúra fyrir félags- menn sína á þeim tíu árum sem lið- in eru síðan samtökin voru stofnuð. „Það er kominn 20 manna hópur sem hefur byggst upp frá því í jan- úar. Við hittumst annað slagið þótt þetta sé ekki einu sinni komið af stað,“ segir Hörður. Hörður hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fá af- not af gamla leikskólanum Kató sem er við hlið St. Jósefsspítala. „Karlar í skúrum hefur verið nefnt sem tilvalið verkefni til þess að koma inn í Lífsgæðasetrið sem verður á St. Jósefsspítala en það eru að minnsta kosti sex mánuðir þar til það fer af stað. Verkefnið vantar húsnæði sem fyrst og jafnvel þótt það væri ekki nema tímabund- ið í 6-12 mánuði þá myndi það skipta sköpum,“ segir í bréfi hans til bæjaryfirvalda. „Ég hef farið tvisvar og hitt bæj- arstjórann í Hafnarfirði og átt einn fund með bæjarlögmanni Garða- bæjar. Enn sem komið er hefur ekkert gerst.“ hdm@mbl.is Engan skúr að fá fyrir karla  20 meðlimir í Körlum í skúrum á höttunum eftir húsnæði  Leita ásjár bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Garðabæ Í biðstöðu 20 karlar leita að húsi til að sinna hugðarefnum sínum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum og oddviti Sjálfstæðis- flokksins í komandi sveitarstjórnar- kosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálf- stæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld, sem greint var frá í frétt í Morgun- blaðinu í gær. Aðspurður hvort hann telji að í undirbúningi sé sérframboð óánægðra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum segir Elliði: „Það kann að vera. Ég þekki ekki neinar for- sendur og veit ekkert hverjir voru á þessum fundi og því kannski ekki við hæfi að ég sé að tjá mig um óorðin eða möguleg framboð.“ Elliði kveðst ekki vita til þess að neinn bæjarfulltrúi eða varabæjar- fulltrúi hafi verið á fundinum. „Ég er ekki viss um að neinn nefndarmaður okkar hafi verið þarna eða nokkur úr stjórn fulltrúaráðs. Það kusu okkur 75% seinast, þannig að væntanlega hafa einhverjir þeirra verið þarna, en satt best að segja veit ég ekki út á hvaða málefni þetta gengur hjá þess- um hópi. Hvað mig varðar er ýmis- legt sem ég vil sjá breytast í sam- félagi okkar og þess vegna gef ég kost á mér í framboð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn,“ sagði Elliði. Óánægjufram- boð í Eyjum?  Elliði kveðst ekki vita hver séu mál- efni hugsanlegs nýs framboðs í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.