Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg
fyrir fólk
til að veita umhyggju,
miðla ást,
og fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi,
veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar
og kærleiksríkrar nærveru.
Þeir eru jákvæðir,
styðja, uppörva og hvetja.
Þeir sýna hluttekningu,
umvefja og faðma,
sýna nærgætni
og raunverulega umhyggju,
í hvaða kringumstæðum sem er
án þess að spyrja um endurgjald.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Stutt er í vorið, páskar í nánd,
gleði í hjarta er mér barst sú frétt
að hjartkær bróðir minn, Gunnar,
væri farinn yfir móðuna miklu.
Það var eins og fréttin næði ekki
Gunnar Hafsteinn
Elíasson
✝ Gunnar Haf-steinn Elíasson
fæddist 24. febrúar
1931. Hann lést 18.
mars 2018. Útför
Gunnars fór fram
22. mars 2018.
inn að hjartarótum,
þó svo vitað væri
hvert stefndi og við
hjón hefðum átt
kveðjustund með
þessum öðlingi
stuttu fyrir andlát
hans.
Það var ekki fyrr
en ég hringdi í son
minn til að tilkynna
honum andlát bróð-
ur míns að eitthvað
brotnaði hið innra, minningar
hrönnuðust upp og tárin flóðu, en
gráturinn gerir gott, hann líknar
og græðir.
Að alast upp í stórum systkina-
hóp er dýrmætt en að kveðja tvo
bræður með stuttu millibili er
harla erfitt.
Er ég staldra við og lít um öxl
þá finn ég svo glöggt hvað þessi
fallegi bróðir minn var einstakur
gleðigjafi og fyrirmynd í lífi okkar
systkina á svo ótal margan hátt.
Gunnar var í mínum huga eins og
skáldið orti „jarðneskur engill“.
Fyrir mér var þessi bróðir
minn höfuð ættarinnar, alltaf til
staðar, tók mikinn þátt í heimilis-
lífinu og studdi okkur systkinin á
einn og annan hátt. Þá ekki síst
var hann stoð og stytta móður
okkar en skipstjórinn faðir okkar
var oft langdvölum að heiman og
barnahópurinn stór. Er Gunnar
festi ráð sitt þá byrjuðu þau hjón
að búa í kjallaranum hjá foreldrum
okkar. Við Sirrý, yngstu systurn-
ar, gerðum okkur æði heimakomn-
ar hjá ungu hjónunum og aldrei
var stuggað við okkur þó svo við
skokkuðum niður stigann til þeirra
í tíma og ótíma. Að vera í kringum
þessi hjón var alltaf gleði og gam-
an, sem breyttist ekki í tímans rás
og vinátta þeirra hjóna, gestrisni
og kærleikur í okkar garð og sonar
okkar hjóna var einstakur. Allar
þær samverustundir og minningar
sem ég frá blautu barnsbeini og
allt til þessa dags á um þig og fjöl-
skyldu þína, elsku bróðir, er mér
ómögulegt að setja á blað, svo
margar og samtvinnaðar eru þær,
það myndi nálgast ævisögubrot.
Umfram allt er ég þakklát í hjarta
mínu fyrir að hafa átt þig fyrir
bróður og minningarnar munu
dvelja hið innra alla tíð, þær eru
geymdar en ekki gleymdar. Guðs
blessun og þakklæti til ykkar,
kæru systur og fjöldskyldur, hvað
þið hugsuðuð einstaklega vel um
hann bróður minn, eins og ykkar
var von og vísa. Dýpstu samúðar-
kveðjur og þakklæti til ykkar allra.
Guðrún systir.
Gunnar Elíasson gekk í Lions-
klúbb Akraness árið 1958. Þar
sinnti hann í gegnum árin flestum
þeim verkefnum sem til féllu. Fyr-
ir störf sín var hann gerður að
Melvin Jones-félaga árið 1991, en
það er æðsta viðurkenning Lions-
hreyfingarinnar. Hann varð ævi-
félagi klúbbsins í ársbyrjun 2012.
Ég átti þess kost að starfa með
Gunnari í Lionsklúbbi Akraness í
nokkur ár. Dálítið sérstakt, ég
fann fyrir hlýju hans í minn garð
frá fyrstu stundu þar til yfir lauk.
En þannig var Gunnar, velviljað
ljúfmenni, glaðlyndur og jákvæð-
ur. Bestu stundirnar okkar voru
við matargerð og koma í fram-
kvæmd að bera fram veislukost, t.
d. fyrir jólafundi klúbbsins. Hann
var reyndur á þessu sviði hafði
unnið við meðhöndlun matvæla í
mörg ár og gjörþekkti allar þær
kúnstir sem góðri matargerð
fylgdu. Þannig lærði ég af honum
betri meðhöndlun grænmetis og
frábæra sósugerð svo dæmi séu
nefnd. Dóttir mín sagði einhvern
tíma að hún vildi kjöt með sósu
heima, frekar en fara á veitinga-
stað, þökk sé meistara Gunnari.
