Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 27

Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Reykjavík Ungur maður notaði góða veðrið á dögunum til að æfa knattfimi sína í Lækjargötu og fórst það fimlega. Eggert Það eru liðin tæp 25 ár síðan Reykja- víkurlistinn blés til mikillar sóknar í leik- skólamálum í borg- inni og gerði heils- dagsvistun barna að almennu úrræði fyrir barnafjölskyldur í stað þess að vera for- réttindi tiltekinna hópa. Nú er tímabært að klára leikskólabyltinguna með því að brúa bilið milli fæðing- arorlofs og leikskóla en það bil hefur lengi verið á annað ár. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur nú kynnt metnaðarfulla áætlun um hvernig þetta bil verði brúað á næstu 4-6 árum en á sama tíma verður ráðist í fjölmargar aðgerðir til að bæta starfsumhverfið á leik- skólum borgarinnar. Alls verður varið 632 milljónum króna til þessara aðgerða á árinu 2018 og 1.100 milljónum króna á árinu 2019 í framkvæmdir og rekstur. Áætlaður framkvæmdakostnaður við byggingu nýrra leikskóla er 3,7 milljarður króna á komandi ár- um. Þessar aðgerðir koma til við- bótar auknu fjármagni til leik- skólastigsins sem nemur alls 2 milljörðum króna frá 2014 og birt- ist í hærri launum, auknu fjármagni til innra starfs, opnun sérhæfðra ung- barnadeilda o.fl. Bætt vinnuum- hverfi Gripið verður til margvíslegra aðgerða til að bæta vinnuum- hverfi starfsfólks á leikskólum og koma alls 14 tillögur starfs- hóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskóla- kennara til framkvæmda strax á þessu ári. Þar er fyrst að telja að leik- og starfsrými barna og starfsfólks verður aukið með því að færa niður rekstrarleyfi um 7% að meðaltali í tveimur áföngum. Samhliða því verða sett ný viðmið um rými fyrir hvert barn og æski- legan barnafjölda á deildum. Fjölgun starfsfólks Til að mæta réttmætum sjón- armiðum um aukið álag verður starfsfólki á elstu deildum leik- skólanna fjölgað frá og með þessu hausti og á tveimur næstu árum. Þá verður ráðist í aðgerðir til að fjölga leikskólakennurum og hækka menntunarstig á leik- skólum, m.a. með því að efla námstækifæri ófaglærðra starfs- manna. Undirbúningstími leik- skólakennara og deildarstjóra verður aukinn og sérstök áhersla verður lögð á að taka vel á móti nýjum leikskólakennurum sem fá úthlutað leiðsagnarkennara og góða þjálfun á nýjum starfsvett- vangi. Þá verður tryggður aðgang- ur leikskólakennara að handleiðslu varðandi flókin úrlausnarefni í barnahópnum. Allir leikskólar fái viðbótarfjárveitingu til heilsuefl- ingar og liðsheildarvinnu með starfsmannahópnum. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja og styðja ófaglært starfsfólk og aðrar fagstéttir sem halda uppi mik- ilvægu starfi á leikskólunum til að afla sér fagmenntunar í leikskóla- fræðum. Nýjar leikskóladeildir í haust Strax í haust verða opnaðar 6 nýjar leikskóladeildir með viðbót- arhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurnin er mikil. Áformað er að þessar leikskóladeildir verði í Seljahverfi, Háaleiti, Fossvogi, Laugardal og Grafarholti og að leikskólaplássum fjölgi um 110-126 með þessum aðgerðum. Sjö nýjar ungbarnadeildir Sérhæfðar ungbarnadeildir með leikrými, búnaði og aðstöðu sem hæfir börnum á öðru aldursári er framtíðin og við munum opna sjö slíkar deildir í haust og þá verða alls 14 ungbarnadeildir starf- ræktar við 10 leikskóla í öllum borgarhlutum. Nýju deildirnar verða í Grafarvogi, Hlíðum, Vest- urbæ og Grafarholti. Ung- barnadeildirnar fá heimild til að byrja að bjóða yngri börnum pláss en verið hefur eða börnum frá 16 mánaða aldri þar sem aðstæður leyfa. 