Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Alzheimer-sjúkdóm-urinn er
algengasta birt-
ingarmynd heila-
bilunar. Hér sem
annars staðar
hefur tilfellum sjúkdómsins
fjölgað mikið undanfarið. Ís-
lenskt heilbrigðiskerfi virð-
ist síður en svo í stakk búið
til að bregðast við þessum
vanda og má segja að hér
ríki óviðunandi ástand. Í
viðtali í Sunnudagsblaðinu,
sem fylgir Morgunblaðinu í
dag, segir Steinunn Þórð-
ardóttir, lyf- og öldrunar-
læknir, að staða fólks með
heilabilanir og aðstandenda
þess sé afar slæm hér á
landi.
Steinunn lærði og starfaði
í Svíþjóð og hefur starfað
með sjúklingum með heila-
bilun hér á landi undanfarin
fjögur ár. Hún segir að
stuðningur sé lítill og að-
standendur geti lent í erfiðu
umönnunarhlutverki, jafnvel
um árabil. Hún segir að til
séu úrræði á borð við dag-
þjálfun og hjúkrunarheimili,
en vandinn sé sá að öll skref
sé hæg og flókin.
„Biðin eftir að komast inn
í dagþjálfun er um ár, jafn-
vel lengri,“ segir Steinunn í
viðtalinu. „Ég var með sjúk-
ling í síðustu viku sem hefur
beðið í tvö ár. Þessir sjúk-
dómar eru þess eðlis að
fólki versnar oft mikið á
biðtímanum svo biðin er
ekki góð. Hins vegar getum
við læknar ekki sótt um
dagþjálfun fyrr en fólk er
komið á þann stað að það
þurfi þess virkilega með.
Niðurstaðan er oft sú að
þegar viðkomandi kemst í
dagþjálfun er makinn ör-
magna og jafnvel hefur
sjúklingnum hrakað þannig
að hann er orðinn of lélegur
fyrir dagþjálfunina og þarf
að komast á hjúkrunarheim-
ili. Eftir því er önnur eins
bið.“
Steinunn lýsir einnig hvað
erfitt getur verið að fá mat
fyrir sjúklinga, sem þurfa
að komast á hjúkrunarheim-
ili. Færni- og heilsumats-
nefnd sér um að meta það
og þarf til dæmis að fara yf-
ir hvort reynt hafi verið að
endurhæfa sjúkling nægi-
lega og önnur úrræði hafi
verið reynd til fulls. Vand-
inn sé hins vegar sá, segir
Steinunn, að fólk með heila-
bilun sé oft mjög ákveðið og
vilji ekki þiggja endurhæf-
ingu. Fyrir vikið komist
nefndin iðulega að þeirri
niðurstöðu að
önnur úrræði
hafi ekki verið
fullreynd þegar
sótt er um pláss
á hjúkrunarheim-
ili. Í þokkabót
geti biðin verið heilt ár eða
lengri þegar beiðni hefur
verið samþykkt og lengst er
biðin hjá þeim, sem enn eru
heima hjá aðstandendum,
því að spítalarnir ganga fyr-
ir.
Steinunn segir að því fylgi
mikið álag að horfa upp á
sinn nánasta hverfa sér
vegna heilabilunar og að-
standendur geti jafnvel
þurft að hætta að vinna og
leggja eigið líf til hliðar til
að annast foreldra eða
maka. Hún lýsir því hvernig
örvænting aðstandenda get-
ur orðið slík að þeir grípa til
örþrifaráða. „Fólk hefur
jafnvel brugðið á það ráð að
fara með fólkið sitt á bráða-
móttökuna og nánast skilja
það eftir því það er upp-
gefið,“ segir hún. „Maður
skilur aðstandendur full-
komlega að gera þetta en þá
tekur við mjög löng bið inni
á spítala sem er heldur ekki
með neina aðstöðu eða þjálf-
un fyrir þessa sjúklinga og
þessum sjúklingahópi líður
oft mjög illa í nýjum að-
stæðum sem eru alls ekki
ákjósanlegar.“
Að sögn Steinunnar hefur
ástandið í þessum málum
versnað hér á landi á þeim
fjórum árum, sem liðin eru
síðan hún kom heim. Hún
gagnrýnir harkalega að hér
skuli ekki hafa verið mótuð
nein stefna um málefni
flokks með heilabilun. Um-
fangið er mikið og eru heila-
bilunarsjúkdómar farnir að
kosta heilbrigðiskerfið
meira en allur kostnaður við
krabbamein og hjarta- og
æðasjúkdóma samanlagt.
Steinunn tekur svo djúpt í
árinni að segja að verði ekk-
ert að gert muni þetta
„steypa heilbrigðiskerfinu“.