Gunnar flutti ásamt konu sinni,
Guðjónínu Sigurðardóttur, á dval-
arheimilið Höfða fyrir nokkrum
árum. Hann var þá sprækur sem
lamb á vordegi en veikindi konu
hans voru alvarleg og lést hún eft-
ir skamma dvöl á Höfða. Fráfall
hennar lagðist þungt á Gunnar
enda hann viðkvæmur og einstak-
lega umhyggjusamur. Hann sagði
einhvern tíma við mig svo rólegur
og brosandi að nú gæti hann farið
líka.
Við Lionsfélagar þökkum sam-
verustundirnar og kveðjum góðan
dreng, blessuð sé minning hans
um ókomin ár. Fjölskyldu hans
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ófeigur Gestsson.
✝ GuðborgFranklínsdóttir
fæddist í Litla-
Fjarðarhorni í
Strandasýslu 5. maí
1924. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 12. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Franklín Þórðar-
son, bóndi í Litla-
Fjarðarhorni, f. 11. nóvember
1879, d. 17. júlí 1940, og Andrea
Jónsdóttir húsmóðir, f. 20. sept-
ember 1881, d. 12. janúar 1979.
Guðborg var yngst 13 systkina
sem eru: Þórður, f. 1903, d. 1991,
Sigurður, f. 1903, d. 1983, Herm-
ína, f. 1906, d. 2000, Eggþór, f.
1908, d. 1994, Anna Margrét, f.
1910, d, 2015, Guðbjörg Magnea,
f. 1912, d. 2005, Aðalheiður, f.
1914, d. 2012, Guðmundur Helgi,
f. 1915, d. 2005, Hallfríður
Nanna, f. 1916, Benedikt Krist-
inn, f. 1918, d. 2010, Jón Líndal,
f. 1919, d. 1999, og Margrét, f.
1922.
Guðborg giftist hinn 29. des-
ember 1945 Óskari Albert Sig-
urðssyni, sjómanni og verka-
1978. Fyrir átti Þórdís tvær dæt-
ur, fósturdætur Guðmundar,
þær Ragnhildi Sigurðardóttur, f.
20. október 1969, gift Hermanni
Jónssyni, f. 7. ágúst 1969, sonur
þeirra er Kolbeinn Mikael, f. 27.
apríl 2013, og Guðrúnu Helgu
Magnúsdóttur, f. 19. desember
1974, gift Steinari Þór Þorfinns-
syni, f. 16. júlí 1974, þeirra börn
eru Þór Jökull, f. 19. febrúar
2007, Þórdís Tinna, f. 13. febr-
úar 2010, og Sigþór Máni, f. 5.
nóvember 2013. Sambýliskona
Guðmundar er Áslaug Trausta-
dóttir, f. 31. desember 1958,
dóttir hennar er Silja Jansdóttir
Jermestad, f. 1. maí 1985, gift
Åsmund Nordgulen, f. 23. mars
1987. Dætur þeirra eru Björk, f.
28. september 2013, og Sóley, f.
15. ágúst 2016. 4) Óskar Helgi, f.
8. júlí 1954, kvæntur Aðalheiði
Erlu Jónsdóttur, f. 17. maí 1957.
Börn þeirra eru: a) Kári Páll, f.
22. desember 1981, sambýlis-
kona hans er Marta Leite, f. 10.
apríl 1983, b) Björk, f. 19. júlí
1986, gift Giorgos Oikonomou, f.
12. september 1986, dóttir
þeirra er Ariadne Marín, f. 29.
mars 2017, c) Ásdís Helga, f. 3.
október 1991, sambýlismaður
hennar er Ingvar Bjarki Ein-
arsson, f. 13. janúar 1991, og d)
Stefán Andri, f. 19. apríl 2001.
