Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 49

Morgunblaðið - 24.03.2018, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups- blað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl Blúshátíð í Reykjavík hefst með hinum árvissa Blúsdegi í miðborg- inni í dag kl. 14. Hátíðin mun að venju leggja undir sig Skólavörðu- stíginn og hefst skrúðganga við styttuna af Leifi Eiríkssyni við Hall- grímskirkju. Lúðrasveitin Svanur tekur þátt í henni og við setningu hátíðarinnar verður svo tilkynnt val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur árið 2018. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustíg frá klukkan 14, kveikt upp í grillum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira góðgæti og kl. 16 hefjast svo tónleikar á Borgarbókasafni í Grófinni. Fyrstu stórtónleikar hátíðar- innar verða svo haldnir þriðjudag- inn 27. mars kl. 20 á Hilton Reykja- vík Nordica en á þeim koma fram Laura Chavez og Ina Forsman, Beggi Smári og Nick Jameson og blúsaðasta band Músíktilrauna. Dagskrá hátíðarinnar má finna á blues.is. Blúsbræður Blústónleikar á Skóla- vörðustíg á Blúsdeginum 2016. Blúshátíð í Reykja- vík sett í dag Morgunblaðið/Eggert Blandaði kórinn King’s Voices frá Kings College í Cambridge á Eng- landi, syngur í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 og einnig í messu á morg- un kl. 11. Kórinn syngur enskan „Evensong“, þ.e. aftansöng, „með hrífandi fallegri kórtónlist með og án orgels í anda King’s eins og kór- inn syngur þar alla mánudaga,“ segir í tilkynningu. Organisti þeirra, Edward Reeve, leikur á org- el Hallgrímskirkju og stjórnandi er Ben Terry. „Evensong“ er sunginn daglega í öllum helstu stórkirkjum Bretlands, skv. tilkynningu og var hann síðast sunginn í kirkjunni á Kirkjulistahátíð 2015. Tónaflóð Nokkrir söngvara kórsins King’s Voices frá Cambridge. King’s Voices í Hallgrímskirkju AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslensk kvikmynd skilaði mestum miðasölutekjum af þeim sem sýnd- ar voru í kvikmyndahúsum lands- ins í fyrra, líkt og árið 2016, eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir ekki svo löngu. Árið 2017 var það kvikmynd leikstjórans Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, og árið 2016 Eiðurinn eftir Baltasar Kormák. Nær 50.000 manns sáu hvora mynd og komst kvikmyndin Undir trénu, eftir leikstjórann Haf- stein Gunnar Sigurðsson, nærri þeirri aðsókn í fyrra, með rúmlega 42.000 selda aðgöngumiða. Þetta sýnir vel, líkt og svo oft áður, að Ís- lendingar flykkjast á íslenskar kvikmyndir, ef þeir hafa áhuga á að sjá þær. Það liggur í augum uppi. Og á tímum stafrænna efn- isveitna og síaukins framboðs af sjónvarpsefni hlýtur þetta að telj- ast frábær aðsókn. Frá 29 upp í 84.455 En svo eru það hinar kvik- myndirnar, þær sem fólk virðist hafa lítinn áhuga á að sjá, jafnvel þó að þær hlaði á sig verðlaunum á erlendum kvikmyndahátíðum og rigni yfir þær lofdómum gagnrýn- enda. Besta dæmið er líklega fyrsta kvikmynd Benedikts Erl- ingssonar í fullri lengd, Hross í oss. Hún fór sigurför um heiminn, sóp- aði að sér verðlaunum en hlaut, þrátt fyrir það, litla aðsókn hér á landi. Þetta var árið 2013 og það var slæmt ár fyrir íslenskar kvik- myndir, ef