Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
FERMING 2018
FERÐATÖSKURNAR FRÁ
HERSCHEL ERU VINSÆLAR
FERMINGARGJAFIR
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan
hafa áhyggjur af þeirri ákvörðun
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
að velja John Bolton sem þjóðar-
öryggisráðgjafa sinn vegna stuðn-
ings hans við hernaðaraðgerðir í
Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að
einræðisstjórnin þar geti ógnað
Bandaríkjunum með kjarnavopnum.
Trump hefur tilkynnt að John
Bolton, fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, taki við embætti þjóðar-
öryggisráðgjafa af HR McMaster.
Bolton var á meðal helstu stuðn-
ingsmanna hernaðarins í Írak árið
2003 vegna meintra gereyðingar-
vopna einræðisstjórnar Saddams
Husseins og hefur varið þá ákvörðun
George W. Bush, þáverandi forseta,
að fyrirskipa innrás í landið, þótt
gereyðingarvopn hafi ekki fundist
þar. Trump hefur hins vegar sagt að
innrásin hafi verið hörmuleg mistök.
Sendir Kim skilaboð
Bolton hefur á síðustu árum hvatt
til þess að Bandaríkjamenn komi ein-
ræðisstjórninni í Norður-Kóreu frá
völdum og beiti til þess hervaldi ef
nauðsyn krefur. Nokkrir fréttaskýr-
endur telja að Trump hafi valið Bolt-
on nú til að undirbúa fyrirhugaðan
fund forsetans með Kim Jong-un,
leiðtoga Norður-Kóreu, ekki síðar en
í maí. „Með því að velja Bolton, sem
hefur hvatt til fyrirbyggjandi árása á
Norður-Kóreu, er Trump að senda
einræðisstjórninni skilaboð, segja
henni að hún þurfi að hefja viðræður
til að komast hjá svo harkalegum
hernaðaraðgerðum,“ hefur The
Washington Post eftir Kim Sung-
han, fyrrverandi aðstoðarutanríkis-
ráðherra Suður-Kóreu.
Trump hefur gefið til kynna að
hann telji að hægt sé að ná sam-
komulagi við Kim Jong-un um að ein-
ræðisstjórnin afsali sér kjarnavopn-
um en Bolton hefur dregið það í efa.
Hann telur að ekki sé hægt að
treysta henni og heimfærði gamlan
brandara upp á hana nýlega þegar
hann var spurður hvort hann tryði
því að hún vildi í raun og veru frið-
mælast: „Spurning: Hvernig veistu
að Norður-Kóreustjórn er að ljúga?
Svar: Hún hreyfir varirnar.“
Bolton hefur sagt að besta leiðin til
að komast hjá átökum sé að auka
hernaðarmáttinn og skírskotað til
rómverska málsháttarins „viljir þú
frið skaltu búa þig undir stríð“.
Margir fréttaskýrendur telja að
fyrirbyggjandi árásir á Norður-
Kóreu geti leitt til mikilla blóðs-
úthellinga – líkt og innrásin í Írak –
því að talið er að einræðisstjórnin
svari þeim með sprengjuárásum á
Suður-Kóreu, m.a. á Seoul sem er
með 25 milljónir íbúa.
Vill taka hart á N-Kóreustjórn
John Bolton verður næsti þjóðarör-
yggisráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu
Um þriðjungur æðstu
embættismanna Hvíta
hússins lét af störfum
á síðasta ári, miklu fleiri
en á fyrsta ári annarra
forseta í nútímasögu
Bandaríkjanna. Ekkert
lát hefur verið á
mannaskiptunum í ár
Horfnir úr
Hvíta húsinu
Michael Flynn
Þjóðaröryggisráðgjafi
Neyddur til að segja af
sér 13. febrúar,
eftir 22 daga í embætti
Sean Spicer
Fjölmiðlafulltrúi
Reince Priebus
Skrifstofustjóri
Sagði af sér
22. júlí
Lét af störfum
31. júlí
Anthony Scaramucci
Samskiptastjóri
Steve Bannon
Aðalstjórnmálaráðgjafi
Tom Price
Heilbrigðisráðherra
Vikið frá 31. júlí eftir
10 daga í embættinu
Lét af störfum
18. ágúst
Neyddur til afsagnar
20. september 2017
Rob Porter
Ritari forsetaskrifstofunnar
Hope Hicks
Samskiptastjóri
Gary Cohn
Efnahagsráðgjafi
Rex Tillerson
Utanríkisráðherra
Tilkynnti afsögn sína
7. febrúar
Tilkynnti 28. febrúar
að hún léti af störfum
Sagði af sér 6. mars
vegna verndartolla
Vikið úr embætti
13. mars
Ljósmyndir: AFP
HR McMaster
Þjóðaröryggisráðgjafi
Trump tilkynnti í fyrradag
að McMaster myndi láta
af störfum 9. apríl
Árásarmaður varð að minnsta kosti
þremur mönnum að bana og særði
sextán, þar af tvo alvarlega, þegar
hann stal bíl og tók fólk í gíslingu í
sunnanverðu Frakklandi í gær. Ríki
íslams, samtök íslamista, lýsti árás-
inni á hendur sér.