Útför Guðborgar fór fram frá
Siglufjarðarkirkju 24. febrúar
2018 og var gerð í kyrrþey að
hennar ósk.
manni frá Mó,
Dalvík, f. 20. maí
1918, d. 15. desem-
ber 2007. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurður Jón Guð-
jónsson, sjómaður
og formaður frá
Mó, f. 9. desember
1885, d. 7. janúar
1943, og Anna Sig-
urðardóttir hús-
móðir, f. 17. októ-
ber 1883, d. 7. júní 1971. Börn
Guðborgar og Alberts eru: 1)
Sigurmar Kristján, f. 7. maí
1946, fyrri kona hans var Mar-
grét Elíasdóttir, f. 13. desember
1946, þau skildu. Seinni kona
Sigurmars er Álfheiður Inga-
dóttir, f. 1. maí 1951, sonur
þeirra er Ingi Kristján, f. 12.
febrúar 1991, sambýliskona
hans er Anna Kristín Baldvins-
dóttir, f. 5. desember 1988, sonur
hennar er Karl Þórisson, f. 17.
maí 2009. 2) Andrea Guðrún, f.
12. nóvember 1947, d. 17. ágúst
1951. 3) Guðmundur Jón, f. 13.
október 1951, var kvæntur Þór-
dísi Þórðardóttur, f. 2. maí 1951,
þau skildu. Sonur þeirra er
Þórður Albert, f. 5. september
Tengdamóðir mín Guðborg
var yngst 13 systkina sem öll
fæddust í torfbæ, Litla-Fjarðar-
horni í Kollafirði á Ströndum,
glaðværu og gestrisnu menning-
arheimili. Hún náði 93ja ára aldri
sem þykir ekki mikið í þeim stóra
hópi. Eftir lifa Nanna 102ja ára
og Margrét 96 ára. „Pabbi seldi
aldrei mjólkina og það var alltaf
nóg af fiski,“ sagði Borga spurð
um langlífi og góða heilsu systk-
inanna.
Skólagangan var eins og á al-
þýðuheimilum til sveita, farskóli í
tvo vetur, þrjá mánuði í senn. En
Borga var heppin, hún fór á Hús-
mæðraskólann á Ísafirði einn
vetur og naut sín vel í námi og fé-
lagsskap skólasystra. Hún
geymdi mikið af handavinnunni
frá skólanum, allar myndir og
minningabækur og skólasysturn-
ar héldu lengi sambandi sín í
milli. Á einkunnablaðinu sáum
við að hún fékk 10 í íslenskum stíl
og yfir 9 í flestum öðrum grein-
um. Það var að vonum.
Þessi unga og myndarlega
kona kom til Siglufjarðar sextán
ára gömul til að aðstoða á barn-
mörgu heimili systur sinnar. Á
þeim árum var Siglufjörður nafli
alheimsins og fjörðurinn fullur af
síldveiðiskipum úr öllum lands-
hlutum. Silfur hafsins rann
ómælt í vasa þeirra sem gátu
unnið myrkranna á milli og karl-
ar og konur flykktist norður.
Margir kenndu sig alla tíð við
Siglufjörð þótt þeir flyttu í aðra
landshluta og á tímabili hélt ég að
Siglfirðingar væru fleiri en Ís-
lendingar! – svo marga Siglfirð-
inga hittum við hvar sem við er-
um á ferð innan lands og utan.
Á Siglufirði lágu leiðir þeirra
Guðborgar og Alberts saman.
Hann kom frá Dalvík, hún af
Ströndum og þau bjuggu allan
sinn búskap á Siglufirði. Á heim-
ilinu bjó líka Andrea móðir Guð-
bjargar og varð 97 ára. Synirnir
eru þrír en telpuna misstu þau
fjögurra ára úr berklum. Albert
gat talað um missinn og rifjað
upp heimsóknina á Kristneshæli
þegar hann og Sigurmar fengu
einu sinni að hitta telpuna. Borga
sagði minna en myndina af And-
reu litlu og minningarkortin hafði
hún við rúmstokkinn alla tíð.
Sagt er að þeir séu þögulir
Strandamenn og tengdamóður
minni kippti í kynið. Þar var ekki
töluð vitleysan eða farið með
slúður. Borga las mikið og var
vandlát á lesefni. Hún náði sér
jafnan í nýútkomnar bækur á
bókasafnið en bækur sem hún
hélt uppá marglas hún og setti í
bókaplast til að verja hnjaski.
Hún vildi ekki láta hafa fyrir sér
en tók þó vel á móti strákunum
sínum í árlega jólahreingerningu.
Hún var hraust til líkama og sál-
ar allt til æviloka. Það var „ekki
komið að því“ að fá hjálp heima
við eða fara á elliheimili. Og við
héldum líka öll að það væri næg-
ur tími – Albert hefði orðið 100
ára í vor, Borga 94 og Nanna 103,
nánast í sömu vikunni og allir
hlökkuðu til. Ferðin sú verður
önnur en til stóð. Allt er breytt og
amma á Sigló tekur ekki á móti
okkur. Hún hné niður á heimili
sínu og lést 12. febrúar síðastlið-
inn á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Á kveðjustund sem ber brátt
að er margt ósagt. Ég minnist
heimsókna og ferðalaga innan-
lands og utan, spjalls um bækur
og handavinnu, um krakkana
sem hún fylgdist með á Face-
book. Og umhyggjunnar sem hún
sýndi okkur öllum og við búum að
um ókomna tíð.
