Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 20
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Afkomendur Ditlevs Thomsen kaup-
manns og ræðismanns, sem sam-
nefnt verslunarveldi í Reykjavík um
og upp úr aldamótunum 1900 var
kennt við, komu hingað til lands í síð-
ustu viku í tilefni af vígslu hins nýja
Reykjavík Konsúlat-hótels við Hafn-
arstræti. Það er í eigu Icelandair hót-
ela en jafnframt hluti af alþjóðlegri
hótelkeðju, Curio Collection, sem
leggur áherslu á sögulegar skírskot-
anir gistihúsa. Ditlev Thomsen var
frumkvöðull í verslun og innflutningi
á 19. öld og settu hann og fjölskylda
hans svip á bæinn um árabil. Faðir
hans, H. Th. A. Thomsen og afi hans
og nafni Ditlev Thomsen höfðu áður
verið umsvifamiklir í verslunar-
rekstri hér. Konsúlat-nafnið á hót-
elinu er dregið af því að Ditlev yngri
var konsúll, ræðismaður, fyrir
Þýskaland með aðsetur á sama stað
og nýja hótelið. Hlutverk konsúls var
meðal annars að taka á móti erlend-
um gestum, Þjóðverjum sem öðrum,
en ekki síst gestum á vegum Dana-
konungs. Innan hótelsins er sögu
Thomsen-verslunarveldisins haldið á
lofti ýmsum öðrum hætti, m.a. ljós-
myndum frá fyrri tíð.
Íslensk í aðra ætt
Ditlev Thomsen yngri var kvænt-
ur Ágústu, dóttur Hallgríms Sveins-
sonar biskups, og afkomendurnir því
með íslenskt blóð í æðum sínum. Þeir
hafa lagt mikla rækt við sögu fjöl-
skyldunnar hér á landi og fögnuðu
því tækifærinu til að koma hingað í
boði Icelandair hótelanna. Ljós-
myndin var tekin í boði sem þeim var
haldið.
Ditlev Thomsen yngri átti tvo syni,
Knút Kjartan, sem var barnlaus, og
Hallgrím August, f. 1899, sem eign-
aðist þrjú börn, Bjørn, Ninnu og
Steen. Það voru þau sem komu hing-
að í vikunni með maka sína, börn og
barnabörn. Systkinin, sem öll eru
fædd og búsett í Danmörku, eru hætt
störfum vegna aldurs, en Bjørn
starfaði sem arkitekt, Ninna sem
kennari og Steen sem tölvunarfræð-
ingur.
Rækt við söguna
Steen hefur rannsakað sögu for-
feðra sinna hér á landi og birti
greinaflokk um Thomsen-verslunina
hér í blaðinu haustið 1988. Þá er ekki
langt síðan að hann dró fram úr stóru
skjalasafni fjölskyldunnar frásögn
um fyrstu langferð bifreiðar á Íslandi
sumarið 1904, en sú ferð var farin til
Stokkseyrar og Eyrarbakka. Birtist
frásögnin í Morgunblaðinu snemma
árs 2014. Ditlev yngri, afi Steens,
flutti til landsins fyrstu bifreiðina,
sem var af Cudell-gerð, og naut til
þess styrks frá Alþingi. Hér voru þá
aðeins vegleysur og varð þessi fyrsta
tilraun til bifreiðareksturs því
skammvinn.
Ditlev Thomsen eldri hóf versl-
unarrekstur við Lækjartorg í
Reykjavík 1837. Hann kom upp-
haflega til landsins 1826 sem búð-
arsveinn og vann fyrst í danskri
verslun í Hafnarfirði. Hann gerði sig
fljótt gildandi í bænum og var m.a.
kosinn í bæjarstjórn. Hann drukkn-
aði 1857 þegar skipið Søløven fórst
við strendur Íslands. Þá tók við
versluninni 23 ára gamall sonur
hans, Hans Theodor August Thom-
sen. Hann talaði og skrifaði íslensku
og bjó hér á landi um árabil og hafði
því rammari taugar til lands og þjóð-
ar en flestir aðrir danskir Íslands-
kaupmenn. Honum tókst að gera
mikið veldi úr verslun föður síns og
byggði fjölmörg verslunar- og pakk-
hús við Hafnarstræti auk íbúðarhúss
fjölskyldunnar. Hann lét fé af hendi
rakna til margvíslegra framfara- og
mannúðarmála og naut mikilla vin-
sælda í bænum.