Árásarmaðurinn beið bana í skot-
bardaga við lögreglu. Innanríkisráð-
herra Frakklands, Gerard Collomb,
sagði að árásarmaðurinn, Redouane
Lakdim, hefði áður komist í kast við
lögregluna fyrir fíkniefnasölu og hún
hefði því fylgst með honum en ekki
talið hættu á að hann fremdi hryðju-
verk. Lakdim var 26 ára og sagður af
marokkóskum uppruna.
Á lista yfir mögulega öfgamenn
Fréttaveitan AFP hefur eftir
heimildarmönnum í frönsku lögregl-
unni að árásarmaðurinn hafi verið á
lista yfir menn sem talið er mögulegt
að styðji íslamskar öfgahreyfingar.
Franskir saksóknarar sögðu að
maðurinn hefði sagst hafa gert árás-
ina í nafni Ríkis íslams.
Dagblaðið Le Parisien sagði að
maðurinn hefði búið hjá foreldrum
sínum í bænum Carcassone. Blaðið
hefur eftir nágrönnum hans að hann
hafi verið „rólegur“ og „vingjarnleg-
ur“ í viðmóti og sótt mosku bæjarins
reglulega.
Hélt fólki í gíslingu
Árásarmaðurinn stal fyrst bíl í
Carcassone, drap farþega hans og
særði bílstjórann. Hann skaut einnig
á lögreglumann sem var að hlaupa
sér til heilsubótar ásamt félögum
sínum.
Maðurinn ók síðan að stórmark-
aðinum Super U í bænum Trebes,
réðst inn í hann, hélt viðskiptavinum
og afgreiðslufólki í gíslingu í rúmar
þrjár klukkustundir og varð að
minnsta kosti tveimur að bana.
Lögreglumanni lýst sem hetju
Sjónarvottar sögðu að maðurinn
hefði verið vopnaður hnífum, byssu
og handsprengjum og hrópað „All-
ahu Akbar“ (Allah er mikill) áður en
hann réðst inn í stórmarkaðinn.
Collomb innanríkisráðherra sagði
að sérsveit lögreglumanna hefði ver-
ið send á staðinn um leið og gíslatak-
an hófst. Henni hefði tekist að ná
gíslum út úr byggingunni en árásar-
maðurinn haldið einum þeirra og
hótað að drepa hann ef sérsveitin
réðist til inngöngu. Árásarmaðurinn
féllst á að láta gíslinn lausan í skipt-
um fyrir lögreglumann sem bauðst
til að fara óvopnaður inn í verslunina
til hans. Lögreglumaðurinn var þar
hjá árásarmanninum þegar reynt
var að fá hann til að gefast upp. Lög-
reglumaðurinn skildi farsíma sinn
eftir á borði í versluninni til að fé-
lagar hans gætu fylgst með því sem
gerðist. „Þegar við heyrðum skot-
hvelli réðst sérsveitin til inngöngu,“
sagði innanríkisráðherrann. Coll-
omb bætti við að lögreglumaðurinn
hefði særst alvarlega og hrósaði hon-
um fyrir hugrekki, sagði að hann
væri sannkölluð hetja. Einn
sérsveitarmannanna særðist einnig í
árásinni.
Mikill öryggisviðbúnaður hefur
verið í Frakklandi vegna hryðju-
verka íslamista frá því í janúar 2015
þegar tólf manns létu lífið í árás á
skrifstofu háðtímaritsins Charlie
Hebdo í París. 130 manns til viðbótar
biðu bana í skot- og sprengjuárásum
íslamista á bari, veitingahús, Batacl-
an-tónleikastaðinn og íþróttaleik-
vang í París í nóvember 2015. 84 létu
lífið í júlí 2016 þegar maður ók vöru-
flutningabíl inn í mikinn mannfjölda
á strandgötu í Nice á þjóðhátíðar-
degi Frakka. Ríki íslams lýsti árás-
unum á hendur sér. bogi@mbl.is
Íslamisti varð þremur
mönnum að bana
Ríki íslams lýsir hryðjuverki í Frakklandi á hendur sér
Gíslataka í Frakklandi
Aud
e
D6113Trebes
Trebes
AUDE
PARÍS
Heimild: maps4news.com/©HERE
1 km
Narbonne
Árásarmaðurinn
stal bíl, drap far-
þega og skaut á
lögreglumann kl.
10.30 að staðartíma
Carcassonne
Maðurinn tók fólk í
gíslingu, drap fleiri
menn og féll í
árás lögreglu
Super U
10 km