Álfheiður Ingadóttir.
Elsku amma. Amma á Sigló,
eins og þú hefur alltaf heitið í
okkar huga.
Þegar langri samfylgd lýkur
er það okkar, sem eftir erum, að
gera upp samferðartímann og
reyna að létta okkur viðskilnað-
inn. Við minnumst þín fyrir
margt, auðvitað fyrir gæsku þína
og örlæti svo fátt eitt sé nefnt,
gjafir sem fyrir barnshugann
voru svo rausnarlegar að þær
þöndu út sjáöldrin í ungum aug-
um. Við minnumst þín fyrir öll
þau skipti sem við spiluðum við
eldhúsborðið á Laugarveginum
og í Löngumýrinni, húmorinn,
hlýjuna og pönnukökur með
rjóma. Einnig fyrir alla þá rósemi
og yfirvegun sem þú stafaðir frá
þér og hafði þægileg, róandi áhrif
á fólk í kringum þig. Og síðast en
ekki síst fyrir allt fallega hand-
verkið þitt sem þú gafst okkur,
heklaða eða prjónaða muni sem
voru og eru bæði vandaðir og
smekklegir, mjúkir og hlýir; bera
ekki aðeins vott um væntum-
þykju heldur einnig skarpan,
næman huga. Hluti sem hafa ekki
aðeins hagnýtt notagildi eins og
að halda á okkur hita, heldur
fegra líka daglega tilveru okkar.
Í minningunum virðist þú allt-
af svo fáguð og veraldarvön við
allar aðstæður, eins þótt það væri
bara í litla eldhúsinu á Laugar-
veginum heima hjá ykkur afa, að
reykja Salem-sígaretturnar þín-
ar og leggja kapal. Og augljós-
lega svo greind og fróð, sennilega
búin að lesa allar bækurnar á
bæjarbókasafni Siglufjarðar.
Hefðir ekki skorið þig úr á neinni
samkomu menntamanna í neinni
háborg menningar. Oft höfum við
velt fyrir okkur hvar í samfélag-
inu þú hefðir endað, hefðu að-
stæður þínar verið öðruvísi og
tækifærin fleiri. Hefðirðu til
dæmis orðið fræði- eða vísinda-
kona á einhverju sviði? Fengið
stöðu við einhvern háskóla?
Elsku amma á Sigló. Að leið-
arlokum viljum við þakka þér fyr-
ir það fjölmarga sem þú hefur
gefið okkur og kennt.
Lygnt geymir vatnið
leið mína yfir fjallið,
felur hana rökkri
og ró í nótt.
Vær geymir svefninn
söknuð minn í lautu,
með degi rís hann aftur
úr djúpsins ró.
(Snorri Hjartarson)
Kári Páll, Björk, Ásdís Helga
og Stefán Andri Óskarsbörn.
Guðborg
Franklínsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir til allra fyrir samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
RÖGNU JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
frá Bolungarvík,
Lækjasmára 2.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk blóðlækningadeildar á
Landspítalanum.
Jón Bjarni Geirsson
Andri Jónsson
Elsa Jónsdóttir
Lilja Jónsdóttir
tengdabörn og barnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför frænda okkar,
SIGURÞÓRS SIGURÐSSONAR,
Höfn, Hornafirði.
Aðstandendur
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
BÖÐVARS PÁLSSONAR,
Búrfelli, Grímsnesi.
Lísa Thomsen
Sigurður Böðvarsson Guðrún Bragadóttir
Laufey Böðvarsdóttir
Bryndís Á. Böðvarsdóttir Pétur Ingi Haraldsson
Anna Ýr Böðvarsdóttir Sigurður Benediktsson
Lára Böðvarsdóttir Sturla Jónsson
barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför,
RAGNHEIÐAR ESTERAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Þröm, Laugarvatni.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust
hana á Lundi síðustu æviárin.
Hulda Björk Þorkelsdóttir Hörður Ragnarsson
Guðmundur B. Þorkelsson Bryndís Guðlaugsdóttir
Bjarni Þorkelsson Margrét Hafliðadóttir
Þorbjörg Þorkelsdóttir
Þorkell Þorkelsson Sigríður Eiríksdóttir
Hreinn Þorkelsson Auður Rafnsdóttir
Gylfi Þorkelsson Anna María Óladóttir
barnabörn og barnabarnabörn