litið er til aðsóknar. Rúmlega 13.000 miðar seldust á Hross í oss, meira en þrisvar sinn- um færri en seldust á Eiðinn og Ég man þig. Önnur ágæt kvikmynd sem fáir virtust hafa áhuga á að sjá er Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og í fyrra fór fyrsta kvikmynd Guðrúnar Ragn- arsdóttur, Sumarbörn, sömu leið. Þessi dræma aðsókn er svo sem ekkert nýtt, eins og sjá má á úttekt kvikmyndavefjarins Klapp- trés á heildaraðsókn og aðsókn yfir opnunarhelgar íslenskra kvik- mynda á árunum 1995 til 2017 (vef- Hvað dregur fólk (ekki) í bíó? Áhugaleysi Verðlaunafjöld og lofdómar virðast ekki skipta miklu þegar kemur að aðsókn að íslenskum kvikmyndum hér á landi. Hér má sjá stillu úr Svaninum sem aðeins 4.000 manns höfðu séð eftir 10 vikna sýningar. mynd sem komst fyrir það fyrsta inn á hina virtu Sundance-- kvikmyndahátíð og hlaut þar að auki leikstjórnarverðlaun. Ísold er fyrsti íslenski leikstjórinn sem hlýt- ur þann heiður. En það virðist engu máli skipta, fólk fer heldur að sjá Bruce Willis í enn einni hasar- myndinni. Tekið skal fram að þetta voru aðeins fyrstu dagar Andið eðlilega í sýningum og vonandi tekur þjóðin nú við sér, drífur sig í bíó að sjá þessa vönduðu kvikmynd og styrkir um leið íslenska kvik- myndagerð. Síðustu aðsóknartölur voru þær að um 2.900 manns hefðu séð myndina að lokinni helgi þann- ig að líklega á hún nóg eftir. Of „listrænar“? Hvernig stendur á þessu hróp- andi misræmi í aðsókn að íslensk- um kvikmyndum? Hvernig stendur á því sjötti hver Íslendingur fer að sjá sumar þeirra (og þá einkum kvikmyndir Baltasars) en aðrar eru sýndar fyrir nær tómum sölum svo vikum skiptir? Aðsókn und- anfarin ár að íslenskum kvikmynd- um virðist benda til þess að bíó- gestir gefi lítið fyrir erlend verðlaun eða lofdóma erlendra og innlendra gagnrýnenda. Þá eiga allar þær kvikmyndir sem nefndar hafa verið það sameiginlegt að flokkast til svokallaðra „art house“-kvikmynda, þær eru „list- rænar“, eins og það er stundum kallað þótt allar kvikmyndir ættu í eðli sínu að vera listrænar þar sem þær eru listaverk en þó heldur mis- jöfn að gæðum. Umfjöllunarefni þessara listrænu kvikmynda er oft- ar en ekki dramatískt, átakanlegt eða óljóst, miklar tilfinningar í spilinu og siðferðilegum spurn- ingum varpað fram án þess að við þeim fáist endilega svör. Þessar myndir virðast tilheyra allt annarri vídd í heimi kvikmynda en þær sem jafnan njóta mestrar aðsókn- ar, t.d. ofurhetjumyndir. Í þessum „artí“ kvikmyndum eru ekki sprengingar og læti, lítið um slags- mál, kappakstur eða skotbardaga. Engir vöðvastæltir menn og fá- klæddar konur. Enginn Adam Sandler að fíflast. Og ef táningar eru sá hópur sem sækir helst bíó- hús er engin furða að afþreyingin verði heldur fyrir valinu, unga fólkið vill auðvitað skemmta sér. Bara einhverjir hestar … En af hverju er þá fjölmennt á Eiðinn og Ég man þig? Umfjöll- unarefnin í þeim eru líka drama- tísk, barnshvarf og draugagangur í annarri og faðir sem hefur misst dóttur sína í hendur eiturlyfjasala í hinni. Einhver formúla virðist vera þar á ferð sem höfðar til fólks. Í Undir trénu er fjallað um hatrammar nágrannadeilur. Ekki eru þær nú léttmeti en Steindi Jr., Siggi Sigurjóns og Edda Björgvins leika í