Morgunblaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 24. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Best klæddu konur Íslands
2. Sváfu frekar lítið næstu nótt
3. Ráðgátan um „geimveruna“ leyst
4. Lögreglumaður í staðinn fyrir gísl
Strokkvartettinn Siggi kemur fram
á sígildum sunnudegi í Norðurljósum
Hörpu á morgun kl. 17. Á efnisskránni
eru verk eftir Alfred Schnittke, Sjost-
akovitsj, Beethoven og Orlando di
Lasso. Kvartettinn skipa Una Svein-
bjarnardóttir, Helga Þóra Björgvins-
dóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og
Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Siggi á sígildum
sunnudegi í Hörpu
Rof nefnist sýn-
ing sem Bergþór
Morthens opnar í
Listasafninu á
Akureyri, Ketil-
húsi, í dag kl. 15.
Sýningarstjóri er
Guðrún Pálína
Guðmundsdóttir.
Bergþór lauk
námi við Myndlistaskólann á Akureyri
2004 og MA-námi í myndlist við
Valand-háskólann í Gautaborg 2015.
Hann hefur haldið einkasýningar á
Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð. Rof
stendur til 15. apríl.
Bergþór Morthens
opnar sýninguna Rof
Guðný Guðmundsdóttir heldur upp
á sjötugsafmælið sitt með tónleika-
röðinni Mozartmaraþoni þar sem hún
flytur öll verk Mozarts fyrir fiðlu og
píanó. Aðrir tónleikar
raðarinnar af níu alls
verða í Hannesar-
holti á morgun,
sunnudag, kl. 12.15.
Þar leika Guðný og
Gerrit Schuil sónötu í
B-dúr, sex tilbrigði um
franskt lag í g-moll og
sónötu í Es-dúr.
Mozartmaraþonið
í Hannesarholti
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 5-13 m/s og lítilsháttar él um landið vestanvert og á
annesjum norðanlands en hægari vestlæg eða breytileg átt annars staðar og yfirleitt
bjart. Hiti 0 til 4 stig að deginum en víða næturfrost.
Á sunnudag Austlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma í fyrstu en síðan slydduél eða él á
Norðausturlandi og Austfjörðum. Hægari breytileg átt annars staðar. Víða léttskýjað en
stöku él, einkum inn til landsins. Hiti kringum frostmark.
„Stundum er það fátt sem við getum
tekið jákvætt með okkur úr leikjum en
úr leiknum á miðvikudaginn er margt
jákvætt sem við getum haldið áfram að
byggja á, ekki síst varnarleikurinn, bar-
áttuandinn og sjálfstraustið sem var í
liðinu,“ segir Axel Stefánsson, þjálfari
kvennalandsliðsins í handknattleik,
sem mætir Slóveníu öðru sinni á fjór-
um dögum í Celje á morgun. »1
Tökum margt jákvætt
með okkur til Celje
Keflavík hélt sér á lífi í ein-
víginu við Hauka í 8-liða úr-
slitum Dominos-deildar
karla í körfubolta með
81:78-sigri í Hafnarfirði í
gærkvöld. Staðan í einvíg-
inu er 2:1. Keflavík er eina
Suðurnesjaliðið sem enn er
með í úrslitakeppninni en
Tindastóll sópaði Grindavík
út, 3:0, og Njarðvík hafði
áður fallið úr leik, einnig
3:0, gegn KR. »2 og 3
Keflavík ein Suð-
urnesjaliða eftir
Á meðan nýkrýndir deildarmeistarar
ÍBV í handknattleik karla flugu áleiðis
til Rússlands vegna Evrópuleiks flaug
einn reyndasti leikmaður liðsins,
Magnús Stefánsson, til Vestmanna-
eyja með bikarinn. Hann komst ekki
til Rússlands vegna anna í vinnu sem
framleiðslustjóri. „Það er vertíð í
gangi,“ segir Magnús. Sambýliskona
hans er hins vegar komin til Slóveníu
með íslenska kvennalandsliðinu. »4
Komst ekki í Evrópuleik
vegna vertíðarinnar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðasti vinnudagur Hrólfs Jóns-
sonar hjá Reykjavíkurborg var í
gær. Hann komst á starfslokaaldur
samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára
starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru
og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og
tónlist. „Þetta er ágætis tími til
þess að breyta til og spreyta sig á
öðrum vígstöðvum,“ segir hann.