Margir þekkja tilvik á
borð við þau, sem lýst er
hér fyrir ofan, en gera sér
ef til vill ekki grein fyrir að
þau eru ekki einangruð
heldur reglan. Steinunn
Þórðardóttir læknir talar
tæpitungulaust í viðtalinu í
Sunnudagsblaðinu. Ábend-
ingar hennar eru þarfar og
við þeim þarf að bregðast.
Ófremdarástand ríkir í mál-
efnum sjúklinga með heila-
bilun og verði ekkert að
gert mun það einfaldlega
versna. Það er ekki boðlegt.
Sjúklingar með
heilabilun sitja
á hakanum í heil-
brigðiskerfinu}
Ófremdarástand
U
m liðna helgi ályktaði landsfundur
Sjálfstæðisflokksins meðal ann-
ars um framtíðaruppbyggingu
Landspítalans. Landsfundur
ályktaði sem svo að „Lokið verði
þeirri uppbyggingu á Landspítalalóð sem er
komin á framkvæmdastig og tengist núverandi
starfsemi. Farið verði tafarlaust í staðarvals-
greiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkra-
húsþjónustu með öryggi og sterkari samgöngu-
leiðum að leiðarljósi.“
Í meðförum landsfundar hafði upphaflegum
ályktunardrögum verið breytt í meginatriðum,
en um þetta atriði sagði þar „Sjálfstæðisflokk-
urinn telur mikilvægt að efla Landspítala há-
skólasjúkrahús við Hringbraut með áframhald-
andi uppbyggingu og bættri aðstöðu.“ Sem sagt:
í drögum átti að klára við Hringbraut, í endan-
legri ályktun átti að fara í staðarvalsgreiningu og byggja
nýjan spítala á nýjum stað.
Að afloknum landsfundi hrósaði ég landsfundarfulltrúum
sérstaklega fyrir að hafa tekið af skarið með skynsam-
legum hætti og losað verkefnið úr hjólförum umferðareyj-
unnar við Hringbraut.
Nú bregður svo við að talsmenn Sjálfstæðisflokksins
túlka ályktun landsfundar með allt öðrum hætti en augljóst
er að gera og á allt annan hátt en mig grunar að meginþorri
landfundargesta hafi talið sig vera að álykta.
Eftir landsfund er því nú haldið fram að
ályktunin fjalli um að klára uppbygginguna við
Hringbraut, en að það eigi undir eins, tafar-
laust, að fara í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan
spítala á nýjum stað, þar sem áhersla er lögð á
góðar umferðartengingar.
Þessi eftiráskýring heldur auðvitað ekki
vatni. Í fyrsta lagi, þá er það alveg nýtt að
byggingar sem enn er verið að hanna séu kall-
aðar á byggingastigi, þær eru á hönnunarstigi.
Í öðru lagi, þá er engin þörf á að ráðast taf-
arlaust í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan spítala
ef þar er átt við spítala sem á að byggja eftir
nokkra áratugi. Í þriðja lagi, þá er engin ástæða
til að hafa umferðarflæði og teningar í for-
grunni hvað staðarval á framtíðarspítala varðar
ef á honum á fyrst og fremst að skipta um
mjaðmarliði, spegla hné og fjarlægja fæðingarbletti.
Þessi þrjú kjarnaatriði í ályktuninni, eins og henni var
breytt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, benda öll til þess
að fundarmenn hafi talið sig vera að leggja þá línu að nýtt
þjóðarsjúkrahús skuli byggt frá grunni á nýjum stað, þar
sem aðstæður allar og aðkoma eru eins og best verður á
kosið.
Bergþór
Ólason
Pistill
Landsfundur tekur af skarið um
spítala, túlkunin slekkur á!
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það voru skiptar skoðanir ímiðstjórn AlþýðusambandsÍslands um þá ákvörðunsem tekin var sl. miðviku-
dag að ASÍ tæki ekki sæti í Þjóðhags-
ráði. Heimildir af fundinum herma að
vel megi vera að ef hefði verið látið á
það reyna, hefði reynst vera meiri-
hluti fyrir því að taka sæti í ráðinu en
það var ekki gert.
Eftir umræður varð niðurstaða
miðstjórnarinnar sú að það væri bæði
óskynsamlegt og beinlínis rangt að
fara inn í Þjóðhagsráðið með klofna
miðstjórn að baki forsetanum, sem
tæki sæti í ráðinu fyrir hönd ASÍ.
Lék enginn vafi á því að hreyfingin
var klofin í málinu og það myndi ein-
faldlega þýða að umboð forsetans í
Þjóðhagsráðinu yrði mjög veikt.
