Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Stjórn styrktarsjóðsins Reykjavíkur
Loftbrúar hefur samþykkt breyt-
ingar á áherslum og umfangi sjóðs-
ins, skv. tilkynningu. Í stað smærri
mánaðarlegra úthlutana í formi far-
miða verður úthlutun sjóðsins nú ein
á ári þar sem valin verða allt að fimm
verkefni úr hópi umsækjenda sem fá
veglegt tveggja milljóna króna gjafa-
bréf sem hægt verður að nota að vild í
ferðir og aukafarangur með Iceland-
air, segir þar. Að sjóðnum standa Ice-
landair, Reykjavíkurborg, FÍH
(Félag íslenskra hljómlistarmanna),
FHF (Félag hljómplötuframleið-
enda) og STEF (Samtök tónskálda
og eigenda flutningsréttar).
„Með þeim breytingum sem nú
hafa verið gerðar á sjóðnum er styrk-
ur frá Reykjavík Loftbrú hrein búbót
fyrir tónlistarfólk sem getur nýtt
gjafabréfið til að kaupa flug og auka-
farangur með Icelandair en breyting-
arnar á Reykjavík Loftbrú eru gerð-
ar til að geta stutt enn betur við bakið
á tónlistarfólki sem er í markvissri
útrás með sína tónlist. Markmiðið
með Reykjavík Loftbrú er einmitt að
styðja við bakið á íslensku tónlistar-
fólki sem vill hasla sér völl á erlendri
grundu og kynna um leið Reykjavík
sem tónlistar- og menningarborg og
spennandi viðkomustað ferða-
manna,“ segir í tilkynningunni. Opið
er fyrir umsóknir um styrki frá
Reykjavík Loftbrú á vef Útflutnings-
skrifstofu íslenskrar tónlistar, uton.is
og er umsóknarfrestur til og með 17.
apríl.
Styrkir verða veglegri en áður
Morgunblaðið/Golli
Kátur Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar ís-
lenskrar tónlistar en hún er meðal þeirra sem standa að Reykjavík Loftbrú.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fyrir viku skrifaði ég pistilum ferð mína á Færeyskutónlistarverðlaunahátíðina.
Helgardvölin varð hin besta og
mikið af ánægjulegum uppá-
komum. Kristian Blak, mikilhæf-
asti tónlistar-aðgerðasinni eyjanna,
var eins og grár köttur í kringum
okkur gestina og var það vel! Sótti
okkur m.a. á flugvöllinn og keyrði
okkur þaðan til Þórshafnar. Ég sat
fram í með meistaranum og eðli
málsins samkvæmt skröfuðum við
um færeyskt tónlistarlíf og starf
hans þar. Blak
er ekkert
minna en ótrú-
legur maður,
„eldsál“ fyrir
allan pening-
inn (orð sem
Færeyingar
nota yfir innblásið og starfsamt
fólk) og rekur hann útgáfu sína
Tutl af mikilli festu, með hárná-
kvæman fókus á hvað beri að gera
til að hámarka sýnileika og dreif-
ingu (tutl er orð yfir öldugjálfur).
Merkilegast er þó, og að því komst
ég með því að tala við menn honum
tengda, að hann er ekki með höf-
uðið í skýjunum eða í óraunhæfum
dagdraumum. Áratugalangt og
ósérhlífið starf hans skilar nefni-
lega áþreifanlegum árangri. Hann
stendur t.d. að tveimur tónlistar-
hátíðum (Summartónar og Winter
Jazz) sem fara fram um allar eyj-
arnar og er nokkurs konar eins
manns her þar eins og einhver
nefndi.
Tutl er þó ekki hefðbundið út-
gáfufyrirtæki, frekar mætti kalla
það útgáfusamlag. Blak stendur í
fjárútlátum saman með tónlist-
armönnum en í 21 árs gömlu viðtali
við Árna Matthíasson í blaði þessu
sagði hann m.a., og er það merki-
legt miðað við hvernig mál hafa
þróast síðan þá: „Enginn lifir af því
Eldsálin Kristian Blak
Ljósmynd/Stella María
Kraftaverkamaður Kristian Blak tók vel á móti þessum tveimur íslensku
poppspekúlöntum á dögunum, þeim Ólafi Páli Gunnarssyni og pistilritara.
að leika á hljóðfæri. Það eru starf-
andi fjölmargir tónlistarkennarar,
en enginn hljóðfæraleikari, þeir fá
ekki nóg að gera heima fyrir og all-
ir þeir bestu setjast að í útlöndum
þar sem nóg er við að vera. Það
gefur augaleið hvað það skipti
miklu máli fyrir færeyskt listalíf ef
þar byggju starfandi tónlistar-
menn, sem gætu eins ferðast um
heiminn til tónleikahalds, en
myndu auðga listalíf ómælt með
búsetu sinni heima.“
Hér hefur Blak náð að spá vel
fyrir framtíðinni eða öllu heldur
hefur ósk hans ræst. Færeyjar búa
í dag yfir mörgum öflugum tónlist-
armönnum sem einmitt gera út frá
eyjunum, ferðast um allan heim, en
eiga höfuðvígi þar og auðga eyj-
arnar svo sannarlega. Eivör Páls-
dóttir er vitaskuld besta dæmið
þar um. Starfandi tónlistarmönn-
um í eyjunum hefur m.ö.o. fjölgað
en þróun tónlistarlífs í eyjunum
síðustu tvo áratugi hefur verið með
makalausum hætti.
Ég og Blak ræddum m.a. um
dreifingu á efni Tutl og ég hef
aldrei heyrt mann tala jafn vel um
Spotify og viðlíka streymisveitur.
Að sjálfsögðu heldur hann firnavel
um reiðtygin þar og sagði hann
mér að tekjur Tutl hefðu margfald-
ast eftir að hann keyrði vörur út-
gáfunnar inn á veiturnar. Hann
væri í sambandi við dreifiaðila víða
um heim sem þjónustuðu hann
hvað stafræna þáttinn varðaði.
Þetta sagði hann mér, mildur í fasi,
en utangátta prófessors-áran sem
leikur um hann er vel blekkjandi.
Blak otaði svo að mér nokkr-
um plötum þegar ég heimsótti
hann í Tutl plötubúðina en vínylút-
gáfa hefur nú aukist hjá honum
eins og öðrum. Hann benti mér á
nokkrar pappapakkningar utan um
nýjustu plötu Hamferðar, sem voru
víst á leiðinni út í heim. Svei mér
þá, hann hefur ábyggilega pakkað
þeim inn sjálfur.
» Færeyjar búa ídag yfir mörgum öfl-
ugum tónlistarmönnum
sem einmitt gera út frá
eyjunum, ferðast um all-
an heim, en eiga höf-
uðvígi þar.
Kristian Blak er for-
svarsmaður færeysku
plötuútgáfunnar Tutl
og algert gúrú hvað
viðkemur tónlistarlífi í
eyjunum. Höfundur
sótti hann heim fyrir
stuttu.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn
Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um höfnun og hindranir.
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Efi (Kassinn)
Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu
Margverðlaunað og spennandi verk !
Faðirinn (Kassinn)
Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn
Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Ég get (Kúlan)
Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Þri 10/4 kl. 11:00
kirkjub.klaustur
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss
Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200