Hrólfur hefur stofnað fyrirtækið
13 tungl og ætlar að markaðssetja
sig sem ráðgjafa. Auk þess er hann
að undirbúa tónleika í Hörpu 12.
október nk., þar sem nýstofnuð
hljómsveit hans ætlar að flytja 20
lög, þar af 15 eftir Hrólf, einkum
blöndu af rokki og amerísku þjóð-
lagarokki. „Ég hef samið um 40 lög
og 25 til 30 texta og við höfum valið
15 þessara laga til þess að vinna
með og endurútsetja,“ segir hann.
Auk þess ætla þeir að flytja þrjú
lög eftir Ragnar Jón, trommuleik-
ara bandsins og son Hrólfs, og tvö
tökulög. Fyrir utan feðgana eru
Daníel Friðrik Böðvarsson gítar-
leikari, Ingólfur Magnússon bassa-
leikari og Ástvaldur Traustason pí-
anóleikari í hljómsveitinni. Á
tónleikunum koma líka fram marg-
ir gestir með sveitinni, þar á meðal
KK, Ingveldur Ýr Jónsdóttir
óperusöngkona, Vigdís Ásgeirs-
dóttir söngkona og nokkrar bak-
raddir og hljóðfæraleikarar. „Við
sjáum fyrir okkur allt að 12 manns
á sviðinu þegar mest verður,“ segir
Hrólfur.
Tónlistin ríkur þáttur
Tónlistaráhugi Hrólfs byrjaði á
barnsaldri og hefur verið sem rauð-
ur þráður í gegnum lífið. „Sem lítill
pjakkur fór ég í Gítarskóla Emils
en ekki leið á löngu þar til einn
kennarinn sagði að menn yrðu ekk-
ert endilega betri tónlistarmenn
með námi og þá útskrifaði ég mig
úr Gítarskólanum,“ rifjar hann
upp. Hann segist samt hafa átt sín-
ar fyrirmyndir; Led Zeppelin,
Crosby, Stills, Nash & Young, Cat
Stevens og fleiri, og haldið áfram
að glamra á gítarinn. Auk þess hafi
hann spilað mikið og sungið á
kvöldvökum hjá skátunum og í
skátaútilegum.
Hrólfur hóf störf hjá slökkvilið-
inu í Reykjavík 1980, varð slökkvi-
liðsstjóri 1991 og gegndi embætt-
inu til 2004. Þar tók hann þátt í að
stofna hljómsveitina Eldbandið og
fljótlega eftir að hann hóf störf hjá
Reykjavíkurborg var hann eitt ár í
Borgarbandinu. Hann byrjaði sem
sviðsstjóri framkvæmda- og eigna-
sviðs Reykjavíkurborgar 2004 og
tók síðan við sem skrifstofustjóri
skrifstofu eigna og atvinnuþróunar
2012. Meðfram námi í Kaupmanna-
höfn 2009-2010 samdi hann nokkur
lög og eftir heimkomuna fékk hann
Jón Ólafsson og Stefán Má Magn-
ússon til þess að vinna með sér 10
laga diskinn Tímaglasið og fékk
bandið Swords of Chaos, sem sonur
hans lék með, til þess að spila með
sér lögin í garðpartíi á menningar-
nótt 2010 auk þess sem haldnir
voru útgáfutónleikar í Tjarnarbíói.
2014 lögðu feðgarnir Hrólfur og
Ragnar Jón sín fimm lögin hvor til
á diskinn Á okkar vegum og fengu
Guðmund Pétursson, Jakob Frí-
mann Magnússon og Þorgeir Guð-
mundsson, tengdason Hrólfs, til
liðs við sig og þá voru útgáfu-
tónleikar haldnir í Sögusafninu.
„Útgáfan og tónleikarnir hafa ekki
farið hátt en nú langar mig til þess
að dusta rykið af lögunum og halda
þessa tónleika í Hörpu með stæl,“
segir Hrólfur.
Hrólfur gerir sér ekki miklar
væntingar um frægð og frama í
tónlistinni en er opinn fyrir öllu og
segir að hápunkturinn verði í
haust, en miðar á tónleikana fara í
sölu á harpa.is eftir helgi. „Ég get
vel hugsað mér að verða tónlistar-
maður,“ segir hann og horfir björt-
um augum til framtíðar.
Hrólfur næst í Hörpu
Hefur náð
starfslokaaldri og
snýr sér að öðru
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarmaður Hrólfur Jónsson vinnur að undirbúningi tónleika í Hörpu 12. október í haust.