Rök þeirra sem telja rangt að
taka þátt í Þjóðhagsráði að svo
komnu máli vógu mjög þungt við um-
ræðurnar. Ákveðin hætta var talin á
að verkalýðshreyfingin væri að ganga
inn í einhvers konar björg með því að
taka sæti í ráðinu og setjast niður til
funda í Þjóðmenningarhúsinu með
seðlabankastjóra, fjármála- og efna-
hagsráðherra o.fl. til þess að ræða
efnahagsmál, því það væru þau mál
sem þeir hefðu mestan áhuga á að
ræða. Þó ríkisstjórnin hafi ákveðið að
útvíkka erindi ráðsins og ræða fé-
lagslegan stöðugleika, yrði án efa erf-
itt að koma öðrum sjónarmiðum að.
Viðmælendur innan forystuliðs-
ins bæta því við að við núverandi að-
stæður séu enn minni líkur á árangri
af samráði í Þjóðhagsráði þegar haft
er í huga að tekist er á í vaxandi mæli
bæði innan verkalýðshreyfingarinnar
sjálfrar og á milli hreyfingarinnar og
hluta ríkisstjórnarinnar um stór mál,
ekki síst skattamál, sem ágreiningur
er um. Hagdeild ASÍ hefur uppfært
útreikninga á þróun skattbyrði sem
birt var í skýrslu í fyrra, og í ljós
kemur að sú öfugþróun sem átt hefur
sér stað að mati ASÍ hélt áfram á ár-
unum 2016 og 2017. Skattbyrði há-
tekjufólks hefur haldið áfram að
minnka en skattbyrði lágtekjufólks
hélt áfram að aukast. Einnig voru þau
sjónarmið áberandi að umræðan í
samfélaginu væri orðin mjög hávær
um ójöfnuð og réttlætiskennd fólks
væri misboðið, ekki síst vegna
ákvarðana kjararáðs og sú umræða
hefur svo magnast upp að undan-
förnu þegar fréttir berast af hækk-
unum ofurlauna forstjóra stórfyrir-
tækja. Auk þessa hafi svo ályktanir
landsfundar Sjálfstæðisflokksins um
liðna helgi um skattamál o.fl. fallið í
grýttan jarðveg í verkalýðshreyfing-
unni.
Lítill trúverðugleiki
Það hafi því lítinn sem engan
trúverðugleika að verkalýðshreyf-
ingin fari inn í Þjóðhagsráðið við
þessar aðstæður. Það sjónarmið hafi
því orðið ofan á að taka ekki sæti í
ráðinu, samtal við stjórnvöld þurfi
vissulega að eiga sér stað á komandi
vikum og mánuðum en ekki sé skyn-
samlegt að það samtal fari fram á
formlegum vettvangi Þjóðhagsráðs,
skv. heimildum Morgunblaðsins.
Það gefur augaleið að formenn-
irnir fjórir sem tekið hafa þétt hönd-
um saman eftir sigur Sólveigar Önnu
Jónsdóttur í formannskjörinu í Efl-
ingu hafa mikil áhrif á atburðarásina
innan verkalýðshreyfingarinnar
þessa dagana og tónninn er orðinn
miklum mun harðari.
Þau Sólveig Anna, Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, og Aðalsteinn Á. Bald-
ursson, formaður Framsýnar, tala
reglulega saman, hittast oft og ráða
ráðum sínum og hafa náð ákveðnu
frumkvæði í hreyfingunni.
Rangt að taka sæti
með klofning að baki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherrabústaðurinn Fulltrúar launþegahreyfingarinnar voru vikulega
boðaðir á fundi með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna á fyrstu vikum ársins.
Fjórmenningarnir í forystu VR,
Eflingar, Framsýnar og Verkalýðs-
félags Akraness (VLFA), sem hafa
stillt saman strengi í kjaramálum
að undanförnu, voru algerlega
mótfallnir því að ASÍ tæki sæti í
Þjóðhagsráði. Hafa þeir rætt það
sín í milli og skv. heimildum Morg-
unblaðsins var Ragnari Þór Ing-
ólfssyni, formanni VR, ,,boðið að
fara þarna inn“ eins og það var
orðað en hann þvertók fyrir að VR
tæki sæti í ráðinu. Félagið ætli
hins vegar að vinna náið að kjara-
málum með Eflingu, Framsýn og
VLFA. Daginn eftir kom miðstjórn
ASÍ svo saman og ákvað að taka
ekki sæti í ráðinu.
Fjórmenningarnir telja Þjóð-
hagsráð gagnslaust við núverandi
aðstæður. Áherslan innan þess á
stöðugleika taki mið af því að
halda niðri launum hinna lægst
launuðu í landinu. Fjórmenning-
arnir ætla að hittast á nýjan leik á
næstu dögum til að fara yfir stöð-
una.
Telja ráðið
gagnslaust
FJÓRMENNINGARNIR