myndinni og þau draga að sér ólíkar kynslóðir sem gæti mögulega skýrt þá góðu aðsókn sem myndin hlaut. Eða var mark- aðssetningin kannski svona vel heppnuð? Aðsóknin að Hrossum í oss á sínum tíma er mér ráðgáta og ég minnist þess að hafa dásamað kvik- myndina fyrir daufum eyrum. Þeg- ar spurt var hvers vegna fólk hefði svona lítinn áhuga voru svörin oft óljós. „Æ, þetta er einhver hesta- mynd“ eða „æ, þetta er einhver sveitamynd um einhverja karla og hesta“. Fólk virtist, sumt hvert, ekki geta útskýrt betur en þetta af hverju áhugaleysi þess stafaði. Eitt hljóta þó allir að vera sammála um: styrkja þarf íslenska kvikmyndagerð og veita ungum og upprennandi leikstjórum brautar- gengi og hvatningu. Og á síðustu árum hefur kastljósinu verið beint í æ meiri mæli að konum í faginu og athygli vakin á því hversu fáar þær eru í röðum leikstjóra. Nú eru kvikmyndir tveggja íslenskra kvenna sýndar í kvikmyndahúsum landsins og stuðningur landsmanna við þær meiri í orði en á borði, ef marka má aðsókn. Hvernig væri nú að sýna stuðninginn í verki, sleppa því að horfa á sjónvarpið eitt kvöld og drífa sig í bíó? Til hvers er listin ef enginn er til að njóta hennar? Eða er það kannski ósanngjörn krafa að Íslendingar eigi að fara að sjá sjá íslenskar kvikmyndir í bíó? Einhvers konar þjóðrembutíma- skekkja? Sem betur fer veltur íslensk kvikmyndagerð ekki eingöngu á bíóaðsókn hér heima því þá værum við í vondum málum. Sjónvarp og streymisveitur verða sífellt fyrir- ferðarmeiri og þótt aðsókn sé dræm í bíó getur vel verið að miklu fleiri vilji horfa á íslenskar kvik- myndir heima í stofu í stórum flatskjá. Og í samanburði við ná- grannalöndin, t.d. Danmörku, er aðsókn hér að innlendum kvik- myndum ekki verri en gengur og gerist. En hún er, samt sem áður, langt frá því að vera góð. » Í þessum „artí“-kvikmyndum eru ekki sprengingar og læti, lítið um slagsmál, kappakstur eða skot- bardaga. Engir vöðva- stæltir menn og fá- klæddar konur. Enginn Adam Sandler að fíflast. slóðin er klapptre.is/heildarad- sokn-og-opnunarhelgar-islenskra- biomynda-1995-2017/). Ef litið er á heildaraðsókn er Mýrin eftir Baltasar Kormák á toppnum, heildaraðsókn 84.455 miðar og á botninum er Þriðja nafnið með 29 miða. Reyndar vantar upplýsingar um aðsókn að nokkrum kvikmynd- um, svo því sé haldið til haga. 4.000 manns á tíu vikum Í byrjun þessa árs var frum- sýnd kvikmyndin Svanurinn eftir leikstjórann Ásu Helgu Hjörleifs- dóttur, hennar fyrsta í fullri lengd og byggð á góðkunnri og marglof- aðri skáldsögu eins virtasta rithöf- undar þjóðarinnar, Guðbergs Bergssonar. Kvikmyndin hlaut já- kvæða gagnrýni hér heima og hafði þá hlotið verðlaun á alþjóð- legum kvikmyndahátíðum. Ekki dugði það til og eftir 11 vikur í sýn- ingum, í byrjun þessarar viku, höfðu aðeins um 4.200 manns séð myndina. Nýjasta dæmið er svo Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur og enn og aftur fyrsta kvikmynd leikstjóra í fullri lengd. Yfir frumsýningarhelgi, 9.-11. mars, sáu hana 720 manns. Kvik- myndin var sýnd í fimm sölum og sé fjölda gesta deilt niður á daga þá sáu 240 manns myndina á degi hverjum. Þetta er afar dræm að- sókn, hefði maður haldið, að kvik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.