Glæstasta tímabil Thomsen-
verslunarinnar í Reykjavík hófst
þegar Ditlev yngri tók við rekstr-
inum eftir andlát föður síns 1899.
Reksturinn var þá stórlega aukinn
og nafninu breytt í Thomsens Mag-
asín eftir fyrirmynd frá Magasin du
Nord í Kaupmannahöfn. Fjölmörg
hús við austanvert Hafnarstræti, í
Kolasundi og við Lækjartorg voru
keypt til viðbótar þeim sem verslunin
átti fyrir, og rekstrinum skipt upp í
sjálfstæðar og sérhæfðar deildir auk
þess sem iðnaður og handverk voru
sett á fót og margs konar þjónusta
veitt. Í söguágripi Guðjóns Friðriks-
sonar segir að Thomsens Magasín
hafi verið í fararbroddi verslunar í
Reykjavík á miklum uppgangstímum
í sögu bæjarins. Vöruúrval í versl-
ununum hafi þá verið eins og best
gerðist erlendis enda lítið um tolla og
höft.
Leggja rækt við glæsta sögu
Afkomendur Ditlevs Thomsen í Danmörku minntust verslunarveldis hans í Íslandsheimsókn
Nýja Reykjavík Konsúlat-hótelið í Hafnarstræti heldur sögu Thomsens Magasíns á lofti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslandsheimsókn F.v. Nynne Isager Henriksen, eiginkona Ulfs Thomsen, Anka N. Isager, 4 ára sonur Ulfs og Nynne, Hannah Isager, 11 ára dóttir þeirra;
Ulf Isager, sonur Bjørns Thomsen og Henriette; Henriette, eiginkona Bjørns Thomsen; Jon Thomsen, sonur Bjørns og Henriette; Sofie Husby Pedersen,
eiginkona Jons Thomsen; og barnabörn Ditlevs Thomsen kaupmanns: Steen Thomsen, fyrrverandi tölvunarfræðingur, Ninna Thomsen, fyrrverandi kenn-
ari, og Bjørn Thomsen, fyrrverandi arkitekt, ásamt Mira Thomsen, 2 ára dóttur Jons og Sofie.
Ljósmynd/Úr myndasafni Reykjavík Konsúlat-hótels
Verslun Thomsens Magasín með hinum mörgu verslunarhúsum sínum setti
mikinn svip á Reykjavík um og upp úr aldamótunum 1900.
Ljósmynd/Úr myndasafni Reykjavík Konsúlat-hótels
Hjónin Ditlev Thomsen yngri kaupmaður með Ágústu konu sinni á virðu-
legu og vel búnu heimili þeirra í Reykjavík um aldamótin 1900.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Þvottadagar WW70vottavélKG. 1400 SN.
co Bubble
olalaus mótor.
erð nú 59.900,-
V70M
urrkari A++
KG. barkarlaus
urrkari.
armadæla í stað
ments.
erð nú 76.900,-
TM
59.90
0,-
Væntanleg
ur
URRKARI
6DBM720G
ekur 7 kg af þvotti.
ður: 99.900,-
Nú: ,-
16097949
15%
ÞVottAVél
L6FBE720I
Tekur 7 kg af þvotti.
1200 snúningar.
Öll hugsanleg þvottakerfi.
Íslensk notendahandbók.
Verð áður: 89.900,-
914913404
15%
Lágmúla 8 - Sími 530 2800Umboðsmenn um allt land - Ormsson.is