5-6 nýir leikskólar Byggðir verða 5-6 nýir leik- skólar á uppbyggingarsvæðum næstu 4-6 árin og þar með fjölgar leikskólarýmum um allt að 800. Það á að nægja til að bjóða megi öllum 12 mánaða börnum og eldri leikskólapláss innan 6 ára. Gert er ráð fyrir því að nýir leikskólar rísi í Úlfarsárdal, Vatnsmýri, í Laug- ardal/Háaleiti, í Vogabyggð og í Miðborginni. Síðar stefnum við að því að hægt verði að byggja nýja leikskóla á helstu uppbygging- arsvæðum í samræmi við þörf. Þar koma helst til álita Bryggjuhverfi, Ártúnshöfði, Skerjafjörður og Vogabyggð III-IV. Hvað um mannekluna? Það hefur verið stórt verkefni að glíma við manneklu á leik- skólum en með samstilltu átaki hefur náðst verulegur árangur. Alls hafa 110 nýir starfsmenn ver- ið ráðnir á undanförnum sjö mán- uðum í um 90% af þeim stöðugild- um sem voru ómönnuð í byrjun hausts. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi mánuðum og ný úrræði kynnt til sögunnar. Eitt þeirra var samþykkt í borgarráði í vikunni – að bjóða ungu fólki sum- arstörf á leikskólum með það í huga að hvetja það til að fara í kennaranám og helga sig þessu mikilvæga og göfuga starfi að hjálpa ungum börnum til manns. Það er líka tilefni til bjartsýni að gagnkvæmur vilji er meðal borg- aryfirvalda og mennta- og menn- ingarmálaráðherra að leggjast á eitt við að mæta fyrirsjáanlegum kennaraskorti í leikskólum og grunnskólum með samstilltum að- gerðum. Það er því sannarlega vor í lofti þegar kemur að leikskóla- málum í borginni og mikil sókn framundan á komandi árum. Eftir Skúla Helgason »Nú er tímabært aðklára leikskólabylt- inguna með því að brúa bilið milli fæðingaror- lofs og leikskóla. Skúli Helgason Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Tímamótaaðgerðir í leikskólamálum Dagur B. Eggertsson var á Sprengisandi í síðasta mánuði þar sem við ræddum um borgarmálin. Nokkrar fullyrðingar vöktu athygli. Það er því fróðlegt að sannreyna staðreyndirnar á bak við fullyrðing- arnar og sjá hvort þær koma heim og saman við raunveruleikann. Íbúafjölgun sjaldan meiri? „Íbúafjölgun hefur sjaldan verið meiri en í fyrra,“ sagði Dagur. Stað- reyndin er sú að fjölgun íbúa var 0,6%! Það er helmingi minna en með- altal síðustu áratuga. Reyndar er það svo að Íslendingum í Reykjavík fækk- aði á síðasta ári um 740 manns sem er meira en nemur öllum íbúum Seyðis- fjarðar. Það er svo út af fyrir sig merkileg staðreynd að Íslendingum í Reykjavík hefur fækkað um 1.390 frá 2014. Það fluttu sem sagt fleiri Íslend- ingar burt frá Reykjavík á þessu kjör- tímabili en sem nemur öllum flótta- mönnum sem hafa komið til landsins frá 1956. Í öllu þessu ljósi verða orð Dags um að íbúafjölgun hafi sjaldan verið meiri heldur ótrúverðug. Mikið uppbyggingarskeið? Þegar talið barst að húsnæðisskortinum sagði Dagur: „Við er- um stödd á mesta uppbyggingarskeiði borgarinnar.“ Þetta er nokkuð borginmannlega sagt þegar litið er til þess að eingöngu 322 íbúðir voru byggðar á síðasta ári. Það eru færri íbúðir en byggðar voru í Mosfellsbæ. Þá er ótalinn sá fjöldi fyrirtækja sem hefur þurft að flytja starfsemi sína til annarra sveitarfé- laga. Réttara hefði verið að segja: „Við erum stödd á mesta glærusýningarskeiði borgarinnar,“ enda hefur Reykjavíkurborg staðið að fjölda „glærufunda“ þar sem áform hafa verið kynnt. Uppbygginguna hefur á hinn bóginn skort og því er húsnæð- isverð og leiguverð búið að neyða fjölda fólks til að flytja burt úr borginni. Hvar eru leiguíbúðirnar 3.000? Loks sagði Dagur þegar hann var spurður hvar 3.000 leigu- íbúðirnar væru sem hann lofaði fyrir fjórum árum: „Við erum með sérstakan fund þar sem við gerum grein fyrir því hver framvindan er í húsnæðismálum.“ Það bar svo við að skýrsla var lögð fyrir borgarráð dagsett 6. mars. Þar eru 179 glærur en hvergi á þeim er minnst á leiguíbúðirnar 3.000 sem lofað var. Eingöngu tilteknar íbúðir sem Félagsbústaðir hafa keypt. Þær ná ekki 10% af því sem stefnt var að. Svarið blasir því við: Ekki tókst að efna stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar. Ef lítið samhengi er milli orða og athafna þá eru orðin tóm. Eftir Eyþór Arnalds »Reyndar er það svo að Íslendingum í Reykjavík fækkaði á síð- asta ári um 740 manns sem er meira en nemur öllum íbúum Seyðisfjarðar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur og staðreyndirnar Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.